Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir GUÐRUN le Sage de Fontenay tekur við verðlaunum fyrir hugmynd sína að merki fyrir Landsmót UMFÍ 2001 úr hendi Sveins Jónssonar, formanns landsmótsnefndar. Merki valið fyrir Landsmót UMFÍ 2001 Egilsstöðum - Haldin var sam- keppni um merki fyrir Landsmót UMFÍ árið 2001 sem haldið verður á Egilsstöðum. Alls bárust 27 tillög- ur frá 25 höfundum um merkið. Dómnefnd skipuð Birni Armanni Olafssyni, Önnu Ingólfsdóttur og Stefaníu Steinþórsdóttur gerði til- lögu um þrjú merki. Landsmóts- nefnd var sammála tillögu dóm- nefndar og valdi merkið Kraft, en höfundur þess er Guðrún le Sage de Fontenay hjá Auglýsingastofunni Teikn í Hafnarfirði. I öðru sæti var merki eftir Ellert Grétarsson og í þriðja sæti var tillaga frá Gunnhildi Ingvarsdóttur. Höfundur verð- launahugmyndarinnar fékk 200.000 krónur fyrir tillögu sína. Landsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum 12.-15. júlí 2001 og er þegar byrjað að skipuleggja mótið. Að sögn Sveins Jónssonar, for- manns landsmótsnefndar, er verið að ljúka smíði seinni hluta íþrótta- húss á Egilsstöðum og verður hann tekinn í notkun á þessu ári. Endur- nýja þarf hlaupabrautir á íþrótta- velli en fengist hefur loforð um kr. 35 milljónir frá ríkissjóði til þeirra framkvæmda. Þátttakendur á landsmóti árið 2001 verða á milli eitt og tvö þúsund en gert er ráð fyrir að gestir verði um 10.000. Aðstæður ákjósanlegar Sveinn segir aðstæður á Egils- stöðum ákjósanlegar til þess að halda þetta mót. Hér þurfi að gera ÆS. /SIA//7S-Af0r //AffY Æ-/Æ Sj/í/&7S/&S/00Í//I* ráðstafanir varðandi tjaldsvæði og bflastæði, hreinlætisaðstöðu og að- stöðu fyrir sölubása en flest annað sé til staðar. Margt starfsfólk þarf við mótshaldið og kostnaður vegna þess hlaupi á milljónum enda er þetta stærsti einstaki íþróttavið- burður sem haldinn er hér á landi. Sveinn segir það mikinn ávinning að fá fjármagn til þess að skapa hér íúllkomna íþróttaaðstöðu. „Það hefur líka áhrif á þá sem eft- ir koma. Góð aðstaða er grundvöllur þess að hægt sé að leggja rækt við íþróttir. Það eflir áhuga og eykur möguleika þeirra sem hér búa og einnig þeirra sem koma að og stunda nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum,“ sagði Sveinn. I landsmótsnefnd sitja, auk Sveins, Sigurður Aðalsteinsson, fulltrúi UMFI, Jóhanna Guðmunds- dóttir, Gunnar Geirsson, Jónas Þór Jóhannsson, Ólafur Sigurðsson og Þórhallur Eyjólfsson. Að sögn Þóris Jónssonar, for- manns UMFI, krefst mót sem þetta mikils undirbúnings enda sé farið að huga að því hvar eigi að halda Landsmót 2004 en auglýst verði eft- ir mótshaldara að því innan tíðar. Signetshringur- inn geymdi ver- búðarlykil Ísaíírði - Minjasafninu í Ósvör í Bolungarvík hefur bæst góður gripur, sem er meira en hund- rað ára gamall lyklahringur sem jafnframt var signetshring- ur. Hann er gjöf til safnsins frá Maríu Hildi Guðmundsdóttur og var í eigu afa hennar, Majas- ar Elíassonar, sem drukknaði í sjóróðri frá Bolungarvík árið 1899 eða fyrir réttri öld. Á hringnum hafði Majas verbúð- arlykil, sem reyndar er Iöngu týndur en á signetinu eru stafírnir ME. Majas Elíasson var fæddur árið 1859 á Snæfjallaströnd og var því rétt fertugur þegar hann fórst. Hann var háseti á sexæringi en formaður var Jens Þórðarson. Þeir félagar reru í sæmilegu veðri og lögðu línuna. Þegar það var búið treystu þeir sér ekki til að draga hana og sneru strax til lands. Skammt frá þeim var annar sexæringur. Formaður á honum var Gísli, faðir Árna Gíslasonar úr Ogur- nesinu. Þeir voru langt komnir að draga sína línu þegar þeir sjá að Jens og skipveijar hans leggja af stað í land. Þegar þeir eru búnir að draga og halda af stað undrast þeir að sjá ekki seglin á hinum bátn- um. Þeir komu siðan auga á bátinn á hvolfí