Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 4P MINNINGAR FRÉTTIR lá aldrei illa á honum. Hann sá alltaf jákvæðu hliðarnar á öllum málum. Hann var einnig ávallt fús að fara nýjar leiðir. Við Oli stofnuð- um félagið Flóka á Brjánslæk árið 1979 ásamt Guðmundi tengdaföður mínum frá Þaralátursflrði, Tryggva mági mínum, Ragnari Guðmundssyni frá Brjánslæk og Gísla Magnússyni frá Langabotni í Geirþjófsfirði. Rákum við fyrirtæk- ið saman til ársins 1992. Þar var lengst af unnið hrefnukjöt til út- flutnings ásamt hörpudisk og rækju. Óli var framkvæmdastjóri og var mjög vel látinn af sínum samstarfsmönnum. Góður spila- maður var Óli og vann nær undan- tekningarlaust. Var sem hann sæi í gegnum spilin. Aldrei skammaði hann þó meðspilara sína þótt þeir gerðu augljósar vitleysur. Oft var spilað á heimili Óla og Sellu, mikið hlegið og oft var líka sungið á góð- um kvöldum. Sérstaklega man ég eftir samsöng okkar Sellu þegar við sungum saman Helgu Jarls- dóttur í Hvalfírði. LOja í Holti var hinsvegar uppáhaldslag Óla og söng hann stundum einsöng á sér- stökum stundum við góðar undir- tektir. Óli hafði gaman af prakkara- strikum og eitt sinn sagði hann mér frá karli sem var kokkur hjá honum á Gylfa. Karlinum þótti gott í staupinu og var hann hálffullur á daginn. Vai- gerð mikil leit að víni um allt skip. Ekkert fannst, sem von var, því hann hafði falið vínið undir dýnunni hjá Óla. Þegar Óli og Sella bjuggu á Birkimel var oft gestkvæmt. Þar komum við feðgarnir oft og vorum ávallt velkomnir. Gilti þar einu hvort við komum í mat eða kaffi. Fyrir það viljum við færa bestu þakkir. Ég heimsótti vin minn nokkrum dögum áður en hann lést og fannst mér hann ekki samur maður. Lífsgeislinn var að fjara út eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem eftir á að hyggja hef- ur verið farinn að gera vart við sig dagar sem Helga hafði á hreinu og sendi mörgum börnum pakka; mik- ið var unnið af henni, prjónað eða saumað út. Helga hélt heimili með syni sínum Karli og verður að telja einstakt hvernig hún hugsaði um heimilið; hún bakaði, eldaði og í samvinnu sáu þau um þrif fram að þeim tíma sem hún slasaðist heima og varð að fara á sjúkrahús núna í maí á þessu ári. Elsku Helga, það kemur enginn í þinn stað, það er ekki bara okkar skoðun, heldur vissa, því langar okkur að þakka þér allt og allt. Alla tryggðina gegnum árin, símtölin sem voru að heita daglega og alltaf ef þú vissir að eitthvað var að, þá sagðir þú eitthvað sem létti lund og gaf okkur von, alltaf leið okkur bet- ur eftir að hafa heyrt í þér. Helga gat komið heim til sín daginn sem hún varð 95 ára og gaf það henni mikið og var hún þakklát bömum sínum og fjölskyldum þeirra íyrir það eins og annað. Elsku Helga, það verður erfitt að hugsa sér tímann framundan, að koma ekki til með að heyra rödd þína og sjá þig, en þó ber okkur að þakka það að þú þurftir ekki að þjást meira og við erum viss um að nú líður þér vel. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það, í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margr. Jónsd.) Elsku Kalli, Sæli og Anna Matta, tengdaböm, bamaböm og allir þeir sem tengdust Helgu, ykkur sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið að eiga ykkur að vin- um. Guð blessi minningu Helgu Káradóttur. Aðalheiður og Elín Sig. fyrir löngu. Það var bara ekki hátt- ur Óla að vera að væla út af því sem honum þótti vera smámunir. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja þennan vin minn og félaga. Hafðu þökk fyrir allt. Um leið færi ég afkomendum hans, öðr- um ættingjum og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Konráð G. Eggertsson og fjölskylda. Mig langar hér að minnast og kveðja Ólaf Halldórsson skipstjóra frá ísafirði. Eiginkona Ólafs, Sesselja Ás- geirsdóttir, lést 31. janúar 1993. Börn þeirra em Hugljúf, Margrét, Hrólfur, Ásgerður, Halldór, Einar, Elín og Guðjón, sem lést 1994. Eftir að Ólafur varð ekkjumaður dvaldi hann fern jól hér fyrir sunn- an á heimili sonar síns, Halldórs, og dóttur minnar, Vilborgar. Áttum við þar saman yndislegar stundir með fjölskyldunni. Við áttum margt sameiginlegt, eins og barnabömin, Jónu Sigríði og Ólaf, sem er alnafni hans. Það er margs að minnast en þó er mér ofarlega í huga þegar barnabarn okkar, Ólafur, þá 6 ára gamall, sagði eftir að Ólafur varð ekkjumaður: „Amma, nú getur þú gifst afa,“ en þetta fannst mér virkilega fallegt, því barnið vildi afa og ömmu allt það besta. Eftir að heilsu Ólafs fór að hraka tók hann sig til og saumaði í púða og flosaði og veit ég að eftir hann liggja nokk- ur falleg verk. Óli minn, þakka þér fyrir góðar samverustundir. