Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forráðamenn Básafells á Ísafírði stöðvuðu viðskipti á Verðbréfaþingi Islands í gærmorgun Telja að gögnum hafí verið stolið Stjórn íbúðalánasjóðs ákveður aðgerðir Bið stytt um mánuð VIÐSKIPTI með hlutabréf Bása- fells hf. voru stöðvuð á Verðbréfa- þingi íslands kl. 11.40 í gær þar sem forráðamenn félagsins tilkynntu að upplýsingar um eignasölu og aðrar aðgerðir félagsins sem birtust í blaðafrétt í gær væru rangar. Svan- ur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Básafells, tjáði Morgunblað- inu í gærkvöldi að minnisblað eftir vinnufund stjómar hefði horfið og hefði því verið stolið úr fundar- gerðabók. Erum í sambandi við lögregluna Svanur sagði að á umræddu minnisblaði hefðu verið fyrstu hug- myndir sínar eftir að hann kom til starfa hjá fyrirtækinu um aðgerðir Nýtt Blátt lón formlega opnað BLÁA lónið í Svartsengi var formlega opnað í gær að við- stöddum hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, og fleiri gestum. Forsetinn af- hjúpaði hraunhellu sem táknar upphaf framkvæmdanna við baðstaðinn. Hellan er hluti af Illahrauni sem umlykur bað- staðinn, en það rann árið 1226. I ávarpi forseta kom meðal annars fram að hin nýja heilsu- lind Bláa lónsins væri mikið fagnaðarefni og einnig áminn- ing um að ganga rösklega til verks við að beita nýrri hugsun til að sjá og virkja auðlindirnar sem felast í óbyggðum íslands og úflnni náttúru í góðri sátt við umhverfi og aðstæður. „Náttúran, ótæmandi sköpun- arkraftur hennar, kemur okkur sífellt á óvart og sama gildir um hugaraflið sem engin tak- mörk eru sett,“ sagði forsetinn um leið og hann óskaði frum- kvöðlunum til hamingju með að hafa gert draum sinn að veru- leika. Bláa lónið verður opið alla daga vikunnar frá kl. 9-22 frá og með deginum í dag. Sölu að- göngumiða lýkur kl. 21 en gest- um er frjálst að dvelja í lóninu til kl. 21.45. sem ráðast mætti í til að rétta við fjárhag þess. „Við áttum eftir að fara yfir þessar hugmyndir vinnufundarins og blaðinu var stolið úr fundargerðabók. Því hafði ekki verið dreift til stjómarmanna,“ sagði Svanur og sagðist hafa verið í sambandi við rannsóknarlögreglu og til skoðunar væri að kæra málið. Opnað fyrir viðskiptin í dag Akveðið var síðan í gær að stöðva viðskiptin á Verðbréfaþinginu. „Það er vegna þess að gögnum er stolið af fyrirtækinu og það er í rannsókn hvemig þau bámst til DV. Þama eru upplýsingar um margar leiðir sem vom ræddar og verða ekki framkvæmdar. Enginn hafði tekið þetta minnisblað eða lesið eftir MILLILANDASAMBAND Lands- símans til Vestur-Evrópu komst á á ný eftir varaleið um gervihnött um sólarhring eftir að sæstrengurinn CANTAT3 bilaði. Sambandi var íljótlega komið á aftur um vestur- leið strengsins til Norður-Ameríku, þ.á m. stærstum hluta netsambands við útlönd en austurleiðin var slitin. í frétt frá Landssímanum segir að mun lengri tíma hafi tekið að koma sambandi á til Evrópulanda um varaleiðina en venjulega. Gervi- fundinn og við teljum þetta allt hið furðulegasta mál,“ segir Svanur. „Ef satt væri að við ætluðum að grípa til allra þessara aðgerða yrð- um við í fyrsta lagi að samþykkja það í stjóminni og síðan tilkjmna til Verðbréfaþings." Svanur sagði að Verðbréfaþinginu hefðu verið send- ar upplýsingar um málið og ekki væri ástæða til að stöðva viðskiptin þar lengur. „Við erum búin að útskýra fyrir Verðbréfaþingi, fjárfestum og öðr- um viðskiptaaðilum að ekki skuli taka mark á þessum upplýsingum, þær séu ekki af völdum okkar, þær komi ekki fram með samþykki okk- ar og spuming sé hvort þama sé ekki á ferð glæpsamlegt athæfi ann- arra manna.