Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 47 * MARGRÉT BÁRÐARDÓTTIR + Margrét Bárð- ardóttir fæddist í Dufþaksholti í Hvolhreppi 29. maí 1932. Hún lést á deild 11E á Land- spítalanum 21. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bárður Bergsson, f. 11.11. 1887, d. 30.4. 1939 og Guðlaug Jónsdóttir, f. 18.5. 1896, d. 5.8. 1984. Margrét var næstyngst sjö systk- ina. Eftirlifandi systkini hennar eru Jónína, Bergur, Einar, Steinunn Jóna, Sumarliði og Ingólfúr. Margrét var kennari að mennt og kenndi lengst af við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Utför Margrétar hefúr farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nú þegar leiðir okkar elskulegrar mágkonu minnar skilur langar mig að minnast hennar með fáeinum lín- um. Ég kynntist Margréti árið 1952 þegar ég giftist systur hennar, Steinunni Jónu, og æ síðan höfum við, ég og mitt fólk, notið tryggðar hennar. Hún var góður félagi, trj'gglynd, skemmtileg og gædd góðri kímnigáfu og þessum eigin- leikum hélt hún fram á síðasta dag. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni, hjálpa henni og aðstoða í veikindum hennar og geta verið hjá henni þegar hún kvaddi. Fyrir allt þetta vil ég þakka henni innilega og biðja góðan Guð að blessa og varðveita hana um alla ei- starf þar í yfir 20 ár. Hún sem efnafræði- kennari, en ég sögu- og dönskukennari, svo faglega séð vorum við ekki samstarfskonur. En samverustundum á kennarastofu og utan hennar fjölgaði með ár- unum. Margi-éti var annars ekki auðkynnst, hún var manngerð sem gaf sig ekki að fólki að fyrra bragði og hafði ekki mörg orð um hlut- ina að óþörfu en þess meira virði voru skoð- anir hennar þegar eftir var leitað. Gat verið hrein unun á góðum stundum að tala við Margréti um bækur og mannlífið yfirleitt. Margrét var ekki nýliði í kenn- arastétt þegar hún kom að Flens- borgarskólanum. Hún hafði tekið kennarapróf frá Kennaraskóla ís- lands og stundað kennslu í grunn- skóla í nokkur ár, en hafði síðan innritast í Háskóla Islands og tekið þar BS-próf í efnafræði. En þótt menntun Margrétai’ væri á raun- greinasviði voru áhugamál hennar ekki síður í húmanískum greinum. Margrét var mikil frönskukona, las franskar fagurbókmenntir á frum- málinu með léttum leik og stundaði írönskunám í sumarleyfum, var ým- ist í Aix í Provence, La Rochelle, Rheims eða París. Við höfðum talað um að fara saman í frönsku þegar við værum hættar kennslu. Hafði Margrét á síðastliðnu hausti einmitt innritast í frönsku við Háskólann, þá hrakaði heilsu hennar aftur. Ég hef ekki hugsað mér að rekja hér sjúkdómsferil Margrétar en þá raun stóð hún eins og hetja. Út frá efnafræðiþekkingu sinni var hún sér mjög meðvitandi um ferli sjúk- dómsins, lyfjagjöfina og áhrif henn- ar á meinið og bar mikið traust til þess læknis sem mest stundaði hana. Þegar þessi mál bar á góma okkar á milli sagði Margrét gjam- an: „En hvað er ég að þreyta þig með þessu tali?“ en ég sagðist þá gjarnan vilja heyra um slík mál. Við, nokkrar vinkonur úr Flens- borg, höfðum fyrir venju að hittast nokkrum sinnum á vetri ýmist heima hver hjá annarri eða fórum saman í bæjarferð, var þá fastur mætingarstaður við Hallgríms- kirkju og enduðum við síðan á ein- hverju skemmtilegu veitingahúsi. Voru þetta góðar stundir sem við áttum saman. Eftir að hún hætti kennslu hitt- umst við ekki eins oft en töluðumst við, voru símtöl okkar oft löng, og var mjög gefandi að ræða við Mar- gréti. Síðustu samvistir okkar voru nú í vor þegar við vinkonumar hitt- umst á veitingastað og hún hafði þrek til að ganga með okkur nokkum spöl. Áður höfðum við heimsótt hana þegar lyfjameðferð leyfði henni þrautalausa daga. Þá áttum við góða stund hjá henni. Á ferðalagi mínu nú í vor fylgdu mér góðar óskir Margrétar og er ég kom heim hringdi hún til mín af sjúkra- húsinu og við spjölluðum lengi sam- an. Ráðgerði ég að heimsækja hana en er á sjúkrahúsið kom var Mar- grét lögð af stað í ferðina löngu. Hafðu þökk fyrir okkar kynni. Sigrún Magnúsdóttir. lífð. Minning þín lifir í hjörtum okkar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Níels Marteinsson. Margrét Bárðardóttir lést á Landspítalanum 21. júní sl. eftir baráttu við illvígan sjúkdóm, bar- áttu sem