Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.1999, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _________________UMRÆÐAN_______ Um hvað var samið, Jakob? ÞAÐ eru dagar og vikur frá því að ég skrif- aði greinarkom í Morg- unblaðið, þar sem ég í mestu vinsemd óskaði eftir skýrum svörum írá Jakobi Bjömssyni, fyrr- verandi bæjarstjóra á Akureyri. Eg taldi Akureyringa eiga rétt á svöram við þeim spum- ingum, sem ég setti fram, þar sem þær snertu Útgerðarfélag Akureyringa, félag sem Akureyringar komu til sjálfstæðis á sínum tíma. Til þess þurfti milljónir og aftur millj- ónir króna. Þessi fjárút- lát skertu þá þjónustu, sem bæjar- félagið gat veitt bæjarbúum, en þeir létu sig hafa það, atvinnuuppbygg- ing hafði forgang! Þess vegna eiga bæjarbúar rétt á skýram svöram frá stjómendum bæjarins á síðasta kjörtímabili. Þeir eiga rétt á að vita, hvemig meirihluta Jakobs Bjöms- sonar tókst að klúðra málefnum Út- gerðarfélagsins á fáum dögum. Hann er svo önnum kafinn Þess vegna skrifaði ég þessa grein, en lengi vel bólaði eídd á svari frá bæjarstjóranum fyrrver- andi. Hann er svo störfum hlaðinn maðurinn, hvað heldur þú að hann megi vera að því að svara einhveij- um spumingum, hvíslaði einhver púki í eyrað á mér, en annar hvísl- aði í hitt eyrað: Blessaður vertu, þú getur þurft að bíða einhverjar vik- ur, því Jakob vandar sínar ritsmíð- ■. ar, veltir fyrir sér hverri málsgrein og Iætur ekkert vanhugsað orð frá sér fara. Þetta gaf mér smá- frið til að bíða eftir svarinu. Loks rakst ég á grein í Vikudegi undir fyrirsögninni: „Að gefnu tilefni“. Með var smynd af myndarlegum manni með hárgreiðslu og útlit, sem lengi hefur dugað til mikilla met- orða á Sikiley, en dugði þó ekki nema í fjórða sætið hjá framsókn í N orðurlandskj ördæmi eystra fyrir síðustu Ai- þingiskosningar! En hvað um það, þama var komin á prent lþng og mikil grein um Útgerð- arfélagsmálið eftir Jak- ob Bjömsson. Eg náði mér í gott kaffi og kom mér vel fyrir. Hóf síð- an lesturinn með mikilli tilhlökkun. En þvflík vonbrigði. Greinin reynd- ist ekki annað en máttlaust yfirklór. Þar var ekkert, sem bæjarbúar vissu ekki fyrir. Greinin vai' ekki annað en yfirklór þess sem skamm- ast sín. Skammast sín fyrir að hafa klúðrað tækifæri til að koma sölu- málum Útgerðarfélags Akureyr- inga í góðar hendur, um leið og at- vinnulífi bæjarins yrði gefin krassandi vítamínsprauta. Um leið sakar Jakob Sölumiðstöðvarmenn um svik. Hvers vegna? Vegna þess að Jakob Björnsson og félagar hans virðast ekki hafa hnýtt lausa enda þegar málinu var lokað. SH-veldið þurfti ekki annað en vekja á því at- hygli, að þeir væra búnir að skapa þau störf á Akureyri sem um var talað. Það gerðu þeir líka og glottu út í annað, tO Jakobs, en eftir það vora þeir ekki bundnir af einu eða neinu við uppbyggingu atvinnulífs á Akureyri. Vegna þess að Jakob og ÚA Grein Jakobs Björns- sonar er ekki annað, að mati Sverris Leósson- ar, en yfírklór þess sem skammast sín fyrir að hafa klúðrað tækifæri til að tryggja framtíð ------------------------- Utgerðarfélags Akur- eyringa. meðreiðarsveinar hans í bæjar- stjórninni klúðraðu málinu. Það vora þeir sem sviku Akureyringa, ef Jakob hefur engar greinarbetri skýringar en fram koma í áður- nefndri grein. Næstbesti kosturinn Eg sagði í fyrri grein minni, að besti kosturinn fyrir Útgerðarfélag Akureyringa hefði verið að taka sölumálin inn í starfsemi félagsins. Sumar afurðir gæti félagið selt beint og sparað sér þannig stórar fjárhæði í umboðslaun. Síðan hefði mátt semja við þau sölusamtök sem stæðu sig best við sölu á öðram af- urðum inn á mismunandi markaði. Þessu líkt vinna Samherjamenn með ágætum árangri. Annar besti kosturinn var að semja við Islensk- ar sjávarafurðir um afurðasölu fyrir ÚA, en gegn því að aðalbækistöðv- ar IS flytji til Akureyrar. Þessa leið segist Jakob hafa viljað fara og aðr- ir bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins hafi verið sama sinnis. En