Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JULI1999 35 —kr STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BIRNIR A FLUGI TVÆR rússneskar sprengjuflugvélar, svokallaðir „Birnir“ af gerðinni TU-95, flugu inn fyrir íslenska loftvarnarsvæðið á föstu- dag fyrir viku. Vélarnar flugu réttsælis í kringum landið og var þeim fylgt eftir af F15-orrustuþotum af Keflavíkurflugvelli. Nokkrum dög- um áður höfðu tvær Blackjack-sprengjuþotur flogið meðfram strand- lengju Noregs. Atvik sem þessi voru algeng á kaldastríðsárunum en nú er liðinn um áratugur frá því að rússneskar sprengjuþotur sáust á íslenska loftvar nar svæ ðinu. Flug bjarnanna hefur að vonum vakið mikla athygli og samkvæmt frétt í Washington Post hefur það vakið spurningar í bandaríska stjórnkerfinu um það, hver stjórni hernum í raun. Virðist flugið, sem Rússar segja lið í heræfingu, hafa komið flestum vestrænum sérfræð- ingum í opna skjöldu. Ljóst er að það var ekki farið að ástæðulausu. Aukin spenna hefur smám saman verið að færast í samskipti Rúss- lands og Vesturlanda eftir hina fyrstu þíðu áranna eftir að kaldastríð- inu lauk. Sú ákvörðun NATO að bjóða nokkrum fyrrverandi ríkjum Varsjárbandalagsins aðild hefur vakið reiði í Rússlandi og líta Rússar á stækkunina sem ógn gagnvart sér. Að sama skapi hefur Kosovo- deilan orðið til að breikka bilið á milli austurs og vesturs á alþjóða- vettvangi. Rússar lögðust eindregið gegn loftárásum á Júgóslavíu og hafa varað við því fordæmi sem þar með var skapað. Þá liggur fyrir að innan rússneska stjórnkerfisins eru vaxandi áhyggjur yfir því hversu iila Rússar eru í stakk búnir til að láta að sér kveða á alþjóða- vettvangi. Efnahagsástandið í landinu hefur gert það að verkum, að vart eru til peningar til að greiða hermönnum laun og útvega þeim fæði, hvað þá að fjárfesta í hátæknivopnum eða þó ekki væri nema eldsneyti á flugvélar. Með óvæntri innreið sinni í Kosovo og flugi bjarnanna í kringum Island eru Rússar vafalítið að minna á að þeir eru enn til staðar og að þeir fara fram á að verða teknir alvarlega. Engin ástæða er til ann- ars. Þrátt fyrir þau vandamál er hrjá Rússland verður ekki hjá því litið að Rússar munu áfram gegna mikilvægu hlutverki. Stærð lands- ins, lega, kjarnorkuvopnabúr og sagan tryggja það. Þetta atvik gefur hins vegar einnig tækifæri til að spyrja spurn- inga um framtíðarstarfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ljóst er að skiptar skoðanir hafa verið í bandaríska stjórnkerfinu og innan Bandaríkjahers um það hversu umfangsmikil starfsemin í Keflavík eigi að vera. Hafa jafnvel komið til tals hugmyndir um að senda allar herþotur af landi brott og flytja þær hingað á ný frá Bandaríkjunum ef þörf krefur. Þær hugmyndir grundvallast á þeirri forsendu að ekki stafi lengur ógn af rússneska hernum. Ef þoturnar hefðu ekki verið til staðar nú hefðu rússnesku flugvélarnar getað flogið um íslenzkt loftvarnarsvæði án þess að með þeim væri fylgzt úr návígi. Frá sjón- arhóli íslenzkra öryggishagsmuna er það óviðunandi. Atvik þetta styrkir þess vegna rök íslenzkra stjórnvalda fyrir því, að lágmarks- viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli hljóti m.a. að byggjast á því, að or- ustuþotur séu þar til staðar. TENGING KAUPHALLA * ISLENDINGAR fjárfesta í