Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 62
n>2 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 FÓLK í FRÉTTUM E-KRINGMN D Opð: mán,- fim. 10.00 - 18.30 föí. 10.00-19.00 lou. 10.00-18.00 KRINGMN Kaffileikhúsiö búið að fá andlitslyftingu stýrði bæði áður en ég fór út í nám og eftir að ég kom heim setti ég upp tvær sýningar í fram- haldsskólum í Reykjavík.“ - Er þá hægt að búast við að andi Talíu eigi eftir að setja sterkari svip á Kaffileikhúsið undir þinni stjóm? „Sko, ég vil segja að það verði meira af öllu. Það verður meiri leik- list, meiri tónlist, myndlist og síðan erum við að leggja drögin að upp- lestrarkvöldum og mörgu öðru skemmtilegu sem mun auðga menn- ingarlffið í miðbænum." - Hvaða stöðu vilt þú sjá Kaffileik- húsiðgegna í miðbænum ? „Kaffileikhúsið er á stórkostlegum stað. Ég sé fyrir mér á fimmtánda afmælisári Hlaðvarpans á næsta ári Lítil vin í hjarta bæjarins María Reyndal er nýráðinn listrænn stjórnandi Kaffíleikhússins í Hlaðvarpan- um. Dóra Osk Halldórsdóttir hitti Maríu og forvitnaðist um hvort breytingar fylgdu nýjum stjórnanda. Morgunblaðið/Jóra MARIA Reyndal vill að gleðin ríki í miðbænum og þá ekki síst í Kaffi- leikhúsinu. að við verðum búin að opna hluta hússins undir kaffihús, þannig að húsið verði opið alla daga og öll kvöld allan ársins hring. Eg vil að stemmningin sé þægileg og afslöppuð og fólk sjái Kaffileikhúsið sem heimilislega vin í miðbænum.“ - Er pláss fyrir böllin í þess- ari mynd? „Já, já, þau verða áfram. Hús- ið sjálft er svo góður rammi fyrir ólíka starfsemi og nálægðin við áheyrendur skapar ákveðna stemmningu sem er einstök. Við hófum starfsemina með Möggu Stínu og sýrupolkasveitinni Hringjunum 16. júní og stemmningin var ólýsan- leg. Það var dansað út um allt og Magga Stína var klöppuð upp þrisvar. Þegar við vorum með djass- kvöldið með Ziegler/Scheving kvin- tettinum seldust miðarnir upp og við urðum að loka húsinu klukkan níu og það var alveg geggjuð stemmning. Þegar Rússibanamir spiluðu var lika troðfullt og ég get ekki dregið aðra ályktun af þessum viðtökum aðrar en þær að þegar boðið er upp á góða og vandaða dagskrá komast færri að en vilja. Það er líka markmiðið að í Kaffileikhúsinu verði líf og fjör alla daga.“ „ÞAÐ ER búið að taka Kaffileikhús- ið alveg í gegn að innan. Laga veggi og loft, einangra og setja upp eld- vöm og mála og síðan verða öll húsin í Hlaðvarpanum tekin í gegn að utan seinna í sumar,“ segir María, en hún mun ásamt Sigríði Erlu Jónsdóttur framkvæmdastjóra sjá um starfsem- ina á komandi mánuðum. „Kaffileikhúsið hefur skapað sér ákveðinn sess í íslensku menningar- lífi með brautryðjandastarfi Asu Ríkharðsdóttur. Kaffileikhúsið hefur verið hús fyrir alla og ég ætla ekki að breyta því, heldur einbeita mér að því að auka starfsemina svo allir ald- urshópar viti að þeir geti sótt þar áhugaverða viðburði. Það er meðal annars tilgangurinn með Bræðingi, fimmtudagstónleikaröðinni. Þar verður áherslan á ferskar hljóm- sveitir sem höfða til unga fólksins, eins og fimmtudaginn var þegar Botnleðja reið á vaðið og opnaði Bræðing í félagi við Fitl og Mús- íkvatur." Þegar María er spurð um næsta Bræðingskvöld fimmtudaginn 8. júlí yerður hún dularfull á svip. „Það er algjört leyndarmál, en orðrómur mun berast út.“ - Hvar verður helst hægt að hlera um viðburðinn? „Tónlistarbransinn á Islandi er nú ekkert mjög stór og fiskisagan mun eflaust fljúga fyrr en varir. Ungt fólk sem hefur áhuga á tónlist fylgist með öllu og veit hvenær þeirra uppáhaldshljómsveitir eru að spila.