Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hafa legið árum saman og ölluin gleymdar Flugmenn töpuðuí Félagsdómi Helgrímur geymdar á háalofti Háskólans Á HÁALOFTI í vesturálmu að- albyggingar Háskóla íslands eru geymdar tvær helgrímur, önnur af Einari Benediktssyni skáldi og hin af konu sem eng- inn vissi lengi hver var. Nú hefur hins vegar komið í ljós að um er að ræða helgrímu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur að því er fram kemur í nýút- komnu fréttabréfi Háskóla fs- lands. Helgrímur eru afsteypur úr gifsi eða vaxi sem teknar hafa verið af andliti nýlátins fólks. f grein í fréttabréfi Háskólans segir að helgrímurnar hafí um langa hríð verið geymdar á háaloftinu. Þar eru einnig varðveittar gamlar árbækur og kennsluskrár en sjaldgæft er að einhver eigi leið þangað upp. f greininni í fréttabréfi HÍ segir: „Helgrímur þær sem geymdar eru á háaloftinu hvfla hvor um sig í glerkassa sem glerlok er skrúfað á. Glerkassi Einars er merktur með miða í botninum þar sem segir „Hel- gríma Einars Benediktssonar tekin viku eftir andlát hans af Ríkarði Jónssyni.“ Kassinn ut- an um helgrímu konunnar er ómerktur. Eftir að kassinn var opnaður fyrir skömmu kom eft- irfarandi áletrun í yós á bak- hlið grímunnar: „Helgríma frú Bríetar Bjamhéðinsdóttur er lézt 16. mars 1940, 83 ára að aldri. Ríkarður Jónsson gerði myndina." Hvernig á því stendur að helgrímur þessa merkisfólks hafa legið árum saman og öll- um gleymdar uppi á háalofti Háskóla fslands veit ég ekki, en verið getur að einhver les- andi Fréttabréfsins þekki sög- una á bak við helgrímurnar og eru allar upplýsingar um það vel þegnar,“ segir í fréttabréf- inu. FÉLAGSDÓMUR sýknaði í gær Vinnuveitendasamband fslands af kröfúm tuttugu flugmanna sem töldu að Flugfélag íslands hefði brotið ákvæði kjarasamnings um forgang að vinnu. Flugmennimir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra þegar Flugfélagið tók á leigu Fokker-50- flugvélar í eigu Flugleiða, en sam- kvæmt leigusamningnum fylgdi áhöfn með vélunum. í viðræðum um gerð kjarasamn- ings milli Félags íslenskra atvinnu- flugmanna og Flugleiða hf. vorið 1997 var reynt að ná samkomulagi um svokallaðan starfsaldurslista. Það tókst ekki, en bókun var gerð við samninginn þar sem segir að samningsaðilar séu sammála um að taka upp sameiginlegan starfsald- urslista á grundvelli samningsdraga sem þá lágu fyrir. í kjölfarið gengu flugmenn frá kjarasamningi við Flugleiðir og Flugfélag íslands, sem hafði verið stofnað til að sjá um inn- anlandsflugið. Samhliða gengu Flug- leiðir frá samningi við Flugfélag ís- lands um leigu á fjórum Fokker-50- vélum. Vélamar voru í eigu Flug- leiða en voru leigðar til Flugfélags- ins með áhöfn. Flugmennimir tuttugu töldu að þessi niðurstaða fæli í sér brot á for- gangsréttarákvæði kjarasamnings þeirra og höfðuðu mál fyrir Félags- dómi. í niðurstöðu Félagsdóms segir að þessi tilhögun hafi verið ljós við gerð kjarasamnings milli FLA. og Flugfélagsins. Einnig hafi legið fyrir að ekki hafi náðst endanlegt sam- komulag um starfsaldurslista flug- manna. Flugmönnunum hafi því ver- ið íúllkunnugt um að flugmenn Flug- leiða hf. myndu sinna flugi á fyrr- nefndum flugvélum. Ekki var því brotið gegn forgangsréttarákvæði kjarasamnings FLA að mati Félags- dóms, sem var sammála um niður- stöðuna. Málskostnaður var felldur niður. Kröfur Valdimars Jóhannessonar um að fá að veiða sjávarafla Málinu vísað frá dómi vegna vanreifunar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu þess efnis að lýst yrði ógild og ólögmæt synjun Fiskistofu um að veita honum sérstakt veiðleyfi eða veiðiheimildir, í þeim tegundum sjávarafla, sem tilgreindar voru í umsókn hans til sjávarút- vegsráðuneytisins 9. desember 1996. Valdimar krafðist þess ennfremur að viðurkennt yrði með dómi að stjómvöldum bæri að veita sér heimild til að veiða sjávarafla, án þess að hann þyrfti að leita til þeirra sem þegar hefðu fengið tU þess rétt. Valdimar byggði málssókn sína á því að með 5. gr. þágUdandi laga um stjóm fiskveiða væri tU- teknum þegnum landsins á ómálefnalegan hátt hyglað á kostnað annarra og atvinnufrelsi hinna síðamefndu að sama skapi takmarkað. Bryti lagaákvæði þetta gegn grundvallarreglum stjómskipunar íslands um jafnrétti og atvinnu- frelsi sem tryggðar væru með 65. og 75. greinum stjóranrskrár. Með dómi Hæstaréttar hinn 3. desember sl. hefðu dómkröfur hans verið teknar til greina að öllu leyti og ákvörðun ráðuneytisins um að synja Valdimari um almennt veiðUeyfi, sbr. 5. gr. laga