Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 38
$8 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HAUKUR PÉTURSSON + Haukur Péturs- son bygginga- meistari fæddist 21. maí 1927 í Tungu- koti, Kirkju- hvammshreppi, V- Húnavatnssýslu. Hann varð bráð- kvaddur 16. júní síð- astliðinn. Foreldrar Hauks voru Pétur Theodór Jónsson, f. 6. mars 1892, d. 21. , september 1941, bóndi í Tungukoti og kona hans Krist- ín Jónsdóttir, f. 12. júlí 1891, d. 31. júlí 1961. Systkini Hauks eru: 1) Jón Kristinn, f. 20.4. 1918, d. 25.8. 1978, 2) Magnús, f. 6.8. 1919, d. 31.10. 1955, 3) Sigurður Maijón, f. 20.10. 1920, d. 3.10. 1960, 4) Margrét, f. 20.2. 1923, 5) Sigríð- ur Helga, f. 4.1. 1925, d. 4.10. 1971, 6) Hrefna, f. 28.2. 1926, d. 31.5. 1982, 7) Vigdís, f. 6.12. 1928, 8) Ingibjörg, f. 11.6. 1934. _ Árið 1958 kvæntist Haukur Ástu Guðmundsdóttur, f. 6. febrúar 1934 í Eyði-Sandvík, Sandvíkurhreppi, Árnessýslu. Foreidrar hennar voru Guð- mundur Sæmundsson bóndi, f. 10. febrúar 1891, d. 15. mars 1966 og kona hans Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 12. september 1889, d. 21. mars 1937. Dóttir Hauks og Ástu er Harpa, Iæknir í Sviss, f. 13. júlí 1962, gift Þresti Guðmundssyni verkfræðingi, f. 23. febrúar 1965, sonur Hörpu og Þrastar er Bjarni, f. 7. júlí 1998. Dóttir Hauks er Kolbrún, starfs- stúlka á Isafirði, f. 12. febrúar 1952, gift Gylfa Gunnars- syni kennara, f. 24. september 1946, sonur Kolbrúnar og Gylfa er Haukur, iðnnemi, f. 2. nóvember 1979. Haukur ólst upp í Tungukoti en fluttist til Reykjavíkur þegar hann var 19 ára gamall. Hann lauk sveinsprófi í múrverki 1951 og var félagi í Múrarameistara- félagi Reykjavíkur frá 1955. Haukur starfaði lengstum sem byggingameistari og byggði einkum fjölbýlis- og raðhús og seldi á almennum markaði. Auk þess byggði hann Iðnaðar- mannahúsið við Hallveigarstíg og Búnaðarbankann við Lauga- veg 120. títför Hauks Péturssonar fer fram frá Bústaðakirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við góðan tengda- föður og afa. Það var þungt áfall sem dundi yfir fjölskylduna þegar við fréttum seint að kvöldi 16. júní að Haukur hefði látist þá fyrr um kvöldið. Hann sem var svo hress og * kátur þegar við kvöddumst á Keflavíkurflugvelli um miðjan apríl síðastliðinn. Þar sem við búum í Sviss voru samverustundirnar ekki mjög reglulegar en Haukur var duglegur að nota símann til að fylgjast með líðan fjölskyldunnar. Áf og til vorum við þó hér heima og bjuggum þá alltaf á heimili þeirra Hauks og Ástu. Húsið þeirra hefur alltaf staðið okkur opið og þar höf- um við átt yndislegar stundir. Haukur naut þess að hafa Bjarna litla, dótturson sinn, hjá sér og hugði gott til glóðarinnar til þess tíma þegar við flyttum heim og hann gæti séð litla afastrákinn sinn reglulega. 'r Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við Bjarni, ásamt Hörpu, heimsóttum hann í hesthúsið um síðustu páska. Hann naut þeirrar stundar mjög og fannst gaman að sýna dóttursyni sínum hestana. Haukur átti góða hesta og hann hafði jafn mikið yndi af að umgang- ast þá og hirða og að fara í útreið- artúra. Hann hlakkaði til þeirrar stundar þegar Bjarni hefði aldur til að fara með honum í hesthúsin og hann var staðráðinn í því að gera úr honum hestamann. Eg fór nokkrum sinnum með