Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 50
,50 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Sumir selja sálu sína Frá Sigurbjarti Jóhannessyni: í Þjóðsögunum má víða finna sagnir af fólki sem sagt er að hafi selt sálu sína. En gerist það enn? Það er spuming sem ýmsir ættu að velta fyrir sér. Eða er það bara lygapólitík sem er ríkjandi í þjóðfé- laginu? Þessar spumingar hafa ver- ið að angra mig síðustu misserin eða jafnvel árin. Menn (frambjóðendur) lofa því sem þeir ætla aldrei að standa við og bera upp á andstæð- inginn það sem þeir vita að honum hefði aldrei til hugar komið. Gleggst em dæmi frá borgarstjómarkosn- ingunum tveimur síðustu, það þarf ekki að nefna dæmin. Lygapólitíkin er allsráðandi. Nokkuð sama er að segja um alþingiskosningamar ný- afstöðnu. Frambjóðendur vildu ekki að þeir yrðu dæmdir af verkum sín- um heldur hinu sem þeir sögðust vilja gera á næstu fjóram áram. Sumir státuðu meira sð segja af góð- ærinu sem hann Jóhannes í Bónus skapaði, eða átti stærsta þáttinn í að skapa, þrátt fyrir aðgerðir viðkom- andi. Aðrir vildu allt í einu lækka skatta, jafnvel afnema þá. Já, því gerðu þeir það ekki þegar þeir höfðu völdin á Alþingi? Fram kom flokkur sem vildi leggja gjald á auðlindir. En þess flokks var allt í einu ekki þörf því það vildu jú allir fyrverandi þingmennimir líka. Gott og vel, þess verður þá líklega ekki langt að bíða að gjaldtaka verði lögð á auðlindir vorar, þökk sé hinum valinkunnu nýju þingmönnum. Úrvali þjóðar- innar að þeirra eigin áliti. Það verð- ur ekki langt að bíða eftir bættum kjöram öryrkja, þeir völdu það ekki sjálfir, eða aldraðra, fyrst þeir gátu ekki verið dauðir, eða bara aumingja sjúklinganna sem era ekki nógu veikir til að vera þrjá sólarhringa á sjúkrahúsi. Ja, sægreifamir mega víst fara að passa sig því þeir fá víst að blæða 1. september. Einhvers staðar verður jú að taka þessi 30% á alla línuna, plús nokkur hundrað fyrir kosningasjóði flokkanna sem háttvirtir fyrverandi „skenktu" sér síðustu nóttina, svona um tvöleytið, þegar auðtrúa þjóðin var í fasta- svefni. Er þetta að selja sálu sína, eða er það bara íslensk lygapólitík, ég læt ykkur um að dæma. En bara ekki fyrr en að fjóram áram liðnum, guði sé lof, segja eflaust 63. SIGURBJARTUR JÓHANNESSON, Víghólastíg 24, Kópavogi. Áskorun til kvik- myndahúsanna Frá Ólafí Jóni Björnssyni: Islensk kvikmyndahús stunda það yfirleitt að opna ekki salina fyrir gestum sínum fyrr en rétt rúmlega þegar myndin á að hefjast. Þá hefur yfirleitt safnast saman, fyrir utan rúmlega tveggja metra breiðar dyr, salarfylli af fólki sem beðið hefur mislengi en hefur allt í hyggju að ná sér í nógu góð sæti. Svo þegar dyrn- ar opnast reynir hver og einn einasti að komast í gegnum dyrnar á sama tíma. Þá fá sumir væna skvettu af gosi og poppi yfir sig, aðrir kremjast bak við hurð eða á gólfi. Þessu lýkur svo þannig að þeir frekustu fá bestu sæt- in á meðan þeir minni sitja blautir af gosi með tóman popppoka í verstu sætunum. Hvers vegna þetta þarf að vera svona skil ég ekki. Auðvelt væri að laga þetta með því að hafa svolítið rýmri tíma milli sýninga og opna sal- inn strax og mögulegt er eins og tíðkast víða erlendis. Þá gildir lög- málið „fyrstur kemur fyrstur fær“, án óþarfa ofbeldis. Nú verður í næsta mánuði frum- sýnd væntanlega ein af vinsælustu myndum allra tíma, nýjasta Stjörnu- stríðsmyndin, og vil ég af því tilefni skora á kvikmyndahúsin að bæta úr þessu. ÓLAFUR JÓN BJÖRNSSON, Skeljagrandi 5, Reykjavík. Enn um rjúpuna Frá Birni Jóhannessyni: FYRIR ekki löngu síðan hafði ein- hver orð á því í Morgunblaðinu að rjúpnastofninn væri orðinn mjög rýr. Og að kannski væri rétt að friða einhver viss svæði. En er ekki greinilegt að þessi rjúpnastofn er að hrynja? Sem ekki er furða eins og gengið er á hann. Fyrst er það maðurinn sem virð- ist vera villtastur af þeim sem sækja í rjúpnastofninn. Síðan er það fálkinn sem er miklu heiðarlegri. Hann þarf að lifa. Svo er það tófan sem tekur sinn skammt. Síðan minkurinn sem er nú ekkert frekar upp og ofan með ám og lækjum. Hann er um allt. Það eina sem vinn- ur á mink er eitur og enginn vandi að eitra fyrir hann svo það skaði ekki út frá sér. Svo er það hrafninn í ungunum. Og veiðibjallan í ungun- um. Og uglan í ungunum. Hvemig á þessi litli stofn að þola þetta? Hvemig væri að friða stofninn í svona 10 ár? BJÖRN JÓHANNESSON, Barónsstíg 53, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.