Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Biðlað til dómarans RÚMLEGA 150 hundar af öllum stærðum og gerðum voru sýndir á árlegri hundasýningu Hundarækt- arfélags íslands og svæðafélags HRFI í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Dómari sýningarinnar kom frá Noregi og heitir Tore Foss- um. Á myndinni er hann að skoða Bitru-ísabellu, tíbetskan spaniel í eigu Kristjönu J. Ólafsdóttur. Tíkin fylgdist vel með dómaranum þukla sig hátt og lágt og af augnaráði hennar var eins og hún væri að biðla til dómarans um góða einkunn. Djass skipar veglegan sess á Listasumri Tímasprengj an ríður á vaðið með Brubeck DJASS skipar veglegan sess á Listasumri á Akureyri nú sem endranær. Boðið verður upp á tón- leika í Deiglunni á hverju fimmtu- dagskvöldi í júlí og ágúst, og eru þeir fyrstu á dagskrá nú á fimmtu- daginn, 1. júlí. Þá kemur fram sveit sem kallast Tímasprengjan; Sigurð- ur Flosason leikur þar á saxófón, pí- anóleikari er Kjartan Valdimarsson, Gunnar Hrafnsson spilar á bassa og trommari er Pétur Grétarsson. Um er að ræða Dave Brubeck-kvöld, þar sem leikin verða lögin sem vörð- uðu braut Brubeck-kvartettsins til heimsfrægðar. Á meðal tónlistarmanna sem fram koma á fimmtudögum í Deigl- unni í sumar eru bæði innlendir og erlendir djassarar. í röðum þeirra íyrmefndu eru margir sem gert hafa garðinn frægan bæði heima og erlendis. Þar má nefna Bjöm Thoroddsen, Eðvarð Lárasson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson, Jóel Pálsson, Kjartan Valdimarsson, Pétur Grétarsson, Sigurð Flosason og Þóri Baldurs- son. Einnig söngkonumar Andreu Gylfadóttur, Helenu Eyjólfsdóttur og Margot Kiis. Djassleikarar á Akureyri og í Suður-Þingeyjarsýslu verða einnig með; t.d. Benedikt Brynleifsson, Jaan Olavere, Jósep Sigmundsson, Róbert Reynisson og Stefán Ingólfsson. Þá leikur hið víðþekkta tríó Robins Nolans frá Amsterdam fimmtudaginn 15. júlí og leiðbeina meðlimir þess á námskeiði á Akur- eyri dagana 15. til 17. júlí: Þetta sama tríó lék á Akureyri í fyrra, við fádæma hrifningu áheyrenda, að sögn forráðamanna Listasumars. Djazzklúbbur Akureyrar hefur veg og vanda af vali efnis og tónlist- armanna. Að sögn Jóns Hlöðvers Áskelssonar, formanns klúbbsins, er Nolan talinn í fremstu röð djass- gítarleikara samtímans, og vitnar þar í uppsláttarritið The Jazz Guit- ar, fjórðu útgáfu, eftir Maurice J. Summerfield. „Tríóið hefur fengið mikið lof gagnrýnenda beggja vegna Atlantshafsins," segir Jón Hlöðver, og bætti því við að Bítill- inn George Harrison hefði miklar mætur á tónlist tríósins og hefði nokkrum sinnum fengið það til að leika á sínum vegum. „Það er kom- inn tími til að heyra tónlist hljóma eins og tónlist á að hljóma,“ er haft eftir Harrison um Nolan og félaga, að sögn Jóns Hlöðvers. Aðgangur verður ókeypis að Heitum fimmtudögum í Deiglunni, eins og djasstónleikarnir era kallað- ir, í sumar sem hingað til. Það er fyrst og fremst mögulegt vegna veglegra styrlqa sem fyrirtæki hafa veitt starfseminni. Olgerð Egils Skallagrímssonar veitir stærsta styrkinn ásamt Café Karolínu, en djasskvöldin eru kennd við danska ölið Tuborg. Auk þess hefur Kaup- félag Eyfirðinga gert samning við Djazzklúbb Akureyrar um auglýs- ingastyrk til heils árs. Viku eftir Brabeck-kvöldið verð- ur haldið Andreu-kvöld, þar sem Andrea Gylfadóttir söngkona, Eðvarð Lárasson gítarleikari, bassaleikarinn Stefán Ingólfsson og trommarinn Benedikt Brynleifsson leika listir sínar. Morgunblaðið/Kristján Ný hársnyrtistofa í miðbænum NÝ hársnyrtistofa hefur tekið til starfa í miðbænum á Akureyri, nánar tiltekið á Strandgötu 9 og hefur hún fengið nafnið Zone. Þar er boðið upp á almenna hár- snyrtingu og förðun og er opið frá kl. 9-18 virka daga og 