Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leeson látinn laus NICK Leeson, maðurinn sem gerði Barings-banka, elzta við- skiptabanka Bretlands, gjaldþrota, verður í dag lát- inn laus úr fang- elsi í Singapore. Leeson hlýtur nú frelsi þremur og hálfu ári áður en hann hafði setið af sér þann sex og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut í Leeson desember 1995 fyrir fjársvika- og blekkingarstarfsemi sem hann hafði gripið til í því skyni að reyna að fela hve gífurlegum upphæðum hann hefði tapað í afleiðsluviðskipt- um sem hann gerði í nafni Barings- banka í Singapore. Bankinn sat uppi með 1,4 milljarða sterl- ingspunda, um 165 milljarða króna, í skuldir vegna þessara viðskipta, og þær reyndust ríða bankanum að fullu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar í Bretlandi verið uppfullir af vanga- veltum um að Leeson, sem er 32 ára, eigi sér falinn sjóð sem hann geti nú gengið í og lifað góðu lífi eftir allt saman. Lögmenn hans vörðust frásögnum af þessu tagi með oddi og egg. „Enginn sem þekkir í raun til þessa máls trúir því í alvöru að einhvers staðar séu faldir peningar sem okkur hafi ekki tekizt að rekja,“ tjáði lögmað- urinn Stephen Pollard Reuters. Slíkar sögusagnir væru runnar undan rifjum æsifréttablaða- manna. Sagði Pollard Leeson hafa „elzt verulega" í fangelsisvistinni og 30% líkur væru á því að hann létist úr ristilkrabbameini innan þriggja ára. Bar nokkur í Singapore, þangað sem Leeson er sagður hafa vanið komur sínar á árum áður, bauð í gær upp á ókeypis bjór í tilefni af því að Leeson ætti að endurheimta frelsi sitt. Skæruliðar Kúrda herða árásir sínar í Tyrklandi Diyarbakir. Reuters. KÚRDÍSKIR skæruliðar hafa hert árásir sínar í Tyrklandi til að hefna dauðadómsins yfir leiðtoga sínum, Abdullah Öcalan, að sögn tyrk- neskra embættismanna í gær. Skæruliðarnir skutu fjóra menn tii bana á kaffihúsi í bænum Elazig í austurhluta landsins í fyrrakvöld. Þetta var fyrsta árás Kúrda á óbreytta borgara í Tyrklandi frá því Öcalan var dæmdur tii heng- ingar á þriðjudag fyrir að stjórna uppreisn kúrdískra aðskilnaðar- sinna sem hefur kostað 29.000 manns lífið á tæpum fimmtán ár- um. Uppreisnarmennimir skutu einnig á lögreglumenn sem voru á verði við vændishús í borginni Van í austurhluta landsins í fyrrinótt. Einn lögreglumaður beið bana og annar særðist. Þá særðust þrír menn lítilsháttar í sprengjuárás á kaffihús í Istanbúl og lögreglan handtók tíu menn sem eru grunaðir um að hafa undirbúið sprengjutil- ræði í borginni. Tveir uppreisnarmenn hófu skot- hríð með sjálfvirkum byssum í kaffihúsinu í Elazig og urðu fjórum karlmönnum að bana og særðu fimm. Lögreglumenn skutu annan árásarmannanna til bana á staðnum en hinn faldi sig í nágrenninu. Hann var einnig drepinn þegar hann fannst. „Þeir verða allir að gefa sig fram og gefast upp, annars fer þannig fyrir þeim,“ sagði Lutfullah Bilgin, héraðsstjóri í Elazig. Um 5.000 manns gengu um götur Elazig í gær til að mótmæla árásinni og krefjast þess að Öcalan yrði hengdur. Glundroði í röðum uppreisnarmannanna Hreyfing Öcalans, Verkamanna- flokkur Kúrdistans (PKK), hótaði að hefja nýja hrinu árása, aðallega á efnahagslega mikilvæg skotmörk, eftir að dauðadómurinn var kveðinn upp. Reuters LÍKKISTA eins þeirra Tyrkja er létust í árás á kaffihús í bænum Elazig í austurhluta Tyrklands á fimmtudag, var borin til grafar í gær. Stjómvöld í Tyrklandi segja hins vegar að hemaðaraðgerðir þeirra gegn uppreisnarmönnum hafi dreg- ið mjög úr getu þeirra til að halda uppi skæruhemaði. Handtaka Öcal- ans í Kenýa í febrúar hafi ennfrem- ur valdið glundroða í röðum stuðn- ingsmanna hans. Uppreisnarmennimir hafa einnig gert flugskeytaárásir og barist við tyrkneska hermenn í fjallahéruðum Kúrda í suðausturhluta landsins. Síðustu tvo daga hafa hermennimir fellt 22 uppreisnarmenn í átökunum og þrír hermenn hafa beðið bana. Embættismaður á skrifstofu hér- aðsstjórans í Diyarbakir sagði að átján uppreisnarmenn hefðu fallið í átökum á fjöllum í Hakkari-héraði, við landamærin að írak. Einnig hefði verið barist í hémðunum Bat- man, Bingol og Simak. Þrýstingurinn gæti haft þveröfug áhrif Uppreisnarmenn felldu einnig tvo hermenn í árás úr launsátri á lest herbfla í Bingol í fyrrakvöld. Tveir uppreisnarmenn biðu einnig bana. Mörg erlend rflá hafa skorað á Tyrki að fullnægja ekki dauða- dómnum yfir Öcalan en Bulent Ecevit, forsætisráðherra Tyrk- lands, sagði í gær að þær áskoranir gætu haft þveröfug áhrif. Tyrkneskur áfrýjunardómstóll á nú eftir að fjalla um mál Öealans og staðfesti hann dauðadóminn þarf þing landsins