“ - Hvað fleira er á döfinni? María segir að á næstunni verði m.a. kvöld tileinkað Mi- les Davies, Bang Gang munu stíga á stokk, pönkararnir í Bisund og Fræbbblunum munu leiða saman hesta sína á næstu Bræðingskvöldum, en hugmyndin með Bræð- ingi er einmitt að blanda saman mismunandi tónlist- arstefnum þótt ekki sé blandað saman djassi og pönki sama kvöldið. En ýmislegt fleira er á döf- inni að sögn Maríu. „Við frumsýnum barnaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson í ágúst sem heitir Ævintýrið um ástina. Við höf- um stofnað leikhóp utan um þessa ákveðnu sýningu og ég mun leik- stýra henni. Þetta verður óhefð- bundin sýning sem hefst með spuna þar sem leikarar munu ná til áhorf- enda á svolítið sérstakan hátt. Síðan hefst ævintýrið sem verður að mestu leyti flutt í bundnu máli. Þetta er mjög sérstök sýning og verður mjög spennandi." -Ert þú menntuð í leikhúsfræð- um? „Já, ég lærði leiklist í London og kom heim núna um jólin. Ég leik- Hljómsveitin Gyllinæð á leið til Grænlands Pönkið var aldrei búið „VIÐ ERUM búnir að spila í 3 til 4 mánuði og æfum ekkert alltof mik- ið,“ segir Ágúst Rúnarsson, söngv- ari þungarokksveitarinnar Gyllinæðar. „Kallaðu okkur bara Gústa, Magga og Danna,“ leiðréttir hann blaðamann og skírskotar til félaga sinna Daníels ívars Jensson- ar gítarleikara og Magnúsar Arnar Magnússonar trommara. Gyllinæð er önnur tveggja ís- lenskra hljómsveita sem mun í ágúst spila á vest-norrænni rokkhá- tíð, „Nipia Rock Festival", í bænum Aasiaat á Grænlandi. Að sögn Gústa spilar hljómsveit- in „pönkað þungarokk". „Við erum ekki með bassaleikara í hljómsveit- inni, heldur bara rafmagnsgítar, trommur og söng,“ segir hann. A hvaða tónlist hlustið þið? „Við hlustum allir mikið á pönk og þungarokk, til dæmis Ramstein, Deftones og Type 0 Negative." 4411 Hafið þið komið víða fram? „Fyrsti viðburður- inn var í Spútnik þar sem við vorum fyrsta upphitunarhljómsveit- in fyrir Bisund og Minus. Þar fengun við frábærar undirtektir. Svo erum við búnir að fara í útvarpsþáttinn Tvíhöfða og fleira,“ segir Gústi, en þeir félagar hafa einnig farið í hljóðver og mun eitt þeirra laga koma út á safnplötu í sumar. Er mikill kraftur í ykkur þegar þið spilið, eruð þið mjög þungir? „Já, við reynum að hafa sem hæst í græjunum okkar og svona. Ég syng ekki mikið heldur öskra og það skilst voða lítið hvað ég segi. Fólkið sem býr í kringum æfingar- húsnæðið er búið vera að amast yfir hávaðanum í okkur.“ Er pönkið að koma aftur? „Það hefur náttúrlega aldrei ver- ið búið. í mínum vinahópi halda flestallir upp á pönk.“ Reynið þið að halda vissri pönk- ímynd? „Við klæðum okkur eins og við viljum og erum ekkert að pæla í neinni tísku. Ég er með gaddaólar en varð að raka af mér hanakambinn því ég var alltaf að lenda í löggunni." Eigið þið einhverjar fyrirmyndir? „Nei, ekki nema ef vera skyldi hljómsveitin Sjálfsfróun." Ætlið þið að æfa vel fyrir rokk- hátíðina á Grænlandi? Morgunblaðið/ Ásdís „Já, við erum með sex laga prógram sem við erum að æfa og ætlum að flytja á Grænlandi. Reyndar hættir nánast alltaf einn í hljómsveitinni á hverri æfingu því ég fer yfirleitt að æsast í þeim og vill ráða einum of rniklu." Eruðþið færir tónlistarmenn? „Já, kannski, en maður þarf stundum ekki að kunna á hljóðfæri til að spila í hljómsveit." Og hvað geturðu sagt mér meira um hátíðina á Grænlandi? ,Á Grænlandi munum við koma opinberlega fram í annað sinn. Það verður mikið af grænlensku rokki á þessum tónleikum en eina hljóm- sveitin sem ég veit að verður þarna er Grænt Fót Slím frá Færeyjum. Bærinn er víst frægur fyrir þessa rokkhátíð." Gústi, söngvari Gyllinæðar, segir þá félaga í hljómsveitinni ætla að reyna að gera það gott í tónlistar- heiminum. Það verður gaman að sjá hvort markaðurinn muni aftur kunna að meta pönkið, eða var það kannski aldrei búið...?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.