æ ríkari mæli í erlendum verðbréfum. Æskilegt er að auðvelda slík viðskipti. Samstarf kauphalla fer stöðugt vaxandi og má þar nefna kauphallirnar í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, sem hafa verið tengdar með sameiginlegu viðskiptakerfi. Er talið hugsanlegt, að kauphallir Noregs og Eystrasaltsríkjanna tengist því samstarfi síðar. Verðbréfaþing íslands fylgist vel með þessari þróun, jafnt á Norð- urlöndum sem annars staðar í Evrópu. Stefán Halldórsson fram- kvæmdastjóri segir sterkan vilja til að taka þátt í samstarfi af þessu tagi til að tryggja íslenzkum fjárfestum aðgang að erlendum markaði. Það er ánægjulegt, að Verðbréfaþing íslands hefur áhuga á að taka þátt í samstarfi kauphalla, ekki sízt norrænna, því ekki viljum við „lokast úti“ eins og Stefán Halldórsson orðaði það í viðtali við Morg- unblaðið. SKATTKERFIÐ * ARUM SAMAN hefur verið rætt um nauðsyn þess að einfalda skattkerfið og gera það skilvirkara. Það verður þó sífellt flókn- ara, torskildara og þyngra í vöfum. Sífelldar breytingar löggjafans á skattalögum hafa gert skattstofunum illkleift að sinna verkefnum sín- um, m.a. vegna reglna um virðisaukaskatt, fjármagnstekjuskatt, hús- næðisbótakerfi og verðbréfaviðskipti. Skattstofur hafa ekki fengið nægjanlegt starfslið til að leysa verkefnin. Endurskoðendur ráða ekki lengur við að skila í tíma flóknum fram- tölum og kom fram nýlega í grein Þorsteins Haraldssonar endurskoð- anda hér í blaðinu, að í haust stefni í það, að ekki takist að skila nær 2 þúsund framtölum atvinnurekenda í Reykjavík innan tilskilins frests. Ekki dugir að endurskoðendur leggi nótt við dag. Verkefnið er of mikið. Þetta þýðir að þungum viðurlögum verður beitt og þar með hagnast ríkiskerfið á fyrirkomulagi, sem það sjálft hefur siglt upp á sker. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson, tekur undir flest þau sjónarmið, sem koma fram í grein endurskoðandans, en hann segist ekki sjá neina eina lausn. Gestur segist binda miklar vonir við, að nýr fjármálaráðherra taki málið föstum tökum og skoði það frá grunni. Vonandi verður honum og skattgreiðendum að þeirri ósk. Endurskoðun verður þó að byggjast á, að hagsmunir fólks verði í fyr- irrúmi fremur en kerfisins sjálfs eins og endurskoðandinn benti á í grein sinni. LAUGARNESSKÓLI. Mynd tekin árið 1985. Ií SKÝRSLU frá Brunamála- stofnun, sem verið er að vinna um þessar mundir, kemur fram .það mat að brunavörnum sé verulega áfátt í grunnskólum á landsbyggðinni. Á síðasta ári kom út sambærileg skýrsla um grunnskól- ana á höfuðborgarsvæðinu og Akur- eyri sem unnin var árið 1997 þar sem ástandið er talið síst skárra. Þá kom í ljós að 68% af þeim skólum sem voru skoðaðir voru með ófullnægjandi brunavörnum, að mati Brunamála- stofnunar, en aðeins 32% með viðun- andi brunavörnum. Talsmenn Eld- varnaeftirlitsins í Reykjavík segja skýrslu Brunamálastofnunar for- vitnilega sem fræðilegt plagg fyrir fagmenn en alls ekki á henni byggj- andi í reynd. Þeir kvarta undan linnulausum samstarfsörðugleikum við brunamálastjóra sem hafi staðið yfii’ í mörg ár. í athugun Brunamálastofnunar, sem nú er nýlokið, er gefin einkunn eftir ástandi brunavama í grunnskól- um. Á landsbyggðinni er ástand gott í 7,8% tilvika, sæmilegt í 41,2%, slæmt í 49% og óviðunandi í 