Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 48
i 48 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÓLAFUR HALLDÓRSSON + Ólafur Hall- dórsson fæddist á fsafirði 16. júlí 1929. Hann lést í Sjúkrahúsi ísafjarð- ar 19. júní og fór út- för hans fram frá ísafjarðarkirkju 26. júní. Ólafur Halldórsson, föðurbróðir minn, hef- ur lokið einstaklega ■ fallegri siglingu sinni í þessari jarðvist. Hann ólst upp í stórum og athafnamiklum systk- inahópi á Isafirði í umsjá foreldra sem studdu öll góð málefni og ruddu erfiða braut fram á veginn. Móðir hans, Svanfríður Alberts- dóttir, varð heiðursfélagi Slysa- varnafélags íslands og Kvenfélags- ins Óskar á ísafirði. Faðir hans, Halldór Friðgeir Sigurðsson, hlaut Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir að vera frumkvöðull að togbátaútgerð á Islandi, en hann togaði á Halamiðum við hlið síðu- togaranna á vélbátnum Vébirni sem var 44 tonn að stærð og þótti það ójafn leikur. Ólafur hlaut á unga aldri gælu- nafnið Óli Hall, sem hann var þekktastur undir. Ungur að aldri hóf hann sín fyrstu skref í sjósókn og með skóla var hann á trillum. Hann lauk hefðbundinni skólavist í barna- og gagnfræðaskóla, síðan sat hann skipstjóra- og stýrimanna- námskeið sem haldið var á Isafirði, kennarar voru Sturla Halldórsson, bróðir hans, og Símon Helgason. Nemendur voru fimm, Óli Hali, r Kristján Albertsson, Konráð Egg- ertsson, Guðjón Arnar Kristinsson alþingismaður og einn til. Nám- skeiðið gaf skipstjómarréttindi á skipum allt að 120 tonnum. Ólafur hafði ávallt stuðning frá sínum systkinum bæði í upp- eldi og starfi og endur- galt hann þann stuðn- ing ríkulega ævilangt. Eiginkonu sína, Sesselju Ásgeirsdóttur frá Hnífsdal, gekk hann að eiga 1951 og bjuggu þau lengst af á Hlíðarvegi 48 á ísa- firði. Þau eignuðust átta mannvænleg börn, sem þau voru af- ar samtaka um að kæmust öll til manns. Sesselja andaðist 31.1. 1993 og fannst mér frændi minn ekki bera sitt barr eftir það. Þau voru afar félagslynd og tóku gjarnan í spil með ættingjum eða vinum, en Óli mundi allt spilið út í gegn og hafði oftast vinninginn. Ólafur Halldórsson kom að stofn- un margra fyrirtækja, hið fyrsta er hann festi kaup á bát 1959 með bróður sínum, Sturlu Halldórssyni, og systursyni þeirra, Jóni Hirti Jó- hannessyni. Báturinn hét Gylfi ÍS 303, Sturla var skipstjóri, Óli Hall var stýrimaður og Jón Hjörtur vél- stjóri. Þarna var ég um borð vetr- arvertíð og sumartíma, kornungur sem háseti og stundum kokkur og þama voru með eftirminnilegustu og skemmtilegustu stundum ævi minnar í návist þessara frænda minna. Óli Hall fór á kostum við okkur strákana um borð og okkur leið vel. Óli tók við skipstjóm 1964 og fiskaði vel alla tíð. Samfara þessu stofnuðu þeir fiskverkunina Gylfaver hf., sem staðsett var á Wartstúni á Isafirði. 1968 urðu þeir að láta bátinn frá sér að kröfu banka, sú krafa var ósanngjörn og * + Innilegar þakkirtil allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENEDIKTS GRÉTARS RAGNARSSONAR sparisjóðsstjóra, Vestmannaeyjum. Sigrún Þorláksdóttir, Iða Brá Benediktsdóttir, Einar Þór Guðjónsson, Ragnar Benediktsson, Bjarney Sif Ólafsdóttir, Ólafur B. Pétursson, Óskar Örn Ólafsson, Erla Gísladóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Benediktsson, Sólveig Jóhannsdóttir, Einar Grétar Jóhannsson, Elva Hermannsdóttir. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR KARLSSONAR kerfisfræðings, Lindarflöt 13, Garðabæ. Hrefna Árnadóttir, Ásdís Elín Guðmundsdóttir, Claus Hermann Magnússon, Hrefna Margrét Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Árni Sæmundur Unnsteinsson og barnabörn. eyðilagði það góða samspil sem þeir vora í. Önnur fyrirtæki sem Ólafur stóð að vora Rækjustöðin hf., Sund hf. og fiskeldisfyrirtækið Blælax hf. í ísafjarðardjúpi, ásamt fleiri fyrir- tækjum. Hann var mikill athafna- maður og 1969 festi hann kaup á 18 tonna bát með Konráði Eggerts- syni, hrefnuskyttu á ísafirði. Þeir skírðu bátinn Halldór Sigurðsson IS 14, stunduðu dragnótaveiðar, rækju- og hörpuskel, en 1976 hófu þeir hrefnuveiðar frá ísafirði og út- flutningur hófst þaðan 1978. Þeir félagar sáu fyi-ir sér að framtíð væri í