hvers vegna þorðu þeir þá ekki að berja það í gegn, að þessi leið væri farin? Lutu fimm framsóknarmenn í lægra haldi fyrir einum krata án bardaga? Vora völdin í bæjar- stjórninni og bæjarstjórastóllinn framsóknarmönnum kærari en framtíðarhagsmunir Útgerðarfé- lags Akureyringa? Af hverju reyndu framsóknarmenn ekki að mynda nýjan meirihluta til að ná fram eigin vilja? Hvers vegna bára þeir ekki fram um það tillögu í bæj- arstjórninni, að semja við Islenskar sjávarafurðir, til að ganga úr skugga um hvort þar fyndist ekki einn stuðningsmaður við vilja fram- sóknar? Það dugði og ég hygg að sá stuðningsmaður hafi verið til stað- ar. Hvers vegna valdi framsókn frekar þann kostinn, að koma vilja minnihlutans í bæjarstjóminni í framkvæmd? Taldi framsókn sig ekki vera ráðandi afl í bæjarstjóm- inni á síðasta kjörtímabili? Framsóknarmenn kórónuðu síð- an vitleysuna skömmu síðar, þegar þeir afsöluðu sér meirihlutavöldum í Útgerðarfélaginu, til sömu aðOa og höfðu beygt þá í gras skömmu áður. En því miður hélt bærinn fimmtungi hlutabréfanna eftir, sem skapar þó engin völd við stjórn fé- lagsins. Eg get að vísu verið bæjar- stjóranum fyrrverandi sammála um það, að Akureyrarbær átti ekki að stjóma ÚA tO frambúðar. Þetta var hins vegar ekki rétta aðferðin við söluna. Stjómendur bæjarins hefðu átt að bera gæfu tO að selja öll hlutabréf bæjarins á sama tíma, þegar ákvörðun hafði verið tekin um að tími bæjarútgerðar á Akur- eyri væri liðinn. Þannig hefði feng- ist hærra verð fyrir öll bréfin. Því miður hefur þróunin verið sú síðan, að þessir sömu aðilar og keyptu hlut Akureyrarbæjar hafa verið að skara eld að sinni köku í stjórn Útgerðarfélags Akureyr- inga. Þeir nálgast nú meirihluta- eign í félaginu og ná ef til vill því takmarki á næstu misseram. Hvað gerist þá? Fara þeir ef til vill með starfsemi ÚA suður rétt eins og úti- bú Sölumiðstöðvarinnar? Vonandi verður það ekki úr, en ég tel að bæjarbúar eigi til þess sjálfsagðan rétt, að Jakob Bjöms- son, fyrrverandi bæjarstjóri, geri hreint fyrir sínum dyrum í málinu. Það er sjálfsögð kurteisi Jakob, að fulltrúar fólksins í stjórnun og ráð- um samfélagsins svari spumingum frá umbjóðendum sínum - svo fljótt sem auðið er - á sama vettvangi og spurt er. Ég hef reifað efni þeirra hér að framan, en ef þú skilur ekki um hvað þar er spurt, þá skal ég orða þetta á einfaldari hátt: I fyrsta lagi: Gerðu fyrrverandi stjómendur bæjarins engar ráð- stafanir tO að tryggja að sú at- vinnustarfsemi sem SH-menn lof- uðu Akureyringum yrði hér til frambúðar? í öðru lagi: Þú hefur lýst því yfir, að framsóknarmenn hafi vOjað setja sölumál ÚA í hendur Islenskra sjáv- arafurða. Gerðuð þið einhverja tO- raun tO að ná þessum vOja fram með því að leita eftir stuðningi í bæjarstjóminni? Og í þriðja lagi: Var gert eitthvert samkomulag bak við tjöldin um framgang þessara mála, sem bæjar- búar hafa enn ekki fengið að vita af? Með kærri kveðju til Jakobs samhliða óskum um skjót svör. Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri og fyrrverandi stjórnar- formaður í títgerðarfélagi Akur- eyringa hf. Sverrir Leósson Er hundur í Helga Pé? HELGI Pétursson, stjórnarformaður SVR, skrifar grein í Morgun- .blaðið sl. þriðjudag, þar sem hann ræðst á und- irritaðan fyrir að fjalla um þjónustu SVR í fjöl- miðlum. Út af fyrir sig er ágætt að Helgi skuli gefa sér tíma frá því að eltast við alla ketti borgarinnar og leiða hugann sem snöggvast að almenningssam- göngum því þar er svo sannarlega verk að vinna. Er ekki nema skiljanlegt að hlaupinn sé hálfgerður hundur í Helga eftir allt kattastússið að undanförnu. ^ Grein Helga einkennist af nokkurri vanstillingu höfundarins og síendurteknum svívirðingum í garð undirritaðs og má af grein- inni ætla að allan vanda almenn- ingssamgangna í höfuðborginni megi rekja til mín. En þessi fúk- yrðaflaumur dæmir sjálfan sig og . höfundinn. Það er miður að Helgi skuli ekki vera fær um að ræða rekstur SVR á