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvemig ætti það að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Ur Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Jóna Sigríður Jónsdóttir. Afmælis- og minningar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyr- ir greinahöfunda skal eftirfar- andi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um 8 milljónir í erlendri smámynt ALLS söfnuðust um 8 milljónir króna í söfnun á erlendri smámynt til styrktar langveikum börnum, sem Landsbanki Islands hf. stóð fyrir meðal viðskiptavina sinna í desember og janúar sl. Söfnunarféð verður í varðveislu Landsbankans en sjóðsstjóm Styrktarsjóðs Um- hyggju mun annast framlög til ein- stakra verkefna. Umhyggja eru regnhlífarsamtök foreldrafélaga, fagfólks og annars áhugafólks um málefni langveiki’a bama. Starfsmenn Landsbankans hafa talið og flokkað myntina, sem sam- tals vóg um 3 tonn. Flugfélag ís- lands hf. flutti megnið af myntinni sem safnaðist á landsbyggðinni til Reykjavíkur endm'gjaldslaust. Talning myntai’innar tók talsverð- an tíma og í kjölfarið var hafist handa við að flytja hana til hinna ýmsu landa. Töluvert af eldri mynt, sem ekki er lengur í gildi, hafði einnig borist í söfnunina. Megnið af þeirri mynt, ásamt ýmiss konar mynt frá fjarlægari löndum, var sent til Myntsafnarafélags íslands sem hefur milligöngu um að koma henni í verð á uppboðum félagsins. Gera má ráð fyrir að þessi mynt verði að seljast fram eftir ári því hér er um talsvert magn að ræða. Það sem ekki selst verður sent í endur- vinnslu. Söfnunarféð skiptist með eftirfar- andi hætti á helstu myntir: Banda- ríkjadalir 6.755,00, Sterlingspund 10.647,83, Kanadískir dollarar 2.284,00, Danskar krónur 113.758,00, Norskar krónur 53.782,10, Sænskar krónur 32.173,00, Finnsk mörk 7.445,90, Franskir frankar 42.146,40 , Belgískir frankar 123.435,00, Lúx- emborgarfrankar 35.926,00, Sviss- neskir frankar 6.776,55, Hollensk gyllini 18.601,80, Þýsk mörk 32.401,85, ítalskar lírur 1.651.220, Austurrískir schillingar 33.271,20, Portúgalskir Escudos 225.324,50, Pesetar 859.449,00 og írsk pund 1.976,61. Auk þess söfnuðust myntir frá flestum öðrum löndum heims og loks söfnuðust 313.563 kr. í innlendri mynt. Hluti söfnunarmyntarinnar hefur verið seldur afgreiðslu Landsbank- ans í Leifsstöð, en meginhluti fjárins sendur til erlendra viðskiptabanka Landsbankans eða seðlabanka við- komandi landa sem hafa góðfúslega tekið við myntinni. Navy Exchange, verslun Bandaríkjamanna á Kefla- víkurflugvelli, veitti dollaramyntinni viðtöku og taldi hana í eigin mynttalningarvél. Eimskip annaðist flutninga á mynt til hafna í Evrópu, Cargolux flutti mynt til Lúxemburg- ar, Sviss, Belgíu og Austurríkis, Flugleiðir fluttu mynt til Frakk- lands og íslandsflug mun flytja mynt til Spánar. Öll þessi fyrirtæki hafa annast flutningana án endur- gjalds. Þá hefur fyrirtækið Bedco & Mathiesen hf. lagt málefninu lið með láni á mynttalningarvél. Enn er eftir að senda mynt til Ir- lands, Portúgal, Italíu og Kanada og verður hún væntanlega flutt með leiguflugi. Gert er ráð íyrir að síð- ustu myntflutningarnir verði með haustinu þegar leiguflug hefst til ír- lands. ÁSA Rún Björnsdóttir frá Landssfmanum afhendir Sigríði Guðmunds- dóttur, deildarstjóra alþjóðaskrifstofu RKÍ, og Jónasi Þórissyni, fram- kvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, fé sem safnaðist í Kosovo- söfnunina í símakosningum fyrir Eurovision-keppnina. Gáfu tæplega 400.000 kr. í Kosovo-söfnun LANDSSÍMINN hefur afhent Rauða krossi Islands og Hjálpar- starfi kirkjunnar 382.500 kr. sem söfnuðust til styrktar flóttafólki frá Kosovo í