Hauki í út- reiðartúra. Það voru skemmtilegar stundir sem við höfðum báðir mjög H H H H H H H H H Erfisdrykkjur ¥•- P E R L A N Sími 562 0200 IIIIIIIIIIIIIIII gaman af. Það var í þessum ferðum sem ég kynntist honum best. Eg komst að því að Haukur var mjög fróður maður sem hafði gaman af að segja frá. Hann var oft á tíðum heimspekilega þenkjandi og velti fyrir sér tilgangi lífsins. Hann hafði líka mikla ánægju af að ræða tæknileg málefni við mig þar sem ég er verkfræðingur. Þetta var sameiginlegt áhugasvið sem við nutum báðir að ræða. Það var líka í þessum útreiðartúrum sem ég fékk staðfestingu á því að efst í huga Hauks var velferð hans nánustu. Ég fann hvað það var gott að vera í þeim hópi og ég er mun ríkari eftir að hafa átt hann að sem tengdaföð- ur og vin. Elsku afi og tengdapabbi. Það er sárt að sjá á eftir þér svo snögg- lega. Við sem áttum eftir að eiga svo margar stundir með þér á kom- andi árum. Við kveðjum þig með söknuði en vitum að þú vakir áfram yfir velferð okkar og allra þinna nánustu. Hvíl I friði. Þröstur og Bjarni. Það var um haust fyrir 21 ári að Haukur, Ásta og Harpa opnuðu heimili sitt fyrir mér. Ég var þá að hefja menntaskólanám í borginni, fjarri foreldrahúsum. Það var stórt skref að fara að heiman en ég var svo heppin að það beið mín hlýr faðmur hjá Hauki móðurbróður mínum og hans fjölskyldu. Síðan þá hef ég átt þar mitt annað heim- ili. Fyrir þennan tíma hafði ég oft komið með foreldrum mínum og gist hjá fjölskyldunni er við vorum í borgarferðum og þau höfðu stundum komið norður á Siglufjörð í heimsókn til okkar. Menntaskóla- árin eru eftirminnilegur og dýr- mætur tími en nú þegar ég er orðin fullorðin er ég ekki síst þakklát fyrh- að á þessum tíma eignaðist ég Hauk og Ástu sem aukaforeldra og fyrir það vil ég þakka. Ég vil elsku frændi þakka þér fyrir alla hlýjuna og stuðninginn, fyrir uppörvunina og fyrir það að þú sýndir mér á þinn hátt að þú hafðir trú á mér og því sem ég tók mér fyrir hendur. Þrátt fyrir annríki byggingameist- arans gafst þú þér tíma til að hugsa um ættingja þína og fylgjast með þeirra högum. Eftir að ég hóf háskólanám og fór að búa út af fyr- ir mig var alltaf gert ráð fyrir mér í sunnudagsmat í Byggðarendanum. Ef ég var ekki mætt rétt upp úr kl. 12 hringdi Haukur og spurði hvort ég ætlaði nokkuð að svelta mig í dag, Ásta væri búin að elda og maturinn biði mín tilbúinn. Það voru margar stundirnar sem við áttum við eldhúsborðið og ræddum um lífið og tilveruna. Oft teygðist úr þessum matartímum fram undir kaffi, vegna þess hve þessar stund- ir voru gefandi. Síðar, er ég fluttist til útlanda og kom heim í frí, átti ég alltaf skjól í gamla herberginu mínu. Hestamennskan var aðaláhuga- mál Hauks alla tíð, hann átti alltaf nokkra hesta sem hann hirti um sjálfur og stundum fékk ég að fara með í hesthúsin og á bak. Unun var að sjá hann umgangast dýrin, sinna þeim af ást og virðingu. Eitt sinn var ég á námskeiði í hesta- mennsku og datt og meiddist. Þó að ég treysti engum betur en Hauki til að ná úr mér skrekknum, tókst aldrei að gera almennilega hestakonu úr mér - þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir. Ég var ekki gömul er ég upp- götvaði hið sérstaka og sterka systkinasamband sem var á milli mömmu minnar og Hauks og þá virðingu, hlýju