Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
ÍTALIR unnu Evrópumótið í opnutn flokki þriðja skiptið í röð og hafa
alls unnið mótið 15 sinnum. Fyrir aftan standa Dario Attanasio, Gu-
iseppo Failla, Maria Theresa Lavazza, fulltrúi stuðningsaðila mótsins,
Giorgio Duboin, Dano de Falco, Gianarrigo Rona sem kjörinn var for-
seti Evrópusambandsins á Möltu og Norberto Bocchi. Fyrir framan
eru Giancarlo Bernasconi, forseti ítalska bridssambandsins, Carlo
Mosca fyrirliði og Guido Ferrari.
VKIMKAMH
Svarað í síma 569 1100 frá 10-13
frá mánudegi til föstudags
Malbikunar-
framkvæmdir
MIG LANGAR að koma
þeim tilmælum til for-
svarsmanna gatnafram-
kvæmda á höfuðborgar-
svæðinu, að reyna að koma
því við að miklar malbik-
unarframkvæmdir verði
unnar á nóttunni. Mig
langar mest að kalla mal-
bikunina í Grafarvogi sl.
laugardag „umferðarslys",
og vek athygli á því að inn
í þetta stóra hverfi eru að-
eins tvær leiðir. Hvað hefði
gerst ef einhver hefði þurft
að komast inn eða út úr
hverfinu með hraði, t.d.
vegna veikinda eða slyss?
Nú sögðu þeir sem að
þessu stóðu að þeir hefðu
ekki átt von á svona mikilli
umferð á laugardegi, en
mér er spurn hvort þeir
geri sér ekki grein fyrir
fjöldanum sem þarna býr?
í mínum huga var þetta
því „umferðarslys“.
Lilja.
Opið bréf til dóms-
málaráðherra
ER lögreglan í landinu al-
varlega fjársvelt í hinu
mikla góðæri er við búum
við? Af hverju er lög-
reglustöðin í miðborginni
ávallt lokuð á daginn um
helgar?
Við sem búum í Breið-
holtinu höfum glæsilega
lögreglustöð. I upphafi, er
hún var formlega opnuð,
sögðu æðstu ráðamenn í
löggæslu að stöðin ætti að
vera opin allan sólar-
hringinn með 23 lögreglu-
mönnum ásamt rannsókn-
ardeild. Þetta hefur ekki
staðist, hér er einn lög-
reglubíll er þarf að sinna
stórum hverfum. Ef
hringt er á Breiðholts-
stöðina er oftast símsvari
í gangi og bent á að hafa
samband við aðalstöð!
Það tekur um eina
klukkustund að fá lög-
regluaðstoð hingað upp í
efra Breiðholt. Eg spyr: Á
að bæta úr þessu, ráð-
herra?
I fjölmiðlum var sagt frá
því fyrir kosningar að
nokkrar milljónir, sem lög-
reglustjóraembættið átti
að fá, hefðu týnst í emb-
ættinu. Er búið að finna
þessar milljónir? Ef svo,
hvar fundust þær þá?
Við auglýsum okkar fal-
lega land í erlendum blöð-
um, og þegar útlendingar
sækja okkur hingað heim
búast þeir ekki við því að
verða barðir niður og
rændir við Laugaveginn.
Eins langar mig að vita:
Hvar er vegalögreglan? -
hún er vart sýnileg úti á
þjóðvegum. Og eitt að lok-
um: Hvað er komið langt
með að byggja nýtt varð-
skip og hvenær er það
væntanlegt til landsins?
Óska eftir góðum svör-
um.
Hafliði Helgason,
Völvufelli 50.
Dýrahald
Dúfa í óskilum
BRÚN karldúfa með hvítt
stél hefur haldið sig við
Landsspítalann í Kópavogi
undanfama daga. Upplýs-
ingar í síma 5602708.
Kettlinga vantar
heimili
FJÓRA fallega kettlinga
vantar heimili strax. Upp-
lýsingar í síma 5675420.
Kettlinga vantar
heimili
ÞRJÁ fressketthnga vant-
ar gott heimili. 7 vikna.
Hálfir skógarkettir. Upp-
lýsingar í síma 5651443.