og voru fjórir menn á kili en tveir voru horfnir, formaðurinn og Majas. Gísli og áhöfn hans björguðu mönnunum fjórum en einn þeirra lést síðan af vosbúð. Nánar má Iesa um slys þetta í LANDIÐ Víkinga- hátíð á Seyðisfirði Seyðisfirði - Víkingahátíðin á Seyðisfírði var haldin um nýliðna helgi. Þótt veður hafí ekki verið eins og best verður á kosið er talið að á annað þúsund manns hafi sótt hátíðina. Stórt samkomutjald var reist framan við Hótel Seyðisfjörð og víkingaljöld meðfram Lóninu við liótelið. Dansleikir voru í tjaldinu bæði kvöldin þar sem Víkinga- sveitin lék fyrir dansi. Mikið af handverksfólki var á hátíðinni og gátu gestir séð það að störfum og keypt afraksturinn ef þeim sýndist svo. Þjálfaðir bardaga- menn sýndu víkingabardaga og var aðdragandi þeirra ieikinn að Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÞJÁLFAÐIR bardagamenn sýndu víkingabardaga að hætti Islendingasagna. hætti fslendingasagna. Þetta er annað árið í röð sem Víkingahátíð er haldin á Seyðis- fírði. Hátíðin þótti vel heppnuð og að sögn mótshaldarans Ey- þórs Þórissonar hjá Hótel Seyðis- fírði verður sams konar hátíð trúlega haldin að ári. SKÁLAFELL í Suðursveit. Morgunblaðið/Einar Jónsson Fjölmenn ættarmót Kálfafellsstað - Tíðarfar í júní hefur verið allgott en þó fór úthögum lengi vel lítt fram vegna kulda. En nú er allt að braggast með besta móti í hita og vætu, og grasið þýtur upp, ekki hvað síst á sandtúnunum. Eins hefur mannlíf verið hér í blóma með hátíð- um og tildragelsi. Hinn 18. júní var haldið ættarmót í félagsheimilinu Holti á Mýrum þar sem um 160 manns mættu. Voru þar á ferð niðjar og skyldulið Ara Sig- urðssonar, bónda á Borg (1891-1957), og konu hans, Sigríðar Gísladóttur (1891-1992). Þeim varð tíu barna auðið, auk sonarins Vigfús- ar sem Sigríður átti áður og eru af- komendur þeirra nú talsvert á annað hundrað. Borgarheimilið var hið mesta menningarheimili og þar voru einna síðast lesnir húslestrar hér í sýslu. Söngur var þar í slíkum hávegum hafður að sagt var að þau Borgar- systkinin hefðu fæðst með sálmabók í höndum. Daginn eftir, 19. júní, var annað ættarmót haldið að Hrollaugsstöð- um í Suðursveit. Voru þar saman- komin niðjar og sifjalið þeirra Guð- mundur Sigurðssonar, föðurbróður Ara á Borg (1858-1916), og konu hans, Sigríðuar Aradóttur frá Reynivöllum (1860-1938). Guð- mundur var framan af kenndur við Borg þar sem hann ólst upp en síðar við Skálafell þar sem þau hjón bjuggu lengst af. Þeim varð tólf barna auðið er upp komust og lætur nærri að afkomend- ur þeirra fylli nú hálft sjöunda hundraðið. Meðal barna þeirra voru Steinunn á Hala, Þorsteinn, hrepp- stjóri á Reynisvöllum, og Vilhjálmur á Gerði svo einhverjir séu nefndir hér í sveit. Ekki var auður í garði hjá þeim Guðmundi og Sigríði og mörg börn þeirra ólust uppi fjarri föður- húsum. Ættarmótið var því ekki hvað síst haldið til að bæta það sem upp á vantaði á fjölskylduböndin á árum áður að sögn forráðamanna þess. Tónlistargáfa hefur einkennt margt af þessu ágæta fólki enda seg- ir Þórbergur Þórðarson að Guð- mundur Sigurðsson hafí löngum haldið uppi söng í baðstofunni með börnum sínum. Geri aðrir betur. Rúmlega HRINGUR Majasar Ehasson- ar með signetinu en ver- búðarlykilinn vantar. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsaon MARÍA Hildur Guðmundsdóttir afhendir Geir Guðmundssyni signetshring afa síns f Ósvörinni. estfírskum slysadögum eftir ýjólf Jónsson. Lík þeirra Jens og Majasar mdust og eru þeir báðir jarð- zttir í kirkjugarðinum á Hóli í olune'arvík. María Hildur vildi að hringurinn yrði varðveittur í minjasafninu í Ósvör, þar sem afí hennar reri frá Bolungarvík- Þessi gamli og merki gripur verður þar til sýnis í öðrum sýningarkassanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.