um stjóm fiskveiða og um afla- heimildir í tUgreindum tegundum, sbr, 7. gr. lag- anna, verið ógUt. í niðurstöðu úrskurðar héraðsdóms kemur fram að þegar litið væri tU þess að sakarefnið varðaði mikUvæga hagsmuni og flókin lögfræði- leg álitaefni, teldi dómurinn að nauðsynlegt hefði verið að stefnandi, Valdimar, fjallaði ítarlegar og með skUmerkUegri hætti um málið en hann hefði gert. „Hann hefur með því lagt ófullnægjandi grann að málinu og verður að telja það í heUd vanreif- að,“ segir í úrskurði dómsins. Taldi dómurinn að ekki yrði bætt úr ófullnægjandi málatilbúnaði Valdimars undir rekstri málsins og vísaði því frá dómi. Veijandi ríkisins hafði nokkuð til síns máls Valdimar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hygðist ekki kæra úrskurðinn tU Hæstaréttar, en tók fram að hann myndi fara vandlega yfir forsendur úrskurðarins með lög- fræðingi sínum áður en hann tæki endanlega ákvörðun. „Við gerðum okkur grein fyrir því eftir mál- flutninginn og eftir að við höfðum hlýtt á ræðu verjanda ríkisins, að hann hafði nokkuð tU síns máls,“ sagði Valdimar. „Það var viss vanreifun í málinu, þ.e. hugtakaraglingur, sem fyrir okkar klaufaskap er kominn inn í stefnuna, þannig að það er ekki ástæða tU að kæra þennan úrskurð, því það era lögfræðUegar forsendur fyrir því að fella hann. Hins vegar kæmi auðvitað tU greina að stefna málinu aftur og ég á eftir að skoða mína stöðu. Ég er búinn að standa í þessari bar- áttu í þrjú ár og ég neita því ekki að það er erfitt." Valdimar sagðist hafa saknað stuðnings ým- issa bakhjarla, sem hann telur að hafi haft hags- muni af því að málinu yrði ekki vísað frá dómi. Hann sagðist aðspurður hafa leitað eftir þeim stuðningi. „Ég get nefnt sem dæmi, að samtök sjómanna og önnur hagsmunasamtök, s.s bæjarfélög, sem standa höllum fæti vegna þessa óhagkvæma og óréttláta fiskveiðikerfis hafa ekki stutt við bakið á mér í þessari baráttu. Ég hef fengið mikinn stuðning í orði en engan á borði. Það er t.d. heUl landshluti, Vestfirðir, að hrynja til granna ef svo fer sem horfir. HagsmunaaðUar hafa ekki gert nokkuð skapaðan hlut í þessu máli og mér finnst það skrítið að fá ekki stuðning þeirra sem eiga mest undir að þetta mál fái réttláta niðurstöðu,“ sagði Valdimar. Tólf sóttu um starf bæjarstjóra Stykkishólmi. Morgunblaðið. RUNNINN er út umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra í Stykkishólmi. Tólf sóttu um starfið. Þeir era: Arinbjörn Sigurgeirsson, Eygló Gunnþórsdóttir, Friðrik Óskarsson, Guðmundur Þór Guð- mundsson, Gunnar 0. Sigurðsson, LUja Tryggvadóttir, Marías Sveins- son, Óli Jón Gunnarsson, Óskar Thorberg Traustason, Pétur Odds- son, Stefán Ólafsson og Valbjöm Steingrímsson. Fundur hefur verið boðaður hjá bæjarstjórn Stykkishólms nk. mið- vikudag, 7. júlí, þar sem ráðning bæjarstjóra er á dagskrá. ---------------- Handtóku tölvuþjóf MAÐUR sá, sem lögreglan leitaði að eftir að hann hafði greitt fyrir tölvur o.fl. með fölsuðum ávisunum, hefur verið handtekinn. Hluti af vöranum hefur verið end- urheimtur, þ. á m. tölva, fartölva, lófatölva og farsími, og þeim komið til eigenda sinna. í framhaldi af skýrslutöku var maðurinn, sem nokkrum sinnum áð- ur hefur komið við sögu hjá lögreglu, færður til afplánunar eldri dóms. Þyrla sótti dreng' upp á Langjökul ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sótti 10 ára gamlan sænskan dreng upp á Langjökul síðdegis í gær vegna meiðsla er hann hlaut er hann féll af vélsleða. Ekki var þó um eins alvarlega áverka að ræða og fyrst var talið, en ljóst var þó að pilturinn myndi ekki þola bflflutning af jöklinum á sjúkrahús. Þyrlan lenti með sjúklinginn á Reykjavíkurfiugvelli klukkan 17.37 og þar tóku sjúkraflutninga- menn við honum og óku honum á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild benti ekkert til þess að um alvar- leg meiðsli væru að ræða. Ekki var unnt að lenda þyrlunni við Sjúkra- hús Reykjavíkur vegna þoku og því var sá kostur valinn að lenda á flugvellinum. Þegar beiðnin um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar barst var hún á leið í Þórsmörk að sækja karlmann með verk fyrir hjarta, en þyrlunni var sveigt af leið til að sækja piltinn fyrst. Sjúkrabifreið með lækni, sem einnig hafði verið send eftir mann- inum auk þyrlunnar, lauk því við sjúkraflutninginn og var honum komið bílleiðis á sjúkrahús í Reykjavík. , Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson DRENGURINN fluttur úr þyrlunni inn á slysadeildina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.