SKAK
llmsjón Margeir
Pótursson
hélt nú áfram á sömu braut:
23. - Hxg5! 24. Hb8+ - Kh7
25. hxg6+ - fxg6 26. Dxg5
- Dxc3+ 27. Kbl - Dxd4 28.
Hgl - Rg4! og deFirmian
gafst upp.
STAÐAN kom
upp á Sigeman &
Co. mótinu í Mal-
mö í sumar. Nick
deFirmian
(2.610), Banda-
ríkjunum, var
með hvítt, en Sví-
inn Lars Karls-
son (2.470) var
með svart og átti
leik.
Hann hafði
þegar fórnað
skiptamun til að
veikja hvítu
kóngsstöðuna og
SVARTUR leikur og vinnur.
HOGNI HREKKVISI
Víkverji skrifar...
BRIPS
Malta
EVRÓPUMÓTIÐ
Evrópumótið í brids var haldið
á Möltu dagana 13.-26. júní. íslend-
ingar kepptu í opnum flokki og
kvennaflokki í sveitakeppni
og tvúnenningi kvenna.
ÍSLENSKA bridslandsliðið end-
aði í 21. sæti í opna flokknum á Evr-
ópumótinu í brids, sem lauk á Möltu
á laugardag en alls tóku 37 þjóðir
þátt í mótinu. íslendingar voru allt
mótið á svipuðum slóðum, um eða
rétt neðan við miðju.
Italar vörðu Evrópumeistaratitilinn
með glæsibrag, voru búnir að
tryggja sér sigurinn fyrir síðustu
umferð, en Svíar og Norðmenn, sem
áttu góðan endasprett, tryggðu sér
silfur og bronsverðlaun.
Þá tryggðu Búlgarar, Frakkar og
Pólverjar sér einnig sæti í næstu
keppni um Bermúdaskálina, sem
haldin verður á Bermúda á næsta ári.
íslenska liðið endaði með 547 stig í
21. sæti, 10 stigum og einu sæti fyrir
neðan Dani. Islendingar skoruðu því
14,78 stig að meðaltali í leik. ís-
lenska liðið átti nokkra góða spretti,
vann m.a. Frakka, Pólverja og Svía
en þess á milli komu slæm töp fyrir
þjóðum í neðri hlutanum.
Evrópumót í opnum flokki eru
orðin mikið maraþon: stanslaus
spilamennska í 14 daga og oftast
eru spiluð 60 spil á dag og stundum
fleiri. Þótt metþátttaka væri á Möltu
vantaði nokkrar þjóðir sem áður
hafa verið með. Undanfarna mánuði
hafa verið umræður um að breyta
forminu á mótinu og skipa þjóðun-
um í tvo flokka eftir styrkleika svo
hægt sé að fækka spiladögum. Ekki
er alveg Ijóst hvort af þessu verður
á næsta móti, sem væntanlega verð-
ur haldið í Madríd eftir tvö ár, en
rætt var um að þá myndu 18 þjóðir
spila í A-flokki, 16 efstu þjóðirnar á
Möltu og tvær þar fyrir utan sem
náð hefðu bestum árangri á fjórum
síðustu mótum. Verði þetta raunin
ættu Islendingar og Danir að kom-
ast í A-flokkinn á grundvelli fyrri
árangurs.
Magnús og Þröstur bestir
íslendingar eru orðnir vanir því að
íslensk lið séu í efstu sætum á al-
þjóðlegum bridsmótum og því hefur
árangurinn nú valdið nokknim von-
brigðum. Kristján Kristjánsson for-
seti Bridssambands íslands segir þó
að árangurinn í opnum flokki sé
nokkurn veginn eins og við hafi mátt
búast þar sem af ýmsum ástæðum
hafi ekki verið kostur á að senda
sterkasta liðið til leiks. Nokkrir af
spilurunum á Möltu hafi enga
reynslu haft af slíkum mótum en slík
keppnisreynsla hefur mikið að segja
í jafn löngu og erfiðu móti og Evr-
ópumót í opnum flokki er.
Frammistaða spilaranna var
reiknuð út samkvæmt Butlerskori,
og miðað við það stóðu Magnús
Magnússon og Þröstur Ingimarsson,
sem báðir eru nýliðar, sig best. Alls
voru 218 spilarar skráðir til leiks og
af þeim var Þröstur í 51. sæti með
0,38 IMP-stig að meðaltali í 520 spil-
um. Magnús var með 0,35 impa í 540
spilum. Ásmundur Pálsson var í 136
sæti með -0,08 impa í 500 spilum,
Jakob Kristinsson var með -0,1 í 520
spilum og Anton og Sigurbjörn Har-
aldssynir voru í 183-184. sæti með
0,5 impa að meðaltali í 400 spilum.
