Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Risaskip í Grundarfírði NORSKA fragtskipið Green Bergen kom til hafnar á Grundar- firði fyrir skömmu með um 150 tonn af rækju sem veidd var á Flæmingjagrunni. Fiskiðjan á Grundarfirði fékk rækjuna til vinnslu. Skipið er stærsta fragt- skip sem lagst hefur við bryggju á Grundarfirði en það er 2.280 tonn, rúmlega 130 metra langt og 18 metra breitt. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 5. tb. 1999, með eindaga 15. júní 1999, og virðisaukaskattur til og með tb. mars-apr. 1999, með eindaga 5. júní 1999, og aðrar gjaldfallnar álagningar og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga fyrir 16. júní s. 1., á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkju- garðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlits- gjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaidi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi og jarðarafgjaldi. Álögðum opinbemm gjöldum sem í eindaga em fallin. sem em: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjaid í framkvæmdasjóð aldraðra, sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, búnaðargjald og iðgjaid til lífeyrissjóðs bænda. Ennfremur kröfur sem innheimtar em á gmndvelli samnings milli Norðurlandanna um aðstoð í skattamál- um, sbr. lög nr. 46/1990, sbr. auglýsingu nr. 16/1990 og auglýsingar nr. 623/1997 og nr. 635/1997 og kröfur vegna ofgreiddra barnabóta, ofgreidds bamabótaauka og ofgreiddra vaxtabóta. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald, afdreginn fjármagns- tekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Reykjavík, 28. júní 1999. Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Meiri áhersla á landvinnsluna Básafell hf. undirbýr sölu á skipum, afla- heimildum og fast- eignum fyrir 1,5 milljarða króna STJÓRN sjávanrtvegsfyrirtækisins Básafells hf. á ísafirði samþykkti í gær að selja skip, aflaheimildir og fasteignir fyrir að minnsta kosti 1,5 milljarða króna til að minnka skuld- ir félagsins og styrkja stöðu þess. Tap af reglulegri starfsemi Bása- fells fyrstu sex mánuði rekstarárs- ins, þ.e. frá 1. september 1998 til 28. febrúar 1999, var 350 milljónir króna en óreglulegar tekjur umfram gjöld námu 121 millj. kr. og var tap- ið því 228 millj. kr. á tímabilinu. Heildarskuldir voru 5.459 millj. kr. í lok apríl sl. sendi Básafell frá sér afkomuviðvörun og kom þá fram að afkoma félagsins væri lakari en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsá- ætlun vegna samdráttar í rækju- veiðum og gengistaps. „Við stefnum að því að lækka skuldir fyrirtækisins og stefnu- breyting verður í rekstrinum að því leyti að við munum leggja meiri áherslu á landvinnslu og minni áherslu á sjóvinnslu,“ sagði Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Básafells, við Morgunblaðið í gær. Vinnsla á þremur stöðum Svanur sagði að fyrirtækáð ætti miklar eignir á Isafirði sem nýttust ekki í rekstrinum og því ætti að reyna að selja þær. Að öðru leyti sagði hann að ekki hefði verið til- kynnt hvaða eignir ætti að selja og því vildi hann ekki tjá sig nánar um það að svo komnu máli en ijóst er að verið er að tala um að selja einn eða fleiri frystitogara félagsins. Básafell á frystitogarana Slétta- nes ÍS, Skutul ÍS og Orra ÍS og er auk þess með nokkra dagróðrabáta og „vikubáta". Fyrirtækið er með landvinnslu á Suðureyri og Flateyri og rækjuverksmiðju, niðursuðu- verksmiðju og pökkunarverksmiðju á ísafirði en á þriðja hundrað manns eru í vinnu hjá Básafelli, að sögn Svans. Hann sagði að ekki hefði ver- ið rætt um að fækka vinnslustöðvum „heldur viljum við efla þær sem fyr- ir eru“. Eins sagði hann að uppsagn- ir væru ekki á döfinni. „Landvinnslan er mannaflsfrekari en sjóvinnslan og samkvæmt því er- um við jafnvel að tala um fjölgun starfsfólks.“ í því sambandi sagði hann að breyting á starfsmanna- haldi væri til dæmis háð því hvernig gengi að fá fólk. Erfitt hefði reynst að manna landvinnslu eins og dæm- in sýndu og flytja hefði orðið inn fólk en þetta væri seinni tíma vanda- mál. Einhverjar aflaheimildir verða seldar Básafell á m.a. dagróðrabátana Gylli ÍS, Júlla Dan ÍS og Guðmund Péturs ÍS, helmingseignarhluta í Bjarma BA og er auk þess með fleiri báta í viðskiptum. „Það er erfitt að segja til um,“ sagði Svanur spurður hvort til greina kæmi að selja ein- hvern eða einhverja þessara báta. „Það er ekki alveg ljóst en líkurnar á því eru minni.“ Hann sagði að ein- hverjar aflaheimildir fylgdu skipum sem yrðu seld. „Reynt verður að selja eins lítið af varanlegum afla- heimildum og hægt er en skipin selj- ast ekki nema einhverjar heimildir Svanur sagði að fjárhagsstaða fyrirtækisins hefði ekki batnað síðan afkomuviðvörunin var send út. „Þess vegna er gripið til þessara að- gerða en árangur þessara aðgerða kemur í ljós eftir sex mánuði.“ Bjarni Sæmundsson á Rey kj aneshry ggnum RANNSÓKNASKIPIÐ Ámi Sæ- mundsson hélt áleiðis á Reykjanes- hrygg um helgina og stendur leið- angurinn yfir til 12. júlí en verkefn- ið er að bergmálsmæla karfa í út- hafinu í samvinnu við m.a. Rússa og Þjóðverja. Sambærilegar mælingar hafa far- ið fram áður en helsta verkefni saamstarfsnefndar Landsambands íslenskra útvegsmanna og Hafrann- sóknastofnunarinnar um karfarann- sóknir, sem var stofnuð fyrir fjórum árum, hefur verið að bæta gagna- söfnun við úthafskarfaveiðamar. Athuganir hafa gefið til kynna að hugsanlega sé djúpkarfinn tekinn fyrir úthafskarfa og ofveiddur. Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, er leiðangursstjóri en að auki em sjö sérfræðingar um borð. _ ___ omjMt mmr • ppj/ mmír mBmmmrnmmmmm ,»a wíáMöilw mW\ iáiliiy’ra mwwHwo IVI HOýkjayik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.