Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 43 JÓSEF BORGARSSON + Guðjón Jósef Borgarsson fæddist á Hesteyri í Jökulfjörðum 14. september 1934, næstelstur íjögurra sona þeirra Borgars Gunnars Guð- mundssonar sjó- manns og bónda frá Hesteyri og Jens- eyjar Magdalenu Kjartansdóttur frá Aðalvík. Bræðurnir Jón Halldór, Svavar Gunnar Sigurgeir og Guðmundur Jóhannes lifa bróður sinn. Eftirlifandi eiginkona Jósefs heitir Lúlla Kristín Nikulásdótt- ir, f. 17. mars 1937. Börn þeirra eru: 1) Elín Sigríður, f. 26.7. 1954, gift Snæbirni Guðbjörns- syni, þau eiga þrjú börn. 2) Ket- ill Guðjón, f. 9.2. 1959. Kona hans er Særún Karen Vaidi- marsdóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Jenný Þuríður, f. 25.5. 1961. Eiginmaður Alan Terry Matcke, þau eiga tvö börn. 4) Baldur Jósef, f. 27.5.1963, hann á tvö börn. Foreldrar Jósefs fluttust í Hafnirnar árið 1947 og þar lauk hann fullnaðarprófí. Síðar Iauk hann prófi í járnsmíði frá Iðn- skólanum í Keflavík. Hann byrj- aði ungur að stunda sjóróðra með föður sínum í Höfnunum en síðar fór hann á vertíðir á milli þess sem hann ók vörubifreið hjá Bifreiðastöð Kefla- víkur. Jósef byijaði snemma að hafa af- skipti af hreppsmál- um í Höfnum og settist fyrst í hreppsnefnd 29. júní 1958. Hann var í hreppsnefnd í 23 ár eða til ársins 1981, þar af sem oddviti frá 2. maí 1966. Hann var einn af stofnendum Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum og sat í samvinnunefnd frá 1971-1978, en það ár var sambandið stofnað. Hann sat í stjórn þess 1979-1980 auk ann- arra trúnaðarstarfa á vegum þess. Hann sat í stjórn Hitaveitu Suðurnesja í nokkur ár og hóf störf hjá fyrirtækinu í ársbyij- un 1985 og starfaði þar siðan. Jósef tók virkan þátt í félags- málum og söng með Karlakór Keflavíkur í 20 ár og gegndi stjórnarstörfum hjá kórnum, m.a. formennsku eitt starfsár. Hann var formaður Starfs- mannafélags Suðurnesjabyggða í átta ár og starfaði innan Odd- fellow-reglunnar frá árinu 1979. Útför Jósefs fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Haustið 1977 leituðu tveir hreppsnefndarmenn af Suðurnesj- um til Iðntæknistofnunar um aðstoð vegna atvinnumála í byggðarlagi þar sem ekkert var fyrir nema hverfandi smábátaútgerð og fisk- vinnsla. Sem starfsmanni var mér falið erindi Hafnahrepps, eins fá- mennasta sveitarfélags á Suðvest- urlandi, en þó stærst að flatarmáli á Suðurnesjum þótt íbúarnir væru innan við 100. Þetta var upphafið að kynnum mínum og Jósefs Borgars- sonar, sveitarstjóra í Höfnum, og þau stóðu í 22 ár. Iðnþróunartilraunir í Hafna- hreppi skiluðu ekki árangri sem slíkar en þær voru, engu síður, við- leitni ábyrgra sveitarstjórnarmanna og vitni um meiri dugnað en vart varð við í mörgum fjölmennari sveitarfélögum á sínum tíma. Og Jósef Borgarsson í Höfnum, sem hér á Suðurnesjum nefndist „borg- arstjórinn", eins og vera bar, lét ekki sitja við orðin tóm heldur beitti sér af alefli við stofnun atvinnu- rekstrar í þessu litla og, á þeim tíma, afskekkta plássi; hann lagði eignir sínar að veði og tók afleiðing- unum þegar dæmið gekk ekki upp. Enginn, sem ekki hefur reynt það á sjálfum sér, veit hve skelfileg upp- lifun það er að tapa húsi sínu ofan af fjölskyldunni og eflaust hefur það gengið nærri Jósef, ekki síst þar sem hann var „Hafnamaður“ af lífí og sál og grunar mig að það hafí m.a. orðið til þess að veikindi hans urðu alvarlegri og erfiðari en ella. En Jósef Borgarsson var ekki einn