Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Minna ríkisútvarp? EIGENDUR kvik- myndafélagsins Nýja bíós sem annast tæknivinnu við fram- leiðslu 100 sjónvarps- þátta sem einkaaðilar eru að gera fyrir Sjón- varpið, vilja loka fram- leiðsludeild Sjónvarps- ins. I opnuviðtali sem birtist í Morgunblað- inu 20. júní síðastlið- inn, verður þeim Guð- mundi Rristjánssyni og Guðbergi Davíðs- syni tíðrætt um það sem þeir kalla „óeðli- lega samkeppni Sjón- varpsins" við einkafyr- irtæki í kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð. Um það segir svo í við- tali Morgunblaðsins: Sjónvarpið hefur margfaldað starfsmanna- Jjölda sinn síðan 1984, að sögn 'Guðmundar. „Þetta er einsdæmi í Evrópu," segir hann. „Frá 1984 hafa flestar sjónvarpsstöðvar í Evrópu fallið frá þessu fyrirkomu- lagi og fækkað starfsmönnum um allt að 60-70%. Við erum eina þjóð- in sem hefur farið í þveröfuga átt. I Þýskalandi er allt boðið út, sjón- varpsstöðvarnar framleiða ekkert sjálfar.“ Guðmundur og Guðbergur vilja taka að sér alla efnisframleiðslu fyrir Sjónvarpið. En er hægt að Treysta því sem þeir segja? Skoð- um fullyrðingar í ofangreindri málsgrein. „Sjónvarpið hefur margfaldað starfsmannafjölda sinn síðan 1984.“ Þau Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, Tómas Ingi Olrich al- þingismaður, Páll Magnússon fréttastjóri og Asdís Halla Braga- dóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjöms Bjarnasonar, eru alls ekki sammála þessari fullyrðingu. I skýrslu sem þau fjögur síðar- nefndu skiluðu til ráð- herrans í mars 1996 kemur berlega í ljós að starfsmönnum Rík- isútvarpsins fjölgaði um aðeins 5 prósent á árunum 1987-93, og síðan hefur þeim aftur fækkað um 5 prósent. Allt tal um margfald- aðan starfsmanna- fjölda er út í heiðan hött. „...og sjónvarps- stöðvarnar framleiða ekkert sjálfar.“ í sömu skýrslu segir að ríkissjónvarp í Evr- ópu hafí aukið útsend- ingartíma „gífurlega“, en eigin framleiðsla sjónvarps- stöðvanna sem hlutfall af útsend; ingartíma hafi haldist óbreytt. I Ríkisrekstur Evrópusamband út- varpsstöðva, segir Jón Asgeir Sigurðsson, tel- ur markaðinn ekki geta boðið upp á gæðadag- skrár, sem höfði til allra þjóðfélagshópa. skýrslu Gunnlaugs Sævars, Tómasar Inga, Páls og Ásdísar Höllu segir svo: „Þetta merkir að ríkissjónvarpsstöðvamar hafa ekki aðeins fyllt upp í lengri út- sendingartima með því að kaupa efni og með endursýningum, held- ur einnig með því að stórauka eig- in framleiðslu, með aukinni sam- vinnu við aðra um gerð dagskrár- efnis og með fjölgun samninga við sjálfstæða framleiðendur." Fjór- menningar menntamálaráðherra segja - andstætt því sem talsmenn Nýja bíós gefa til kynna - að ríkis- sjónvarpsstöðvar í Evrópu hafi stóraukið eigin framleiðslu á árun- um 1988-94. I Evrópuríkjum eru menn sam- mála um það, að ríkisútvarp eigi áfram að vera öflugt og nýta nýj- ustu tækni sem best. Sú er niður- staðan eftir umræður innan Evr- ópusambandsins síðustu tvö ár um framtíð ljósvakafjölmiðla í ljósi samruna fjarskipta-, fjölmiðla- og upplýsingatækni. Evrópusam- bandið mun á næstunni samþykkja tilskipun um áframhald einkavæð- ingar í fjarskiptum, en ljósvaka- miðlar í Evrópuríkjum eiga áfram að vera bæði í einkaeigu og í þjóð- areigu. Ástæður þessarar íhaldssemi gagnvart ríkisútvarpi eru þær, að ríkisútvarp í lýðræðisríkjum Evr- ópu hefur ætíð haft skýrum skyld- um að gegna við almenning. Það hlutverk er ítrekað í Amsterdam- sáttmála Evrópusambandsins, þar sem segir að „ríkisútvarp í aðildar- ríkjum sé nátengt lýðræðis-, fé- lags- og menningarþörfum hvers þjóðfélags og þeirri nauðsyn að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum". í því sambandi gaf Samband evr- ópskra útvarpsstöðva (European Broadcasting Union, EBU) í fyrra út yfirlýsingu um hlutverk ríkisút- varps í nútíð og framtíð. EBU-sambandið telur mikilvægt að ríkisvaldið í