Efstir í þessum útreikningi urðu
ítölsku Evrópumeistararnir Nor-
berto Bocchi og Guido Duboin, með
0,74 impa að meðaltali í 620 spilum.
Frakkarnir Bitran og Voldoire komu
næstir með 0,73 impa að meðaltali i
380 spilum og Norðmennirnir Erik
Sælendsminde og Boye Brogeland
voru með 0,72 impa að meðaltali í
480 spilum. Á eftir þeim komu ítal-
arnir Soldano de Falco og Georgio
Ferraro með 0,70 impa í 520 spilum.
Þriðja par ítalanna, Dario Attanasio
og Guiseppe Failla, skoruðu að jafn-
aði 0,2 impa í 300 spilum.
Röð efstu liðanna varð annars
þessi:
1. Ítalía 702
2. Svíþjóð 667
3. Noregur 665
4. Búlgaría 661
5. Frakkland 659
6. Pólland 646
7. Spánn 639
8, ísrael 635
9. Rússland 631
10. Holland 631
11. Belgía 619
12. Bretland 617
13. Austurríki 613
14. Grikkland 584
15. Ungveijaland 577
16. Portúgal 575
17. írland 573
18. Þýskaland 568
19. Líbanon 565
20. Danmörk 557
21. ísland 547
Vonbrigði í kvennaflokki
íslenska kvennaliðið náði sér ekki
á strik á Möltu, frekar en opna liðið.
Liðið sat lengi vel í 20. og næstsíð-
asta sætinu en tókst að vinna fjóra af
síðustu síðustu fimm leikjunum og
endaði í 17. sæti með 279 stig. Það
vekur athygli að einu sæti fyrir ofan
eru Svíar, sem unnu Evrópumótið
fyrir sex árum.
Kristján Kristjánsson sagði að
frammistaða kvennaliðsins hafi óneit-
anlega valdið nokkrum vonbrigðum
þar sem Bridssambandið hefði
ákveðið að leggja aukna áherslu á
þjálfun og undirbúning liðsins fyrir
mótið á Möltu. Þessi undirbúningur
hefði greinilega ekki skilað sér nægi-
lega vel í árangri að þessu sinni.
Spilamennska kvennanna var
einnig reiknuð út í tvímennings-
formi. Alls voru 126 spilarar ski'áðir í
kvennaflokki og þar af voru Esther
Jakobsdóttir og Ljósbrá Baldurs-
dóttir í 66. og 67. sæti með -0,03
impa að jafnaði í 360 spilum. Hjördís
Sigurjónsdóttir og Ragnheiður Niel-
sen voru í 97. og 98. sæti með -0,29
impa að jafnaði í 300 spilum og Anna
Ivarsdóttir og Guðrún Oskarsdóttir
voru í 105.-106. sæti með -0,43 impa
að jafnaði í 300 spilum.
Bretum tókst að verja Evrópu-
meistaratitilinn í kvennaflokki. Áð-
eins munaði hálfu stigi á meisturun-
um og Austurríkismönnum, sem
voru í 2. sæti. Þá voru Frakkar einu
stigi fyrir neðan Austurríkismenn í
3. sæti. Hollendingar, Þjóðverjar og
Danir tryggju sér einnig farseðil til
Bermúda á næsta ári þar sem keppt
verður um Feneyjabikarinn.
Bresku Evrópumeistararnir eru
Heather Dhondy og Liz McGowan,
sem unnu fyrsta heimsmeistaramót-
ið sem haldið var í blönduðum flokki
ásamt Islendingum, Nieola Smith og
Pat Davies, og Sandra Landy og
Abbey Walker.
Guðm. Sv. Hermannson.