sfmakosningunni vegna Eurovision-keppninnar á dögunum. Landssfminn annaðist fram- kvæmd sfmakosningarinnar og var ákveðið að af verði hvers sím- tals í kosningunni rynnu 15 krón- ur í Kosovo-söfnun RKÍ og kirkj- unnar. Alls tóku 25.500 manns þátt í kosningunni og varð árang- STJÓRN íbúasamtakanna Átaks beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér nú þegar fyrir varanlegum aðgerð- um til lausnar á þeim bráða vanda sem steðjar að Þingeyri í atvinnu- málum og bendir á eftirfarandi: „Ríkisstjórnin aðstoði þá, sem nú eru að reyna að leysa vanda Rauð- síðu og annarra atvinnurekenda og liggi svör fyrir eigi síðar en í næstu viku varðandi fyrirætlanir stjórnar- innar í þessu skyni. Við höfum þungar áhyggjur af at- vinnuástandi og líðan einstaklinga og fjölskyldna í byggðarlaginu og raun- ar á öllum Vestfjörðum. Er það vegna stöðu mála í Rauðsíðu, þar sem vinna um 100 manns; vegna uppsagna hjá Unni ehf. en þar vinna 16 manns auk mannskaps á þeim urinn því sá sem að ofan greinir, segir í fréttatilkynningu. Landssfminn hefur með öðrum hætti styrkt flóttafólk frá Kosovo. Fyrirtækið lánaði t.d. fulltrúum Rauða krossins gervihnattasíma er þeir fóru til Makedóníu til að sækja þangað flóttamenn. Þá hef- ur Sfminn gefið flóttamönnunum sem komu til íslands inneign á sfmareikningi til að auðvelda þeim að hafa samband við ætt- ingja sína í Kosovo eða í öðrum ríkjum. bátum sem eru í viðskiptum við fyr- irtækið; og sökum hugsanlegrar sölu togarans Sléttaness IS 808, hvar 22 Vestfirðingar stai'fa um borð og af þeim eru 18 þeirra frá Þingeyri auk þeirra 11 löndunarmanna frá Þing- eyri og annarra, er komið hafa að þjónustu við skipið. Þingeyri er einn elsti verslunar- staður landsins og þar hefur átt sér stað stórkostleg uppbygging á und- anförnum áratugum. Ötækt er með öllu að Þingeyringar séu látnir gjalda fyrir stjórnunaraðgerðir. Við teljum því að koma verði þeim til hjálpar með öllum tiltækum ráðum á örlagastund. Við minnum á hugmyndir til at- vinnusköpunar, sem stjórn Átaks sendi frá sér í fyrri áskorun sinni til ríkisstjórnarinnar.“ Hafnar- fjarðar- meistaramót í dorgveiði ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir dorg- veiði við Flensborgarbryggju þriðju- daginn 6. júlí. Keppnin er ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára og er keppnin ætluð öllum á þessum aldri. „Síðastliðið sumar hefur Æsku- lýðsráð haldið dorgveiðikeppni og í íyrra voru þátttakendur rúmlega 300 börn. Þessi keppni hefur þótt takast vel og verið keppendum til mikils sóma. Þeir sem ekki eiga veið- arfæri geta fengið lánuð færi á keppnisstað. Einnig verður hægt að fá beitu og leiðbeiningar hjá starfs- mönnum. Verðlaun eru veitt fyrir stærsta fiskinn og þau sem veiða flestu fiskana fá einnig verðlaun. Styrktaraðili að keppninni er Veiði- búð Lalla, Bæjarhrauni, sem gefur verðlaun og góð ráð. Leiðbeinendur íþrótta- og leikja- námskeiðanna verða með öfluga gæslu auk þess sem björgunarsveit- in Fiskaklettur verður með björgun- arbát á sveimi. Keppnin hefst kl. 13.30 og lýkur um kl. 15. Allir krakk- ar á aldrinum 6 til 12 ára eru vel- komnir og hvattir til þátttöku,“ segir í fréttatilkynningu frá Æskulýðsráði Hafnarfjarðai'. --------------- Heimsmeistarakeppnin í standard-dönsum Islendingar náðu 20. sæti Alassio. Morgunblaðið. ÁGÆTUR árangur náðist hjá ís- lensku pörunum í heimsmeistara- keppninni í flokki Unglinga I í standard-dönsum sem fram fór í Alassio á Italíu sl. sunnudag. Hilmar Jónsson og Ragnheiður Eiríksdóttir höfnuðu í 20. sæti og Grétar Ali Kh- an og Jóhanna Berta Bernburg í 27.-28. sæti. Þessi keppni þykir mjög sterk því til hennar er sérstaklega boðið tveimur bestu pörunum í standard- dönsum frá hverju landi og voru 56 pör mætt til keppni. Sigurvegararn-' ir voru frá Slóveníu. Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir stóðu sig vel í alþjóð- legri opinni keppni í 10 dönsum í flokki Unglinga I sem fram fór í Alassio sl. fimmtudag. Þau komust í 12 para undanúrslit en 30 pör tóku þátt í keppninni. Sigurvegararnir voru frá Ítalíu. Átak sendir ríkis- stjórninni áskorun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.