Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 17 LANDIÐ Búðakirkju færð ný messuklæði Hellissandi - Hinn 17. júní við þjóð- hátíðarmessu í Búðakirkju færðu niðjar Guðnýjar Ólafar Oddsdóttur og Magnúsar Valdimars Einarsson- ar, fyrrverandi bónda á Búðum, kirkjunni ný messuklæði til minn- ingar um hjónin. Klæðin munu prýða kirkjuna meginhluta ársins og allan þann tíma sem ferða- mannastraumur er mestur að Búð- um á sumrin. Guðný og Magnús voru síðustu ábúendur á Búðum. Niðjamir gáfu sóknamefndinni kost á að velja messuklæðin í sam- ráði við sóknarprestinn. Gæta varð þess að klæðin féllu að þessu 152 ára gamla guðshúsi, sem Steinunn Sveinsdóttir reisti á sinni tíð án til- styrks hinna andlegu feðra. Jafnframt afhentu niðjar þeirra hjóna kirkjunni fjórar gamlar sálmabækur frá því í byrjun 19. ald- ar og handbók presta frá sama tíma. Bækumar eiga sér merkilega sögu, sálmabækumar hafa upphaf- lega verið í eigu sóknarbama en af- hentar kirkjunni. Magnús bóndi á Búðum tók eftir þ\n skömmu áður en Búðabærinn brann að mýs höfðu komist í bæk- umar, eins og títt var um guðsorða- bækur og kirkjubækur fyrrum, og vildi forða þeim inn í bæ sinn en Emanúel Ragnarsson, tengdasonur hans, vildi fá þær til viðgerðar vest- ur til Ólafsvíkur og tók þær því með sér. Fyrir bragðið urðu bækumar ekki eldinum að bráð þegar bærinn brann 1976. Magnús og Guðný létu sér alla tíð mjög umhugað og annt um kirkju sína. Magnús var meðhjálpari kirkj- unnar og Guðný þreif hana og hirti og tók þátt í söngstarfí hennar alla tíð. Ævinlega var kirkjugestum boðið til kirlqukaffis á heimili þeirra að lokinni messu. Hinn 17. júní sl. var mikill fjöldi niðja þeirra hjóna mættur til Búða- kirkju til að afhenda gjafírnar. Sóknarprestur minntist þeirra hjóna og þakkaði góðar gjafir, ásamt formanni safnaðarins, Sig- rúnu Guðmundsdóttur á Kálfárvöll- um, og Kristjönu Sigurðardóttur í Hlíðarholti, umsjónarmanni kirkj- unnar. Við messuna var barna- barnabam þeirra hjóna skírt, Óli Freyr Brynjarsson, tæplega tveggja mánaða gamall. Niðjar þeirra hjóna munu nú vera á milli 60 og 70. Að lokinni athöfn- inni var kirkjugestum boðið til kaffísamsætis í sumarhúsinu Vind- heimum í landi Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík og var þar fjölmenni. Morgunblaðið/Ólafur Jens SÓKNARPRESTURINN, Ólaf- ur Jens Sigurðsson, í nýjum messuklæðum Búðakirkju. Hús þetta byggði Magnús á Búð- um handa dætram sínum norðan Snæfellsnessfjallgarðsins skömmu áður en hann lést og var þá kominn fast að níræðu. Hóf hann smíðina í Ólafsvík 88 ára að aldri og var húsið síðan flutt suður í Breiðuvík. Svo mikið var honum í mun að tengsl og ræktarsemi þeirra við fomar slóðir rofnuðu ekki og þau mættu njóta fegurðar Breiðuvíkur, þeirrar sveitar sem hafði fætt hann sjálfan og fóstrað. Má segja að Magnúsi hafi orðið að ósk sinni því ræktarsemin við heimahagana hef- ur aldreibmgðist niðjum hans. Ný föndurbtíð í Borgarnesi Morgunblaðið/Ingimundur ÞÓREY S. Guðlaugsdóttir í versluninni Föndurborg sem liún opnaði nýlega í Borgarnesi. Borgamesi - NÝ föndurbúð, Fönd- urborg, var opnuð í Borgamesi 10. júní sl. Er hún til húsa að Brákar- braut 1, þar sem áður var skrifstofa Framsóloiarflokksins. Eigendur verslunarinnar em hjónin Þórey S. Guðlaugsdóttir og Magnús S. Ótt- arsson. Verslunin verður með til sölu bútasaumsefni, Husquama-sauma- vélar, tré- og útsaumsvörar. Að sögn Þóreyjar er hugmyndin að vera með „opið hús“ og vinnusmiðju fyrir þá sem hafa áhuga á föndri. Stefnt er að því að vera með nám- skeið í bútasaumi, brúðugerð og al- mennu föndri. Þórey S. Guðlaugsdóttir vann fjög- ur ár í vefnaðarvöradeild Kaupfélags Borgfirðinga Hún sagðist hafa sótt námskeið í fijndri en hún hefði unnið um tíma í Virku sem væri mekka bútasaums hér á landL Þá sagðist hún hafa þreifað sig áfram og gert tilraunir í föndurmálum. Sértilboð til Costa del Sol 13. iúlí frákr. 39.720 Nú getur þú tryggt þér glæsilegt tilboð til vinsælasta áfangastaðar íslendinga í sólinni, Costa del Sol. Heimsferðir bjóða nú sértilboð á íbúðarhótelinu E1 þar sem þú finnur frábæran aðbúnað, rúmgóð studio íbúðir, glæsilegan garð með sundlaugum, íþróttaaðstöðu, loft- kældar íbúðir með sjónvarpi og síma. Hvergi fínnur þú þvflíkt úrval veitinga- og skemmtistaða og fyrir hina ferðaglöðu er ein- stakt tækifæri að kynnast Granada, Afríku, Gíbraltar eða spænsku sveitinni með fararstjórum Heimsferða á staðnum. Verð kr. 39.720 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 1 vika, íbúð m/1, með sk., 13. júlí Verðkr. 45.755 M.v. 2 í stúdíó, 1 vika, EI Pinar,13. júlí HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 www.heimsferdir.is El Pinar Verðkr. 45.755 M.v. hjón með 2 bom, 2-11 ára, 2 vikur, íbúð m/1, með sk., 13. julí Veður og færð á Netinu H>mbl.is /\LLTAf= £/rr//b54£7 tJÝTl Vítvi v\ú eVVi ^oH- o\b gef<A SV^VV^né ölllAÞA SÍÍmVÖIiaHUFA SÍÍ\Ia«M \b iav sé eVVi UeiiHín! Með símtalsflutningi Símans er hægt að vísa öllum hringingum í þinn síma, í annað númer hvar sem er á landinu.* Hægt er að vísa símtölunum í venjulegan síma, farsíma, talhólf, svarhólf eða boðtæki og sá sem hringir verður ekki var við flutninginn. Sækja þarf um símtalsflutning hjá Símanum. Símtal flutt: □ 21E3. Númerið sem á að flytja hringinguna í er valið og síðan ýtt á □. Þjónusta gerð óvirk: □ 210. Sá sem hringir í númer sem flutt hefur verið greiðir fyrir það símtal, en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir símtal í það númer sem flutt er í. LEIÐBEININGAR UM NOTKUN SIMTALSFLUTNINGS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.