Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 38
'38 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ -4 Réttlæti á sparkvelli „Tregðulögmál í höfðinu á eina raun- verulegu íhaldi samtímans, talsmönnum gömlu ríkisafskiptanna og einkahags- munir þeirra sem njóta góðs af óbreyttu ástandi, eru í sameiningu erfiður þröskuldur. “ HVENÆR sem ég heyri einhvern segja að það eigi „bara að láta mark- aðinn ráða“ bíð ég eftir að heyra nauðsynlegan fyr- irvara, annars get ég ekki tekið almennilega mark á skoðunum þess sem talar. Þótt flestum sé orðið ljóst að mai-kaðurinn er besta lausnin þegar kemur að hefðbundinni framleiðslu á vörum og þjónustu er hann ekki töfra- lausn sem losar okkur við að velja og hafna í stjórnmálum. Skorinyrtir frjálshyggjumenn geta stundum VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson leyft sér að vera öfgafullir í bardögum við ofstjórnina sem sagt hefur verið að sé systir óstjórnarinnar. Hugsjónamenn sem hirða ekki um málamiðlanir ögra oft okkur daufgerðu sleðun- um. Þeir vekja okkur og skýra línurnar í umræðunum sem er ágætt. En innst inni vitum við vel að auk markaðsaflanna koma við sögu í lífínu allt aðrir hlutir sem stundum verða að taka ráðin af lögmálum markaðarins þegar nauðsyn brýtur lög. Annars verð- um við bara dýr. Siðferðisvitundin getur rekist á lausn markaðarins, komið getur upp í okkur hjartagæska og þá neitum við stöku sinnum með réttu að hlýða skilyrðislaust kaldri skynsemi viðskiptalögmál- anna. Hvort við erum þá oft að kaupa okkur frest frá erfiðum en óhjákvæmilegum breytingum er svo önnur saga. En það sem var ómanneskjulegast í hugmynda- heimi ofstækis-rugludalla komm- únista og fasista var einmitt af- neitunin á því að kenningin gæti vikið. Þeim fannst að hæfði hún ekki mannfólkinu væri það verst fyrir það sjálft. Þegar skórinn var of lítill fyrir hefðarmeyna í ævintýrinu varð að sníða af tærn- ar og hælana. Markaðshyggja er ekki spurn- ing um allt eða ekkert heldur val eftir aðstæðum; oftast hentar samkeppni best. Þetta var nauðsynlegur inn- gangur til að forðast (ímyndað) hatursaugnaráð einhvers staðar núna í óþjóðlegum sumarhitan- um. En einhver spyr vafalaust hvort ekki sé gert nóg af því að taka undir með lýðskrumurum í pólitík sem alltaf hafa þægilegar Iausnir á takteinum fyrir okkur hin. Þeim sem eiga aldrei nógu sterk orð til að lýsa því hvað þeir ætli að vera tillitssamir við okk- ur, ekki svona kaldir og illúðlegir eins og „nýfrjálshyggjuliðið“. Það dugar víst ekki að tala um frjáls- hyggju. Hvað ætla þeir að segja næst, verður það þá glænýfrjáls- hyggja og hvað svo, ofurglæ- nýfrjálshyggja? Sagt hefur verið að hægt sé að útskýra með góðum árangri dá- semdir félagshyggju og ríkisfor- sjár fyrir hvaða meðalmanni sem er á hálftíma en tekið geti 30 ár að útskýra fyrir fluggreindu fólki af hverju markaðskerfið, með öll- um sínum göllum, sé þrátt fyrir allt skásti kosturinn. En ástæðan fyrir því að hægt gengur að nýta betur kostina við markaðinn er ekki alltaf sú að háð sé hug- myndafræðilega barátta upp á gamla móðinn. Tregðulögmál í höfðinu á eina raunverulegu íhaldi samtímans, talsmönnum gömlu ríkisafskiptanna og einka- hagsmunir þeirra sem njóta góðs af óbreyttu ástandi, eru í samein- ingu erfiður þröskuldur. Til að rugla fólk í ríminu er oft lagt að jöfnu að velferðarkerfið verði afnumið og opinberir aðilar hætti að reka sjálfir sjúkrahús, skóla, útvarp/sjónvarp og fleira. Vanafestan er söm við sig. Á ní- unda áratugnum munaði minnstu að þingmaður tárfelldi í ræðustól Alþingis þegar rætt var um að einkavæða Jarðboranir ríkisins eins og stofnunin hét þá. Þetta var víst að hans mati atlaga gegn alþýðunni. En fyrir okkur launþega skipt- ir mestu hvort við þurfum að greiða úr eigin vasa kostnaðinn af heilbrigðisþjónustu og skóla- göngu. Velferðarkerfi merkir að skattgreiðendur deila kostnaðin- um. Hver annast þjónustuna er aukaatriði fyrir okkur ef ríkið sér að öllu eða mestu leyti um