Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.07.1999, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 19 Málning opnar ekki verslanir MÁLNING EHF. hyggst ekki fara út í rekstur málningarverslana á sama hátt og Harpa hf. hefur nú ákveðið að gera á höfuðborgarsvæð- inu og mun fyrirtækið í stað þess halda áfram að selja vörur sínar í gegnum aðra eins og hingað tii, að sögn forráðamanna fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um hefur Harpa hf. nýlega opnað verslanir með málningu og málning- arvörur á höfuðborgarsvæðinu. „Við seljum vörur okkar í flestöll- um málningarverslunum í Reykja- vík og hyggjumst halda áfram því góða samstarfí sem við höfum átt við forráðamenn málningarversl- ana,“ sagði Hjörtur Bergstad, sölu- stjóri hjá Málningu ehf., í samtali við Morgunblaðið. „Málning er í raun eini framleiðandi málningar hér á landi sem ekki stendur í versl- unarrekstri og selur vörur sínar al- farið í almennum málningarverslun- um. Við munum mæta samkeppn- inni í samstarfi við þá söluaðila sem hafa verið með okkar vörur í gegn- um árin,“ sagði Hjörtur. FoiTáðamenn annarra málning- arverksmiðja og stærstu verslana á þessu sviði vildu ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum þeirra í gær. --------------------- Verðlækkun á gagnaflutn- ingsþjónustu Landssímans VERÐ á svokallaðri Frame Relay gagnaflutningsþjónustu yfir ATM- net Landssímans hefur verið lækk- að að meðaltali um 25%, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, for- stöðumanns gagnalausna hjá Landssímanum. Gjald fyrir leigulínu innanbæjar í ATM-hnút er nú innifalið í gjaldi fyrir Frame Relay-þjónustu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á þéttbýlis- stöðum á landsbyggðinni. Auk þess er nú mánaðargjald af tengingum umfram fyrstu tengingu í sama ATM-hnút lægra en fyrir fyrstu tengingu. Að sögn Sævars Freys er gjald- skráin bundin þeirri bandvídd sem viðskiptavinur óskar eftir. Sem dæmi um verðlækkunina má annars vegar taka fyrirtæki sem þarf 64 kb/sek. tengingu á Akureyri og í Reykjavík og greiðir nú 49.008 kr. á mánuði í stað 66.414 kr. áður. Hins vegar má nefna viðskiptavin sem tengist á fjórum stöðum með 512 kb/sek. og einum stað með 1 mb/sek. tengingu, greiðir nú 344.824 kr. á mánuði í stað 543.039 kr. áður. -----------♦-♦-♦----- Fyrsti ársfundur Lífeyrissjóðs sjómanna Á FYRSTA ársfundi Lífeyrissjóðs sjómanna, 15. júní, kom fram að raunávöxtun sjóðsins hefði verið 8% á árinu 1998, en meðalraunávöxtun seinustu fimm ára er 7,4%. Lífeyris- sjóður sjómanna er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins og námu eignir hans rúmum 32 milljörðum króna í árslok 1998. Á árinu 1998 greiddu 6.338 sjóðfélagar til sjóðs- ins. Iðgjöld ársins námu 1.639 millj- ónum króna, iðgjaldaaukning var tæp 6% milli ára og sjóðurinn keypti verðbréf fyrir 5.854 milljónir króna. Heildarfjöldi sjóðfélaga í Líf- eyrissjóði sjómanna er 35.686, heildarfjöldi lífeyrisþega árið 1998 var 2.693 og lífeyrisgreiðslur námu 844 milljónum króna. Á fundinum var greint frá skipan nýrrar stjórn- ar sjóðsins til næstu þriggja ára og er stjórnarformaður Guðmundur Ásgeirsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson. Selfoss, nýtt flutningaskip Eimskipa. Auknir flutningar frá Flæmska hattinum EIMSKIP hf. hefur tekið flutninga- skipið Selfoss í notkun vegna auk- innar flutningaþarfar og þjónustu við N-Ameríku. Ein mesta rækjuveiði frá upphafi veiða er á Flæmska hattinum um þessar mundir og rækjan er flutt á markað í Japan og Kína og fer um Island til fullvinnslu, m.a. í Dan- mörku. Aukin flutningaþörf frá N-Ameríku til Evrópu Selfoss var tekinn í notkun í byrj- un maí og kom fulllestaður til lands- ins í lok júní, með 483 gámaeining- ar, m.a. af frystri rækju. Goðafoss, annað skip Eimskipa var of lítið fyrir aukna flutninga frá N-Ameríku til Evrópu og því var Selfoss tekinn í notkun. Eimskip sér um þjónustu við fiskiskip sem veiða á Flæmska hatt- inum, t.d. áhafnarskipti, löndunar- þjónustu og flutninga. Slíka þjón- ustu veitir Eimskip einnig í Noregi, Færeyjum og á Islandi. ^)mb l.is ALLTAf= eiTTHVAÐ A/ÝT7 sundurliðun ferðaútgjalda allar tryggingar vegna viðskiptaferða bflaleigutrygging betri aðstaða í viðskiptaferðum EUROPAY ísland og Flugleiðir bjóða fyrirtækjum nýtt kreditkort, Fyrirtækjakort. Notkun kortsins hefur í för með sér aukið hagræði hjá fyrirtækjum, sparnað og skilvirkara eftirlit með ferðaútgjöldum. Handhafi kortsins nýtur betri aðstöðu í viðskiptaferðum og korthafi, sem er íVildarklúbbi Flugleiða, fær að auki ferðapunkta samkvæmt reglum Vildarklúbbsins. Láttu Fyrirtækjakortið auðvelda þér að halda utan um reksturinn, Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Europay ísland í síma 550 1555 og hjá Söluskrifstofum Flugleiða í síma 5050 ICELANDAIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.