2% til- vika. Það sem einkum er sett út á eru erfiðleikar við rýmingar, skort á brunavamahólfum og frágang á slökkvitækjum. I framhaldsskólum í landinu er ástandið einnig bágborið, að mati Bmnamálastofnunar. Þar eru bruna- varnir í góðu lagi í 13,2% tilvika, 34% sæmilegt, 39,6% slæmt og 13,2% óviðunandi. Þessi skýrsla Bmna- málastofnunar er ekki komin út. Eldvarnaeftirlit viðkomandi sveit- arfélaga og slökkvilið eiga að sinna eftirliti með branavörnum og bera ábyrgð á því að þessi mál séu í réttu horfi. Hlutverk Bmnamálastofnunar er m.a. að gera úttektir og skýrslur um þessi mál. Flóttaleiðum víða ábótavant Samkvæmt reglugerð á að skoða skóla með fleiri en 150 manns tvisvar á ári. í skýrslunni frá í fyrra kemur fram að tveir af hverjum þremur skólum uppfylli ekki kröfur um branavarnir. Þessi niðurstaða geti ekki talist viðunandi. Þá verði að telj- ast óeðlilegt að skólar sem hafa verið byggðir á síðustu áram geti ekki talist með viðunandi branavörnum. í mörgum tilfellum vanti ----------- þó ekki mikið upp á að svo sé. Aðeins einn skóli í Reykjavík, Rimaskóli, geti talist uppfylla ákvæði reglugerðar með viðunandi hætti. Um eldri skólana gildi almennt að þeir uppfylla ekki reglugerð með fullnægjandi hætti, sérstaklega skólar sem byggðir voru fyrir gildistöku branareglugerðar. Þó sé hægt að auka öryggi margra þeirra með tiltölulega einföldum hætti. Almennt þurfi að gera átak í branavömum eldri skóla. Augljóst sé að leggja þurfi áherslu á að bæta við brunahólfum í skólum. Þetta eigi ekki síst við um eldri skólana sem era í mörgum tilfellum eitt bruna- hólf. Flóttaleiðum sé víða ábótavant og víða séu þær læstar. Gera þurfi flóttaáætlun fyrir skóla og æfa hana Bnmamálastofnim setur út á eldvarnir í skólum Atak þarf í brunavörnum eldri skóla Brunamálastofnun gaf út skýrslu í fyrra um eldvarnir í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kom að tveir af hverjum þremur skólum hefðu ófullnægj- andi brunavarnir. Eldvarnaeftirlitið segir ekki gerlegt að fram- fylgja athugasemdum stofnunarinnar þar sem ekki sé tekið tillit til bygginga sem reistar eru fyrir tíma bruna- reglugerða. reglulega. Bæta þurfi eldvarnaeftir- lit í skólum á svæði slökkviliðs Reykjavíkur. Efla þurfi eldvamaeft- irlit í grannskólum þar sem það er sums staðar lítið eða ekkert. Fram- kvæmdaeftirliti sé víða ábótavant. Allt of algengt sé að framkvæmd sé með öðram hætti en gert sé ráð fyrir á teikningu. Afgreiðslu teikninga í byggingarnefnd sé ábótavant. Ljóst sé að það valdi erfiðleikum við úttekt húsnæðis og framkvæmd eldvarna- eftirlits að ófullnægjandi upplýsing- ar séu á teikningum. Eldvamaeftirlitið með sína hentisemi? Bergsteinn Gizurarson brana- málastjóri segii’ að það megi lesa út úr skýrslunni að skólar sem hafi ver- --------- ið byggðir fyrir gildis- töku reglugerða um branavarnir hafi ekki verið lagfærðir þó að það _________ segi í lögum að bygging- ar eigi að uppfylla þær kröfur sem starfsemin gerir. Hann segir aðfinnslurnar aðallega eiga við um skort á skilrúmum sem koma í veg fyrir að reykur fari um alla byggingu. „Eldvarnaeftirlitið tók skýrslunni mjög illa, algjörlega að ástæðulausu. Skýrslunni var ekki beint gegn Eld- varnaeftirlitinu heldur var hún unnin til þess að fá upplýsingar um stöðu þessara mála miðað við