þeirra sem barma sér eða gefast upp þótt á móti blási. Hann flutti í Njarðvík og tók upp ný störf. Fyrir tæpum háífum mánuði hitt- umst við á förnum vegi og spjölluð- um saman. Þótt ekki færi á milli mála að bilið á milli lífs og dauða gæti verið stutt, enda oftar en einu sinni verið tvísýnt um úrslitin í langri baráttu hans við alvarlega hjartveiki, var enginn uppgjafar- tónn í Jósef - þvert á móti dáðist hann að færni og dygnaði læknanna sem stunduðu hann - sagðist taka einn dag í einu og spáði góðu sumri þótt þá hefði rignt og blásið sleitu- laust í mánuð. Fyrir 20 árum lágu allar og allra leiðir í Höfnum til Sjónarhóls. Þar bjó „borgarstjórinn" ásamt konu sinni Lúllu og sjálfsagt hefur skrif- stofan hans verið minnsta „bæjar- skrifstofan" á Suðumesjum en hún hafði það fram yfir hinar að af- greiðslutími var lengri og þjónustan meiri og fjölbreyttari. I þessu byggðarlagi var Jósef samnefnari fyrir alla þjónustu og verkstjórn auk þess að annast félagslegu málin sem nú falla undir stofnanir þar sem meiri tími fer í skrifræði en þjón- ustu. Ef til vill sýnist þetta ekkert tiltökumál í 100 manna plássi en Hafnahreppur hafði, á þessum tíma, gengið í Samtök sveitarfélaga á Suð- urnesjum og í hlut hreppsins komu ekki færri fundarsetur í hverjum mánuði en hinna stærri - flestar lentu hins vegar á Jósef, sem jafn- framt átti lengra að fara. Þá kom sér vel fyrir íbúana að hafa Lúllu sem staðgengil enda leysti hún hvers manns vanda, væri þess nokk- ur kostur á annað borð, og alltaf af sömu ljúfmennskunni. I þá tíð var ekki til umræðu að eiginkonu sveit- arstjóra bæri að launa í peningum þrátt fyrir umtalsverða vinnu. Mörgum dylst hve stórkostlegar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu síðustu tvo áratugina, ekki síst á sveitarstjórnun. En saga Hafna- hrepps (sem ekki er lengur til) og Jósefs Borgarssonar, sem nú er lát- inn fyrir aldur fram, myndi líklega lýsa þeim breytingum í einföldum og skýrum dráttum. Jósef Borgarsson var vestfirskur; Djúpmaður sem bar með sér ýmis einkenni í fasi sem mætti rekja til upprunans. Hann var áberandi myndarlegur á velli, bjartur yfir- sýnum og góðmannlegur - fallegur maður. Auk þess óx hann við kynni; stafaði frá sér vinsemd, hjálpfýsi og lífsgleði. Hann var hæfileikamaður sem gaman var að spjalla við, músikalskur fagurkeri og félags- vera enda undi hann sér vel sem söngvari og félagi í Karlakór Kefla- víkur sem hann rækti af alúð. Hann var til hinstu stundar glaðbeittur, stutt í brosið, viðmótið hlýtt enda hjartalagið gott og það hefur eflaust létt honum hfið að hann var einn þeirra sem átti miklu vinaláni að fagna enda félagslyndur maður og vinsæll. Þeir eru margir sem standa í þakkarskuld við Jósef Borgarsson fyrir margvíslega hjálp og greiða. Mér er kunnugt um að á meðal þeirra eru margir, sem minna mega sín í þjóðfélaginu og leituðu árlega til hans með skattskýrsluna, sem hann fyllti út fyrir þá eftir kúnstar- innar reglum, og með bros á vör þótt lítið yrði um greiðslu fyrir hjá þeim hópi, en ráðgjöf vegna skatt- framtals veitti hann um áratuga- skeið og voru fáir honum fremri á því sviði. Við, fjölskyldan á Sólvangi í Höfnum, vottum eiginkonu, börnum og ættingjum Jósefs innilega sam- úð. Leó M. Jónsson. Þegar minnst er Jósefs Borgars- sonar, kemur mér fyrst í hug hans hlýja handtak, þegar hann heilsaði manni, með eftirfarandi orðum: „Heill og sæll, kæri vinur.