hverju landi starf- ræki öfluga ljósvakamiðla, sem þjóni öllum þjóðfélagshópum, eink- um og sérílagi með vinsælum gæðadagskrám. EBU segir að einkamiðlar reknir í samræmi við hagnaðarmarkmið, keppi ekki við ríkisútvarp. Markaðurinn geti ekki og muni ekki bjóða upp á gæðadag- skrár sem höfði til allra þjóðfélags- hópa. Ég ætla ekki að leggja mat á gagnrýni sem birst hefur á síðum Morgunblaðsins á umgetna 100 sjónvarpsþætti sem heita „Maður er nefndur". í blaðinu eru fram- leiðendur sakaðir um vinnubrögð eins og búast megi við af fram- haldsskólanemum sem séu að fikra sig áfram í fyrsta skiptið í myndbandaklúbbi skólans. „Þátt- urinn var tæknilegur subbuskap- ur,“ segir Geir Hólmarsson í rök- studdri gagnrýni í Morgunblaðinu 12. júní síðastliðinn. Sami maður fullyrðir í annarri grein að fram- leiðendur þáttaraðarinnar græði 10 til 12 milljónir króna á samn- ingnum við Sjónvarpið, fram- leiðslukostnaður sé aðeins rúmur helmingur af heildargreiðslu frá Sjónvarpinu. Ef þetta er satt, er skiljanlegt að einkaaðilar vilji leggja niður framleiðsludeild Sjónvarpsins. í Evrópu eru menn sammála um að ríkisútvarp eigi áfram að bjóða öllum almenningi fjölbreytt- ar, alhliða dagskrár sem samrým- ist lífi fólks á tímum tæknifram- fara og breytinga. Enda þótt rík- isútvarp sæki inn á ný svið í tækni og dreifingu, eigi áfram að gilda jafn strangar reglur og áður um gæði og fjölbreytni efnisinnihalds og dagskráa. Og slíkar gæðakröf- ur eigi auðvitað einnig að gilda um efni sem keypt sé af einkaaðil- um. í flestum Evrópuríkjum eru af- notagjöld helsti tekjustofn útvarps í þjóðareigu og þær tekjur verða áfram nýttar, til þess að uppfylla víðtækt þjónustuhlutverk sem rík- isútvarpi er ætlað - „nátengt lýð- ræðis-, félags- og menningarþörf- um hvers þjóðfélags". Höfundur er formaður Starfs- mannasamtaka Ríkisútvarpsins. ’uorum aQf'ftytjai I O I. S K V I. I) U LJOSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rétt við Smáran! L 1969-1999 30 ára reynsla Hitaþolið gler Hert gler Eldvarnargler GLERVERKSMIÐJAN Saniverk Eyjasandur 2 • 850 Hella » 487 5888 • Fax 487 5907 Jón Ásgeir Sigurðsson Ræningjar komu til Rómaborgar NÝLEGA lagði borgarstjórinn í Reykjavík fram árs- reikninga borgarsjóðs og fyrirtækja hans fyr- ir árið 1998. í fram- haldi af þvi fjölluðu tveir borgarfulltrúar vinstri meirihlutans um fjármál borgarinnar í fjölmiðlum. Annars vegar sagði Helgi Hjörvar um skuldamál Reykjavíkurborgar eitthvað á þá leið, „að þar sem hlutfall skulda af skatttekjum hefði lækkað niður í 91,88% væri ekki um raunskuldaaukningu að ræða“. Hins vegar talaði Helgi Pétursson um ábyrga fjármálapólitík R-listans sem fælist í því „að eyða ekki um- fram það sem aflað er“ og jafn- R-listinn Aldrei áður, segir Júlí- us Hafstein, hafa álög- ur á borgarbúa verið hækkaðar jafn mikið á jafn stuttum tíma. framt, „að ekki megi auka á skatt- byrði almennings". Þessi ummæli tveggja borgarfulltrúa vinstri meirihlutans eru með slíkum endemum að ekki verður komist hjá að vitna til þeirra staðreynda sem liggja fyrir í skýrslu Borgarendur- skoðunar, hlutlauss aðila í umfjöllun um fjármál Reykjavíkurborgar. Skattpíning vinstrimanna Allir þekkja loforð vinstrimanna fyrir síðustu tvennar borgarstjóm- arkosningar. Skattar eða gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar. Þegar þetta er haft í huga og skýrsla Borgarendur- skoðunar er skoðuð þar sem bornar eru saman tekjur borgarsjóðs síð- ustu fjögur árin á meðalverðlagi ársins 1998 kemur allt annað í ljós. Skattar hafa stórhækkað í valdatíð vinstrimanna í Reykjavík. Lætur nærri að heildartekjur hafi hækkað um 50%, sem aðallega samanstend- ur af fimm atriðum: Stóraukinni útsvarshækkun, hækkun á gjaldskrám ýmissa mála- flokka, sérstökum nýjum holræsa- skatti, hækkun á arðgreiðslum frá fyrirtækjum borgarinnar, sem valda hækkun á gjaldskrám við- komandi fyrirtækja, og