Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 31
NEYTENDUR
LISTIR
Verðmerkingar í sýningargluggum á höfuðborgarsvæðinu
í júní 1999 (samtals 786 verslanir)
100%
90
80
70
Verðm. í lagi
Verðm. áfátt
' <t>/ /
ty j / *
* /
Verðmerkingar í skóverslunum til fyrirmyndar
Of oft illa eða ekki verð-
merkt í sýningargluggum
Inni í verslunum eru verðmerking-
ar í 83,3% tilvika óaðfinnanlegar, í
15,3% tilvika er þeim áfátt og í
1,4% tilvika eru vörurnar óverð-
merktar. Þetta kemur fram í at-
hugun Samkeppnisstofnunar á því
hvernig væri staðið að verðmerk-
ingum í 786 sérverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Athugaðar voru verðmerkingar
bæði inni í verslunum og í sýning-
argluggum í Reykjavík, Kópavogi,
Garðabæ, Mosfellsbæ, Hafnarfirði
og á Seltjarnarnesi.
Þessar niðurstöður eru sam-
kvæmt upplýsingum frá Sam-
keppnisstofnun svipaðar og í sam-
bærilegri athugun sem fór fram á
vegum stofnunarinnar á sl. ári.
Ef litið er á verðmerkingar í
sýningargluggum þessara sömu
verslana breytist myndin töluvert.
Að sögn Kristínar Færseth, deild-
arstjóra hjá Samkeppnisstofnun,
er einungis í 53% verslana ekkert
við verðmerkingar í gluggum að at-
huga. í 21% tilvika er verðmerk-
ingum áfátt og í 26% tilvika eru
vörui-nar í sýningargluggum
ómerktar. Hún segir að þegar litið
sé á verðmerkingar eftir verslun-
argreinum komi verulegur munur í
ljós. „Skóverslanir skera sig til
dæmis úr hvað góðar verðmerking-
ar í gluggum varðar. Lyfjaverslan-
ir svo og véla- og varahlutaversl-
anir skera sig hins vegar úr hvað
lélegar verðmerkingar snertir.
Verðmerkingar í sér-
verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu
Verðm.
ílagi
Verðm.
áfátt
Óverð-
merkt
1998 1999 1998 1999
Inni í verslun í sýningar-
gluggum
Kristín segir að til að sam-
keppni sé virk í verslun og við-
skiptum þurfi neytendur að bera
gott skynbragð á verð. „Verð-
merkingar eru ein af forsendum
þess er að neytendur geti fylgst
með verðlagi og elft verðskyn sitt.
Góðar verðmerkingar í sýningar-
gluggum eru afar mikilvægar þar
sem þær auka yfírsýn og spara
neytandanum tíma. Það er því
nauðsynlegt fyrir samkeppnisyfir-
völd að huga að markvissari úr-
ræðum við broti á lögum og regl-
um um verðmerkingar."
Frón tekur í notkun nýjar umbúðir
Selja á aðramilljón
mjólkurkexpakka á ári
UM ÞESSAR mundir er verið að
breyta umbúðum fimm kexteg-
unda frá Fróni. Að sögn Eggerts
Magnússonar, eiganda kexverk-
smiðjunnar Fróns, hafa sumar
þessara kextegunda verið í
óbreyttum umbúðum síðastliðin 25
ár en fyrirtækið er orðið 73 ára.
„Fyrirtækið hefur verið í upp-
sveiflu síðastliðin ár og er nú með
sem nemur 35-40% hlutdeild á
kexmarkaðnum. Mjólkurkexið er
langvinsælasta kexið á íslandi en
við erum að seija á aðra milijón
pakka af því á ári hverju.“ Eggert
segir að sóknarfæri fyrirtækisins
séu í súkkulaðikexi.
„Þess vegna erum við m.a. að
endurnýja alla súkkulaðilínuna
með nýjum umbúðum og koma
með nýja kextegund á markaðinn
sem heitir Súkkulaðismellur."
Þá segir Eggert að kremkexið
frá Fróni sé komið í nýjar umbúð-
ir og bakka svo betur fari um það
og nú á það ekki að brotna eins og
það átti til í gömlu pakkningun-
um.
Ymissa nýjunga er að vænta frá
Fróni. I vor kom í verslanir Svala-
kex með appelsínubragði og nú er
að koma á markað ný tegund,
Svalakex með súkkulaðikremi.
Eggert segir að hjá Fróni sé
lögð áhersla á öfluga vöruþróun
því forsendan fyrir velgengni sé að
vera stöðugt með nýjar og ferskar
hugmyndir. Hann segir að yfir
standi nú vöruþróun með kremkex
með gráfíkjum og síðan verði ým-
issa nýjunga að vænta þegar líður
nær jólum.
Viðurkenning
fyrir listaframlag
í Hafnarfirði
FRÁ afhendingu viðurkenningarinnar. Frá
vinstri: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari,
Gunnar Kvaran sellóleikari, Halldór Har-
aldsson píanóleikari og Einar Már Guðvarð-
arson myndhöggvari. Peter Máté píanóleik-
ari var erlendis þegar athöfnin fór fram.
MINNINGARSJÓÐUR
um hjónin Sverri
Maguússon og Ingi-
björgu Siguijónsdótt-
ur, frumkvöðla að
stofnun Hafnarborg-
ar, menningar- og
listastofnunar Hafnar-
ljarðar, var stofnaður
1993. Viðurkenning
var nú veitt í fimmta
sinn. Tríó Reykjavík-
ur skipa þau Guðný
Guðmundsdóttir fiðlu-
Ieikari, Gunnar Kvar-
an sellóleikari og Pet-
er Máté píanóleikari.