reglugerðir. Mér hefur fundist Eldvamaeftirlitið í Reykjavík telja sig geta haft sína hentisemi í þessu máli,“ sagði Berg- steinn. „Að mínu mati á að fylgja skýrsl- m Skdli Sveitarfél. Ástand Skóli Sveitarfél. Ástand Rimaskóli Rvk Gott Grandaskóli Rvk Sæmilegt Austurbæjarskdli Rvk Slæmt Digranessköli Kdpav. Slæmt Álftamýrarsköli Rvk Slæmt Kársnesskdli Kdpav. Slæmt Árbæjarskdli Rvk Slæmt Þingholtssköli Kdpav. Slæmt Breiðagerðisskdli Rvk Slæmt Hjallaskóli, útihús, Kópav. Slæmt Breiðholtsskdli Rvk Slæmt Hjallaskóli, Kópav. Sæmilegt Fellaskdli Rvk Slæmt Kdpavogsskdli, Kdpav. Sæmilegt Fossvogsskóli Rvk Slæmt Smáraskóli, Kdpav. Sæmilegt Hlíðaskóli Rvk Slæmt Snælandsskóli Kópav. Sæmilegt Hdlabrekkuskdli Rvk Slæmt Valhúsaskdli Seltj. Óviðunandi Hvassaleitisskóli Rvk Slæmt Mýrarhúsaskdli Seltj. Óviðunandi Réttarholtsskdli Rvk Slæmt Flataskóli Garðab. Slæmt Seljaskóli Rvk Slæmt Flataskóli, Skóli Isaks Jónssonar Rvk Slæmt lausar skdlastofur Garðab. Slæmt. Æfingaskdli Garðaskdli Garðab. Sæmilegt Keimaraháskóla ísl. Rvk Slæmt Hofsstaðaskóli Garðab. Sæmilegt Ölduselsskdli Rvk Slæmt Víðistaðaskdli Hafnarf. Óviðunandi Hagaskóli Rvk Slæmt Lækjarskóli Hafnarf. Óviðunandi Langholtsskdli Rvk Slæmt íþróttahús Laugarlækjarsköli Rvk Slæmt Lækjarskdla, smíðast. Hafnarf. Slæmt Laugarnesskdli Rvk Slæmt Engidalsskóli Hafnarf. Slæmt Melaskóli Rvk Slæmt Öldutúnsskdli Hafharf. Sæmt V esturhli'ðarskdli Hvaleyrarskdli Hafnarf. Sæmilegt og mötuneytishús Rvk Slæmt Setbergsskdli Hafnarf. Sæmilegt Vogaskóli Rvk Slæmt Álftanesskdli Álftan. Sæmilegt Öskjuhlíðarskóli Rvk Slæmt Varmárskdli Mosfellsb. Slæmt Ártúnsskdli Rvk Sæmilegt Gagnfræðaskdlinn Mosfellsb. Slæmt Foldaskóli Rvk Sæmilegt Lundarskdli Ak. Óviðunandi Hamraskdli Rvk Sæmilegt Gagnfræðaskdli Ak. Ak. Óviðunandi Húsaskóli Rvk Sæmilegt Siðuskdli Ak. Slæmt Safamýrarskdli Rvk Sæmilegt Glerárskdli Ak. Slæmt Selásskdli Rvk Sæmilegt Barnasköli Akureyrar Ak. Sæmilegt Vesturbæjarskdli Rvk Sæmilegt Oddeyrarskóli Ak. Sæmilegt Suðurhlíðaskóli aðventistar Rvk Sæmilegt unni eftir en það virðist ekki hafa verið gert. Eldvarnaeftirlitið hefur tekið þá afstöðu að ekki þurfi að breyta byggingum sem hafa verið byggðar fyrir tíma reglugerðarinnar. En í núverandi gildandi lögum verð- ur húsnæði að uppfylla settar kröf- ur,“ segir Bergsteinn. Víða unnið að lagfæringum Athugun Branamálastofnunar náði til 63 grunnskóla, þar af 33 í Reykjavík, átta í Kópavogi, tveggja á Seltjarnarnesi, fjögurra í Garðabæ, sjö í Hafnarfirði, eins í Bessastaða- hrepp, tveggja í Mosfellsbæ og sex á Akureyri. Fimm skólar fá einkunn- ina „óviðunandi". Þeir era Valhúsa- skóli á Seltjarnarnesi, Víðistaðaskóli og Lækjarskóli í Hafnarfirði og Lundarskóli og Gagnfræðaskóli Akureyrar. Sigurður Björgvinsson, skóla- stjóri í Víðistaðaskóla, segir að at- hugasemdirnar beinist að því að skólinn sé ekki hólfaður niður í brunahólf. „Það vora settar 20 millj- ónir kr. á þessu ári til þess að gera branahönnun og breytingar á skól- anum þannig að þetta yrði í lagi. Það er verið að vinna að þessum endur- bótum núna,“ segir Sigurður. Víði- staðaskóli mun því uppfylla bruna- reglugerð í haust þegar hann tekur til starfa á ný. Hann sagði að umræða hefði orðið um málið í fyrravetur og í kjölfar þess var tekið á því. Sjálfur hafði hann margsinnis sent bæjaryfirvöld- um bréf þar sem hann kvartaði und- an branavömum í skólanum. Gerð hafa verið brunahólf í skólanum með þar til gerðum járnhurðum þar sem þeim verður við komið. Einnig hefur verið komið upp eldvarnarhurðum og flóttaleiðir lagaðar. Einnig hefur verið unnið að endur- bótum á Lækjarskóla. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, segir að verið sé að vinna að úr- bótum í báðum skólunum. „Við höf- um látið taka út Víðistaðaskóla og veitt hefur verið fé til endurbóta þar,“ segir Magnús. Hann segir að í öðrum skólum sé unnið að einsetn- ingu og jafnframt hafi verið unnið verulega að endurbótum á brana- vörnum í þeim í kjölfar útkomu skýrslu Branamálastofnunar. Brekkuskóli á Akureyri er starf- ræktur í þremur byggingum, þ.e. Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræða- skóla Akureyrar og í íþróttahöllinni á Akureyri. í skýrslu Branamála- stofnunar kemur fram að ástand brunavarna í Gagnfræðaskólanum er óviðunandi. Björn Þórleifsson skóla- stjóri segir að þokkalega sé að málum staðið í Barnaskólanum. Þar er viðvöranarkerfi sem tengt er við slökkvistöð- ina. En engar bruna- varnir era í gagnfræðaskólahúsinu. Þar verða fjórir árgangar á næsta skólaári, alls um 270 börn. Björn hef- ur unnið að skipulagi á rýmingu í skólanum við eldsvoða í samstarfi við slökkviliðið og segir hann að rýming- arleiðir séu ágætar í skólahúsnæðinu að öðra leyti en því að kennarastofan og stjórnunarrýmið er dálítið aflok- að. „Eldhætta í skólanum er ekki mik- il en auðvitað er ekki gott að búa við þessar aðstæður,“ segir Björn. Einar Jóhannsson, hjá byggingar- deild Akureyrarbæjar, segir að verið sé að byggja við Lundarskóla og breyta gamla skólahúsinu. Með þeirri framkvæmd verður sett upp viðvöranarkerfi og allt uppfært sam- kvæmt reglugerðum. Slökkvilið og Branamálastofnun hafi samþykkt allar teikningar að fyrirhuguðum breytingum. I gamla skólahúsinu verður m.a. sett björgunarop í kennslustofurnar. Framkvæmdunum á að vera að fullu lokið fyrir skólaár- ið 2000-2001. Búið er að hanna viðvöranarkerfi fyrir Gagnfræðaskólann. Málið er þó í biðstöðu því hugsanlegt er að byggt verði við Gagnfræðaskólann og gamli Barnaskólinn verði lagður af. Kennt verður í Gagnfræðaskólanum næsta vetur en óvíst er hvort búið verði að setja upp viðvöranarkerfi fyrir þann tíma. Verið er að byggja við tvo skóla á Akureyri í tengslum við einsetn- ingu þeirra og hönnun er hafin á þeim þriðja. Úrvinnslan ekki í lagi Bjarni Kjartansson, umsjónar- maður Eldvarnaeftirlitsins, og Hjörtur Gunnarsson, verkefnisstjóri skoðana, segja mikið ósamræmi í skýrslu Branamálastofnunar. Auk þess sé úrvinnsla athugunarinnar ekki í lagi. Helsta gagnrýnisefni Eldvarnaeft- irlitsins er hins vegar skýrslugerðin sjálf og sú staðreynd að þar sé bland- að saman skólum sem byggðir era á þremur tímabilum, þ.e. fyrir gildis- töku branareglugerðar, eftir gildis- tökuna og eftir ný ákvæði í bygging- arreglugerð þar sem viðvöranarkerfi er áskilið í alla skóla. „Eg tel að það sé ekki hægt að ætlast til þess að gamlir skólar séu í samræmi við síð- ari tíma reglugerð. Sumt af ágöllum þessara skóla er þess eðlis að það er hægt að laga það, t.d. með sjálfvirku branaviðvöranarkerfi, bæta úr hólf- unum og styrkja rýmingarleiðir. En hluti