Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfshópur skilar tillögum að stefnumörkun í málefnum neytenda Upplýsingamiðstöð neyt- enda stofnuð fljótlega Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fjórir úr starfshópnum kynntu tillögurnar á blaðamannafundi í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu á fimmtu- dag ásamt ráðherra. F.v. Jóhannes Gunnarsson og Jón Magnússon, tilnefndir af Neytendasamtökunum, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Drífa Sigfúsdóttir, ráðherraskipaður formaður starfs- hópsins, og Ragnar Árnason, tilnefndur af VSÍ. UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ neyt- enda verður stofnuð fljótlega. Þetta kom fram í máli Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á blaðamannafundi á fimmtudag þar sem kynnt var skýrsla starfshóps um stefnumörkun í málefnum neyt- enda. Ennfremur sagði ráðherra að hann hygðist hrinda þremur af til- lögum starfshópsins - stofnun upp- lýsingamiðstöðvar, að kannaðir verði kostir þess að stofna sérstakt embætti umboðsmanns neytenda og að vægi neytendamála verði aukið hjá Samkeppnisstofnun - í fram- kvæmd með því að stofna sérstakan hóp með fulltrúum Löggildingar- stofu, Neytendasamtakanna, Sam- keppnisstofnunar og ráðuneytisins. Ráðherra taldi þetta vera í fyrsta skipti sem af hálfu hins opinbera væri mótuð heildstæð stefna í neyt- endamálum. Ennfremur sagði hann að tillögur starfshópsins miðuðu að bættu skipulagi og aukinni sam- ræmingu á því starfi sem unnið væri í þágu neytenda. Hann sagði og að gert væri ráð fyrir því að ráðuneytið léti fara fram endur- skoðun á opinberri stefnumörkun í neytendamálum á fárra ára fresti. Upplýsingar og Ieiðbeiningar á einum stað Starfshópurinn skiiaði tillögum í átta liðum. Fyrsta tillagan, sem ráðherra sagði að væri jafnframt megintillaga hópsins, er um stofn- un Upplýsingamiðstöðvar neytenda þar sem neytendum yrði gert „kleift að leita upplýsinga og leið- beininga á einum stað um allt það er varðað hafi neytendur, s.s. um réttarstöðu þeirra, aðgang neyt- enda að kvörtunarþjónustu, upplýs- ingar um markaðinn fyrir neytend- ur áður en kaup eru gerð, um fram- boð, verð og gæði vöru og þjón- ustu“. Að sögn Drífu Sigfúsdóttur, for- manns starfshópsins, var stigið fyrsta skrefið í átt að slíkri upplýs- ingamiðstöð með þjónustusamningi sem ráðherra gerði við Neytenda- samtökin á síðasta ári, en í honum felst að samtökin skuli veita neyt- endum upplýsingar á ákveðnum sviðum. Um það hvenær Upplýsingamið- stöðin yrði stofnuð sagði ráðherra að hann legði áherslu á að fram- kvæmdir yrðu komnar í gang á haustmánuðum, það réðist þó af því hversu hratt hópmeðlimir kæmust að samkomulagi. Önnur tillaga nefndarinnar er að kannaðir verði kostir þess að stofn- að verði sérstakt embætti umboðs- manns neytenda. Ef yrði af stofnun slíks embættis myndi hlutverk Samkeppnisstofnunar breytast því að í dag gegnir hún tvíþættu hlut- verki, annars vegar að vera „yfir- vald í málefnum sem varða sam- keppni og samkeppnishömlur", eins og segir í skýrslu starfshópsins, og hins vegar að „hafa eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og af- skipti af neytendamálum". Umboðsmaður neytenda Á Norðurlöndum fellur síðar- nefnda hlutverkið í hendur umboðs- manns neytenda og yrði það sama gert hérlendis ef embættinu verður komið á fót. Ráðherra sagði að ef stofnað yrði embætti umboðsmanns neytenda væri staða þeirra styrkt en þó væri möguleiki að styrkja hana með öðr- um hætti. Drífa sagði ennfremur að ef emb- ættið yrði stofnað þyrfti að gera margar lagabreytingai’ og slíkt ferli tæld talsverðan tíma. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að aukið verði vægi Samkeppnis- stofnunar í neytendamálum. Þetta yrði gert með því að skipa neytenda- málum í sérstaka deild. „Þessum þremur tillögum vil ég hrinda í framkvæmd með þeim hætti að setja þær í hendur sérstaks hóps sem ég ætla að skipa í fram- haldi af þessu. Þar verða fulltrúar Löggildingarstofu, Neytendasam- taka, Samkeppnisstofnunar og ráðu- neytisins," sagði ráðherra. Jafn- framt sagði hann að hópurinn ætti ekki að skoða tillögumar frekar heldur fyrst og fremst að skoða með hvaða hætti hægt væri að samræma starfið og jafnvel að skipta verkum milli aðila. „En fyrst og fremst að fá þessa aðila til að vinna saman að því að efla og treysta stöðu neytenda." Aðrar tillögur starfshópsins eru um að einfalda og skýra lagaum- gjörð um réttindi neytenda, stofnun úrskurðarnefndar fyrir neytendur, styrkt verði neytendamáladeild ráðuneytisins, ráðuneytið hlutist til um útgáfu yfirlitsrits um neytenda- mál og að endingu að virkt eftirlit verði með opinberri þjónustu. Mest tekist á um umboðsmann neytenda Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna og tilnefndur af þeim í starfshópinn, sagðist fagna því að nú væri í fyrsta sinn af hálfu stjórnvalda mörkuð stefna í málum neytenda. Hann sagði að mest hefði verið tekist á um það í starfshópnum hversu langt ætti að ganga varðandi umboðsmann neyt- enda og að hann teldi mjög mikil- vægt að það yrði skoðað sérstak- lega. Það væri komið undir áhuga- sviði þess sem stýrir Samkeppnis- stofnun hverju sinni hvar meginá- herslur v æru. Jóhannes sagðist ekki vera í nokkrum vafa um að til að styrkja stöðu neytenda ætti að stofna emb- ætti umboðsmanns eins og annars staðar á Norðurlöndum. Aðspurður sagði ráðherra að í sín- um huga væri enginn vafi að ríkis- valdið gæti haldið sjálfstæði sínu gagnvart hagsmuna- og þrýstihóp- um þrátt fyrir samstarf við þá. Hann sagði að það hefði til að mynda sýnt sig með samstarfi við Neytendasam- tökin að hægt væri að ná góðum ár- angri með slíku samstarfi. Fannst heill á húfi eftir langa útivist 34 ÁRA gamall karlmaður var fluttur í öryggisskyni á Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað eftir að björgunar- sveitarmenn fundu hann við Helgustaðarskarð í Reyðar- firði um klukkan fjögur í fyrr- inótt. Ekkert amaði að mann- inum utan þess að hann var orðinn þreyttur eftir göng- una. Tilkynnt var um að maður- inn væri týndur skömmu eftir miðnætti aðfaranótt föstu- dags, en hann hafði lagt af stað fótgangandi frá Norð- firði um hádegið á fimmtudag og mun hafa lagt að baki ná- lega 20 kílómetra áður en hann fannst. Þoka mun hafa valdið því að hann villtist, en veður var að öðru leyti sæmi- legt þrátt fyrir nokkum kulda. Um fimmtíu manns úr björgunarsveitunum á Reyð- arfirði, Eskifirði, Seyðisfirði og í Neskaupstað tóku þátt í leitinni, sem tók um þrjár klukkustundir. Farbann Briggs staðfest í Hæstarétti HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gærmorgun ákvörðun Hér- aðsdóms Reykjavíkur um far- bann á Bretann Kio Alexand- er Briggs, sem sýknaður var af ákæru um stórfellt smygl á e-töflum til landsins hinn 1. september í fyrra. Farbannið má þó ekki gilda lengur en til 1. október næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti er hugsanlegt að mál Briggs verði tekið fyr- ir í sumar, rétt fyrir réttarhlé. Briggs hafði hlotið 7 ára fangelsisdóm í héraði hinn 11. mars en áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar, sem ómerkti dóminn og sendi málið aftur heim í hérað þar sem því lauk með sýknu á miðvikudag. Hæstiréttur snýr við dómi héraðsdóms vegna fasteignakaupa í Mosfellsbæ Islenska ríkið og Mosfellsbær sýknuð HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið og Mosfellsbæ af kröf- um eigenda fasteignar í Mosfells- bæ um bætur. Kröfurnar byggðust á því að eigendurnir hefðu við kaup á fasteigninni ekki verið upplýst um að veðskuld hvíldi á henni. Málsatvik voru þau að veðlán Búnaðarbankans hvíldi á