Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 27 efri skólastigum tæki enn mið af kalda stríðinu og heimsmynd þess. Það er vel kunnugt úr menntasög- unni að þegar Bandaríkjamenn töldu að Rússar væru að komast fram úr þeim í vígbúnaðar- og vís- indakapplaupinu var breytt um stefnu í menntun. Mun meiri áhersla var lögð á hvers kyns raun- vísindi. Sú stefna hafði áhrif víða um heim þótt deilt sé um árangur- inn. Kolodny sagði að menntun yrði að taka mið af raunverulegum vandamálum mannkynsins og því hvemig hægt væri að leysa þau. Þar átti hún einkum við mengun, fá- tækt og misskiptingu gæðanna, brot á mannréttindum og misrétti kynjanna. Hún sagði að mikill meiri hluti jarðarbúa vissi harla lítið um stöðu kvenna og að ekki væri tekið mið af þeim við stefnumörkun. Þar vísaði hún til ráðstefnu UNESCO 1998 um framtíðarmenntun, sem hún sagði hafa verið hneyksli vegna þess að þar voru örfáar konur og niðurstöðumar horfðu fram hjá þörfum kvenna. Hún benti á að þrátt fyrir að tæknibylting ætti að geta auðveldað konum og körlum um allan heim aðgang að menntun þá væri það bara svo að milljónir kvenna mættu ekki eiga samskipti við nokkum karhnann utan fjöl- skyldu sinnar, ekki einu sinni í gegnum netið eða tölvupóst. Hvem- ig á þá að tryggja menntun þeirra? Hún sagði að kvennafræðin væru eitthvað það framsæknasta sem gerst hefði í skólakerfinu, ekki síst vegna þess hvemig fagmúrar hafa verið brotnir niður og þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á að koma þekkinunni út í samfélagið. Ráðamenn horfðu alveg fram hjá þessari nýjung þegar þeir ræddu framtíð menntunar. Til að ná fram breytingum þurfa konur að komast til valda, sagði Kolodny, konur sem vilja gera breytingar. Alls staðar. Þrátt fyrir lög og sérstakar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna og minnihluta- hópa em konur aðeins um 15% pró- fessora við háskóla í Bandaríkjun- um. Það blæs ekki byrlega því víða er verið að skera niður framlög til æðri menntunar þrátt fyrir fögur orð um sífellt meiri þörf fyrir menntun. Færri stöður þrengja hag kvenna og minnihlutahópa. Alþjóða- stofnanir eins og OECD og Alþjóða- bankinn leggja mikla áherslu á að þjóðir dragi úr skuldum og ríkisút- gjöldum og það bitnar á menntun- inni. Konur um allan heim verða að snúa bökum saman og byggja upp nýjar hugmyndir um heilbrigt sam- félag jafnréttis og jöfnuðar, sagði Kolodny. Og hún sagði frá því hvemig hægt er að breyta ef konur komast að og vilja breyta. Hún rak þá stefnu að fjölga konum, jafnt í kennslu sem við stjómun og jafna launamun milli karla og kvenna. Það var gert með því að hækka laun kvenna, því hún gat ekki lækkað karlana. Peninganir fengust frá ómönnuðum stöðum. Hún mótaði fjölskyldustefnu deildarinnar, kom á fót bamagæslu, setti reglur um jafna tölu karla og kvenna í nefnd- um, ekki síst í dómnefndum og nefndum sem veittu styrki. Þá end- urskoðaði hún allt stjórnkei'fið út írá valddreifingu og jöfnun ábyrgð- ar. Námskrár vom endurskoðaðar og námskeiðum í kvennafræðum stórfjölgað. Það sem skipti ekki síst máli var að sú krafa var gerð að þeir sem sátu í dómnefndum um stöður urðu sjálfir að vera hæfir til að gegna viðkomandi stöðu. Það þýddi að oft á tíðum varð að leita til annarra háskóla eftir dómnefndar- fólki. Kolodny mætti að sjálfsögðu mikilli andstöðu, einkum gamalgró- inna háskólamanna sem vissu ekki til að neitt væri að innan skólans. Ráð hennar var að finna á þeim veiku hliðamar og koma þar til móts við þá. Hún ræddi við einn og einn í einu til að fá þá til að skilja út á hvað beytingamar gengu og til að fá að heyra hvað þeir vildu. Saman hlustuðu þeir ekki á neitt. Og niður- staða Kolodny var: Það þarf að mennta konur til forystu svo að þær geti breytt heiminum. Konur og helförin A ráðstefnunni var óvenju lítið um sagnfræði að þessu sinni, en ég heyrði þó nokkra mjög athyglis- verða fyrirlestra. Minnisstæðastir eru þeir sem fjölluðu um konur á árum heimsstyrjaldarinnar síðari í Þýskalandi. Styrjöldin í Bosníu og atburðimir í Kosovo hafa leitt ræki- lega í ljós að stríðsátök snerta kynin með mismunandi hætti. Það átti auðvitað líka við í heimsstyrjöldun- um báðum sem og í öðrum styrjöld- um, þótt ekki sé vitað til að nauðg- unum hafi áður verið beitt með jafn skipulögðum hætti. Það var þó ekki fyrr en kvennafræðin tóku að blómstra sem farið var að kanna konur í styrjöldum sérstaklega, þar með