Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 41 UMRÆÐAN Endurmenntunar- stofnun Háskóla A Islands SAMFÉLAGBÐ breyt- ist ört. Mörgum verður æ ljósara að menntun er lík efnisgæðum að einu leyti. Viðhaldi hennar verður að sinna. Annars rýma gæðin. Gildi menntun- ar fellur í verði ef svo má að orði komast. Við þessu verðfalli eða gengisfalli er til gott ráð. Það er að stunda endurmenntun eða sí- menntun öllu heldur. Orðið símenntun heyrði undirritaður í íyrsta sinn íyrir tveim- ur áratugum hjá Páli Hallgrímssyni, þáverandi sýslu- manni í Árnessýslu. Taldi Páll það hæfa betur viðhaldi menntunar. Endurhæfing hafði þá pólitíska merkingu sem hvarf við lok kalda stríðsins. Nú er svo komið að hver maður verður að halda við menntun sinni. Til þess eru margar leiðir. Sjálfs- nám, sem margir hafa stundað, jafnvel án þess að hafa formlega menntun, er ein. Hún hefur reynzt íslenzkri þjóð vel um aldir. Á tím- um örra breytinga bæði í tækni og einnig viðhorfum er nauðsyn form- legrar endurmenntunar og sí- menntunar augljósari en fyrr. Margir hafa boðið ýmsa kosti, bæði einkaaðilar og opinberir. Stundum hefur verið samstarf. Engin ein lausn er algild. Boðin hafa verið styttri námskeið og lengra nám. Hvort tveggja er gagnlegt. Háskóli íslands hefur greint þörf fyrir styttra nám á háskólastigi og hrundið því úr vör nú við upphaf nýs skólaárs. Mikilvægi akademískrar mennt- unar á eftir að aukast vilji Islend- ingar standa í fremstu röð í heim- inum. Hún verður tryggð með því að gæta upphafsins. Grunnskóla verður að efla. Það er önnur saga. Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands hefur boðið styttri námskeið og lengra nám með starfi. Ber þar hæst rekstrar- og viðskiptafræðinám, sem notið hef- ur mikilla vinsælda. í upphafi árs 1998 hófst þriggja anna, 300 kennslustunda nám við EHI í sam- vinnu við Samband íslenzkra sveit- arfélaga og fjármálaráðuneytið. Opinber stjórnsýsla og stjórnun heitir það. Skipulag var þannig að fólk utan af landi ætti kost að stunda það. Á þriggja vikna fresti mættu nemendur með ólíkan bak- grunn, karlar og konur, til skóla þrjá daga í senn. í upphafi voru þeir 41 en fækkaði er á leið. Bezta vekjaraklukkan Það var einstakt tækifæri að fá að taka þátt í að ýta úr vör. Við sem námum náð- um ótrúlega vel sam- an. Það eitt að nem- endur frá tæplega þrí- tugu til sextugs voru svo áhugasamir að læra smitaði hópinn af einstakri námsgleði. Smám saman jókst sjálfstraust einstak- linga hópsins. Kennarar komu úr ýmsum áttum, eins og nemendur, bæði af akademísku sviði og beint úr reynsluheimi stjómsýslunnar. Nemendur gátu miðlað hver öðrum Símenntun Nú er svo komið, segir Ólafur Helgi Kjartans- son, að hver maður verður að halda við menntun sinni. því til viðbótar og kannski víkkað svið kennaranna þegar vel tókst til. Öllum námsgreinum lauk annað- hvort með prófi eða verkefnum, ýmist einstaklings eða hópa. Að líta til baka er að sjá veizlu fyrir áhugasama um stjórnsýslu, sem hefur ekki verið kennd sér- staklega svo neinu nemi hérlendis. Afburðakennarar og frábært starfsfólk EHÍ setja mark sitt á þessa miklu vinnu nemenda. Að hafa tekið þátt í þessu námi er að hafa eignazt beztu vekjaraklukk- una á síðustu árum. Augu okkar opnuðust fyrir mörgu fræðilegu og nýtilegu sem mun setja mark sitt á störf okkar framvegis. Og áhugi sumra vaknaði til frekara náms á þessu sviði. Við útskrift 122 nem- enda EHÍ af fjórum brautum hinn 19. júní síðastliðinn mátti sjá marga, sem glöddust með réttu af árangri erfiðis síns. Þar uppskáru margir. Undirrituðum þótti vænt um að sjá í hópnum þrjá fyrrum starfsmenn sína. Þeir sem hugleiða endurmenntun ættu hiklaust að kynna sér þau glæsilegu tækifæri, sem EHÍ veitir. Þau svíkja ekki. Höfundur cr sýslumaður á ísafirði og nemandi EHÍ. Ólafur Helgi Kjartansson alla aðra dam kl. 10:00. Nánari upplýsingar og bókanir í fastar