Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið Stofnað verði eitt félag um almenningssamgöngur Höfuðborgarsvæðið Útboð lækkaði tímaverð um 20-25% í Danmörku í TENGSLUM við vinnu að svæðisskipulagi fyrir höfuð- borgarsvæðið hafa danskir ráðgjafar frá Nes Planners, sem vinna að skipulaginu, sett fram hugmyndir að skip- an almenningssamgangna á svæðinu. Þær fela meðal ann- ars í sér að stofnað verði fé- lag, sem beri eitt ábyrgð á skipulagningu samgangn- anna. Jafnframt er bent á að reynsla Dana sé sú að útboð á akstursleiðum hafi leitt til 20-25% lækkunar á tíma- verði miðað við árið 1994. í skýrslu ráðgjafanna, þar sem gerður er samanburður á mismunandi reynslu Dana af almenningssamgöngum, kemur m.a. fram að frá sjón- arhóli viðskiptavinanna og miðað við tilkostnað virðist skynsamlegast að stofna eitt félag sem beri ábyrgð á skipulagningu samgangn- anna. Jafnframt að á grund- velli einfaldrar kostnaðará- ætlunar sé ódýrast að bjóða út aksturinn. Enginn ávinningur nema með þátttöku ríkisins Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að full ástæða sé til að skoða hugmyndir um eitt félag og útboð. „Menn eru í vandræð- um eins og í Reykjavík þar sem útgjöldin eru sífellt að aukast til þessa málaflokks,“ sagði hún. Borgarstjóri sagði að eins og málum væri nú háttað væri enginn ávinningur af stofnun félags um almenn- ingssamgöngur nema ríkið kæmi þar að. Borgarstjóri sagðist vera opinn fyrir öllum möguleik- um og að það gæti verið kost- ur að eitt fyrirtæki á svæðinu sæi um almenningsvagnana. „En það verður að vera ein- hver ávinningur fyrir sveitar- félögin sem hlut eiga að máli og þá Reykjavík í þessu til- viki,“ sagði borgarstjóri. „Það sem er erfiðast er ólík- ur rekstur hjá SVR og AV. Gjaldskráin er ólík og tals- vert hærri hjá AV og munar þar 25% til hækkunar á far- gjaldi fullorðinna miðað við gjaldskrá SVR, 150% á ung- lingagjaldi og 140% á barna- gjaldi.“ Skipta verður ávinningi Borgarstjóri benti á að færri notuðu vagnana í suð- urbæjunum en í Reykjavík. „Ef maður tekur framlag sveitarfélaganna til fyrir- tækjanna þá er það hlutfalls- lega hærra hjá AV en í Reykjavík," sagði Ingibjörg Sólrún. „Fljótt á litið virðist ávinn- ingurinn því ekki vera okkar megin heldur hjá hinum sveitarfélögunum en ef ein- hvem ávinning er að sækja þá verða menn að skipta hon- um með einhverjum hætti. Ég sé ekki hver hann er nema þá og því aðeins að rík- ið komi inn í þessa mynd. Líklega er það einsdæmi hér á íslandi að ríkið komi ekki að rekstri almenningssam- gangna eins og raunin er annars staðar og ég tala nú ekki um að ríkið hefur bein- línis tekjur af almennings- samgöngum eins og hér í formi skattlagningar af ýmsu tagi.“ Borgarstjóri sagði að sér fyndist koma til greina að sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu settust niður ásamt samgöngu- og umhverfis- ráðuneytinu til að átta sig á hvað menn vildu sjá í fram- tíðinni. „Það er ljóst að ríkið hefur hagsmuni af því að fólk nýti almenningssamgöngur í auknum mæli. Þeh- eru að leggja verulega fjármuni í gatnakerfið," sagði Ingibjörg Sólrún. títilokar ekki útboð á akstri I skýrslu dönsku ráðgjaf- anna kemur fram að reynslan í Danmörku sé sú að útboð á akstursleiðum hafi leitt til 20-25% lækkunar á tíma- verði og sagði borgarstjóri að útboð væri í sjálfu sér óháð því hvort eitt eða fleiri fyrir- tæki önnuðust rekstur al- menningsvagna. „Þess vegna mætti bjóða út aksturinn ein- göngu í Reykjavík," sagði Ingibjörg Sólrún. „Það er eitthvað sem eflaust mætti skoða.“ Rekstur Almennings- vagna boðinn út Pétur Fenger, fram- kvæmdastjóri Almennings- vagna bs., segir að grundvall- aratriðið í tillögunum sé að þáttur almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæð- inu verði samræmdur. „Að hannað verði leiðarkerfi fyrir allt svæðið og því stýrt af ein- um og sama aðila en ekki tveimur," sagði hann. „Engar tillögur eru lagðar fram um breytingar á leiðar- kerfinu enda er það síðari tíma mál. Fyrsta skrefið er að menn komi sér saman um að vinna leiðarkerfið saman, þannig að maður úr Kópa- vogi eigi t.d. eðlilega fram- haldsmöguleika í Reykjavík. Jafnframt að þess verði gætt að ákveðnar leiðir séu ekki tvísetnar.