Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 11 Vinna sótt í auknum mæli til Reykjavíkur Ný samantekt sem unnin var af Aflvaka hf. um flæði vinnuafls á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu leiðir í ljós að íbúar ná- grannasveitarfélaga Reykjavíkur sækja vinnu sína í auknum _____mæli til fyrirtækja í Reykjavík. Omar Friðriksson_ skoðaði niðurstöður. Hvar unnu Reykvíkingar árin 1991 og 1998 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 % í Reykjavík í Kópavogi ‘„Launaskrifst. ríkisins" í Hafnarfirði í öðrum sveitarfél. á höfuðborgarsvæði Í sveitarfélögum utan höfuðb.svæðis Hvar unnu Kópavogsbúar árin 1991 og 1998 Samantekt Aflvaka byggir á upp- lýsingum frá ríkisskattstjóra fyrir árið 1998 og upplýsingum sem Byggðastofnun tók saman fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu fyrir árið 1991. I ljós kemur að um 80% Reykvík- inga á vinnumarkaði 1998 eru bú- settir í Reykjavík og hefur þeim fjölgað hlutfallslega um fimm pró- sentustig frá 1991. íbúar Kópavogs sækja vinnu í auknum mæli til Reykjavíkur því samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar unnu um 66% Kópavogsbúa í Reykjavík 1998 samanborið við 54% árið 1991. I fyrra unnu um 70% Seltiminga í Reykjavík samanborið vioð 62% ár- ið 1991. 63% Garðbæinga sækja vinnu til Reykjavíkur nú samanbor- ið við 54% árið 1991 og 52% Hafn- firðinga sækja nú vinnu til Reykja- víkur skv. könnuninni en þeir voru 38% árið 1991. Rúm 53% íbúa Bessastaðahrepps sækja vinnu til Reykjavíkur skv. könnuninni nú samanborið við tæp 46% árið 1991 og tæp 60% Mosfellinga sækja vinnu til Reykjavíkur skv. könnun- inni nú en hlutfallið var rúm 50% árið 1991. Mismunandi meðaltekjur eftir sveitarfélögnm í samantekt Aflvaka er einnig að finna upplýsingar um meðaltekjur fólks með tilliti til búsetu og hvar menn sóttu vinnu. í Ijós kemur að athyglisvert samband er á milli meðaltekna og vegalengdar á milli heimilis og vinnu. Skv. niðurstöðun- um eru meðaltekjur fólks sem sæk- ir vinnu sína til annarra sveitarfé- laga en það býr í yfirleitt nokkru hærri en meðaltekjur þeirra sem starfa í sveitarfélagi þar sem það á heima. í skýrslu Aflvaka er þó bent á að hafa verði í huga í öllum sam- anburði að byggt er á hlutfallstölum og á bak við þær er mjög misjafn fjöldi einstaklinga eftir því hvaða sveitarfélag á í hlut. Morgunblaðið/Jim Smart Tívolí komið í Hafnarfjörð TÍVOLÍIÐ er komið til Hafnar- fjarðar og verður þar í næstu viku eins og fyrri sumur. Að sögn Friðriks Ármanns Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Miðbæjar Hafnarfjarðar, eru kaupmenn nyög ánægðir með framtakið og kvarta ekki undan hávaðanum. „Rekstrar- aðilar í húsinu fagna svona uppákomum,“ sagði hann. „Þetta eykur mannlífið í bæn- um. Fólkið í húsinu hjá mér var mjög ánægt með Tívolíið í fyrrasumar og kom ég þakk- læti á framfæri við bæjaryfir- völd fyrir að leyfa þeim að koma hingað.“ Þá er byijað að setja upp tívolí á hafnarbakkanum í Reykjavík og tekur það vænt- anlega til starfa á þriðjudaginn. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 % ________ Reykjavík j Kópavogi ‘„Launaskrifst. ríkisins" f Hafnarfirði i öðrum sveitarfél. h á höfuðborgarsvæði ji I sveitarfélögum utan höfuðb.svæðis i' 11991 1998 Skv. könnuninni voi-u meðaltekj- ur Reykvíkinga sem sækja vinnu til sveitarfélaga utan höfuðborgar- svæðisins mun hærri en meðaltekj- ur annarra hópa eða um 271 þús. kr. á mánuði 1998. Meðaltekjur Reykvíkinga sem sælqa vinnu til Hafnarfjarðar voru um 157 þús. kr. Meðaltekjur þeirra sem sækja vinnu til Garðabæjar 158 þús. kr og þeirra sem sækja vinnu til Kópa- vogs um 138 þús. Til samanburðar voru meðaltekjur Reykvíkinga sem vinna á Reykjavíkursvæðinu tæp- lega 138 þús. kr. skv. könnuninni. Meðaltekjur Kópavogsbúa sem sækja vinnu í sveitarfélög utan höf- uðborgarsvæðisins voru um 176 þús. kr. skv. könnuninni. Meðaltekj- ur Kópavogsbúa sem sækja vinnu til Reykjavíkur voru 136 þús. kr., þeirra sem sækja vinnu tO Hafnar- fjarðar 157 þús. kr en meðaltekjur Kópavogsbúa sem störfuðu í Kópa- vogi voru tæpar 106 þús. kr. Meðaltekjur voru einnig hæstar meðal þeirra Hafnfirðinga sem sóttu vinnu til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins eða tæpar 299 þús. kr. Meðaltekjur Hafnfirð- inga sem sóttu vinnu tO Reykjavík- ur voru 130 þús. kr., þeirra sem sóttu vinnu til Kópavogs 139 þús.kr., tO Garðabæjar tæpar 136 þús. kr. en meðaltekjur Hafnfirð- inga sem störfuðu í Hafnarfírði voru 130 þús. kr. skv. könnuninni. Sé samsetning vinnuafls skoðuð í hveiju sveitarfélagi fyrir sig m.t.t. til búsetu kemur í ljós að Reykvík- ingar voru 71% þeirra sem vinna í Reykjavík, 12% þeirra bjuggu í Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 4% í Garðabæ og 6% í öðrum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogsbúar eru helmingur starfandi fólks í Kópavogi eða slétt 50% skv. könnuninni, 36% bjuggu í Reykjavík, 6% í Hafnarfirði, 4% í Garðabæ og 4% voru búsettir í öðr- um sveitarfélögum. 52% þeirra sem störfuðu á Sel- tjarnarnesi á árinu 1998 voru bú- settir í Reykjavík, 30% á Seltjarn- arnesi, 7% í Kópavogi, 5% í Hafnar- firði og 6% í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Garðbæingar voru 36% starfandi fólks í Garðabæ 1998. 34% bjuggu í Reykjavík, 15% í Hafnarfii'ði, 12% í Kópavogi og 3% í öðrum sveitarfé- lögum. 65% þeirra sem unnu í Hafnar- firði á seinásta ári voru búsettir þar, 21% voru búsettir í Reykjavík, 6% í Kópavogi, 5% í Garðabæ og 3% í öðrum sveitarfélögum. Mosfelling- ar voru 61% þeirra sem störfuðu hjá fyrirtækjum í Mosfellsbæ í fyrra, 28% þeirra bjuggu í Reykjavík, 5% í Kópavogi, 3% í Hafnarfirði og 3% í öðrum sveitarfélögum, skv. saman- tekt Aflvaka hf. Landssíminn boðar aukna þjónustu við netnotendur í árslok Tíföld flutningsgeta öflugustu nettengingar LANDSSÍMINN hyggst í árslok bjóða netnotendum á höfuðborgar- svæðinu upp á ADSL-tengingu sem hefur flutningsgetuna 1000 kb til notandans og um 400 kb frá honum, sem er um tíföld flutningsgeta ISDN-tengingar, sem er öflugasta tengingin sem netnotendur býðst nú. „Þetta er þjónusta sem stendur miklu framar tæknilega en sú þjón- usta sem Orkuveitan er að fara að bjóða upp á,“ segir Ólafur Stephen- sen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Landssímans. Jafnframt sagði