feröir: Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar Hí 565 0661 Húni il - Hafnarfjörður Sími 894-1388. Einnig serferóir fynr hopa. á sunnudögum kl. 14:00. Veður og færð á Netinu ^mbl.is ALLTA/= eiTTHVAÐ NÝTl Ný öryggismálastefna og áhrif „lítilla“ ríkja ÁKVARÐANIR leið- togafúndarins í Köln gáfu Evrópusamband- inu nýja vídd og mörk- uðu tímamót í samstarfi Evrópuríkjaý utanríkis- málum. Átökin á Balkanskaga hafa sýnt að Evrópa er enn háð Bandaríkjunum í örygg- is- og vamarmálum og undirstrikað mikilvægi þess að Evrópa hafi skipulag og herafla til að takast á við átök og knýja fram frið. Utnefn- ing Javier Solana í hið nýja embætti talsmanns Evrópusambandsins í utanríkismálum er til þess fallin að styrkja trú á því að ESB-ríkin geti talað einum rómi og nú verður þegar hafist handa við að setja á fót stofnanir og starfshópa sem hafa umboð og getu til að stilla saman strengi aðildarríkjanna. Ástæða er til að gefa sérstakan gaum hlutverki Martti Ahtisaari Finnlands- forseta í tilraunum til að finna frið- samlega lausn í Kosovo. Ahtisaari er forseti í einu af smærri aðildarríkjum ESB og honum tókst, ásamt Viktor Chemomyrdin, að fá Serba til að ræða og samþykkja frið- artillögur sem tryggja öryggi Albana í Kosovo. Ég hef tekið eftir því í íslenskri umræðu að því hefur verið haldið fram að lítil ríki missi áhrif og frelsi í utanríkismálum gangi þau til liðs við ESB. Finnland er gott dæmi um hið gagn- stæða. Aðildarríki ESB njóta þess að eiga vísan stuðning allra sam- starfsríkjanna, að eiga vettvang til að leysa úr mismunandi hagsmun- um á uppbyggilegan hátt og halda á sama tíma sérstöðu sinni. Þannig hafa Finnar til að mynda við- haldið og ræktað sérstakt samband sitt við Rússland og notið trausts hjá Serbum. Þótt Ahtisaari undirstriki að hann sé fulltrúi Evrópusambandsins og gangi að vissu marki erinda NATO þá líta Rússar á hann sem allt að því hlutlausan sáttasemjara. Finnland tekur við formennsku í Evrópusambandinu 1. júlí nk. Eitt mikilvægasta verkefni finnska for- sætisins verður að leiða vinnuna við skipulagningu samvinnu aðildarríkj- ESB Aðildarríki ESB, segir John Maddison, njóta þess að eiga vísan stuðning allra sam- starfsríkj anna. anna í öryggis- og vamarmálum. Finnland fær einnig það verkefni að undirbúa næstu ríkjaráðstefnu og mun því gegna lykilhlutverki í undir- búningi breytinga á stofnunum og skipulagi Evrópusambandsins i tengslum við stækkun þess. Enn- fremur getur Finnland í krafti for- sætisins lagt áherslu á norðlæga vídd ESB, en það var einmitt Finnland sem átti frumkvæði að vinnu fram- kvæmdastjómarinnar og ráðherra- ráðsins á því sviði. Aukin samvinna í öryggis- og varn- armálum innan ESB dregur ekki úr áhrifum „lítilla ríkja“ heldur þvert á móti eykur þau. ^ Höfundur er sendiherra ESB með aðsetur i Ósió. John Maddison ISLEIVSKT MAL ÓSKAR Þór Kristinsson (Sail- or) spyr mig gjarna þungra spurninga sem ég get ekki svar- að hjálparlaust. Nú er vandamál- ið hvers vegna sagt sé reimt , þegar og þar sem draugagangur er. Ásgeir Blöndal Magnússon á reyndar í vandræðum með þetta, og er sem jafnan, að orð verða því fleiri sem örugg vissa er minni. En hann skýrir þetta þó af miklum lærdómi og linnir ekki fyrr en hann er kominn út í fomslavnesku, og má umsjónar- maður þá hafa sig allan við að fylgjast með. Reimt gæti hvort heldur sem er verið lýsingarháttur þátíðar í hvorugkyni af sögn sem þá hefði heitið að reima, eða verið lýsing- arorð og sögnin svo dregin af því. [Áður en lengra er haldið, þykir rétt að skjóta hér inn að krakkar segja nú stundum „reimt“, en ekki reimað, um skóna sína]. Sennilegast virðist að reimt tákni upphaflega eitt- hvað sem líður áfram eða reikar um. Á ensku merkir roam einmitt þvílíka umreikun, og íjölda skyldra orða í öðmm mál- um tilfærir Ásgeir Blöndal. Þá er þess að geta að reimir er ormur, og reimt getur líka