Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 13
AKUREYRI
Samstarfssamningur þrigg;ja sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð
Frekara sam-
starf mögulegt
SVEITARFÉLÖGIN Dalvíkur-
byggð, Hríscyjarhreppur og Ólafs-
fjarðarbær hafa undirritað samning
um samstarf á sviði sérfræðiþjónustu
skóla, þjónustu við fatlaða og um efl-
ingu heilsugæslu. Sveitarfélögin þijú
hafa á undanfómum mánuðum unnið
sameiginlega að undirbúningi að
samþættingu skóla- og félagsþjón-
ustu í kjölfar þeirrar ákvörðunar að
Skólaþjónusta Eyþings var lögð nið-
ur.. Samningurinn var undirritaður af
bæjar- og sveitarstjórunum í blíð-
viðri úti í Hrísey í gær.
Sveitarfélögin skipuðu sameigin-
legan starfshóp haustið 1998 sem
hafði það verkefni að gera tillögur
um hvemig skipuleggja skyldi þjón-
ustu á sviði félags- og skólamála. St-
arfshópurinn skilaði tillögum sínum
í apríl síðastliðnum til sveitar-
stjóma. Tillögumar vora síðan af-
greiddar í maí og byrjun júní og til-
nefndu sveitarfélögin fulltrúa í
verkefnastjóm.
Uppeldis- og forvarnastarf eflt
Fyrsta skrefið í kjölfar undirbún-
ingsvinnu var að_gera með sér sam-
starfssamning. I samningnum er
kveðið á um samstarfsform og
markmið, helstu verkefni og fram-
kvæmdaatriði auk kostnaðarskipt-
ingar. Helstu markmið samningsins
eru eftirfarandi:
Að skipuleggja samstarf og sam-
eiginleg verkefni skóla og stofnana
sveitarfélaganna á sviði skólamála
og félagsþjónustu og hafa forgöngu
um skipulagt samstarf við heil-
brigðisstofnanir.
Að efla uppeldisstarf og forvarn-
arstarf í byggðarlögunum með sam-
hæfðum aðgerðum og samstarfi
fagfólks og stuðningi við foreldrafé-
lög.
Að vinna að gerð rammasamn-
ings og verkefnasamninga við Há-
skólann á Akureyri.
Að vinna að gerð samninga við
önnur sveitarfélög og opinbera aðila
varðandi aðgengi að sérhæfðum
þjónustuúrræðum.
I samningnum er kveðið á um
ráðningu sameiginlegs verkefna-
stjóra en sú staða mun verða aug-
lýst á næstunni. Samningurinn tek-
ur gildi frá og með 1. ágúst 1999.
Að sögn fulltrúa sveitarfélaganna
era menn bjartsýnir á að samstarfið
hafi í för með sér heilsteyptari og
skilvirkari þjónustu. Samstarfið
geri það að verkum að sveitarfélög-
in era betur í stakk búin til að veita
betri þjónustu en mögulegt hefði
verið án samstarfs.
Betri og ódýrari þjónusta
Asgeir Logi Asgeirsson, bæjar-
stjóri í Ólafsfirði, sagði að sá mögu-
Opnun bú-
garðsins á
Þórisstöðum
Á ÞÓRISSTÖÐUM á Sval-
barðsströnd verður í dag,
laugardaginn 3. júlí, opnaður
búgarður. Búgarður er nokk-
urs konar samheiti yfir hús-
dýra- og fjölskyldugarð í sveit,
en auk hefðbundins kúabús er
starfrækt veitingastofa á
Þórisstöðum. Þá era flest ís-
lensku húsdýrin í sínu nátt-
úrulega umhverfi í skógar-
lundi sem stendur í lækjargili
milli íbúðarhúss og útihúsa, að
því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá búgarðinum.
Gestum búgarðsins gefst
kostur á að borða eigið nesti
en einnig verða til sölu léttar
veitingar virka daga og kaffi-
veitingar um helgar. Veitinga-
stofan er áföst fjósinu og það-
an sést inn í fjósið og út í hús-
dýragarðinn. Á mjaltatíma
milli kl. 17 og 18 geta gestir
fylgst með mjöltum úr veit-
ingastofunni.
Á Þórisstöðum búa hjónin
Inga Árnadóttir og Stefán
Tryggvason ásamt fjóram son-
um sínum. Bærinn stendur við
þjóðveg nr. 1 skammt norðan
Svalbarðseyrar segir ennfrem-
ur í fréttatilkynningunni.
Búgarðurinn er opinn 13-18
alla daga út ágústmánuð og er
aðgangseyrir 250 krónur fyrir
fullorðna en 150 krónur fyrir
böni og ellilífeyrisþega.
Morgunblaðið/Ásdls
FULLTRÚAR sveitarfélaganna við undirskrift samningsins í Hrísey í gær.
leiki hefði verið fyrir hendi að
kaupa þá þjónustu sem Eyþing
hefði veitt en fljótlega hefðu vaknað
hugmyndir um stofnun þess sam-
starfs sem orðið er að veraleika nú.
