Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þýzkir kafbátar í Reykjavíkurhöfn s Islenzkur sjómaður heiðraður TVEIR þýzkir kafbátar lögðust að bryggju í Rcykjavíkurhöfn í gær, en þetta er í annað sinn frá því fyr- ir síðari heimsstyrjöld sem það gerist. Þessum kafbátum, U-15 og U-25, var siglt hingað frá Halifax í Kanada, en þeir hafa ásamt fylgd- arskipi sínu, FGS Meersburg, verið á ferðalagi frá því í febrúar. Áhafnir herskipanna þriggja, kafbátanna og fylgiskipsins, munu ferðast um landið um hclgina og haldin verða nokkur boð um borð í þeim. Jón Hjálmarsson, sem var háseti á Skaftfellingi sem bjargaði áhöfn þýzka kafbatsins U-464, sem sökkt var undan íslandsströnd árið 1942, var heiðraður í boði um borð í Meersburg í gærkvöldi. Siegfried Schneider færði Jóni áletraðan skjöld frá Félagi þýzkra kafbáta- manna í viðurkenningarskyni fyrir björgunina. Man atburðinn eins og hann hefði gerst í gær Gunther Hartmann, formaður félagsins, lýsir í bréfi til Jóns fyrir hönd þýzkra kafbátamanna ánægju sinni yfir að gefast nú færi á að koma þökkum á framfæri fýr- ir þá mannúðardáð sem fólst í björguninni, á tímum sem mótaðir voru af „áróðri og stríðsæsingi“. Jón er annar tveggja úr áhöfn Skaftfellings sem er á lífi. Hinn skipverjinn, Andrés Gestsson, gat ekki verið viðstaddur. Jón Hjálmarsson var 19 ára þeg- ar atburðurinn varð. Jón sagðist aðspurður muna þetta eins og það hefði gerst í gær. Hann sagði að Þjóðveijamir hefðu allir farið í sjó- inn en vel hefði gengið að ná þeim um borð enda veður stillt. Yfirmaður 1. kafbátasveitar þýzka flotans, Siegfried Schneider, tjáði Morgunblaðinu að þegar þrír kafbátar þýzka flotans heimsóttu ísland árið 1994 hefðu árangurs- ríkar æfingar verið haldnar með hermönnum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, en þeir sér- hæfa sig meðal annars í kafbáta- leit. „Það má segja að þá hafi kvikn- að hugmyndin að Ameríkuför þeirri sem við nú emm að koma úr,“ segir Schneider, sem er frei- gátukapteinn að tign. Leið kafbát- anna, sem ferðast með 10-20 km hraða á klukkustund í langsigling- um, lá fyrst til Karíbahafsins, þar sem þeir tóku þátt í neðansjávar- ormstuæfingum. Undan austur- strönd Bandaríkjanna fóm einnig fram æfingar í samstarfí við bandaríska flotann, og hér við Is- land munu einnig fara fram æfing- ar áður en bátamir snúa aftur til heimahafnar sinnar í Eckemfórde, skammt frá Hamborg. Áætlað er að ferðin frá íslandi til Þýzkalands taki níu daga, en ferðin frá Halifax hingað tók 18 daga. 24 em í áhöfn hvors kafbáts, sem þó er af smærri gerðinni, 500 brúttólestir og innan við 50 m á lengd. Þeir vom smíð- aðir fyrir 25 ámm, og em drifnir áfram af díselvélum er þeir sigla á yfirborðinu, en rafmagni úr rafhlöð- um neðansjávar. At- hafnarými áhafnar- innar er að sögn Achims Brane, kapteins á U-15, um 35 fermetrar. Það þarf því ekki að spyija að því að samkomu- lagið þarf að vera þokkalegt... Almcnningi stendur til boða að skoða skipin milli kl. 13 og 16 á sunnudag, 4. júlí. Vatnsfellsvirkjun Samið um lok- ur og fallpípur LANDSVIRKJUN hefur samið við franska fyrirtækið Alstom Hydro um smíði og uppsetningu á lokum og fallpípum Vatnsfellsvirkjunar. Franska fyrirtækið var með lægsta tilboðið í verkið og hljóðar samning- urinn upp á 300 milljónir króna. Með samningnum við Alstom Hydro hafa verið valdir verktakar í alla verkþætti framkvæmdanna. St- arfsmenn Landsvirkjunar eru nú að setja upp vinnubúðir við Vatnsfell og íslenskir aðalverktakar eru komnir með vinnuvélar á staðinn. Reiknað er með að grafið verði fyrir stöðvarhúsi virkjunarinnar í næstu viku. 14,5 milljónir króna greiddar í björgunarlaun Kjaranefnd hækkar laun embættismanna GENGIÐ hefur verið frá sam- komulagi um björgunarlaun vegna björgunar japanska túnfiskveiði- skipsins Fukuyoshi Maru 68, sem strandaði við Jörundarboða í Skerjafirði 13. október sl. Mun tryggingafélag skipsins greiða Landhelgisgæslunni og Slysa- varnafélagi íslands 14,5 milljónir króna fyrir björgunina og skiptist féð jafnt á miUi björgunaraðUanna. Samningaviðræður milli björg- unaraðUa og tryggingafélagsins hafa staðið yfir í nokkra mánuði og segist Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, vera ánægður með þá niðurstöðu sem komin er í málið. „Mér finnst þetta sanngjörn og eðlileg lausn og gott að þetta sé yf- irstaðið,“ sagði Hafsteinn við