“ hnattasamband hafi fljótlega komist á til Bretlands en fjarskiptin hafi ekki virkað sem skyldi. Annars veg- ar vegna bilunar sem komið hafi upp í Bretlandi og hins vegar vegna bilunar í jarðstöð Landssímans á Höfn í Homafirði, sem er varastöð ef CANTAT3 slitnar. Hluti talsímasambanda til út- landa fara alltaf um Skyggni í Mos- fellsbæ og því hefur sambandið við Evrópu ekki rofnað þótt truflanir hafi orðið á því. TAFIR á afgreiðslu lána frá íbúða- lánasjóði voru ræddar á stjórnar- fundi sjóðsins sem haldinn var á Sauðárkróki í gær. Að sögn Gunn- ars Björnssonar stjórnarformanns liggja fyrir ákveðnar hugmyndir sem fela í sér að biðin styttist um mánuð frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi fljótlega upp úr næstu mán- aðamótum. „Við eram ekki búnir að ganga frá neinum málum ennþá og verð- um með fund í fyrramálið [í dag],“ sagði Gunnar. „Við höfum verið að ræða þessi tímavandamál og erum komnir með ákveðnar hugmyndir til lausnar sem við ætlum að kynna samstarfsaðilum okkar, bönkum og fasteignasölum fljótlega eftir helgi.“ Sagðist hann ekki vilja greina nánar frá tillögunum íyrr en að lokinni kynningu en að þess væri vænst að biðin myndi styttast Kapalskip að leggja af stað Kapalskipið C/S Sovereign lætur úr höfn í Englandi í fyrramálið til að leita uppi bilunina og gera við. Skipið mun einnig sinna áður áformuðu viðhaldi á sæstrengnum sem hefjast átti um næstu helgi. Að sögn Njarðar Tómassonar, markaðsstjóra Netsímans, hafði bil- unin engin áhrif á netsímann, þar sem samtöl um síma 11 00 til Evr- ópu fóru um Bandaríkin. verulega eftir að þær væru komnar tO framkvæmda. „Ég á von á því að við getum stytt biðina um mánuð ef við náum þessum hugmyndum í framkvæmd,“ sagði hann. Sagði hann að áhersla yi’ði lögð á að ljúka sem fyrst við þær umsókn- ir sem þegar lægju fyrir. „Við stefnum að því að þessar hug- myndir taki gildi sem fyrst en við þurfum einhvern tíma til að koma þeim á. Þó ekki langan þar sem þetta era ekki verulegar breyting- ar sem til þarf og er stefnt að því að þær taki gildi fljótlega upp úr mánaðamótum," sagði hann. Farþegum fjölgaði um 20% hjá ís- landsflugi FARÞEGUM íslandsflugs í innan- landsflugi fjölgaði um 20% á 12 mánaða tímabilinu frá júlí-júní 1997 og 1998 í samanburði við sama tíma 1998 til 1999. Hefur far- þegafjöldinn aukist úr um 90 þús- und farþegum í 110 þúsund. Aukn- ing er í flutningum á tvo áfanga- staði af sjö í innanlandsfluginu, Akureyri og Vestmannaeyjar. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Islandsflugs, segir tekjur af áætlunarflugi innanlands hafa hækkað um 30% og tekjur af leiguflugi innanlands og til Græn- lands um 13%. Segir hann þetta hafa leitt til töluvert betri afkomu af innanlandsdeild félagsins og með sama áframhaldi stefni í að jöfnuður náist í rekstri hennar á þessu ári. Umsvif innanlandsflugsins um fjórðungur af veltu Umsvif innanlandsflugsins eru áætluð um fjórðungur af veltu Is- landsflugs á þessu ári. Fraktflugið milli Islands, Englands og Belgíu er annar fjórðungur veltunnar og hinn helmingurinn er vegna er- lendra verkefna og annars leiguflugs frá íslandi en til Græn- lands. Eins og fyrr segir er aukning í farþegafjölda í innanlandsfluginu aðallega á tveimur áfangastöðum, Akureyri, en þó einkanlega Vest- mannaeyjum. Segir Ómar aukning- una þvi mesta þar sem tíðni ferða er svipuð og hjá keppinautinum. Auk fyrrnefndra staða flýgur ís- landsflug til Egilsstaða, Sauðár- króks, Siglufjarðar, Bfldudals og Gjögurs. Til innanlandsflugsins eru notaðar vélar af gerðunum ATR 42 og Dornier. nnnmin . » H „ , muiguiiuiauuvAiii<uuur ijFö 11K vio opnun Blaa lonsms virða framkvæmdirnar fynr ser. Kapalskip að leggja af stað að sæstrengnum CANTAT3 Samband um gervihnött Sérblöð í dag pliáftuillMllMI* Á FÖSTUDÖGUM Ivf ssípur Fyrsti sigur KR í Keflavík í fjögur ár / C4 Örn Arnarson varð að sætta sig við silfur/C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.