Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 29

Morgunblaðið - 29.06.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1999 29 LISTIR LÚXEMBORG Jóns hátíð Helgasonar í Reykholti Nýtt tón- verk við áður óbirt kvæði Reykholti. Morgunblaðið. HÁTÍÐ var haldin í Reykholti sl. laugardag í tilefni af því, að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Helgasonar prófessors í Kaup- mannahöfn. Dagskráin stóð yfir frá kl. 11 árdegis til miðnættis, en fyrir henni stóðu, ásamt af- komendum Jóns, Stofnun Árna Magnússonar, Snorrastofa, Fé- lag íslenskra fræða, Mál og menning og Vísindafélag Islend- inga. Fyrst var sungið við leiði Jóns í Gilsbakkakirkjugarði, en þar var búið að koma fyrir legsteini eftir Ólöfu Nordal og voru sam- tals um 100 manns í kirkjugarð- inum. Að því loknu var haldið í Reykholtskirkju þar sem flutt var fjölbreytt dagskrá. Fjölmörg erindi voru flutt og inn á milli skotið tónlistaratriðum, þ. á .m. nýju tónverki eftir Jón Nordal, við áður óbirt kvæði eftir Jón Helgason, Trú mín er aðeins týra. Kórinn Hljómeyki flutti tónverkið við mikinn fögnuð við- staddra sem voru um 250 tals- ins. Var tónskáldinu innilega fagnað við lok flutningsins. Hljómeyki flutti einnig Aldasöng eftir Jón Nordal og afkomendur Jóns Helgasonar lögðu einnig dagskránni til glæsileg tónlistar- atriði. Flestir flytjendur erind- anna höfðu kynnst Jóni í lifanda # Morgunblaðið/Sigríður FRÁ hátíðinni í Reykholtskirkju. lífi og sögðu á skemmtilegan máta frá lífi og starfí fræði- mannsins og skáldsins. Fengu viðstaddir að heyra frásagnir af æsku Jóns í Rauðsgili í Reyk- holsdal, skáldskap hans, starfi Jóns fræðimanns við Árnastofn- un í Kaupmannahöfn og þátt- töku hans í félagslífi Islendinga þar í borg. Um kvöldið gæddu gestir sér á íslenskri kjötsúpu sem Hótel Reykholt framreiddi í nýju hús- næði Snorrastofu við hlið kirkj- unnar. Gafst þá gestum kostur á að skoða sýningu um Jón sem sett hefur verið upp í safnaðar- sal kirkjunnar. Eftir það var samsöngur til miðnættis, sem þau hjónin Þórunn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson, sljórnuðu. Búið er að koma fyr- ir ölstofu í Snorrastofu en ekki er búið að fullinnrétta. Skapað- ist mikil stemmning meðal þeirra 120 gesta sem sátu kvölddagskrána, enda sungin lög við texta Jóns Helgasonar en sérstakt sönghefti hefur ver- ið gefið út af þessu tilefni. Vágakórinn syngur á Akranesi FÆREYSKI kórinn Vágakór- inn frá Vágum heldur tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20. A efnisskránni er bæði ver- aldleg og kirkjuleg tónlist, frá Færeyjum og öðrum löndum, þar á meðal frá íslandi. Kórfé- lagar eru 26 og er stjórnandinn Jónvor Joensen. Kvennakórinn Ymur á Akra- nesi mun greiða götu kórsins hér á meðan hann er á Akranesi og er þar verið að endurgjalda heimsókn sem kvennakórinn fór í til Færeyja sumarið 1997, segir í fréttatilkynningu. Móttökuhóf verður í Grundaskóla kl. 18 í dag og lokahóf verður í Rein, Akra- nesi, föstudaginn 2. júh' kl. 20. Umsjónarmaður er Hrönn Jóns- dóttir. Frá upphafi: Besta leiðin til Evrópu Luxair býður upp á beint flug til Lúxemborgar með þægilegri og hraðskreiðri þotu. Frá Lúxemborg liggja vegir til allra átta. Keflavík — Lúxemborg Lúxemborg — Keflavík 0.45 6.25 Q Q 22.20 0.D5+1 LUXAIR THE WINGS OF CHANGE www.luxair.lu Nánari upplýsingar og bókanir hjá öllum helstu ferðaskrifstofum. Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á hálendið eða upp í BreiðholterHonda CR-V rétti ferðafélaginn. Honda CR-Ver vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög hagstæðu verðiogsameinarbestukostijeppa ogborgarbíls. Jm*m JLJpJkls* - betri blll Vatnagörðum 24 - Sfmi 520 1100 • www.honda.is Akranes: Bílver sf., sími 431 1985. Akureyrí: Höldur hf, sfmi 461 3000. Egilsstaðír: Bfta- og búvélasalan hf., simi 471 2011. Keflavfk: BG Bflakrínglan ehf., sfmi 421 1200. Vestmannaeyjar: Bflaverkstæðið Bragginn, sfmi 481 1535.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.