“ Þessi fallegu orð og framsetning þeirra lýsa vel hans innra manni. Hann hélt stundum nokkuð lengi í hönd manns og ræddi þá gjarnan um málefni líðandi stundar í léttum dúr. Allt fór þetta virðulega fram, eins og honum var líkt. Ætíð var létt yfir Jósef vini mínum og öllum leið vel í návist hans. Mín fyrstu kynni af Jósef voru vegna sveitarstjórnarmála. Hann var þá búsettur í Höfnunum og odd- viti þeirra Hafnamanna og vinsæll í því starfi. Atti hann gott samstarf við okkur bæjarfulltrúana í Keflavík á þessum árum. Oft nefndum við hann í gamni borgarstjórann í Höfn- um. Tók Jósef þessu vel og sagðist fúslega liðsinna okkur í Keflavík, ef við þyrftum aðstoðar við. Eftir- minnilegar ferðir fórum við Jósef saman á þessum árum, mikil gleði og gaman að lifa, létt var yfir sveit- arstjórnarmönnum á Suðurnesjum. Oft var Jósef þar fremstur í flokki. Hann var mjög félagslyndur maður, starfaði m.a. lengi í Karlakór Kefla- víkur og var formaður hans um tíma og vann kórnum vel. Þá lét hann mál launþega til sín taka o.fl. mætti upp telja, en það verður ekki rakið frekar hér. I mörg ár starfaði Jósef mikið innan Oddfellowreglunnar, gekk í stúkuna nr. 13. Njörð hér í Kefla- vík, og þar voru honum falin mikil ábyrgðarstörf, sem hann innti af hendi með mikilli samviskusemi. Innan stúkunnar unnum við Jósef mikið saman og gott að eiga jafn einlægan vin að baki. Hann naut sín vel innan Oddfellow, hugsjónir regl- unnar höfðuðu til hans. Þótt heilsa hans væri farin að bila hin síðari ár, var áhugi hans ætíð vakandi fyrir stúkustarfinu. Þar varð engin breyting á. Eg kveð góðan samfylgdarmann að sinni og þakka vinsemd hans í minn garð. En handan móðunnar miklu munum við Jósef vinur minn hittast aftur og þá heilsar þú mér eins og forðum með orðunum góðu: „Heill og sæll, kæri vinur.“ Það verður gleðileg stund. Við hjónin samhryggjumst þér, Lúlla mín, og biðjum guð að styrkja þig og aðra aðstandendur. Blessuð sé minning Jósefs Borg- arssonar. Hilmar Pétursson. Jósef Borgarsson er allur. Með honum er horfinn öðlingsdrengur, sem allir hljóta að minnast með hlýju. Ég hygg að fundum okkar hafi fyrst borið saman á vettvangi sveitarstjórnarmála á Suðurnesjum á sjöunda áratugnum. Jósef var þá oddviti Hafnahrepps. Það fór ekki hjá því að maður veitti honum strax athygli, þar sem hann var ætíð glað- vær og hress í tali og lagði gott til allra mála. Það var ekki séð á fram- komu eða málatilbúnaði að hann væri oddviti smæsta sveitarfélags- ins á Suðurnesjum, enda var hann oft nefndur „borgarstjórinn". Síðar varð samstarf okkar nánara þegar hann tók sæti í stjórn Hitaveitu Suðurnesja. Mér er einkum minnis- stætt frá þeim tíma, hversu glaðleg- ur áróðursmaður hann var fyrir hitaveitu til Hafnahrepps, enda full- trúi hreppsins. Sumir stjórnarmenn voru tregir í taumi, þar sem aug- ljóst var að slík framkvæmd yrði dýr, miðað við fjölda notenda. En Jósef hafði sitt fram og það hefur reynst vel. Síðar urðum við Jósef samstarfs- menn þegar hann hóf störf hjá Hita- veitu Suðurnesja. Starf hans var lengst af að annast innheimtu fyrir veituna. Ekki hefði verið auðvelt að finna mann, sem hefði annast það af meiri trúnaði og sanngirni gagnvart notendum, enda var hann vel látinn af öllum viðskiptavinum fyrirtækis- ins. Sjálfur á ég einkar ljúfar minn- ingar um Jósef frá þeim tíma, en það varð mér ætíð ánægjuefni, ef hann leit inn til mín og létti mér strit dagsins með sínu glaða við- móti. Aldrei lét hann í ljós andúð á nokkrum manni né