Morgunblaðið í gær. 22 skipverjum úr áhöfn skipsins var bjargað um borð í varðskipið Ægi er skipið strandaði. Þungt var í sjóinn og aðstæður voru erf- iðar, en björgun tókst slysalaust og tókst ennfremur að draga skip- ið frá grynningum út á meira i. ttast var að gat hefði komið á olíugeyma skipsins með þeim af- leiðingum að olía hefði lekið í sjó- inn, en svo reyndist ekki vera þrátt fyrir nokkrar skemmdir á skipinu að öðru leyti. KJARANEFND hefur ákveðið breytingar á launum ráðuneytis- stjóra og þriggja embættismanna í fjármálaráðuneytinu. Kjaranefnd tók síðast ákvörðun um laun ráðu- neytisstjóra 30. desember sl. en skv. úrskurðinum nú hækka laun ráðu- neytisstjóra forsætisráðuneytisins um 2,5% og laun annarra ráðuneyt- isstjóra um 4,5%. Laun embættis- mannanna hækka um 11,5% en lengra er um liðið frá því nefndin tók síðast ákvörðun um laun þeirra. Miðast breytingamar við 1. maí sl. VERIÐ er að fara yfir tilboðin átta sem bárust í lokuðu útboði í fram- kvæmdir við endurnýjun Reykja- víkurflugvallar. Jón Ásbjörnsson, fulltrúi Ríkiskaupa, sem sér um út- boðið, tjáði Morgunblaðinu að nokk- ur tími myndi enn líða þar til niður- staða lægi fyrir en tilboðin voru opnuð 23. júní. Ráðgert er að framkvæmdir geti hafist síðla ágústmánaðar. Kæru- frestur vegna úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna rennur út 28. júlí og eftir það fer málið að nýju til staðfestingar hjá skipulagsnefnd og borgarráði. Jón Ásþjömsson sagði framkvæmdir Þetta eru fyrstu úrskurðir kjara- nefndar sem kveðnir eru upp frá því að Kjaradómur ákvarðaði æðstu embættismönnum, ráðherrum og alþingismönnum launahækkanir 8. maí sl. Á níunda hundrað embættis- menn og aðrir starfsmenn ríkisins heyra undir kjaranefnd. Eftir ákvörðun kjaranefndar sem tekin var í síðustu viku eru mánað- arlaun ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins 380.933 kr. Að auki skal greiða honum 50 einingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu sem því vart hefjast fyrr en eftir miðjan ágúst. í fyrsta áfanga verður unnið við vesturhluta flugbrautarinnar sem liggur að Suðurgötu. Af þeim átta tilboðum sem bár- ust í verkið voru fímm undir kostn- aðaráætlun sem hljóðar uppá 1,4 milljarða. ístak hf. átti lægsta til- boðið, 1.075 milljónir króna, en Suðurverk hf. átti næstlægsta boð, 1.088 milljónir. Þá bauð Amarfell 1.156 milljónir. Jón Ásbjömsson sagði nokkuð viðamikið að meta til- boðin og vanda yrði valið á verk- taka enda hér um nákvæmnisverk- efni að ræða og viðkvæmt sem tæki langan tíma. starfmu fylgir en hver eining er 1% af 127. launaflokki kjaranefndar eða 3.098,89 kr. Mánaðarlaun annarra ráðuneytisstjóra og hagstofustofu- stjóra em eftir ákvörðun Kjara- nefndar 368.051 kr. Að auki fá þeir greiddar 43 einingar á mánuði fyrir yfirvinnu. Launaramma breytt með ákvörðun Kjaradóms í rökstuðningi kjaranefndar segir m.a. að af lögum um Kjaradóm og kjaranefnd megi ráða að nefndin skuli miða við að halda launaákvörð- unum sínum innan þess ramma sem settur er af Kjaradómi annars veg- ar og er hins vegar markaður af kjarasamningum ríkisins. Er m.a. vísað til ákvörðunar Kjaradóms frá í maí sl. „Launa- breyting samkvæmt ákvörðun Kjaradóms miðaðist við 9. maí 1999 hjá ráðherrum og þingmönnum en við 1. maí 1999 hjá öðrum sem ákvörðunin náði til. Með ákvörðun dómsins hækkuðu mánaðarlaun for- sætisráðherra í 584.000 krónur og mánaðarlaun annarra ráðherra í 531.000 krónur. Með þessari ákvörðun hefur fyrrgreindum ramma, sem launaákvarðanir kjara- nefndar skulu haldast innan, verið breytt. Af þessu tilefni hefur kjara- nefnd nú ákveðið að breyta launa- kjörum ráðuneytisstjóra. Við mat kjaranefndar á launaþætti ákvörð- unar þessarar var það meginsjónar- mið ráðandi að eðlilegt sé að ráðu- neytisstjórar gangi næst ráðherrum að launum,“ segir í forsendum kjaranefndar. pAll asgeir Asgeirsson fjórarafvinsælustu Gönguleiðir í I^ndmannalausaf - l*órswörk “ Swtáritoi Smrídl-Ui'sbncfl llvilártuK “ Hvvriu'lllr Leiðsögurit um ijórar; göngul lanasins:________________| Landmannalaugar • Þórsmörk Herðubreiðarlindir • Svartárkot Snæfeli • Lónsöræfi Hvítámes • Hveravellir Fjöldi yósnnynda Mál og menning Laugavegl 18 • Slml 515 2500 • Sfðumúla 7 • Slml 510 2500 Endurnýjun Reykj avikurfluffvallar Framkvæmdir gætu hafist seint í ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.