“ Benti Pétur Fenger á að vagnar frá Almenningsvögn- um væru í samkeppni við SVR á ákveðnum leiðum á leið sinni úr nágrannasveitar- félögunum að Hlemmi og Lækjartorgi. „Þetta er óþarfi og kostar of mikið,“ sagði hann. „Við bjóðum út allan okkar rekstur en Reykjavíkurborg er með eigið fyrirtæki. Það er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða út ákveðnar leiðir eða akstur um ákveðin hverfi. Það þarf ekki að bjóða allt út í einu eða til eins aðila. Kost- urinn er að hafa sem flesta verktaka þannig að sam- keppni þeirra í milli verði virkari. Síðan myndu sveitar- félögin skipta með sér kostn- aði eftir ákveðnum áætlun- um, þar sem annaðhvort yrði greitt eftir íbúafjölda eða eft- ir hlutfallslegum akstri innan sveitarfélagsins," sagði Pétur Fenger. Morgunblaðið/Jim Smart Olíutankar fluttir Laugarnes UM þessar mundir er unn- ið að því að flytja olíutanka úr Laugarnesi, en í fyrra var olíustöðin sem þar hafði verið um áratuga skeið lögð niður. Að sögn Hannesar Valdimarssonar, hafnar- stjóra Reykjavíkurhafnar, sér fyrirtækið Olíudreifing Hafnarfjördur LAGT hefur verið nýtt malbik á Alfaskeið í Hafn- arfirði en gatan var steypt árið 1976. Að sögn Halldórs Ing- ólfssonar, verkfræðings ehf. um að flytja tankana, sem munu ýmist vera sendir út á land eða komið fyrir í olíustöðinni í Orfirisey. A flutningunum að ljúka nú í sumar. A meðfylgjandi mynd má sjá hvar flutnings- prammi líður fram hjá Við- ey með einn tankanna inn- anborðs. hjá Hafnarfjarðarbæ, hef- ur gatan verið ónýt í mörg ár og sagði hann að spurn- ing um malbik eða steypu nálgaðist trúarbrögð. Hins vegar væri erfitt að segja til um hvort væri betra. Morgunblaðið/Þorkell Álfaskeið malbikað Félagsaðstaða fslenska fjallahjólaklúbbsins hefur batnað til muna Morgunblaðið/Þorkell FÉLAGAR í íslenska fjallahjólaklúbbnum fyrir utan félagsheimilið. ÍSLENSKIR fjallalijólreiðamenn á fljúgandi ferð í vesturbænum. Hjólagarpar í slökkvistöð Vesturbær FÉLAGAR í íslenska fjallahjólaklúbbnum eru óðum að koma sér fyrir í gamalli slökkvistöð á mót- um Brekkustígs og Fram- nesvegs. Klúbburinn skrif- aði undir leigusamning um húsnæðið við Reykja- vikurborg til fimm ára í vor. Félagsmenn hafa þeg- ar lagt mikla vinnu í end- urbætur á húsnæðinu sem voru nauðsynlegar til þess að þeim væri kleift að hefja þar starfsemi.Að- staðan var vígð í byijun júní og enn er unnið að því að bæta húsnæðið svo það henti margþættri starf- semi félagsins. íslenski fjallahjóla- klúbburinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt nú um helgina. Alda Jónsdóttir, formaður klúbbsins, segir hann telja um 400 félags- menn og starfsemin er líf- leg. Á fimmtudagskvöld- um er opið hús í félags- heimilinu við Brekkustíg. Þar hittist fólk til skrafs og ráðagerða og blaðar í bókum sem finna má á bókasafni sem fjalla- hjólaklúbburinn hefur komið sér upp. Einnig er viðgerðaraðstaða í hús- næðinu. Klúbburinn stendur fyrir námskeiðum og heldur myndasýningar. Gefið er út blað, Hjóihest- urinn, og öflugri heima- síðu er haldið úti. Slóð hennar er www.mmedia/ifhk. Þá eru skipulagðar margvíslegar ferðir á vegum félagsins. Einn fé- lagi í klúbbnum sér um byijendaferðir. Lagt er upp í ferðirnar frá skipti- stöð SVR í Mjódd á þriðjudagskvöldum klukkan átta. Klúbburinn stendur að auki fyrir lengri ferðum, allt frá fjölskylduferðum upp í erfiðar ferðir fyrir reynda hjólreiðamenn. Alda segir stefnt að því að efla starf í félaginu þegar það hefur komið sér betur fyrir í hinu nýja húsnæði. Fyrirhugað er að fjölga námskeiðum og halda uppi öflugri starf- semi fyrir unglinga. Margt breyst á 10 árum íslenski fjallahjóla- klúbburinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt um helgina og valdi hátíðar- höldunum stað í Skorra- dal. „Sú hefð hefur skapast í klúbbnum að halda Skorradalsmót á sumrin og þess vegna var ákveðið að halda upp á afmælið þar,“ sagði Alda. Hún segir viðhorf til íjallahjól- reiðamanna hafa breyst gríðarlega á þeim áratug sem fjallahjólaklúbburinn hefur starfað. „Við vorum álitin skrít- in og ávörpuð á ensku,“ sagði Alda. Aðstæður til hjólreiða hafa líka mikið breyst, allur búnaður er betri en var. Alda leggur þó áherslu á að enn vanti stórlega á að litið sé á hjólið sem samgöngutæki. Henni finnst vanta aðstöðu til þess að fólk geti hjólað . til og frá vinnu og segir það helsta baráttumál ís- lenska íjallahjólaklúbbsins um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.