Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er komið að ögurstund í kvótaruglinu, niðurtalningin er hafín. Hátt boðið í Miðfjarðará VEL var boðið í veiðirétt í Mið- fjarðará, en tilboð í réttinn næstu þrjú árin voru opnuð á lög- mannastofu í Reykjavík í gær- dag. Alls bárust sex tilboð í ána og var fyrirtækið Lax-á ehf. með langhæsta boðið, 31.850.000 krónur. Næsthæsta boðið var frá Stanga- veiðifélagi Reykja- víkur sem bauð 27.100.000 krónur og þriðja hæsta boðið var frá þeim Hjalta Björnssyni, Sigmari Björns- syni og Ævari Hallgrímssyni sem buðu 26.900.000 krónur. Lón sf., sem leigir Viði- dalsá og Laxá í Dölum, bauð 25.400.000 krónur, Einar Sigfús- son og Guðmundur Á. Pétursson buðu saman 25 milljónir sléttar og Friðbert Pálsson bauð 24 milljónir. Landeigendur Miðfjarðarár leggj- ast nú undir feld og grandskoða tilboðin, en samkvæmt framan- BÖÐVAR Sigvaldason, formaður Veiðifélags Miðfjarðarár, lengst t.v. ásamt tveimur kátum viðskiptavinum. skráðu má búast við því að Lax-á, sem er fyrirtæki Árna Baldursson- ar, hreppi hnossið. Auk þessa var boðið í silunga- svæðið, sem er tveggja stanga sjó- bleikjuverstöð fyrir neðan brú. Árni Baldursson bauð 720.000 krónur, en þremenningamir Æv- ar, Hjalti og Sigmar buðu 800.000 krónur. Friðbert bauð 600.000 krónur og Lón sf. 100.000 krónur. Auk þess kom boð frá sænska fyr- irtækinu Vulkan Reiser upp á 550.000 krónur, en fyrirtækið kaupir þegar stóran hluta veiði- leyfa á silungasvæði Víðidalsár. Einar Sigfússon og Guðmundur Á. Pétursson og SVFR buðu ekki sér- staklega í bleikjuveiðina. Miðfjarðará hefur ekki verið á útleigumarkaðinum í mörg ár, veiðifélagið um ána hefur sjálft séð um sín sölu- og markaðsmál og hefur formaðurinn, Böðvar Sig- valdason, borið þar þyngstu byrð- arnar. Bæjarlækirnir Það er frekar dræm veiði í El- liðaánum þessa dagana og kenna menn um sól og blíðu. Vatn er minnkandi í ánni og þótt slatti sé af laxi í henni tekur hann nú illa. Bergur Steingrímsson hjá SVFR sagði í gær að 69 laxar væru komn- ir á land og væru menn nokkuð sáttir við það. Nú fer annars í hönd besti veiðitíminn í ánni og margir bíða spenntir eftir að sjá hvað verður úr göngum í ána. 42 laxar voru komnir á land úr Leirvogsá í gærmorgun og er lax að veiðast um alla á. Menn sjá lax- inn víða og sums staðar talsvert magn, en besti tíminn er þó allur Morgunblaðið/SÁM ÞÓTT stór orð hafi fallið um ástand Elliðaánna síðustu miss- eri halda menn þó enn þangað til veiða, m.a. Einar G. Harðar- son (t.h.) og hollenskur vinur hans, Hans Mensink, sem var svo hrifinn af ánni að hann lagðist á magann og drakk nægju sína ... án þess að verða meint af. eftir. Heldur hefur gengið rólega allra síðustu daga, enda afleitt veiðiveður. Þó er vatnið í ánni mjög „gott“. Vel á fjórða tug laxa hafa veiðst í Úlfarsá, eða Korpu, eins og margir kalla hana, en veiði hófst þar 20. júní. Þetta er að mestu leyti smá- lax eins og venjulega í Korpu. Enn er gott vatn í ánni, en hefur minnk- að nokkuð síðustu daga. Hörkuholl „Fjaðrafokið“ veiddi 89 laxa í Norðurá á dögunum, lauk veiðum á háedgi á fimmtudag. Grunur leikur á að það sé hæsta einstaka hollið í íslenskri á á þessu sumri. Þar með voru komnir 483 laxar á land úr ánni. Það stefndi í að hollið ryfi 100 laxa múrinn, en veðurguðirnir fóru í sparifötin og komu í veg fyrir það. Herrifflasýning og -keppni Arlegt mót Byssuvina- félagsins IDAG klukkan 10 verður opnuð herminja- og byssu- sýning. Hún er haldin samhliða herrifflakeppni sem er árlegt mót Hins íslenska byssuvinafélags. Sýning er haldin í húsi við hliðina á útisvæði Skotfélags Reykjavíkur í Leirdal sem er fyrir neð- an hitaveitugeymana við Vesturlandsveg í ná- grenni Hafravatns. Skot- keppnin hefst líka klukk- an 10 og eru keppendur beðnir að mæta ekki seinna en klukkan 9.30. Steinar Einarsson, for- maður Skotfélags Kópa- vogs, er einn af forvígis- mönnum sýningar Hins íslenska byssuvinafélags. Hvers vegna var henni