að samþykkja sérstök lög til að heimila aftökuna. Lög- fræðingar Kúrdaleiðtogans segjast einnig ætla að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg. AP ROGER Bonnet, yfirmaður Geimferðastofnunar Evrópu (ESA), heldur hér á líkani af Rosetta geimfarinu sem er ætlað að ienda á halastjörnunni Wirtanen. Ætla að lenda á halastjörnu Lundúnum. The Daily Telegraph. ÁÆTLIJN ura að lenda geimfari á haiastjörnu var afhjiipuð af evr- ópskum vísindamönnum í Lundún- um á fimmtudag. Áætlunin gerir ráð fyrir að geimfarið, sem bera mun nafnið Rosetta, muni fljúga um himingeiminn í átta ár uns það er handan reikistjömunnar Júpíter. Þar verður geimfarinu beint að halastjörnunni Wirtanen og verða rannsóknir á henni gerðar úr íjar- lægð í næstu tvö ár þar á eftir. Dr. Gerhard Schwem, yfirmaður Rosetta-verkefnisins, sagði á blaða- mannafundi í Lundúnum að megin- tilgangur verkefnisins sé að rann- saka uppmna sólkerfisins og mótun þess. „Meginspumingin er hvaða hlutverki halastjöniumar gegndu við þróun lífs,“ sagði Schwem. Evrópska geimrannsóknastofn- unin (ESA), sem stendur að baki verkefninu, hefur lýst því yfir að af geimskotinu verði ekki síðar en í janúar árið 2003 og sagði Roger Bonnet, yfirmaður ESA, að Evr- ópuríki muni geta orðið fyrst til að standa að lendingu geimfars á hala- stjömu. „Við munum grípa tæki- færið,“ sagði Bonnet. Stjórnvöld í Pakistan hvelja til viðræðna um Kasmír-deiluna Vilja fyrirbyggja allsheijarstríð íslamabad, Nýju Delhí. Reuters. STJÓRNVÖLD í Pakistan vöruðu Indverja við því að gera árásir yfir markalínuna, sem skiptir Kasmír, og sögðu að slíkar hemaðaraðgerðir myndu hafa „alvarlegar afleiðingar“. Þau áréttuðu ennfremur áskorun um að efnt yrði til viðræðna í því skyni að koma í veg fyrir að nýtt allsheij- arstríð blossaði upp milli landanna tveggja, sem hafa tvisvar sinnum háð stríð vegna deilunnar um Ka- smír frá því þau fengu sjálfstæði fyr- ir rúmum 50 árum. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, boðaði til fundar í vamar- málanefnd stjórnarinnar, sem er skipuð æðstu ráðherrunum og yfir- mönnum hersins. Nefndin sagði her Pakistans undir það búinn að svara hvers kyns árásum Indverja af fuliri hörku. Pakistanar vildu ekki stríð en væru fullfærir um að verja „hvem þumlung af pakistönsku landssvæði" ef Indveijar réðust yfir markalínuna í Kasmír. „Nefndin lét í Ijós þá von að Ind- verjar átti sig á alvarlegum afleið- ingum víðtækari hemaðaraðgerða og forðist þessa hættulegu braut í þágu friðar og stöðugleika á svæð- inu,“ sagði í yfirlýsingu sem gefin var út eftir fundinn. Nefndin áréttaði ennfremur þá af- stöðu pakistönsku stjórnarinnar að leysa þyrfti „öll deilumál ríkjanna, meðal annars deiluna um Kasmír, með samningaviðræðum í anda La- hore-yfirlýsingarinnar“. Sharif og Atal Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, undirrituðu yfirlýs- inguna í pakistönsku borginni La- hore í febrúar og lofuðu þar að reyna af fremsta megni að leysa deilurnar og gera ráðstafanir til að tryggja að kjamorkustríð blossaði ekki upp milli ríkjanna. Indverjar hafa útilokað viðræður við Pakistana nema þeir skipi ís- lömskum skæmliðum, sem hafa ráð- ist inn á indverska yfirráðasvæðið í Kasmír, að fara þaðan. Pakistanar hafa neitað ásökunum Indverja um að pakistanskir hermenn hafi tekið þátt í árásinni og segjast ekki geta sagt skæmliðunum fyrir verkum. Friðaráætlun sögð í vændum The News, fréttablað sem er gefið út á ensku í Pakistan, skýrði frá því í gær að friðaráætlun, sem miðaði að því að afstýra nýju stríði milli ríkj- anna, kynni að verða gerð opinber innan þriggja daga. Blaðið hafði eftir „áreiðanlegum heimildum“ í New York að verið væri að vinna að „for- múlu sem bæði ríkin gætu sætt sig við“. Blaðið lýsti henni ekki frekar en sagði hana „góð tíðindi" fyrir alla Indverja og Pakistana. Áður hafði verið greint frá því að Niaz Naik, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Pakistans, hefði átt leyni- legan fund með indverska forsætis- ráðherranum í Nýju Delhí um síð- ustu helgi. The News sagði að ákveðið hefði verið á fundinum að Sharif myndi hafa samband við Va- jpayee „til að efla friðarumleitanirn- ar í Suður-Asíu“, að Naik héldi við- ræðunum áfram og að yfirmenn herja landanna kæmu saman til að draga úr spennunni við landamær- in. Stjórnvöld í Pakistan og á Ind- landi staðfestu ekki þessa frétt. „Þetta er ekki í samræmi við neitt af því sem við höfum heyrt. Ég trúi þessu þegar ég hef séð það gerast,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki í Nýju Delhí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.