Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 19
Málning
opnar ekki
verslanir
MÁLNING EHF. hyggst ekki fara
út í rekstur málningarverslana á
sama hátt og Harpa hf. hefur nú
ákveðið að gera á höfuðborgarsvæð-
inu og mun fyrirtækið í stað þess
halda áfram að selja vörur sínar í
gegnum aðra eins og hingað tii, að
sögn forráðamanna fyrirtækisins.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðl-
um hefur Harpa hf. nýlega opnað
verslanir með málningu og málning-
arvörur á höfuðborgarsvæðinu.
„Við seljum vörur okkar í flestöll-
um málningarverslunum í Reykja-
vík og hyggjumst halda áfram því
góða samstarfí sem við höfum átt
við forráðamenn málningarversl-
ana,“ sagði Hjörtur Bergstad, sölu-
stjóri hjá Málningu ehf., í samtali
við Morgunblaðið. „Málning er í
raun eini framleiðandi málningar
hér á landi sem ekki stendur í versl-
unarrekstri og selur vörur sínar al-
farið í almennum málningarverslun-
um. Við munum mæta samkeppn-
inni í samstarfi við þá söluaðila sem
hafa verið með okkar vörur í gegn-
um árin,“ sagði Hjörtur.
FoiTáðamenn annarra málning-
arverksmiðja og stærstu verslana á
þessu sviði vildu ekki tjá sig um
málið þegar Morgunblaðið leitaði
eftir viðbrögðum þeirra í gær.
---------------------
Verðlækkun
á gagnaflutn-
ingsþjónustu
Landssímans
VERÐ á svokallaðri Frame Relay
gagnaflutningsþjónustu yfir ATM-
net Landssímans hefur verið lækk-
að að meðaltali um 25%, að sögn
Sævars Freys Þráinssonar, for-
stöðumanns gagnalausna hjá
Landssímanum.
Gjald fyrir leigulínu innanbæjar í
ATM-hnút er nú innifalið í gjaldi
fyrir Frame Relay-þjónustu, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og á þéttbýlis-
stöðum á landsbyggðinni. Auk þess
er nú mánaðargjald af tengingum
umfram fyrstu tengingu í sama
ATM-hnút lægra en fyrir fyrstu
tengingu.
Að sögn Sævars Freys er gjald-
skráin bundin þeirri bandvídd sem
viðskiptavinur óskar eftir. Sem
dæmi um verðlækkunina má annars
vegar taka fyrirtæki sem þarf 64
kb/sek. tengingu á Akureyri og í
Reykjavík og greiðir nú 49.008 kr. á
mánuði í stað 66.414 kr. áður. Hins
vegar má nefna viðskiptavin sem
tengist á fjórum stöðum með 512
kb/sek. og einum stað með 1 mb/sek.
tengingu, greiðir nú 344.824 kr. á
mánuði í stað 543.039 kr. áður.
-----------♦-♦-♦-----
Fyrsti ársfundur
Lífeyrissjóðs
sjómanna
Á FYRSTA ársfundi Lífeyrissjóðs
sjómanna, 15. júní, kom fram að
raunávöxtun sjóðsins hefði verið 8%
á árinu 1998, en meðalraunávöxtun
seinustu fimm ára er 7,4%. Lífeyris-
sjóður sjómanna er fjórði stærsti
lífeyrissjóður landsins og námu
eignir hans rúmum 32 milljörðum
króna í árslok 1998. Á árinu 1998
greiddu 6.338 sjóðfélagar til sjóðs-
ins. Iðgjöld ársins námu 1.639 millj-
ónum króna, iðgjaldaaukning var
tæp 6% milli ára og sjóðurinn
keypti verðbréf fyrir 5.854 milljónir
króna. Heildarfjöldi sjóðfélaga í Líf-
eyrissjóði sjómanna er 35.686,
heildarfjöldi lífeyrisþega árið 1998
var 2.693 og lífeyrisgreiðslur námu
844 milljónum króna. Á fundinum
var greint frá skipan nýrrar stjórn-
ar sjóðsins til næstu þriggja ára og
er stjórnarformaður Guðmundur
Ásgeirsson. Framkvæmdastjóri
sjóðsins er Árni Guðmundsson.
Selfoss, nýtt flutningaskip Eimskipa.
Auknir flutningar frá
Flæmska hattinum
EIMSKIP hf. hefur tekið flutninga-
skipið Selfoss í notkun vegna auk-
innar flutningaþarfar og þjónustu
við N-Ameríku.
Ein mesta rækjuveiði frá upphafi
veiða er á Flæmska hattinum um
þessar mundir og rækjan er flutt á
markað í Japan og Kína og fer um
Island til fullvinnslu, m.a. í Dan-
mörku.
Aukin flutningaþörf frá
N-Ameríku til Evrópu
Selfoss var tekinn í notkun í byrj-
un maí og kom fulllestaður til lands-
ins í lok júní, með 483 gámaeining-
ar, m.a. af frystri rækju.
Goðafoss, annað skip Eimskipa
var of lítið fyrir aukna flutninga frá
N-Ameríku til Evrópu og því var
Selfoss tekinn í notkun.
Eimskip sér um þjónustu við
fiskiskip sem veiða á Flæmska hatt-
inum, t.d. áhafnarskipti, löndunar-
þjónustu og flutninga. Slíka þjón-
ustu veitir Eimskip einnig í Noregi,
Færeyjum og á Islandi.
^)mb l.is
ALLTAf= eiTTHVAÐ A/ÝT7
sundurliðun ferðaútgjalda
allar tryggingar vegna viðskiptaferða
bflaleigutrygging
betri aðstaða í viðskiptaferðum
EUROPAY ísland og Flugleiðir bjóða fyrirtækjum nýtt kreditkort,
Fyrirtækjakort. Notkun kortsins hefur í för með sér aukið hagræði hjá
fyrirtækjum, sparnað og skilvirkara eftirlit með ferðaútgjöldum.
Handhafi kortsins nýtur betri aðstöðu í viðskiptaferðum og korthafi,
sem er íVildarklúbbi Flugleiða, fær að auki ferðapunkta samkvæmt
reglum Vildarklúbbsins.
Láttu Fyrirtækjakortið auðvelda þér að halda utan um reksturinn,
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Europay ísland í
síma 550 1555 og hjá Söluskrifstofum Flugleiða í síma 5050
ICELANDAIR