ágallanna felast í gerð skól- anna, þ.e. granngerð bygginganna,“ segir Bjarni. Hann segir að það sé í sumum til- fellum ógerlegt að uppfylla brana- reglugerð af þessum sökum. Sem dæmi nefnir hann Laugarnesskóla þar sem skólastofur opnast út í eitt miðjurými þar sem ekki verður kom- ið við fjölgun rýmingarleiða. Þar sem af tæknilegum ástæðum verður ekki komið við frekari branavörnum leit- ast Eldvarnaeftirlitið við að koma á fræðslu með starfsmönnum skóla í samstarfi við Landssamband slökkviliðsmanna. Bjarni segir að skýrsla Brana- málastofnunar geti verið forvitnileg sem fræðileg rannsókn á viðfangs- efninu fyrir þröngan hóp fagmanna en úrvinnslan sé ekki með þeim hætti að hún svari eðlilegum spurn- ingum sem vakni. Bjarni segir að Eldvarnaeftirlitið þurfi að forgangsraða hjá sér og skilja á milli ágalla sem era þess eðl- is að úrbætur séu nauðsynlegar og minni háttar ágalla. í fyrra tilvikinu hóti eftirlitið beitingu dagsekta, kæri mál fyrir borgarráði allt þar til mál- inu lýkur. Gott ástand og vel viðunandi „Við teljum að ástandið í brana- vömum sé gott í öllum nýju skólun- um þótt eflaust megi finna einhverja hluti sem við teljum ekki hafa mikið vægi. Við teljum að ástandið í gömlu skólunum sé vel viðunandi því viðvör- unarkerfi era gríðarleg öryggistæki. Þetta era viðvöranarkerfi sem lögð era samkvæmt reglum Branamála- stofnunar. Með því að væða gömlu skólana með viðvöranarkerfum teljum við að öryggi fólks í skól- ^____ unum sé tryggt,“ segir Bjarni. Engu að síður gerir Branamála- stofnun athugasemdir við 23 skóla vegna þess að viðvöranarkerfi sé ekki vottað og viðurkennt af stofnuninni. Bjami segir að þetta stafi af því að Branamálastofnun hafi ekki fengið þessi mál til umsagnar áður en kerfin vora sett upp. Á þessu ári verður varið 8-10 millj- ónum króna til branavarna í skólum í Reykjavík. Þar að auki hefur verið varið nokkram tugum milljóna króna í eldvarnir við endumýjun á gömlum skólum á vegum byggingardeildar borgarverkfræðings. Blandað saman gömlum og nýj- um skólum Ný reglugerð um vinnu barna og unglinga Morgunblaðið/Kristján UNGLINGAR mega vinna 8 klukkustundir á dag og 40 á viku. Fjallað um öryggi í söluturnum RÁÐHERRA félagsmála hefur samþykkt nýja reglugerð um vinnu barna og unglinga sem unnin var af nefnd á vegum Vinnueftirlits rík- isins. Reglugerðin tekur gildi 1. september næstkomandi. Fátt er um nýjungar í reglugerð- inni enda byggir hún á lögunum. Þó má nefna að í 13. gr. er sérstaklega fjallað um hættu þá er steðji að ung- mennum sem starfa í sölutumum, skyndibitastöðum, bensínstöðvum o.fl. Segir í greininni að ekki megi ráða ungmenni til vinnu þar sem líkam- legum eða andlegum þroska þeirra sé sérstök hætta búin nema þau starfi með fullorðnum eða þeim sem hafi náð 18 ára aldri. „Þetta á sér- staklega við um störf í söluturnum og söluskálum, á myndbandaleigum, á skyndibitastöðum, á bensínstöðv- um og á sambærilegum stöðum þar sem verslun fer fram,“ segir í reglu- gerðinni. Hanna Kristín Stefáns- dóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftir- litinu, segir að þessi störf séu sér- staklega tilgreind vegna þeirrar aukningar sem hafi orðið í ránum í sölutumum upp á síðkastið. Reglugerðin tekur til vinnu ein- staklinga undir 18 ára aldri. Hún tekur þó ekki til