og traust er þau báru hvort til annars. Það var bæði yndislegt að sjá og finna. Alls þessa fékk ég og fjölskylda mín síðan að njóta. Þær eru mér dýr- mætar stundirnar þegar Haukur heimsótti mig og vænst þótti mér þegar hann kom óboðinn, gjarnan óvænt, sat lengi og spjallaði. Hauk- ur var einn þeirra sem gat talað við alla, hann fann alltaf umræðuefni sem hæfði viðmælanda hans. I síð- ustu heimsóknunum var hugðar- efni Hauks farið að breytast, hestamennskan hafði vikið úr fyrsta sæti og í staðinn var kominn Bjarni dóttursonur hans og hafði Haukur á orði að hann væri farinn að líkjast sér. Hann nálgaðist einnig á þennan hátt áhugamál mitt, en ég á dóttur á sama aldri og dóttursonurinn er. Elsku Ásta, ég, fjölskylda mín og foreldrar mínir viljum þakka ykkur fyrir allt. Megi góður Guð vernda þig, Hörpu, Kollu og fjölskyldur í sorg ykkar og missi og gefa ykkur frið vegna þeirra fallegu minninga sem eftir standa. Ingibjörg Hinriksdóttir. Kæri frændi minn, þú kvaddir snögglega. Ég held að fáir hafi ver- ið viðbúnir svo snöggri burtför. Vissulega hafði hjartað stundum gengið skrykkjótt, en þú varst ávallt svo stór og sterkur, hraust- legur og frískur. Varla farinn að grána. Söknuður okkar sem horfa á eftir þér er því mikill. Allir héldu að þú ættir mörg ár eftir og við gætum notið samvista við þig. Samvista sem ætíð voru skemmti- legar, enda varstu oftast hrókur fagnaðar með frjálslegri og hisp- urslausri framkomu, spaugsamur, með frábæra frásagnargáfu sem leiftraði af glettni og gamansemi og oft spurning hvor skemmti sér betur við sögur þínar þú eða áheyr- andinn. Allavega skemmti ég mér oft vel bæði yfir sögum þínum og ánægju þinni við að segja sögurn- ar. Ég, og eflaust fleiri, hugga sig við það að brotthvarf þitt bar að við áhugamál þitt, hestamennskuna. Þú þurftir ekki heldur að liggja á spítala eða verða upp á aðra kom- inn, sem ég veit að hefði átt illa við þig. Já, frændi. Okkar kynni ná langt aftur. Oft vorum við álitnir feðgar. Svo líkir erum við. I útliti, hegðun og framkomu. Enda vorum við mikið saman. Ég held að mínar fyrstu minningar séu tengdar þér. Þegar ég bjó á Bræðraborgar- stígnum, í húsi ömmu, og þú borð- aðir þar. Saman fórum við niður í kjallara og fengum okkur hákarl. Eg fékk að fara með þér í skódan- um í vinnuna. I stóru húsin sem þú varst að byggja og selja. Á eftir fékk ég ís. Það var ávallt stærsta gerðin. Heimili þitt stóð mér ævin- lega opið. Ég naut þess vel er ég hóf menntaskólanám og öll þín að- stoð og vinátta hefur verið mér ómetanleg í áranna rás. Ég veit ekki um neinn sem er jafn traustur og tryggur sínum nánustu og öllum ættingjum, já fjarskyldum jafnt sem vinum og kunningjum, sem þú. Þú varst sannkallað höfuð ættai'- innar, móðurættar minnar. Hver annar en þú hefur haft jafn náið samband við alla okkar ættingja? Hver hefur ávallt verið sannur vin- ur vina sinna? Hver hefur tengt saman nána og fjarskylda ætt- ingja? Haldið við ættartengslum með heimsóknum og símtölum? Það einhvernveginn lá í eðli Hauks Péturssonar. Var bara eðlilegur hluti af honum. Hann vissi og skildi fyrirætlanir og líðan sinna nán- ustu. Hann var ávallt í sambandi við þá sem þurftu á aðstoð að halda, hann stóð með báða fætur á jörðinni og gaf ráð og veitti aðstoð á sinn einfalda og