komið á laggirnar? Hún var sett upp sem forsýn- ing að stórri sýningu sem haldin verður í haust á Hótel Islandi. Á þessari forsýningu gefst fólki kostur á að sjá byssur frá fyrri og seinni heimsstyrjöld og einnig nýrri byssur. -Er eingöngu um herbyssur að ræða? Já, þarna eru bara til sýnis gamlar byssur sem notaðar hafa verið í hemaði og aðrar herminj- ar, svo sem hjálmar, herbúningar og aðrar minjar sem orðið hafa eftir hér frá stríðsárunum. - Var eitthvað af þessurn byss- um í notkun hér á fyrri stríðsár- unum? Nei, þær eru allar innfluttar, t.d. frá Svíþjóð, Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Margar af þessum byssum hafa aldrei verið notaðar í hernaði, aðeins verið framleiddar. Sumar hafa hins vegar verið notaðar án þess að maður þekki nokkuð sögu þeirra. - Hvað getur þú sagt mér um þetta árlega skotmót sem haldið er samhliða umræddri sýningu? Það hefur verið haldið frá stofnun Hins íslenska byssuvina- félags 1993. Á þessu móti em ein- göngu notaðar byssur sem fram- leiddar voru fyrir eða í seinni heimsstyrjöld. Yngri byssur eru ekki leyfðar. Margir eiga þessar gömlu byssur sem hafa verið fluttar inn í gegnum árin. - Til hvers hafa þær verið fluttarinn? Þær hafa ýmist verið fluttar inn sem safnbyssur eða sem veiðibyssur, t.d. til hreindýra- veiða. - Eru svona rifflar dýrir? Nei, það er t.d. verið að flytja inn sænska herriffla á 26 þúsund krónur. Þetta er sextíu skota keppni sem fram fer í __________ dag og það er skotið af hundrað metra færi standandi og þrjú hundruð metra _____________ liggjandi. - Er mikill munur á að skjóta standandi eða liggjandi?f Já, það er mikill munur á því. Maður er mun stöðugri í liggj- andi stöðunni. Rifflarnir slá örlít- ið en ekki svo mikið að menn meiði sig á þeim. - Er fólki óhætt að fara um sýningarsvæðið? Já, svæðið þar sem sýningin stendur er mjög vel varið og eng- in hætta á að fólk verði fyrir Steinar Einarsson ►Steinar Einarsson fæddist 13. janúar 1949. Hann lauk prófi sem vélstjóri 1970 frá Vélskóla Islands. Hann rak lengi fyrir- tækið Kolsýruhlcðsluna, ásamt föður sínum Einari Steinarssyni, en seldi fyrirtækið 1998 og er nú starfsmaður þar. Hann er formaður Skotfélags Kópavogs og var einn af stofnendum þess árið 1988. Steinar er giftur Gunnhildi Eymarsdóttur, starfs- manni Osta- og smjörsölunnar, og eiga þau tvö börn. Haldin byssu- námskeið á haustin skoti. Skotsvæðið er ekki tengt sýningarsvæðinu en er samt til hliðar og aftan við það. Þarna verða menn á staðnum sem svara spurningum áhugasamra sýning- argesta og fræða þá um allt sem tengist sýningarmunum og skot- keppninni. - Eru margir sem keppa? Það hafa verið svona tíu til fimmtán manns í hverri keppni en ég legg áherslu á að það eru allir velkomnir til keppni sem eiga byssur frá þessum árum. Allir þeir sem eiga svona byssur eru búnir að ganga í gegnum námskeið í meðferð þeirra og hafa byssuleyfi. - Er erfítt að fá byssuleyfí? Nei það er auðvelt. Það eru haldin námskeið á hverju hausti á vegum lögreglunnar, dóms- málaráðuneytisins og Skotveiði- félags íslands. Þeir hafa haldið sameiginleg námskeið í að minnsta kosti 7 til 8 ár. Þar er kennt allt um byssur; saga þeirra, virkni og meðferð, auk dýrafræðinnar fyrir veiðina, landréttar, siðfræði og loks er verkleg kennsla á útisvæði. Byss- ur á Islandi eru annað hvort keyptar inn sem veiðibyssur eða íþróttabyssur. - Hvað verður sýnt á stóru sýningunni í haust á Hótel íslandi? Þetta verður stór sýning þar sem sýnd- ar verða veiðibyssur, herbyssur og skamm- byssur af ýmsum toga ásamt ým- iss konar minjum, bæði úr hern- aði og veiði. Hugsanlega verða líka sýndar markbyssur fyrir skotíþróttirnar. Það verður Hið íslenska byssuvinafélaga sem heldur sýninguna í félagi við veit- ingastaðinn Hótel ísland. Þar verður mikil uppskeruhátíð í tengslum við sýninguna. Við vor- um með svipaða sýningu í fyrra sem tókst mjög vel og var vinsæl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.