Ólafur að verð- lagning til notenda yrði með þeim hætti að Landssíminn stæði sig í vaxandi samkeppni. En í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag kom fram að nýtt fyrirtæki, Lína ehf., í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, ætli að bjóða 100 heimilum og fyrirtækjum upp á netaðgang um raforkukerfi Orkuveitunnar sem hafi flutnings- getuna 1000 kb á sekúndu. ADSL-tengingin verður þó fyrst og fremst þéttbýlisþjónusta, að minnsta kosti til að byrja með, því að tengingin mun einvörðungu verða möguleg á þeim svæðum sem eru í innan við fimm kílómetra fjar- lægð frá símstöð. Brúar bilið yfir í breiðbandið Ennfremur hafa verið gerðar til- raunir á vegum Landssímans með háhraða netaðgang um breiðbandið, þar sem flutningsgeta til notenda er margfalt meiri en með ADSL-teng- ingu. Þó segir Ólafur að ekki verði unnt að bjóða almenningi upp á slík- an aðgang alveg á næstunni. „ADSL-þjónustunni er ætlað að þjóna vaxandi þörf fyrir bandvídd á næstu árum og brúa bilið þar til ljósleiðari verður kominn alla leið heim til flestra notenda, sem er framtíðarlausn Landssímans", segir Ólafur. Með ADSL-tengingu er sá mögu- leiki fyrir hendi að Landssíminn geti boðið notendum upp á kvik- mynda-, frétta- og tónlistarveitur auk aðgangs að Netinu en það verð- ur þó ekki í boði( til að byrja með að minnsta kosti. I tilraun sem gerð var sl. sumar var 21 heimili á Sel- tjamamesi veittur aðgangur að ADSL-þjónustu. Notkunin var að meðaltali ein klukkustund á sólar- hring sem var með því hæsta sem gerðist í þeim löndum þar sem til- raunin var gerð, en um var að ræða tilraunaverkefnið „AMUSE" á veg- um Evrópusambandsins. Bæði kvikmynda- og netveitan vom mjög vinsæl í tilrauninni hér á landi. Tengingin alltaf virk Ólafur segir meginkost ADSL- þjónustunnar vera þann að unnt sé að nota hefðbundnar símalínur fyrir háhraða netaðgang. Tengingin sé alltaf virk því notandinn tengist inn á Netið um leið og hann kveikir á tölv- unni og þarf því ekki að hringja inn til að komast í samband líkt og ISDN-notendur þurfa að gera. Hins vegar sé eins með þessa þjónustu og ISDN því að þó svo að verið sé að nota gagnaflutninginn er símalínan ekki á tali. Það skerðir þó ekki gagnaflutningsgetu ADSL-tenging- ar þótt talað sé í síma um leið. Enn- fremur vildi Ólafur taka fram að flutningsgetan til notenda væri 1000 kb á sekúndu fyrir hvem og einn notanda og ekki þyrfti að skipta hon- um á milli nokkurra aðila, eins og gefið hefði verið í skyn um þá teng- ingu sem Orkuveitan hyggst bjóða. „Við sjáum fyrir okkur að þetta verði fyrst og fremst notað sem net- aðgangur til að byrja með bæði hjá einstaklingum og minni fyrirtækj- um. Hins vegar þegar komið er inn á markað stærri fyrirtækja þá bæt- ist við sá möguleiki að nota ADSL fyrir fjarvinnslu starfsmanna. Þá geta starfsmenn tengst staðameti fyrirtækisins heiman frá sér. Þetta býður upp á aukna flutningsgetu og hraða í slíkri vinnslu. Því þó að menn séu með ISDN-tengingu þá tekur dálítinn tíma að geyma gögn inni á staðameti fyrirtækisins ef menn eru að tengjast því annars staðar frá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.