neitt það sem spillt gæti fyrir öðrum. Þá var hann alveg laus við að leiða talið að efna- hagslegum erfiðleikum, sem ég hafði þó grun um að væru nokkrir. Hver stund með Jósef var mér sem krydd í önnum dagsins. Guð blessi minningu hans. Með þessum orðum vil ég jafn- framt senda eiginkonu og öllum ættingjum mínar innilegustu sám- úðarkveðjur. Ingólfur Aðalsteinsson. Kynni okkar Jósefs spanna ekki langan tíma, eða níu ár, þ.e. frá því að ég kom sem bæjarstjóri til Njarðvíkur. Við grófum það fljótt upp að við vorum frændur frá Hornströndum og það með stórum staf upp frá því. Jósef var einstak- lega opinn og glaðvær maður sem gaman var að hitta og má segja að lýst hafi af honum enda brosið bjart og fas allt mjög höfðinglegt. Þessi meðfæddi eiginleiki breyttist ekkert þótt veikindi steðjuðu að og starfs- getan minnkaði. Áhugi hans á landsmálum var brennandi og urðu oftast miklar og nákvæmar umræð- ur um allt sem efst bar hverju sinni er við frændurnir hittumst. Þegar við hittumst fyrir nokki-um vikum var hann á leið í frí til útlanda. Um leið og hann kvaddi sagði hann: „Þið verðið að gera eitthvað í þessu með fiskveiðistjórnunina." Með Jósef er horfinn litríkur maður sem missir er að, en minn- ingarnar lifa um góðan dreng. Ég færi öllum aðstandendum mína innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Pálsson. Vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, Jósef Borgarsson, er nú látinn, langt fyrir aldur fram, eftir að hafa átt við vanheilsu að stríða um nokkurra ára bil. Leiðir okkar Jósefs lágu fyrst saman í al- vöru þegar ég var ráðinn til starfa hjá Hitaveitu Suðurnesja í október 1982, en Jósef sat í stjórn fyrirtæk- isins frá 16. maí 1980 til 30. mars 1983. Ég kannaðist þó að sjálfsögðu við Jósef sem Suðurnesjamaður því hann var, m.a. sem oddviti Hafna- hrepps, þekktur maður á svæðinu og þeir voru góðii- kunningar til margra ára Jósef og faðir minn heitinn, Jón H. Júlíusson sem bjó í Sandgerði. Hinn 1. janúar 1985 hóf Jósef síð- an störf hjá Hitaveitu Suðurnesja sem viðgerða-, tenginga- og eftir- litsmaður og hjá fyrirtækinu starf- aði hann til dauðadags, þó erfitt heilsufar hafi því miður valdið því að síðustu tvö árin hafi veikinda- tímabilin verið löng. Jósef var mikil félagsvera og tók af lífi og sál þátt í margs konar fé- lagslífi. Hann var forsvarsmaður Hafnahrepps um árabil, formaður og í stjórn Starfsmannafélags Suð- urnesjabyggða um langt skeið auk öflugs starfs í karlakórnum og fleiri félögum. Jósef reyndist einstaklega samviskusamur og liðlegur starfs- maður og aldrei var það viðvik, oft með stuttum fyrh-vara, að Jósef ekki leysti málið, enda að hans sögn „ekkert mál“, hvort sem um var að ræða persónulega aðstoð eða fyrir fyrirtækið. Við hjá Hitaveitu Suður- nesja munum þó líklega lengst minnast skemmtilegra og fjörlegra umræðna sem oft sköpuðust um þjóðmálin, sérstaklega á morgnana, þar sem Jósef fór oftar en ekki á kostum. Þegar hann og samstarfsmenn- irnir, svo sem Bjarni og Hilmar, byrjuðu að kryfja fréttir dagsins í morgunsárið, þá komu sumir aðrir bara til að hlýða á gullkornin, því hvergi var dregið af. Það var ávallt líf í kringum Jósef og stutt í gam- anyrðin, meira að segja þegar heils- an var slæm, og þess vegna er sér- staklega erfitt að átta sig á því að nú sé hann allur. Hans mun verða sárt saknað og skarð hans verður trauðla fyllt. Eg vil að lokum fyrir^- mína hönd og konu minnar Ingi- bjargar og fyrir