almennu góðæri í landinu. Það skal tekið fram að borgaryfirvöld hafa lítið með góðærið að gera. Það eru önn- ur stjómvöld sem hafa lagt sig fram í þeim efnum. I tölum er þetta þannig, að árið 1994 voru heildar- tekjurnar rúmir 16 milljarðar en 1998 tæpir 25 milljarðar. Þegar þessi skattpíningarstaðreynd birtist í gögnum frá Reykjavíkurborg, sem er í raun þeirra eigin orð, það er borgarstjórnarmeirihlutans, er brosleg sú yfirlýsing eins af borgar- fulltrúum þeirra, „að ekki megi auka á skattbyrði almennings". Hér hlýtur hver heilvita maður að spyrja sig; vita þessir vinstri póli- tíkusar ekkert hvað þeir em að gera? Aldrei áður hafa álögur á borgarbúa verið hækkaðar jafn mikið á jafn stuttum tíma, það er á fjóram áram. Slíkar yfirlýsingar af hálfu Helga Péturssonar eru hrein ósvífni í garð borgarbúa. Og enn heldur borgarfulltrúinn áfram og talar um ábyrga fjármálastjóm vinstrimanna! Þau orð hefðu mátt falla ef skattpíningin væri notuð til þess að greiða niður skuldir. En það er öðra nær. Á árslokaverðlagi ársins 1998 era heild- arskuldir borgarinnar, að lífeyrisskuldbind- ingum undanskildum, 25,8 milljarðar en voru árið 1994, á sama verðlagi, 14,9 milljarð- ar. Mismunurinn er um 11 milljarðar króna eða aukning upp á lítil 73%. Þetta kall- ar borgarfulltrúi vinstri meirihlutans „ábyrga fjármála- stjórn“. Hér eru menn greinilega ekki sjón- daprir heldur staur- blindir. Þetta er skelfileg fjármálastjórn, svo ekki sé meira sagt. Séu þessar tölur reiknaðar á fjölda íbúa í Reykjavík þá hækkar skuld á hvern íbúa á þessum fjórum áram sem vinstri- menn hafa stjórnað Reykjavík úr 144 þúsundum í 238 þúsund eða um 65%. Hér skal ekkert um það sagt til hvers þessir ellefu milljarðar voru notaðir. Kjarni málsins er sá að það eru takmörk fyrir því hve mikið er hægt að skuldsetja eitt sveitarfélag. I þessum efnum er vinstri meirihlutinn í Reykjavík kominn langt fram fyrir „rauða strikið" og hefur Reykjavíkurborg aldrei í annan tíma staðið jafn illa fjárhagslega. Þessum staðreyndum getur enginn mótmælt, sama hvaða sjónhverfingum verður reynt að beita. Þeirra eigin orð, tölurnar úr skýrslu Borgarendurskoðunar, tala sínu máli. Hlutfall af brúttóskatttekjum Hinn borgarfulltrúinn sem minnst er á, Helgi Hjörvar, kemur fram með þá skoðun að þar sem hlufall skulda af brúttóskatttekjum hafi lækkað um nokkur prósent milli ára niður í 91,88% væri ekki um raunskuldaaukningu að ræða. Helgi Hjörvar er sýnilega einn mesti „fjármálasnillingur“ sem vinstrimenn hafa sett fram á mark- aðinn í áratugi. Auðvitað lækkar hlutfall þegar skattar hækka jafn mikið og raun ber vitni. Það er lítil „snilld" í slíkum samanburði. Aftur á móti horfir borgarfulltrúinn al- gjörlega framhjá þeirri staðreynd að skuldastaða Reykjavíkurborgar er komin á mjög alvarlegt stig. Ein- hvem veginn læðist sú hugsun að mér að Helgi Hjörvar hafi afar lít- inn skilning á því sem þarna er að gerast. Þegar allur þessi vandræðagang- ur vinstrimanna er skoðaður, hækkun á sköttum, nýir skattar, hækkanir á gjaldskrám, sífelt rifið meira og meira úr sjóðum fyrir- tækja borgarinnar og taumlaus og, að því er virðist, óviðráðanleg skuldsetning, kemur mér í hug vís- an sem við krakkarnir lærðum í æsku um ræningjana sem fóra til Rómaborgar. Vísan er auðvitað gáta og grín. En öllu gríni fylgir nokkur alvara. Ræningjar komu til Rómaborgar rændu þar og rupluðu rabarbara og rófiim hvað eru mörg R í... Borgarstjómarkosningar verða eftir rúmlega tvö og hálft ár. Loforð vinstrimanna um engar skatta- hækkanir lágu fyrir. Þau loforð hafa verið margsvikin. Skuldastaða borgarinnar stórversnar ár frá ári. Borgarfulltrúar meirihlutans vita greinilega ekkert um stöðu mála, ef marka má ummæli þeirra og full- yrðingar. Reykvíkingar, er ekki rétt að fara að gefa þessum mannskap frí? Júlíus Hafstein Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.