greiðslurnar. Hvarvetna eru opinber fyrir- tæki, með öll tilvistarvandamál sín, nú í þykjustuleik á markaðn- um. Síðasta dæmið er að skatt- leysinginn Orkuveita Reykjavík- ur ætlar að sýna djörfung og láta borgina keppa við einkafyrirtæki um gagnaflutninga. Er þá ekki einfaldara að sjálft ríkisvaldið taki að sér að sjá um slíka þjón- ustu, það yrði svo voðalega öflugt fyrirtæki, ekki satt? Opinber fyrirtæki hljóta eðli málsins samkvæmt að brengla heilbrigða samkeppni á sínu sviði vegna bakhjarlsins sem þau hafa fram yfir einkafyrirtækin. Það var upplýsandi að lesa hér í blaðinu fyrir skömmu um að- stæður þeirra sem reka sjálfstæð kvikmyndafélög og reyna að keppa við starfsmenn ríkissjón- varpsins. Þess skal þó getið, til að ekki sé verið að einfalda málið um of, að oft fá þeir sem slíkt efni framleiða opinbera styrki. En sjónvarpið býr nú sjálft til megn- ið af íslensku menningar- og af- þreyingarefni sínu og nýtur þess þá að þurfa ekki að taka hluti eins og afnot af tæknibúnaði og annarri aðstöðu með inn í dæmið þegar afurðin er verðlögð. Síðan er sagt að hægt sé að gera þættina á miklu lægra verði innanhúss en einkafyrirtækin bjóði. Og stofnunin heldur áfram að þenjast út enda allt í besta gengi í Undralandi. Auðvitað er Ijóst að innlent efni þyrfti alls ekki að minnka þótt öll framleiðsla þess væri boðin út. Handhafar fjárveitinga- valdsins geta innan skynsam- legra takmarka þess vegna stór- aukið innlenda þáttinn - en látið einkareksturinn um að búa til efnið. Sjónvarpið sæi um útsend- ingar en ekki framleiðslu. Með fullri virðingu fyrir fag- lega hæfum ríkistarfsmönnum sem þannig starfa í vernduðu umhverfi: Væri það ekki gott fyr- ir sjálfstraustið og metnaðinn að fá að spreyta sig á venjulegum velli en ekki sparkvelli þar sem mark keppinautanna er miklu stærra? Brennari frá Creative GEISLADISKABRENNSLA er vandaverk eins og þeir þekkja sem reynt hafa. Bæði er að brennarinn verður að vera í góðu lagi og gagnastreymi frá tölv- unni má ekki bregðast. Geisladiskabrennsla er sífellt algengari, enda kosta diskar fyr- ir slíkt lítilræði og brennarar hafa einnig lækkað í verði sam- hliða því sem hraði þeirra hefur aukist. Þrátt fyrir það er vanda- verk að brenna diska, því ekkert má út af bera ef brennslan á að heppnast. Mestu skiptir að stöðugt og jafnt gagnastreymi sé á milli tölvu og brennara og margir kannast við villuboð vegna biðminnis brennarans sem ýmist fyllist eða tæmist of snemma. Creative Labs hefur brugðist við þessu með nýrri gerð brennara sem er með stærra bið- minni en tíðkast almennt. I brennaranum er tveggja megabæta biðminni sem ætlað er að tryggja að aldrei skorti gögn fyrir brennsluna. Geislabrennar- inn heitir CD-RW 4224, en eins og nafnið ber með sér getur hann skrifað á CD-R-diska og einnig CD-RW, það er á diska sem hægt er að skrifa einu sinni og síðan diska sem skrifa má á aftur og aftur. Með fylgir hug- búnaðurinn Nero Burning ROM og Prassi abCD, en síðarnefndi hugbúnaðurinn gerir kleift að skrifa á diskinn jafnharðan í smáslöttum í stað þess að safna á disk. Gagnleg uppfærsla Vinsælasti hugbúnaðarvöndull heims er Office-pakkinn frá Microsoft. Árni Matthíasson skoðaði nýjustu útgáfu Office sem dregur nafn sitt af lokaári aldarinnar. insælasti hugbúnað- arvöndull heims er Office- pakkinn frá Microsoft, sem inniheldur allan helsta hugbúnað sem almennir tölvunotendur þurfa að nota, hugbúnaður til ritvinnslu, tölvureiknir, glænjforrit og pótsforrit í grunnútgáfunni, en til er útgáfa af Office sem inniheldur meðal annars gagnagrunn og um- brotsforrit. Síðasta útgáfa af Office kallaðist Office 97 og kom út 1996. Fyrir stuttu kom svo út ný útgáfa af vöndlinum sem dregur nafn sitt af lokaári aldarinnar, heitir Office 2000. Office 97 var til í ýmsum gerðum en Office 2000 gengur enn lengra í þá átt, til eru fimm afbrigði, mis umfangsmikil og mis dýr eðlilega. Fyrst er að telja staðalútgáfu, St- andard Version, sem í er Word rit- vinnsluforrit, Excel