hönd Hitaveitu Suðumesja færa Lúllu konu hans og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur og óska þeim öllum alls hins besta í framtíðinni. Júlíus Jónsson. Síðasta verk Jósefs Borgarsson- ar, áður en hann kenndi sér snögg- lega meins, var að setja upp ís- lenska fánann á sjómannadaginn. Jósef hafði hafið sjóróðra ungur með föður sínum og var stíft róið. Y Sú saga gekk á Suðurnesjum að skipstjóri á trollbát kemur niður í lúkar úti við Eldey og segir að ekki sé veður til að láta trollið fara. Stýrimaðui- gengur þá á dekk og lít- ur til veðurs. Svo kallar hann niður í lúkarinn. „Það er ekki hægt að kasta trolli, hann rétt hefst við á færum hérna við hliðina á okkur hann Borgar gamli.“ Hvort heldur sú saga er sönn eða ekki, þá lýsir það aðstæðum til verka, sem Jósef var alinn upp við. Jósef var aðflutt- ur ungur í Hafnir frá Hesteyri við Jökuldjúp. Hann átti létt með nám, en efni stóðu ekki eins til þess og hæfileikar. Hann var lesinn og fróð- ur og áhugasamur um flesta hluti. Hann varð sveitarsjóri í Höfnum og var þar meira en sveitarstjóri. Hann gerði skattskýrslur fyrir marga sína sveitunga og hafði uppi ráð fyrir þeim um marga hluti. Hon- um var svo eðlislæg velvild til fólks að það treysti honum strax og alltaf upp frá því. Eðlislæg réttsýni og velvild varð til þess að flestum, sem til hans þekktu, fannst þeir eiga hann að. Jósef hafði sérstaka rödd og var mjög skýrmæltur og hafði einstakt vald á fallegu máli. Vegna eiginleika ^ sinna valdist hann til forystu á fjöl- mörgum sviðum. Það var einhvern veginn eðlilegt að það væri þannig, því hann kom ekki að málum til að mikla sig, heldur af réttsýni til málsins. Jósef reyndist mér mikið vel er ég stóð illa og bjargaði mér, og fæ ég það seint launað. Ég votta Lúllu og börnum hans hluttekningu þegar ég kveð einn hreinlyndasta mann sem ég hefi kynnst. Þorsteinn Hákonarson. Kær vinur og vinnufélagi er fall- inn frá, langt um aldur fram. Hann hafði átt við þrálát veikindi að stríða * um nokkurt skeið og var hann því frá vinnu af og til þess vegna. En um leið og kraftar leyfðu var hann kominn aftur til vinnu. Vonuðum við því að svo myndi einnig verða nú. Jósef var myndarlegur maður á velli, gekk teinréttur með brjóst- kassann fram, gráan makka og sí- , brosandi. Hann var góðum mannkostum - búinn og hafði ótrúlega góð áhrif á vinnuandann, var alltaf til í rökræð- ur enda hafði hann skoðanir á öllum málum. Hann gerði sér gjarnan upp skoðanir, sem ekki voru hans, að- . eins til að koma af stað umræðum og hló svo að öllu saman. Jósef var • mikill húmoristi og hafði góða frá- sagnarhæfileika, það fylgdi honum ' alltaf svo hress og góður andblær hvar sem hann fór. Hann átti alls staðar vini og frændur, sem hann gaf sér tíma til að spjalla við. í eðli sínu var hann þó maður sem tók lífið alvarlega. Hann gegndi mörgum trúnaðar- og ábyrgðar- stöðum, bæði í sveitarstjórnarmál- um og einnig fyrir launþega, en hafði þó alltaf lag á því að sjá skemmtilegu hliðina á hverju máli. Menn eins og Jósef eru því miður vandfundnir, en nauðsynlegir hveij- ^ um vinnustað. Er nú skarð fyrir skildi. Hans verður sárt saknað af okkur samstarfsfólkinu á Hitaveitu Suður- nesja. Við viljum votta eftirlifandi eigin- konu Jósefs, Lúllu, og börnum þeirra okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu heiðurs- ^ mannsins Jósefs Borgarssonar. Starfsfólk Hitaveitu Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.