látlausa hátt. Já, ég á þér mikið að þakka. Raunar hefði ég aldrei getað fullþakkað þér eða endurgoldið alla þá greiða sem ég hef notið hjá þér og þinni elskulegu, einstöku konu, Ástu. Fleiri orð eiga vart við. Hugur- inn geymir minninguna um þig. Minningu um skemmtilegan, litrík- an persónuleika. Sjálfstæðan, sterkan mann sem fór sínar leiðir. Manninn sem ávallt var tilbúinn að veita öðrum hjálparhönd án þess að biðja um umbun. Manninn sem fæddist í sveit norður í landi, lærði múrverk og varð byggingameistari og setti áþreifanleg merki á borg- ina og lést í sveitinni við að sinna hestum sínum. Mér finnst þetta fögur minning sem ég mun ávallt geyma. Ég og fjölskylda mín vottum Ástu, Kollu, Hörpu og þeirra fjöl- skyldum okkar innilegustu samúð. Theodór Ottósson. Haukur Pétursson var um margt einstakur maður. Hann var fastur fyrir og sannur vinur vina sinna. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir áratugum er ég var Hauki og bróð- ur mínum til aðstoðar við sérgrein þeirra, múrverkið. Fyrr vissi ég þó af honum, því rætur okkar beggja liggja í harðbýlu Húnaþingi - hans á vestanverðu Vatnsnesi en mínar í Vesturhópi. í því litla samfélagi vissi hver af öðrum og grannt var fylgst með þeim er á mölina fluttu og freistuðu gæfunnar þar. Fljótt kom í ljós að athafnamaðurinn Haukur Pétursson ætlaði sér meira og stærra hlutskipti en kotbúskap- ur til heiða gat boðið upp á. Föður sinn, kunnan atorkumann, missti Haukur ungur og um hann má með sanni segja að hann hafi brotist úr sárri fátækt til bjargálna. Hann varð vel metinn og stórvirkur hús- byggjandi í Reykjavík. Segja má að múrverkið hafi orðið til þess að leiðir okkur lágu saman á nýjan leik, er ég hóf byggingu verslunar- miðstöðvar í Grafarvoginum. Freistaðist ég til þess að fá Hauk til að gerast meistari að bygging- unni þrátt fyrir að ég vissi að hann væri að mestu hættur slíku fyrir aðra. Hann átti nóg með sínar framkvæmdir, en þeirra sér stað í flestum borgarhverfum. Haukur tók bón minni vel og upp úr þessu tókst með okkur einlæg vinátta sem ég er þakklátur fyrir. Sá dagur leið varla að ég hitti ekki eða í það minnsta heyrði frá Hauki. Við vorum saman í hesta- mennsku og þar gat að líta aðra hlið á mínum góða vini, en það var virðing hans og vinsemd í garð dýra sem var einstök en er senni- lega hinn órækasti vitnisburður um manngæsku hans og gott hjartalag. Hrossin voru honum fyrst og fremst vinir og vellíðan þeirra var Hauki mikils virði. Fyrir tveimur árum festi ég kaup á jörðinni Gelti í Grímsnesi og kom Haukur þar enn mjög við mína sögu. Enn og aftur naut ég hollráða hans og er ég sannfærður um að fylgni hans og festa urðu ekki síst til þess að sá sælureitur er nú á minni hendi. Haukur kom þar oft, enda höfðu hross hans þar hagagöngu og Haukur sá eini fyrir utan okkur hjónin og börn okkar sem hafði þar full lyklavöld. Meðal hrossa Hauks var rauður klár er hann hafði átt í allmörg ár en sá var orðinn fótafú- inn og við blasti að hann yrði felld- ur. Haukur vildi að hrossið yi-ði fellt að Gelti og grafið á jörðinni. Ennfremur var það ósk hans að hrossið fengi að ganga í túninu síð- ustu vikuna og ók hann daglega austur til að fóðra Rauð á brauði. Fann ég að það var Hauki mikil raun að hestinn yrði að fella. Hitt gat mig þó ekki né nokkurn annan grunað að Haukur myndi enda sína lífdaga að Gelti í þessari ferð. Sú stund var okkur vinum hans er við- staddir voru þyngri en orð fá lýst. Ég kveð með þessum fátæklegu orðum minn góða vin Hauk Péturs- son og færi honum þakkir mínar fyrir þann velvilja og vináttu er hann hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Ég er Guði þakklátur fyi'ir að hafa notið vináttu hans. Hún hefði mátt vara lengur en við það verður ekki ráðið. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt slíkan vin og votta Ástu og dætrum Hauks mína inni- legustu samúð við fráfall hans. Gunnlaugur Guðmundsson. Von bráðar göngum við inn í nýja öld og annað árþúsund, e.t.v. með breyttum áherslum og venjum. En hverjar svo sem breytingarnar verða verður ekki gengið fram hjá þeim hugtökum er heita „mann- kærleikur og gæska“, til að byggja upp nýja tíma og betri heim í sam- félagi mannanna. Aldrei hefur mannkynið gengið í gegnum þvílíkar breytingar eins og á þessari öld og nægir að horfa á sitt eigið bæjarhlað. Að horfa út heimdragann og líta á verklag og aðstæður forfeðra sinna í byrjun þessarar aldar og fram á miðja öld nægir ungu fólki í dag tii að skynja hvað verið hefur og hvað koma skal. Bóndasonurinn norðan úr Vatns- nesi var sjáandi og gerandi á þá þróun sem varð á bæjarhlaðinu heima og síðar inn á þá slóð sem færði hann í borgarsamfélagið. Og þar var ríflega tekið til hendinni við uppbyggingu á húsum líkt og um sláttutíð væri að ræða og það allt árið um kring. Svo stórtækur varð Haukur í byggingu húsa að hann mældist einn sá afkastamesti um tíma. En hann var líka stór á öðrum sviðum og þar komum við að því sem áður var getið, „mannkær- leik“! Fátækt og skort vildi Haukur ekki horfa upp á hjá nokkrum manni eða öðrum lifandi verum. Bónbetri mann var varla hægt að hugsa sér og það var sama hver átti í hlut. Aldrei minnumst við þess að hann hafi tekið sér orðið „óvinur“ í munn eða átt óvin nokkurs staðar. Án þess að halla á nokkra lifandi manneskju voru dýrin bestu vinir Hauks. Þegar blái Bensinn renndi inn á Víðidalsafleggjarann tók mað- ur eftir því í vetrarhamnum að allir spörfuglar himinsins flykktust að þeim stað sem hann var vanur að leggja bílnum áður en hann gekk til gegninga í hesthúsinu sínu. Þessi stóri og heldri maður steig út úr „þeim bláa“ og hvarf inn í mökk svangra smáfugla dreifandi fugla- fóðri í kílóavis á hverjum degi er hjarn hélst á jörðu. „Æ, greyin, þeir eru alltaf jafn svangir," sagði hann í hvert skipti sem hann kláraði úr sekknum! Þetta er ein- hver sú fallegasta sjón sem maður hefur séð og yljaði okkur öllum inn í daginn. Síðan tóku hestarnir við og þar vai- heldur ekkert tO sparað í fóðrun svo sumum fannst nóg um. Og eftir að öllu þessu fór fram læddust synir okkar yfir í kaffistofu til Hauks til að ná sér í trygga súkkulaðimola úr hendi hans og það mikið af þeim áður en pabbi kæmi til að stöðva átið. Allra þess- ara athafna verður sárt saknað í Faxabóli 14 og þeirrar föðurlegu ábyrgðar sem Haukur bar með sér í því umhverfi og víðar. Af öllum gjörðum má læra og tOeinka sér það besta sem gert er svo aðrir fái að njóta þeirra á „nýjum tímum“. Ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Hinrik, Drífa og synir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.