10-14 á laugardögum. Það eru mæðgurnar Valborg Davíðsdóttir og íris Ragnars- dóttir sem reka hársnyrtistofuna en með þeim starfa Finnur Jör- undsson og Helena Sveinbjörns- dóttir. Á myndinni eru f.v. Finnur, Helena, Valborg og íris. Brúðkaup í endurbættri Eiríksstaðakirkju á Jökuldal Gifting í nýlega upp- gerðri kirkju Vaðbrekku, Jökuldal. - Á laugar- daginn var haldið brúðkaup þeirra Þorsteins V. Snædal og Guðrúnar Rögnu Einarsdóttur í Eiríksstaðakirkju á Jökuldal. Ný- búið er að gera endurbætur á kirlqunni sem er nokkuð notuð og aðallega til brúðkaupsathafna fólks sem tengist sveitinni og staðnum á einhvern hátt. Guðrún segir ástæðu þess að þau Þor- steinn giftu sig í Eiríksstaða- kirkju vera þá að afi Þorsteins og alnafni hafi verið fæddur og uppalinn á Eiríksstöðum og búið þar þangað til hann flutti út í Skjöldólfsstaði. Einnig sé að myndast hefð fyrir því að þau systkinin gifti sig á Eiríksstöð- um. Steinunn V. Snædal, systir Þorsteins, og Lárus Dvalinsson hafí einnig gift sig í Eiríkstaða- kirkju. Kirkjan á Eiríksstöðum á Jök- uldal er komin til ára sinna. Hún var byggð á árunum 1911 til 1914 og er elsta steinsteypta kirkjuhúsið á Austurlandi. Kirkj- an var flutt frá næsta bæ, Brú, út í Eiríksstaði og það fóru 80 pok- ar af sementi og 1 tunna af kalki í bygginguna. Úm 1990 var svo komið að kirkjan var nær ónýt af steypu- skemmdum og hætt að nota hana um það leyti. Sumarið 1994 var siðan ráðist í að gera við kirkj- una þrátt fyrir hatrammar deilur þar um sem enn sér ekki fyrir endann á. Þessar endurbætur voru unnar af Aðalsteini J. Mar- íussyni múrarameistara sem hreinsaði veggina og múraði upp á nýtt með norsku viðgerðarefni gríðarsterku sem þolir mjög vel vatn og vinda, auk þess sem efnið er með lit svo ekki þarf að mála veggi kirkjunnar á eftir. Margt merkra gripa í kirkjunni Bekkirnir og alt- arið eru úr kirkj- unni á Brú og pré- dikunarstóll smíð- aður þegar kirkjan var byggð. Altar- istaflan er eftir Jó- hann Briem, máluð árið 1954 og gefin af kvenfélaginu í sveitinni sem þá var aflagt en nokk- ur sjóður til sem notaður var til kaupanna. Vil- hjálmur Snædal og Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson BRÚÐHJÓNIN Þorsteinn V. Snædal og Guðrún Ragna Einarsdóttir ganga úr kirkju eftir athöfnina. MARGT merkra muna er í kiijunni og hér má sjá altarið, altaristöfluna og prédikunarstólinn. Elín Pétursdóttir Maack, móður- systir Elínar Jónsdóttur, konu Jóhanns Briem, höfðu forgöngu þar um. Jóhann Briem málaði nokkrar altaristöflur og fór ekki troðnar slóðir í biblíumyndastfln- Altarisklæði er saumað af Snorra Gunnarssyni þúsund- þjalasmið frá Egilsstöðum í Fljótsdal, altarisdúkur saumaður af Ingibjörgu Jónsdóttur á Vað- brekku rétt fyrir 1970. Ljósakrónan, mikill gripur og fagur fyrir kerti, er gefin af Að- alsteini Jónssyni og Ingibjörgu Jónsdóttur á Vaðbrekku. EIRÍKSSTAÐAKIRKJA eins og hún lítur út eft- ir endurbygginguna sem unnin var af Aðalsteini J. Maríussyni. Heimabakarí á Húsavík Húsavík - Hjónin Helgi Sigurðsson, bakarameistari, og Elsa G. Borg- arsdóttir hafa keypt Brauðgerð KÞ á Húsavík og reka bakaríið nú undir nafninu Heimabakarí. Þau hugsa sér að reka brauðgerð- ina fyrst um sinn í sama formi og áður en Helgi hefur rekið brauð- gerðina fyrir KÞ með góðum ár- angri í 16 ár. Tilheyrandi húsnæði hefur ekki allt verið notað fyrii- brauðgerðina, en áformað er að taka meira af því í notkun og bæta þar með aðstöðuna, en brauðgerðin er vel búin áhöldum. Þetta er eina brauðgerðin á svæðinu frá Akureyri til Þórshafn- ar. í Heimabakaríi á Húsavík vinna 15 manns. Morgunblaðið/Silli HJÓNIN Elsa G. Borgarsdóttir og Helgi Sigurðsson bakarameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.