Hann sagði að þetta væri meira og
stærra framtak en Eyþing hefði
verið og hann taldi víst að ef sam-
starfið gengi vel þá myndi þetta
auka samgang á milli sveitarfélag-
anna. „Ég hef trú á því að við getum
vel unnið saman en hvað varðar
frekara samstarf eða sameiningar-
hugmyndir þá viljum við Ólafsfirð-
ingar að Siglfirðingar verði með í
þeim hugmyndum og horfum þá til
bættra samgangna,“ sagði Ásgeir
Logi.
Rögnvaldur Skíði Friðbjömsson,
bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði
að samstarfið skilaði rekstrarlega
stærri einingu sem ódýrara væri að
reka og hefði í fór með sér bætta
þjónustu. Um nánara samstarf sagði
Rögnvaldur að frekari sameining
sveitarfélaga í Eyjafirði yrði líklega
einhvem tímann í framtíðinni.
„Kannski verður þetta samstarf til
þess að menn treysta betur hver
öðram og verði þá vísir að frekari
sameiningu,“ sagði Rögnvaldur.
Pétur Bolli Jóhannesson, sveitar-
stjóri Hríseyjarhrepps, sagði að
samstarfið hefði verið nauðsynlegt í
kjölfar þess að skólaþjónusta Ey-
þings hætti samstarfi. „Hvað varð-
ar frekara samstarf þá vildi ég sjá
að öll sveitarfélög í Éyjafirði, ásamt
Siglufirði, sameinuðust og mynduðu
sterkt atvinnusvæði og mótvægi við
höfuðborgarsvæðið,“ sagði Pétur
Bolli að lokum.
Sumartónleikar í
Akureyrarkirkju í sumar
Fyrstu tónleikarnir
af fímm um helgina
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var á ferð á Akureyri í gær.
Hér er hann að kynna sér starfsemi títgerðarfélags Akureyringa. Frá
vinstri Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Ámi, Tómas Ingi
Olrich alþingismaður og Ármann Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra.
TÓNLEIKAR að sumri í Akureyr-
arkirkju hafa verið árlegur viðburð-
ur síðustu 12 ár og gengið undir
nafninu Sumartónleikar á Norður-
landi. Frá og með þessu sumri mun
tónleikaröðin ganga undir nafninu
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju.
Kristni í þúsund ár verður þema tón-
leikanna að þessu sinni. Tónleikarnir
verða haldnir fimm sunnudaga í röð
frá júlíbyrjun til fyrsta sunnudags í
ágústmánuði. Þeir standa yfir í
klukkustund og er aðgangur ókeyp-
is.
Fyrstu tónleikarnir verða nú á
sunnudag, 4. júlí, og hefjast kl. 17 en
þar kemur fram tónlistarfólkið
Marta Guðrún Halldórsdóttir
sópransöngkona og Kári Þormar
orgelleikari.
A efnisskránni verða m.a. fimm
Laust
embætti
prests
BISKUP íslands hefur auglýst
laust til umsóknar embætti
prests í Akureyrarprestakalli
sem veita á frá 1. september.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí
næstkomanndi.
Séra Svavar A. Jónsson hef-
ur gegnt framangreindu emb-
ætti frá því síðla árs 1995.
Hann tekur við embætti sókn-
arprests Akureyrarprestakalls
af séra Birgi Snæbjömssyni en
hann lætur af embætti 1. sept-
ember vegna aldurs.
Valnefnd velur prest sam-
kvæmt starfsreglum um presta
en biskup ákveður hvern hann
skipar náist ekki samstaða í
valnefnd. Biskup skipar í emb-
ætti presta til fimm ára.
Biblíusöngvar eftir Dvorák sem séra
Magnús Guðmundsson prestur í
Ólafsvík og Þórður Möller þýddu á
íslensku, sálmar úr kvæðabók séra
Ólafs Jónssonar á Söndum, kirkjulög
við texta Hallgríms Péturssonar og
útsetningar Jóns Leifs, Ablösung im
Sommer eftir Mahler og einnig org-
elverk eftir Pál Isólfsson og Widor.
Marta Guðrún Halldórsdóttir
sópran lauk einsöngvaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1988
og stundaði framhaldsnám við Tón-
listarháskólann í Munchen um fimm
ára skeið. Hún hefur haldið ein-
söngstónleika og komið fram á tón-
listarhátíðum víða.
Kári Þormar lærði orgelleik hjá
Herði Áskelssyni samhliða píanó-
kennaranámi, hann lauk burtfarar-
og píanókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og lauk prófi í
orgelleik Tónskóla Þjóðkirkjunnar
1993 og stundaði framhaldsnám í
Þýskalandi.