GAGNAGRUNNURINN hjá ís-
lenzkri erfðagreiningu er enn
til umræðu og hefur frestur til að
segja sig úr honum verið fram-
lengdur. Víkverji er þeifrar skoðun-
ar, að það sé andstætt hagsmunum
þjóðarinnar að fólk segi sig úr
grunninum. Víkverji telur að allar
upplýsingar um heilsufar einstak-
linga, sem geta orðið til þess að
bæta heilsu og auka lífslíkur ann-
ai'ra, eigi að liggja fyrir á hverjum
tíma sé þess á annað borð nokkur
kostur. Þessi kostur er nú fyrir
hendi, þökk sé íslenzkri erfðagrein-
ingu.
Víkverji þekkir af eigin raun
dæmi um sjaldgæfan sjúkdóm, of
mikið járninnihald í blóði, sem til
þessa hefur verið erfitt að greina.
Greinist hann of seint getur hann
valdið töluverðum veikindum með
ýmsum slæmum fylgikvillum.
Liggi hins vegar fyrir upplýsingar
um slíka sjúkdóma í gagnagrunni
og skyldleika er hægt að greina
það, sem sjúkdómnum veldur, í
tíma og koma í veg fyrir hann með
réttri lyfjagjöf og meðferð. Þetta
er skýrt dæmi um það hvernig
gagnagrunnurinn getur orðið til
góðs og firrt fólk miklum vand-
kvæðum. Þess vegna hvetur Vík-
verji alla til að hugsa sig tvisar um
að minnsta kosti áður en úrsögn er
ákveðin.
XXX
VÍKVERJI skrifaði fyrir nokkru
um verðlagningu á sérstökum
buxum, sem auglýstar voru í Morg-
unblaðinu, að mati Víkverja á afar
háu verði. Vegna þessa hefur Vík-
verja borizt eftirfarandi bréf frá
Jóni Björnssyni, framkvæmda-
stjóra Hagkaups: „Þar sem Víkverji
virðist vera hagsýnn neytandi og
kvartar mikið undan verðlagi á
fatnaði á Islandi langar Hagkaupi
til gamans að benda á að samkonar
buxur og kona Víkverja festi kaup á
í Brussel á rúmar 3.000 krónur
kosta aðeins kr. 1.995 í Hagkaupi.
Boli má síðan frá frá rúmum 900
krónum. Það er því óvarlega farið,
þegar sagt er að álagning á ýmsum
fatnaði sé með ólíkindum á Islandi.
Hagkaup hefur um árabil boðið
besta verð á fatnaði á Islandi og
hefur tekist að bjóða sambærilegt
eða betra verð heldur en þekkist í
nágrannalöndum okkar.“
Víkverji þakkar Jóni Bjömssyni
bréfið og lýsir ánægju sinni með lágt
verðlag í Hagkaupi. Engu að síður
leyfir Víkverji sér að kvarta undan
háu verði á ýmsum fatnaði, alls ekki
öllum. Það er staðreynd að álagning
er mjög mismikil og hagsýni í inn-
kaupum sömuleiðis. Dæmin sem
Víkverji tók í umræddum pistli sín-
um hinn 15. júní síðastliðinn eru
dæmi um mikla álagningu. Slík
dæmi eru efalaust fleiri. Dæmið sem
Jón Björnsson nefnir er ánægjuleg
undanteking frá hinu. Hátt verðlag
á fatnaði og fleiri nauðsynjavörum
hefur í mörgum tilfellum þau áhrif
að verzlun fólks færist úr landinu.
Æ tíðari utanlandsferðir eru notað-
ar til innkaupa, en það getur varla
verið markmið þeirra, sem mest
leggja á varning sinn.
íkverja hefur borizt annað bréf
vegna skrifa þann 18. maí síðastlið-
inn, en þá skrifaði hann meðal ann-
ars svo: „Það ættu að vera sameig-
inleg markmið launþega og vinnu-
veitenda að leggja sig fram um að
góður árangur náist í rekstri fyrir-
tækjanna þannig að allir njóti góðs
af því.“ Bréfið er nafnlaust, frá ótil-
greindum starfsmönnum ÍSAL.
Samkvæmt reglum Morgunblaðsins
er ekki hægt að bfrta nafnlaus bréf í
Víkveija og því verður það ekki
gert. Víkverji viil hins vegar benda
bréfriturum á, að vilji þeir fá bréfið
birt er hægt að birta bréf undir dul-
nefni í Velvakanada, svo fremi sem
Morgunblaðinu sé kunnugt um það
hver bréfritarinn er.