Halldór Haraldsson
píanóleikari var einn af stofn-
endum Tríós Reykjavíkur árið
1988 en Peter Máté tók við af
honum árið 1996. Viðurkenning-
argripina í ár vann Einar Már
Guðvarðarson myndhöggvari,
en það eru skálar höggnar í grá-
stein og síðan svertar með bý-
vaxi og eldi.
í frétt segir að Tríó Reykja-
víkur hafí hafið samvinnu við
Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar,
haustið 1990 og hafí síðan verið
með árlega tónleikaröð í safn-
inu, oftast ferna tónleika en
stundum fimm. Tríóið hefur
boðið til sín gestum á suma
þessara tónleika, bæði íslensk-
um og erlendum tónlistarmönn-
um í fremstu röð. Einnig hefur
tríóið leitast við að flylja ís-
lenska kammertónlist árlega og
hefur frumflutt mörg íslensk
tónverk. Tónleikarnir í tón-
Helgimyndir
í Tjarnarsal
„VINDURINN
blæs hvar sem
hann vill“ er yf-
irskrift mynd-
listarsýningar
sem opnuð verð-
ur í Tjamarsal
Ráðhússins í
dag, laugardag,
kl. 15. Sýndar
verða „collage“-
myndir (klippi-
myndir) með
blandaðri tækni
eftir 12 konur.
Hópurinn á það
sameiginlegt að
hafa áhuga á sköpun og myndlist og
hafa verið á námskeiði í helgimynda-
gerð hjá Öldu Armönnu Sveinsdóttur
myndlistarkennara, segir í fréttatil-
kynningu.
Konurnar hafa starfað mismikið
að myndsköpun. Myndefni sýningar-
innai’ er sótt í orku helgimyndarinn-
ar. Farið er ofan í myndhefðir kirkj-
unnar og annarra trúarbragða,
íkonalistin skoðuð, ítalska, hollenska
og rússneska málarahefðin fyrir og
eftir endurreisn og síðan athugað
hverju búddisminn og nýöldin geta
bætt við þetta. Að þessu skoðuðu
tekur við meira frelsi og leikur.
I klippinu hafa þær nýtt ýmis aug-
lýsingablöð og glanstímarit ásamt
því að teikna með blýanti, tússi og
öðrum miðlum. Ýmist er notaður
skurður, klipp eða blöðin rifin og
tengt saman með lími.
Verk á sýningunni eiga Alda Ár-
manna, Auður Bergsteinsdóttir, Elín
Birna Hjörleifsdóttir, Guðrún Ragn-
arsdóttir, Gunnhildur Eldjárnsdótt-
ir, Hilda Sigurðardóttir, Kristín
Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdótt-
ir, Sesselja Magnúsdóttir, Sigurlaug
Jónsdóttir, Vigdís Steinþórsdóttir og
Þorbjörg Guðjónsdóttir.
Sýningin stendur til 18. júlí.
leikaröðinni eru orðnir 37 tals-
ins. 41 gestur hefur komið fram
með tríóinu á tónleikum auk 29
manna hóps, sem fram kom á
sérstökum afmælistónleikum
Guðnýjar í janúar ‘98, flestir
fyrrverandi og núverandi nem-
endur hennar. Einnig kom fram
15 manna strengjasveit úr Tón-
listarskólanum í Reykjavík á
tónleikum í nóvember 1994. Má
því segja að 90 manns hafí kom-
ið fram á tónleikaröðinni frá
upphafí. Flutt hafa verið tón-
verk eftir u.þ.b. 56 tónskáld,
þar af 10 íslensk, en 7 íslensk
tónverk hafa verið frumflutt.
U.þ.b. 124 tónverk hafa verið
flutt alls, þar af 12 íslensk. Af
erlendum tónskáidum hefur Lu-
dvig van Béethoven skipað
hæstan sess, verið fluttur 15
sinnum. Á eftir honum koma
þeir Johannes Brahms og Franz
Schubert með 10 tónverk hvor.
Miðsumartón-
leikar í Hvera-
gerðiskirkju
TÓNLEIKAR verða í Hvera-
gerðiskirkju sunnudaginn 4.
júlí kl. 16.30 á vegum Tónlist-
arfélags Hveragerðis og Ölf-
uss í samvinnu við Félag ís-
lenskra tónlistarmanna.
Þar leika Hildigunnur Hall-
dórsdóttir á fiðlu og Sólveig
Anna Jónsdóttir á píanó. A
efnisskránni er Vorsónata
Beethovens, Libeslied og Li-
besfreud eftir Fritz Kreisler,
íslensk þjóðlög í útsetningu
Ferdinands Rauter og Fjölnis
Stefánssonar og Ljúflingslög
- íslensk sönglög í útsetningu
Atla Heimis Sveinssonar fyrir
fiðlu og píanó.
Hildigunnur Halldórsdóttir
stundaði nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og við
Eastmann tónlistarskólann í
Rochester í Bandaríkjunum.
Sólveig Anna Jónsdóttir
stundaði nám á Isafirði,
Akureyri og Reykjavík og í
Texas í Bandaríkjunum.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.
en 600 kr. fyrir félagsmenn í
THÖ.
Ars Magica
sýnir á Isafirði
ARS Magica-hópurinn hefur
dvalið á Isafirði undanfarnar
tvær vikur og búið til eitt
sameiginlegt verk með ýms-
um táknrænum tilvísunum og
verður það meginverk sýn-
ingarinnar Ars Magica á Silf-
urtorgi á Isafirði laugardag-
inn 3. júní og sunnudaginn 4.
júní kl. 13-18.