töflureiknir, PowerPoint glæruforrit, Outlook póstforrit og Internet Explorer vafri. í útgáfu fyrir lítil fyrir- tæki, Small Business Edition bætist við Publis- her umbrotsfor- ritið og viðbótar- vöndull sem kall- ast Small Business Tools. Þegar komið er upp í atvinnu- mannsútgáfuna, Professional Edition er til viðbótar í vöndlinum Access gagnagrunnurinn sem flest- ir hafa spáð að hyrfi fyrir sérstakri útgáfu af SQLServer, en annað kom á daginn. í lúxusútgáfunni, Premium Edition, er einnig Front Page vefsmíðaforritið og mynd- vinnsluforritið Photo Draw. Ein út- gáfa er til, svonefnd þróunarút- gáfa, Developer Edition, ætluð þeim sem smíða viðbætur og hug- búnað við vöndulinn, en í henni er að auki að finna ýmis þróunartól. Uppsetningarforrtið er verulega breytt og til mikilla bóta, því betra er að velja út hvað á að setja upp og ef viðkomandi er í vafa um hvort Tíu tungumál til ÞRÁTT fyrir kaup AOL á Netscape heldur þróun þar áfram, þó ekki bóli á lokagerð Gecko, næstu útgáfu af Netscape-vafranum. Á dögunum kynnti Netscape tíu nýjar útgáf- ur af vafra sínum. Microsoft hefur gengið á und- an með gott fordæmi í að stað- færa Explorer-vafra sinn, því hann er nú til í 26 tungumálum, þar af þremur gerðum af kín- versku og tveimur af portú- gölsku. Netscape hafði dregist verulega afturúr en tók kipp á dögunum þegar fyrirtækið kynnti tíu nýjar útgáfur til við- bótar við þær þrettán sem fyrir voru. Nýju tungumálin eru norska, finnska, rússneska, pólska, ungverska, gríska, tyrk- neska, tékkneska og slóvenska, en einnig er með tain sérstök gerð af Netscape fyrir „enska ensku“, þ.e. það afbrigði hennar sem talað er á Englandi. Netscape-menn segjast telja að 32 milljónir manna noti vafr- ann að frátöldum þeim sem hafa ensku að móðurmáli, en með við- bótunum stækki markaður fyrir- tækisins um 200 milljónir manna. þann vilji þessa eða hina viðbótina getur hann einfaldlega búið svo um hnútana að ekki sé búnaðurinn sett- ur inn á tölvuna nema þegar þarf að nota hann í fyrsta sinn. Microsoft hefur lagt mikla vinnu í að samhæfa vöndulinn vefnum og endurbætt til muna hvernig skjöl eru vistuð úr Word og Excel. Vefsmiðir hafa reyndar lengi hent gaman að tilburðum Microsoft til vefsmíða, hvort sem er með Word eða Front Page, því bæði forritin hafa skilað af sér einkar subbulegum kóða. Mjög hefur verið bætt úr því, þó flókin skjöl verði á stundum gríð- arstór, og nú getur PowerPoint einnig vistað kynningar sem HTML. Access getur einnig vistað skjöl í vef- tæku formi og hægt að uppfæra gögnin í gegnum vefsíðu, í einföldu eyðuskjali, aðeins þó í Intemet Ex- plorer 5. Viðmót forrita er áþekkt, en smá- vægilegar breytingar gerðar hér og þar í þeim, til að mynda laga val- myndir sig að notkun notandans og hætta að sjást nema þeir liðir sem mest eru notaðir. Með því að færa bendilinn yfir litla ör sem birtist sjást allir liðir þó aftur snemm- hendis, þurfi að nota einhvern þeirra. Einnig er til mikilla bóta að þurfa ekki að fara sífellt í Windows- valmyndina til að skipta á milli op- inna skjala, því hvert skjal opnast í sérstökum glugga og hægt að skipta á milli með Alt-Tab, eða breytt-dálkastilli. Fjölmargt er hægt að nefna af endurnbótum, ekki síst í Excel, sem gerir auðveld- ara en áður að sækja upplýsingar í vefsíður til að mynda. Oll forritin geta notað nýja gerð af klippi- spjaldi sem heldur utan um það sem á það er sett sem er verulega handhægt því fyrir vikið er hægt að safna á spjaldið og líma síðan inn eftir hendinni. Microsoft Office 2000 er ekki eini hugbúnaðarvöndullinn sem völ er á, Corel WordPerfect Office 2000 kom á markað fyrir skemmstu og einnig Lotus SmartSuite. Ekki má síðan gleyma StarOffice, sem er býsna öfl- ugur vöndull og ókeypis í þokkabót. Hvað notagildi og aðgengi hefur Office 2000 þó vinninginn og líklegt að flestir hinna 70 milljóna notenda sem nota Office 97 í dag eigi eftir að uppfæra vöndul sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.