land- spildu í eigu Byggingarfélagsins Hamra hf. við Aðaltún í Mosfells- bæ. Kaupendumir keyptu fast- eignina númer 6 við Áðaltún af Hömrum hf. og skyldu Hamrar hf. reisa hús á fasteigninni. Fasteignin var hluti af spildunni, en hafði ekki verið sérgreind í veðmálabókum. Hamrar hf. létu veðskuldarinnar ekki getið. Veðskuldar ekki getið Við sérgreiningu fasteignarinn- ar úr spildunni urðu þau mistök að veðskuldarinnar var ekki getið. Mosfellsbær, sem gerði lóðar- leigusamning við kaupendurna, upplýsti þá heldur ekki um skuld- ina enda þótt sveitarfélagið hefði samþykkt hana sem þinglýstur eigandi landsins á sínum tíma. Hamrar hf. urðu gjaldþrota áður en byggingunni var lokið. Þá héldu kaupendurnir áfram fram- kvæmdum við húsbygginguna á eigin vegum og þinglýstu m.a. tveimur skuldabréfum athuga- semdalaust á eignina. Við þinglýs- ingu þriðja skuldabréfsins var rit- uð athugasemd um veðrétt Búnað- arbankans. f framhaldi af þessu fékk bankinn veðrétt sinn stað- festan með dómi og lét selja eign- ina nauðungarsölu. Kaupendurnir stefndu aðallega íslenska ríkinu, en til vara Mos- fellsbæ vegna þess tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir. I héraðsdómi var fallist á bótaskyldu ríkisins og það dæmt til að greiða kaupend- um tæplega 3,5 milljónir króna. Hæstiréttur hefur nú snúið þeim dómi við og sýknað ríkið. í dómsorðum segir meðal ann- ars um þátt aðaláfrýjanda, ríkis- ins: „Það eru skilyrði fyrir bóta- skyldu ríkissjóðs vegna þinglýs- ingarmistaka eins og hér um ræð- ir, samkvæmt a. lið 49. gr. þinglýs- ingarlaga nr. 39/1978, sbr. 23. gr. laga nr. 85/1989, að sýnt sé fram á tjón, sem telja verði sennilega af- leiðingu þeirra, og að aðili sé grandlaus. Fram hjá því verður ekki horft að erfiðleikar gagná- frýjenda [kaupenda] hljóta fyrst og fremst að teljast bein afleiðing vanefnda og gjaldþrots viðsemj- anda þeirra. Þegar á allt er litið, verður að telja, að tjón þeirra sé ekki sennileg afleiðing þinglýsing- armistakanna og gagnáfrýjendur [kaupendur] hefðu mátt vita um tilvist tryggingarbréfs Búnaðar- banka íslands, auk þess sem við- semjandi þeirra var sannanlega grandsamur. Er hvorugt framan- greindra skilyrða því uppfyllt. Ekki verður á það fallist að unnt sé að dæma málið á öðrum bóta- grundvelli. Leiðir þetta til sýknu aðaláfrýjanda [ríkisins] af kröfum gagnáfrýjenda [kaupenda].“ Mosfellsbæ ekki skylt að geta veðbanda Um þátt varastefnda, Mosfells- bæjar, segir meðal annars í dóms- orðum: „Ljóst verður að telja að í lóðarleigusamningi eins og þeim, sem hér um ræðir, beri leigusala að tilgreina þær kvaðir og bönd, sem á lóð hvíla af hans hálfu. Til veðbanda þeirra, sem hér um ræð- ir, var hins vegar stofnað af hálfu byggingaraðila, viðsemjanda gagnáfrýjenda [kaupenda], eftir úthlutun lóðarinnar. I málflutningi sínum hafa gagnáfrýjendur ekki skírskotað til lagaákvæða eða óyggjandi gagna, er leiði til þeirr- ar ályktunar, að varastefnda [Mosfellsbæ] hafi verið skylt að geta þessara veðbanda í lóðar- leigusamningi. Þykir ekki unnt að byggja á því að slík skylda hafí verið fyrir hendi. Hér verður að líta til þess að varastefndi [Mosfellsbær] mátti búast við því að viðskipti gagná- frýjanda [kaupenda] og Hamra hf. hefðu farið fram eins og tíðkast í fasteignaviðskiptum, þar á meðal athugun eignaheimilda og veð- banda. Umræddu tryggingarbréfi hafði sem fyrr segir verið þinglýst þegar kaupsamningur gagnáfrýj- enda og Hamra hf. var gerður.“ Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Pétur Kr. Hafstein, Garð- ar Gíslason, Guðrún Erlendsdótt- ir, Haraldur Henrysson og Hrafn Bragason. Lögmaður íslenska rík- isins var Skarphéðinn Þórisson hrl., lögmaður Mosfellsbæjar var Aðalsteinn E. Jónsson hrl. og lög- maður kaupenda var Ragnar H. Hall hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.