Þeir sem fram koma í tónleikaröð-
inni í sumar era Christian-Markus
Raiser orgelleikari frá Þýskalandi,
Susan Landale orgelleikari frá
Frakklandi, Tjarnarkvartettinn úr
Svarfaðardal og á síðustu tónleikun-
um í röðinni leika þeir Sigm-ður
Flosason saxófónleikari og Gunnar
Gunnarsson orgelleikari.
---------------
Söguganga
Minjasafnsins
MINJASAFNIÐ á Akureyri stend-
ur fyrir sögugöngu um Oddeyri
sunnudaginn fjórða júlí. Lagt verður
upp frá Gránufélagshúsunum,
Strandgötu 49, kl. 14. Gera má ráð
fyrir að gönguferðin taki um einn og
hálfan tíma. Leiðsögumaður verður
Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri
Minjasafnsins. Þátttaka í göngunni
er ókeypis og era allir velkomnir
segir í fréttatilkynningu frá Minja-
safninu.
Sjávar
útvegsráð-
herra
heimsótti
Akureyri
ÁRNI M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra var á ferð á Akur-
eyri í gærdag. Hann hitti for-
svarsmenn verkalýðsfélagsins
Einingar-Iðju og Sjómannafélags
EyjaQarðar, kynnti sér starfsemi
Útgerðarfélags Akureyringa og
Samherja, heimsótti Háskólann á
Akureyri, Hafrannsóknastofnun
og Rannsóknastofnun fískiðnað-
arins, Verðlagsstofú skiptaverðs
og Útvegsmannafélag Norður-
lands.
„Þetta var ánægjuleg heim-
sókn og mjög upplýsandi fyrir
mig að heyra hljóðið í fólkinu
hér fyrir norðan,“ sagði ráð-
herra að lokinni heimsókn sinni.
Hann sagðist hafa rætt við
Qölda fólks á ýmsum sviðum, úr
verkalýðshreyfingunni, sjó-
menn, útgerðarmenn, fisk-
vinnslufólk. „Þetta voru góð
samtöl en sjónarmiðin auðvitað
svolítið mismunandi. Það er
mikilvægt að eiga samskipti
beint við fólkið sem stendur í
eldlínunni. Þessi heimsókn min
til Akureyrar staðfesti það sem
ég reyndar vissi fyrir að í bæn-
um er rekin öflug útgerð og
fiskvinnsla og hér er líka í
tengslum við Háskólann á Akur-
eyri sterkt rannsóknarumhverfi,
sem er mjög mikilvægt," sagði
Árni.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 á morgun, þátttakendur á
Sumartónleikum, Marta Halldórsdótt-
ir og Kári Þormar, taka þátt í mess-
unni. Sr. Bii-gir Snæbjömsson messar.
Sumartónleikar kl. 17. á morgun.
Morgunbæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á
þriðjudagsmorgun, 6. júlí.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs-
þjónusta kl. 21 annað kvöld. Hildur
Tryggvadóttir syngur einsöng.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund í dag, laugardag.
„Sunnudagaskóli fjölskyldunnar",
biblíukennsla fyrir alla aldurshópa
kl. 11.30 á morgun. G. Theodór Birg-
isson sér um kennsluna. Léttur há-
degisverður á vægu verði á eftir.
Vakningasamkoma kl. 20 um kvöld-
ið. Mikill og líflegur söngur. Fyrir-
bænaþjónusta. Barnapössun fyrir
börn 6 ára og yngri. Alla morgna era
bænastundir í kirkjunni kl. 6.30.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr-
arlandsveg 26.
Aldrei fleiri lið á Pollamóti Þórs
Leikið í sól
og blíðu
ÞÓRSVÖLLURINN iðaði af lífi
og fjöri í sólskininu í gærdag, en
þar fór fram í ellefta sinn svo-
nefnt Pollamót. í því taka þátt
knattspymumenn 30 ára og
eldri. Jóhann Jónsson hjá Þór
sagði að veðrið hefði leikið við
þátttakendur, sól og blíða, en ör-
lítil gola náði að Þórssvæðinu og
kældi hina kappsömu fótbolta-
menn dálítið. ,Á-ðstæður era
eins og best verður á kosið,“
sagði Jóhann.
Aldrei hafa jafnmörg lið tekið
þátt í Pollamóti og nú en þau
eru 65 talsins, þar af eitt frá
Kína. Síðasta haust barst fyrir-
spurn til félagsins um möguleika
Kínverjanna á þátttöku i mótinu
en nokkrir áhugasamir þarlend-
ir fótboltamenn era á ferðalagi
um Island um þessar mundir og
vildu þeir fyrir alla muni nota
tækifærið og leika á mótinu.
„Þeir era liprir á vellinum, þeir
era með svona meðalpolla-
mótslið,“ sagði Jóhann um
frammistöðu þeirra.
Vel yfir eitt hundrað leikir
eru spilaðir á Pollamótinu en
úrslitaleikurinn fer fram um kl.
16 í dag, laugardag. Um kvöld-
ið verður lokahóf í íþróttahöll-