merkt grýtt slægjuland, hvernig sem það er hugsað. Ég minntist rétt áðan á að reima skó. Sú sögn virðist af sömu rót og reimt. Hún hefur lengi beygst eftir fyrsta flokki veikra sagna: reima - reimaði - reimað, en sem fyrr sagði, taka nú börn að færa hana yfir í þriðja flokk og beygja reima - reimdi - reimt. Ekki virðist mér mikill skaði að því. Reimast merkir að vera reimt, og ástandið kallast reimleikar. Þá er til reimuður um vofur af stærri gerðinni, og ber þetta allt að einum brunni, að reimt sé, þegar um reika óhreinar verur. Þess skal geta að mannsnafnið Reimar er af allt öðrum upp- runa, annaðhvort orðið til úr *Reginmar = sterkur og ágætur eða Hreiðmar = stórfrægur. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1012. þáttur ★ Þjóðólfur þaðan kvað: Það tekur sinn tíma, að ég held, að troðjúgra kýr verði geld, enOddbjörgáVaði varð með eldingarhraði sinni uppþomun ofurseld. ★ „Ég veit þú ert komin, vorsól. Vertu ekki fela þig. Gægstu nú inn um gluggann. I guðs bænum kysstu mig.“ Þannig orti 24 ára stúdent um síðustu aldamót, þegar hann lá banaleguna. Hann bað ekki sól- ina að „kíkja“ inn til sín. Forynj- ur og tröll áttu til að gægjast um gáttir, en það var ekki „kíkt“, og Magnús Éiríksson hafði smekk til að láta „Möggu í bragga“ gægjast út um gluggann. Þar að auki gætum við Iitið á, horft á, hugað að og sitthvað fleira. Um- sjónarmaður skilur ekki allar þessar „kíkingar“. ★ Hermann Þorsteinsson spyr um kynni í húsakynni og dol í dolfallinn. Kynni er samstofna sögnunum kunna, kenna, kanna og kynna. Ætli húsakynni hafi ekki upphaflega merkt aðseturs- staði. Á þeim kunnu menn skil og hafa, þegar best lét, kunnað þar vel við sig. Dol er hangs eða droll eða ræfilsháttur, skylt dul og dvali. Dola merkir að slóra. Dolfallinn maður er agndofa eða steinhissa, og það svo að minnstu munar að falli í dvala. Aftur á móti var Stefán Sigurðsson (frá Hvítadal) fallinn í döf, áður en „kóngsdótt- ir“ kom og kyssti hann heitt. Hermann Þorsteinsson berst enn hetjulegri baráttu fyrir hinu góða orði þökk. Sú barátta er virðingarverð, enda mun enginn vilja týna því orði, þótt við segj- um mörg „takk“ hversdagslega. Hermanni finnst þökk hafa betri hljóm en takk, t.d. þökk fyrir þáttinn. Þarna hjálpa stuðlamir til. Ályktunarorð Hermanns í bréfslok eru þessi: „Árin mín mörgu með Dönum hafa líklega gert mig næmari fyrir þessum mikla mun.“ ★ „Hann losar um ljóðformið, og funi heitra tilfinninga, sem minn- ir á suðræna lífsglóð, fær frjáls- legri og hispurslausari túlkun en menn áttu að venjast. Ljóðið verður skynrænt, þrungið lífs- þorsta og lífsnautn, gagntekið fögnuði þess að vera til, svo að sumum kann að hafa þótt nóg um. En annar strengur ómaði með, strengur gamalla stefja og viðlaga, oft með tregablöndnum seim. Þrá aldanna vakti ekki síð- ur í ljóði skáldsins en lífsþorsti stundarinnar. Hér vann Davíð það afrek að sameina nýtt og gamalt, bæði í formi og anda, og varðveita þannig það órofa sam- hengi, sem verið hefir líftaug fs- lenskrar menningar. Davíð hefir sagt um íslensku þjóðina: „Hennar líf er eilíft kraftaverk.“ Hér var það hann, sem óf einn þráðinn í hinu eilífa kraftaverki.“ (Þórarinn Björnsson um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi). ★ Upp á (jall þeir einninn gá, yfir falleg löndin sjá; heiminn allan horfðu á, hressirkallarvoruþá. (Tryggvi Magnússon: Ur Kímum af Jesú Kristi og sveinum hans; hagkveðlingahátt- ur). Auk þess henti Ólafur Krist- jánsson á Akureyri frá sér blað- inu Degi, þegar hann las þar í forystugrein orðin: „í þar síðustu ríkisstjórn." En Arnar Páll Hauksson fær stig fyrir að segja „renna sér“ í sambandi við skautahöllina nýju á Akureyri. Salómon sunnan sendir: ★ Aumingja Olgeir Skrámur var einsog ruslagámur. Betri var áður, bræt og allsgáður, herra hundurinn Sámur. / - f*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.