hún háði af sama dugnaði og æðruleysi og hún gerði allt ann- að í sínu lffi. Hún var ógift og bam- laus og bjó með móður sinni og ann- aðist hana þar til hún lést 1984. Magga kom sér sjálf til mennta og tók Kennarapróf 1963, en ekki lét hún þar við að sitja heldur bætti við sig stúdentsprófi 1970. Þetta opnaði henni dyr Háskóla Islands, þaðan sem hún útskrifaðist með BS-próf í efnafræði og líffræði 1975 og BS í uppeldis- og kennslufræði 1978. Hún var góðum gáfum gædd og naut þess að læra og bæta við þekk- ingu sína. Hún hafði mikinn áhuga á ferðalögum og ferðaðist töluvert enda fróðleiksfús. Oft hefur verið annasamt að stunda vinnu og nám en Magga hafði alltaf tíma fyrir sína nánustu. Það var notalegt að koma í heimsókn til hennar, og þá var al- veg sama hvert erindið var, hvort ég vildi læra að lesa, hlusta á ferða- sögur eða bara spjalla. Magga var alltaf tilbúin að gefa af tíma sínum og visku og hvetja ungt fólk til dáða og alls þessa naut ég í ríkum mæli. Henni var einstaklega vel lagið að miðla af þekkingu sinni og kenna ýmsa hluti án þess að nemandinn fyndi fyrh- því að hann væri að læra. Hún var kjarkmikil, heiðarleg og hafði mikla kímnigáfu. Það má eig- inlega lýsa henni í einni setningu: Hún var góð manneskja. Ég var svo lánsöm að Magga var systir hennar mömmu þannig að ég kynntist henni vel strax sem barn og fyrir það er ég ákaflega þakklát. Það er ómetanlegt að fá að kynnast slíkri manneskju. Guð blessi minningu Margrétar Bárðardóttur. Karen Níelsdóttir. Kynni okkar Margrétar Bárðar- dóttur hófust fyrst þegar ég hóf kennslu við Flensborgarskólann fyrir margt löngu og áttum við sam- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA HARALDSDÓTTIR, Miðtúni 90, lést á Landspítalanum aðfaranótt fimmtu- dagsins 1. júlí. Arndís Gísladóttir, Sigurbjartur Kjartansson, Hildur Gísiadóttir, Frímann Frímannsson, Ólafur Ágúst Gíslason, Erna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, afi og langafi, VILBERGUR JÚLÍUSSON fyrrverandi skólastjóri, Sólvangsvegi 1, Höfn, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 1. júlí. Pálína Guðnadóttir, Sigurður Páll Guðjónsson, Hanna Björk Guðjónsdóttir, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. t Elskulegur maðurinn minn og faðir, MAGNÚS GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, lést þriðjudaginn 29. júní. Margrét Árnadóttir, Erla Mist Magnúsdóttir. t Elskuleg systir okkar, MARGRÉT BÁRÐARDÓTTIR, Þverholti 30, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum inniiega auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E og til samkennara við Flensborgarskóla. Fyrir hönd systkina hinnar látnu, Steinunn J. Bárðardóttir. t Ástkær sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur og barnabarn, EIRÍKUR BERGUR SVAVARSSON, Vættaborgum 154, sem lést á heimili sínu mánudaginn 28. júní verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Svavar Jónsson, Guðný Eiríksdóttir, Kristín Helga Einarsdóttir, Hrefna Katrín Svavarsdóttir, Baldvin Ingimarsson, Óskar Svavarsson, María Þrastardóttir, Reynir Svavarsson, Heiðdís Rós Svavarsdóttir, Hrefna Líneik Jónsdóttir. t Inniiegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát föður okkar, • tengdaföður, afa og langafa, GUÐLAUGS AÐALSTEINSSONAR frá Fáskrúðsfirði, síðast til heimilis á Laugarnesvegi 77, Reykjavík. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðalgerður Guðlaugsdóttir, Finnur Guðmundsson, Elísabet Guðlaugsdóttir, Ólafur Kristmundsson, Pétur Fell Guðlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hiýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR, Suðurgötu 82, Akranesi. Bjarni Jónsson, Elísabet Eyjólfsdóttir, Pétur Jónsson, Arndís Magnúsdóttir, Rebekka Jónsdóttir, Snæbjörn Sigurgeirsson, Guðjón Jónsson, Jórunn Guðsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FREYJU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Helgamagrastræti 53, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri fyrir frábæra umönnun og alúð sem það veitti henni. f Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen, Rúnar Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Heiðar Þ. Jóhannsson, Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.