yfirvegaðan og málefnalegan hátt en hitt er verra að hann sést lítt fyrir og beitir rangfærslum og bein- um ósannindum, sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þj ónustuskerðing og fækkun farþega Stjórnarformaður- inn segir m.a. að árið 1996 hafi verið gerðar umtalsverðar bætur á þjónustu SVR, borg- arbúar hafi brugðist jákvætt við þeim og farþegum hafi fjölgað í kjölfarið. Það er rétt að þjónustan var að sumu leyti bætt en fjölmargir farþegar urðu einnig fyrir þjónustuskerðingu eins og ótal kvartanir og lesenda- bréf frá þessum tíma vitna um. Það er einnig rétt að farþegum fjölgaði lítils háttar milli áranna 1996 og 1997 en sú fjölgun gerði ekki annað en vega upp þá fækk- un farþega sem varð árið 1996, sjálft árið sem nýja leiðakerfið var tekið í notkun. Metnaður R-listans Það er ef til vill lýsandi fyrir metnað R-listans í almennings- samgöngum þegar núverandi stjórnarformaður SVR telur það glæsilegan árangur að kostnaðar- söm leiðakerfisbreyting skili ekki öðru en því að það takist að halda í horfinu. Mér ber þó skylda til að upplýsa Helga um það að fyrrver- andi stjórnarformaður, sem hafði Kjartan Magnússon Farþegafækkun SVR Skyggði flöturinn sýnirfjölda íbúa á þjónustusvæði SVR (hægri kvarði),en súlurnarfjölda farþega á íbúa (vinstri kvarðij.Talan fyrir ofan þær gefur til kynna heildarfjölda farþega í þúsundum talið. 60 50 40 30 20 10 7.396 7.350 6.989 7.012 íbúum fjölgar,farþegum fækkar og farþegar á íbúa fara í fyrsta sinn niðurfyrir sjötta tuginn eða í 59,9. § '94 '95 '96 '97 '98 Samgöngur Farþegum SVR hefur fækkað verulega á valdatíma R-listans, segir Kjartan Magnús- son, í fyrri svargrein sinni um málefni SVR. forgöngu um breytingarnar, hafði ólíkt meiri metnað fyrir hönd fyr- irtækisins og sagði margoft að markmið þeirra væri að fjölga farþegum. Villandi samanburður Þegar breytingar á farþega- fjölda SVR eru skoðaðar er eðli- legt að bera þær saman við íbúa- fjölda borgarinnar, en hann er að sjálfsögðu breytilegur. Einhverra hluta vegna kýs stjórnarformað- urinn að fara ekki út í slíkan sam- anburð. Sé farþegafjöldi hins veg- ar skoðaður sem hlutfall af íbúa- fjölda sést svo ekki verður um villst að farþegum SVR hefur fækkað verulega á valdatíma R- listans. Fyrstu tölur um yfir- standandi ár gefa skýrt til kynna að sú óheillaþróun haldi áfram en samkvæmt þeim fækkar farþeg- um um 5% frá fyrra ári. Það er hreint og beint ótrúlegt að stjórnarformaður SVR skuli ekki hafa áhyggjur af því að far- þegafjöldi fyrirtækisins nái ekki einu sinni að fylgja fjölgun borg- arbúa. Hefur hann e.t.v. þá skoð- un að SVR beri ekki að ná til nýrra borgarbúa, þ.e.a.s. uppvax- andi kynslóða og aðflutts fólks? Þáttaskil í þjónustu SVR Helgi fjallar um vöxt borgar- innar og segir það til marks um bætta þjónustu SVR að ekið sé um ný hverfi. Á meðan SVR var undir stjórn sjálfstæðismanna lagði fyrirtækið metnað í að aka um öll hverfi borgarinnar, jafnt ný sem gömul, og þjónusta var ekki skert við eldri hverfi þótt nýjum væri bætt við. Þetta þótti sjálfsagt þá og var ekki rætt sér- staklega um bætta þjónustu þótt ný hverfi bættust við leiðakerfið. Undir stjórn R-listans hafa hins vegar orðið þau þáttaskil í þjón- ustu SVR að þjónusta er skert við eldri hverfi til að hefja akstur í nýjar byggðir og nægir að nefna leiðir 8 og 9 í því sambandi, sem lagðar voru niður á síðasta kjör- tímabili. Þá er fyrirtækinu ekki lengur gert að þjóna öllum hverf- um borgarinnar, sbr. aflagningu leiða í Þingholtunum og Hálsa- hverfi. Með því að minnka þjón- ustuna í eldri hverfum er að sjálf- sögðu verið að skerða þjónustu þegar á heildina er litið. Það á vafalaust sinn þátt í því að æ fleiri farþegar snúa baki við þjónustu SVR. Ekki verður annað séð en að málflutningur stjórnarformanns- ins sé annaðhvort byggður á rangfærslum eða fákunnáttu á grundvallarstaðreyndum. Höfundur er borgarfulltrúi og á sæti í stjórn SVR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.