hættulausrar, til- fallandi vinnu við heimilisaðstoð á einkaheimili atvinnurekanda eða vinnu í fjölskyldufyrirtæki. Sam- kvæmt lögunum sem reglugerðin er byggð á merkir barn einstakling undir 15 ára eða þann sem er í skyldunámi. Unglingar era 15-17 ára og ekki í skyldunámi, en hugtak- ið ungmenni nær yfir báða hópa. Árið 1994 gaf Evrópusambandið út tilskipun um vinnu barna og ung- linga og til að fylgja henni var lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum breytt í maí 1997. Kafla um vinnu barna og unglinga var breytt og nú hefur verið samin reglugerð til að skilgreina hugtök og segja nánar til um hvernig lögunum skuli framfylgt. Þríþættur tilgangur Að sögn Hönnu Kristínar er til- gangur reglugerðarinnar þríþættur. „í fyrsta lagi að koma í veg fyrir slys og álagsmeiðsl barna og unglinga, en þau geta reynst þeim dýrkeypt seinna meir. í öðra lagi að vinna trufli ekki skyldunám bama og í þriðja lagi að ekki sé komið í veg fyrir atvinnuþátttöku þessa hóps,“ segir hún. I reglugerðinni er kveðið nánar á um ábyrgð atvinnurekanda. Hann skal gera mat á þeirri áhættu sem starf getur skapað ungmennum og grípa til viðeigandi varúðarráðstaf- ana. Þá skal hann tryggja að ung- menni fái fullnægjandi kennslu og leiðbeiningar þannig að tryggt sé að vinnan sé ekki hættuleg öryggi eða heilsu þeiraa. Hann skal einnig kynna forráðamönnum bama og samstarfsmönnum ungmenna hugs- anlega áhættu og varúðarráðstafam ir. Vinnan skal fara fram undii- eftir- liti einstaklings sem er orðinn 18 ára og er kunnugur henni. Hanna Kristín vill vekja athygli á að reglugerðin hafi hlotið samþykki aðila vinnumarkaðarins, þ.á.m. Vinnuveitendasambandsins, Al- þýðusambands fslands og fleiri samtaka. Ungmenni mega ekki stjórna dráttarvélum með drifskafti í reglugerðinni er sérstaklega til- greint að ungmennum sé bannað að stjóma dráttarvélum með drifskafti. Uunglingar 15 ára og eldri mega aka dráttarvél utan vega ef þeir vinna í fjölskyldufyrirtæki, til dæmis St bóndabýli, svo fremi dráttarvélin sé ekki tengd öðra tæki með drifskafti. Unglingar 16 og 17 ára mega á veg- um og utan vega aka dráttarvél með tengibúnaði en án drifskafts, hafi þeir ökuréttindi eða réttindi til að aka dráttarvél. Vinna barna er leyfð í vissum til- vikum. Til að mynda er börnum á aldrinum 13-14 ára leyft að vinna störf af léttara tagi, svo sem við létta fóðrun og hirðingu dýra, létt garð- yrkjustörf, hreinsun á rusli og létt sendisveinastörf, til dæmis með dag- blöð. Auk þess mega þau vinna við menningar-, íþrótta- og auglýsinga- starfsemi. g Vinnutími ungmenna takmarkaður Vinnutími bai-na er takmarkaður í lögunum þannig að 13-14 ára börn mega ekki vinna meira en 7 tíma á dag, eða 2 tíma á dag þegar skóli starfar. Hins vegar er unglingum í framhaldsskóla leyft að vinna fulla 8 tíma á dag, þótt þeir stundi fullt nám. Undanþágur eru veittar frá átta tíma hámarkinu, ef t.a.m. þarf að bjarga verðmætum í fiskvinnslu og sjávarútvegi. Reglugerðin tryggir ungmennum nægan hvfldartíma og mega böm ekki vinna á tímabilinu kl. átta á kvöldin til kl. sex um morguninn. Engar undanþágur era veittar frá því. Unglingar mega ekki vinna á tímabflinu kl. tíu á kvöldin til sex um morguninn. Frá því era þó nokkrar undanþágur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.