hrefnuveiðum fyrir Japans- markað og hrefnumið voru góð á Breiðafirði. Stofnuðu þeir fyrirtæk- ið Flóka hf. að Brjánslæk á Barða- strönd 1979 og með þeim vora stofnendur Guðmundur Guðjóns- son frá Þaralátursfirði og sonur hans Tryggvi Gísli Magnússon frá Langabotni í Geirþjófsfirði og Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk. Ólafur Halldórsson var fram- kvæmdastjóri og var þetta fyrir- tæki öflugasta framleiðslustöð landsins á hrefnu til útflutnings og framtíðin björt. Um tíma vora gerðir út þrír hrefnubátar, Halldór Sigurðsson, Gissur hvíti og Hafrún frá Súðavík. Erfiðleikar steðjuðu að þegar tvo bátanna, Halldór Sig- urðsson og Gissur hvíta, rak upp í sandinn við Brjánslæk í norðaust- anroki 1982, en áfram var haldið með miklum dugnaði og hrefnan seldist á mjög góðu verði gegnum Sambandið á Japansmarkað. Hins vegar dimmdi illilega í lofti þegar Alþingi samþykkti hvalveiðibannið og varð landvinnslan að líða þetta án nokkurra bóta. Breytt var yfir í skelfiskveiðar og -vinnslu, sem kostaði mikið og á endanum seldu þeir félagar sína hluta og horfðu með söknuði á eftir framtíðar- draumum sínum hverfa inn í fortíð- ina. Ólafur Halldórsson var ekki hættur, hann festi kaup á kvöldsöl- unni Brúarnesti á ísafirði, rak hana um árabil og seldi hana síðan, enda sótti á hann sjúkdómurinn, sem endanlega lagði hann að velli, syk- ursýkin. Hann barðist við sjúkdóm- inn með læknum sínum, sjónin þvarr, það var tekið af fæti, teknir fingur og síðast báðir fætur fyrir neðan hné. Ekki brast hann kjarkinn eða æðraleysið fyrir það, hann fékk gervifætur hjá Össuri hf., stoðtækjafyrirtæki og með að- stoð þeirra fór hann að ganga á ný. Fyrirtækinu fannst mikið til um þennan dugnað hans og vora tekn- ar af honum margar myndir, sem nú prýða dagatöl og kynningar- bæklinga víða um hinn stóra heim, þannig að Ólafur Halldórsson er í fullri vinnu fyrir land sitt og þjóð á þeim vettvangi. Með þessum kveðjuorðum um þennan einstaka heiðursmann eru sendar hér samúðarkveðjur til af- komenda hans, ættingja og vina. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Vinur minn, félagi, samstarfs- maður og sameignarmaður til margra ára, Ólafur Halldórsson, er nú allur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við Óli Hall, eins og hann var oftast kallaður, kynnt- umst fyrst um 1962. Árið 1965 fór ég til hans á m/b Gylfa ÍS-303 þar sem hann hafði nýhafið skipstjórn. Óli var einstakur skipstjóri. Aldrei skammaði hann nokkurn mann og var allra manna lagnastur við að redda öllum þeim óhöppum sem gerðust til sjós. Hann var með betri netamönnum á Islandi og þótt víðar væri leitað. Svo handheitur var hann að maður hefði getað haldið að miðstöðvarlagnir væra í höndum hans. Lipur var hann, svo ef tekið var mið af stærð hans og þéttleika var hann íþróttamaður í góðu með- allagi. Eitt sinn í 14 stiga frosti vor- um við að toga á mjög vondum botni inni við Borgarey. Segi ég þá við Óla að ef hann rífi, þá föram við í land. Skömmu síðar var híft og trollið kom upp mikið rifið. Þá hló HELGA KÁRADÓTTIR + Helga Káradótt- ir fæddist í Vestur-Holtum V estur-Eyjafjalla- hreppi 30. maf 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 13. júní síðast- liðinn. Utför hennar var gerð hinn 26. júní. Greinarnar sem fara á eftir áttu að birtast sunnudaginn 27. júní. Fyrir mis- tök fórst það fyrir og er beðist velvirð- ingar á því. Það er alltaf sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Mín elskulega frænka, Helga Káradótt- ir, hefur nú kvatt þennan heim 96 ára gömul. Hún var yndisleg kona sem gaf mér mikið af sjálfri sér og er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk til að kynnast Helgu. Og það verða margar dýrmætar stundir með henni sem ég geymi í fjársjóði minninganna um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Mg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Börnum hennar og aðstandendum öðram eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Blessun fylgi minn- ingu mætrar konu á ferð hennar heim í ríki ljóssins. Sandra Þórisdóttir, Syðra-Langholti. Elsku Helga. Ég vil skrifa þér nokkrar lín- ur frá okkur Andreu Ósk og þakka þér fyrir tímann sem við fengum að kynnast þér. Hlýjan sem kom frá þér var al- veg yndisleg og góðvildin sem þú sýndir öllum bar af og þegar ég hugsa til þín þá er það líka dugnað- urinn sem var alveg ólýsanlegur. Takk fyrir allar samverastundirn- ar með okkur Andreu Ósk. Guð varðveiti þig. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Elsku Kalli, Anna, Sæli, ívar, Helga, Þórður og aðrir ættingjar og vinir. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín Gyða HQörvarsdóttir, Andrea Ósk ívarsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja Óli mikið og gerði við trollið ber- hentur en ég hélt í með vettlinga á höndunum. Við Óli rákum saman fiskverkun, hausaþurrkun og fleira. Við unnum saman meira eða minna í um 30 ár. Aldrei komu upp vanda- mál sem ekki voru leyst á ör- skömmum tíma. í ágúst 1969 keyptum við Halldór Sigurðsson IS-14, sem var 18 tonna bátur. Gerðum við hann út og voram á honum báðir saman eða til skiptis til ársins 1982 er við misstum bát- inn á land í ofsaveðri á Brjánslæk. Við Óli sátum saman á skólabekk í Stýrimannaskólanum veturinn 1964-1965. Þá lærðum við saman og naut ég þess vel, því Óli var mik- ill námsmaður og einstakur reikn- ingshaus. Hann notaði kannski ekki sömu formúlu og kennararnir, en fékk alltaf rétta útkomu. Þótt nokk- ur aldursmunur væri á okkur Óla, vorum við mjög góðir vinir. Góður vinskapur var á milli heimila okkar. Gengum við inn á heimili hvor ann- ars sem heimilismenn væram. Hjá Óla og Sellu voram við alltaf vel- komin. Sesselja lést árið 1993 fyrir aldur fram. Þau reyndust okkur Önnu, konu minni, sem bestu for- eldrar. Þar kom vel fram hversu hjartastór hann Óli var. ÓIi var jafnan glaður mjög og hló dillandi hlátri. Stór var hann vexti og þétt- ur, eins og ég var einnig á þeim ár- um. Voram við félagarnir því stundum kallaðir tröllin tvö. Annar enda góð 130 kg og hinn 111 kg að þyngd. í eina máltíð fyrir okkur tvo á sjónum dugði því ekki minna en 18 kótilettur. Óli og Sella eignuðust stóran hóp barna eða alls 8 börn. Einhvern tímann hefur því verið ærinn starfi á því heimili. Sella eldaði góðan mat og Óli var líka góður kokkur. Þótt hann hefði ekki hendur saumakonu saumaði hann út þegar hann var á toguranum við Græn- land. Þá gátu túrarnir staðið allt upp í 90 daga og aðeins stoppað í landi á meðan landað var. Óli var með eindæmum glaðvær maður og vininn sinn Iátna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sumarið er rétt að byrja hér sunnanlands, þó er okkur kalt í sálu og sinni, því í dag kveðjum við kæra vinkonu, sem komin var til ára sinna en þó var eins og í okkar huga yrði hún alltaf hjá okkur. Hún breyttist lítið; var alltaf sama góða Helga. I ljóði einu segir að sumarið líði allt of fljótt; það er eins í huga okkar því kynnin vora alla tíð ljúf og björt eins og gott sumar á að vera. 95 ár er hár aldur, en Helga varð aldrei gömul, hún var sjaldan veik, var bara stundum „löt“ svo notuð séu hennar orð, en fáir höfðu þann kraft og það þrek þótt árin teldu 95. Nú er hún horfin okkur og farin, það er svipað og „hverfið" okkar hafi misst ókrýnda drottn- ingu. Margir litu inn til þeirra Kalla og Helgu, þáðu góðgerðir og ræddu málin. Ekki var síður gott að hitta Helgu þegar erfiðleikar voru, því Helga var eins og Pollýanna, nema hún lék ekki leikinn, hún lifði leik- inn sem henni var svo eiginlegur og það lýsir kannski Helgu best. Hún hefur líka þurft að nota sálarstyrk sinn því að það hefur ekki verið létt að horfa upp á öll bömin sín þrjú veikjast og berjast við berkla, en á sinn hátt vann Helga úr því sem öðra sem á lífsleið hennar varð. Við kynntumst Helgu vel fyrir rúmum 25 áram er hún flutti í ná- grenníð og strax hófst mikil og traust vinátta sem aldrei bar skugga á. Helga var meðalkona á hæð, samsvaraði sér vel og var alltaf létt á fæti, með fallegt grátt hár og eitt það fallegasta bros sem nokkur getur haft og augu hennar ljómuðu alltaf af góðmennsku og mannkærleik. Hún laðaði alla að sér, hvort sem það vora böm eða fullorðnir; börnunum þótti eðlilegt að líta inn til Helgu og ræða málin við hana. Það vora margir afmælis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.