taldar gyðingakonur sem sættu ofsóknum nasista. Fyrirlestur Mymu Goldenberg fjallaði um þróun þessara rann- sókna og kom fram að fyrsta bókin um konur í helförinni kom út árið 1983 í kjölfar ráðstefnu, en síðan hefur fjöldi bóka verið skrifaður, m.a. viðtalsbækur og hvers kyns sagnfræðirit. Næsta fyrirlestur flutti Susan Benedict sem er doktor í hjúkmnarfræði. Hann fjallaði um vægast sagt óhugnanlegt efni; þýskar hjúkrunarkonur sem tóku þátt í að drepa sjúklinga sína. Nokkuð austur af Berlín var gam- alt geðsjúkrahús sem var notað á stríðsámnum til að losa ríkið við alls konar „óæskilegt“ fólk, undir yfirskini vísindarannsókna. Á nas- istatímanum var rekinn sá áróður að geðsjúkt fólk væri ríkinu hættu- legt og að það bæri að losa sig við nánast alla minnihlutahópa. Það vom einkum geðsjúklingar, fatlað fólk, hommar og flóttamenn sem þarna vom drepnir. Drápin áttu sér stað á árunum 1942-1945. Sjúkling- unum var gefið eitur, en það var líka notað gas. Það gat tekið hálfan til heilan dag að deyja. Talið er að um 10.000 manns hafi verið tekin af lífi. Hjúkrunarkonunum leið að sjálfsögðu illa, sumar urðu veikar, aðrar reyndu að verða bamshaf- andi til að komast í burtu, en ekki er vitað til að nein þeirra hafi sagt upp starfi. I lok stríðsins komu Rússar að þessu sjúkrahúsi og átt- uðu sig á hvað þar hafði átt sér stað. Þá var allt starfsfólkið flúið. Þeir fundu eina hjúkmnarkonuna í nálægu þorpi, yfirheyrðu hana og skutu svo án dóms og laga. Árið 1964 hófst loks rannsókn á þessu máli. Þá fundust nokkrar hjúkmn- arkonur sem og læknar sem stjórn- uðu verkum og fengu þau dóma. Spurningin sem vakti fyrir fyrirles- aranum var sú hvað fékk þessar konur til að sinna þessum störfum, sem em í svo himinhrópandi and- stöðu við siðfræði hjúkranar? Svar hennar var hlýðni og ótti við valdið. Aðeins 9% hjúkrunarkvenna í Þýskalandi voru félagar í nasista- flokknum og því tæplega um flokkshollustu að ræða. Fangar í Ravensbruck Víkur þá sögunni að kvennafang- elsinu í Ravensbmck, en tveir fyrir- lestranna byggðust á frásögnum kvenna sem vom þar. Ravensbrack er 90 km austan við Berlín og lenti á hernámsvæði Rússa. Rússar hirtu öll gögn sem þar fundust og eru að- eins nokkur ár síðan fræðimenn komust í þau. Ravensbmck var langstærsta kvennafangelsi Þýska- lands og var ætlað pólitískum föng- um. Það breyttist eftir því sem leið á stríðið og Þjóðverjar misstu æ fleiri fangabúðir, einkum í hendur Rússa. Talið er að um 117.000 kon- ur hafi dáið í fangelsinu. Þær vom látnar þræla 12 klst. á dag í verkum fyrir Ziemens-fyrirtækið. Þegar Rússar komu vom 3.000 konur eft- ir, einkum gamlar konur, hinar höfðu verið reknar af stað út á guð og gaddinn. Fyrirlestur Rochelle Saider byggðist á viðtölum við fimm konur sem allar sátu í Ra- vensbrack. Tvær vom þýskar, tvær pólskir gyðingar og sú yngsa var gyðingur frá Belgíu og aðeins 6 ára er hún var sett í fangelsið ásamt móður sinni sem dó þar. Þýsku konumar vom giftar kommúnistum og höfðu flúið með mönnum sínum til Brasilíu skömmu eftir valdatöku nasista 1933. Þau vom öll virk í stjómmálabaráttu í Brasilíu, en það líkaði stjómvöldum þar ekki. Eftir að stríðið hófst vom þau öll hand- tekin og send til Þýskalands þar sem þau fóm beint í fangelsi. Önn- ur konan átti þá von á barni sem fæddist í fangelsinu og lifði stríðið af. Mennirnir dóu báðir. Þær pólsku vom í andspynuhreýfing- unni í Póllandi og tókst annarri þeirra að leyna því að hún væri gyðingur. í þessu samhengi var bent á að það hefði verið auðveld- ara fyrir konur af gyðingaættum að leyna uppmna sínum en fyrir karla sem vom umskornir. Litla stúlkan var í göngunni úr fangelsinu. Rúss- nesk kona tók hana upp á arma sína ásamt öðm barni og laug því að rússneskum hermönnum að hún hefði verið mikill bjargvættur barna í fangelsinu. Hún þekkti sitt heimafólk og vissi að litið yrði á Rússa sem vora fangar nasista sem svikara, sem og kom á daginn. Hún komst með bömin til Sovétríkj- anna, en þegar hún taldi sig úr hættu setti hún þau á munaðarleys- ingjahæli. Stúlkan ólst því upp þar eystra hjá vandalausum. Þegar hún var 18 ára frétti hún fyrir tilviljun að faðir hennar hefði komst af og væri búsettur í Brasilíu. Þangað fór hún, en of langt var um liðið og hún fór aftur til Rússlands þar sem hún býr enn. Síðasta fyrirlesturinn fluttu mæðgurnar Elisabeht og Hester Baer og var hann greining á bók Nöndu Herbermann sem kom út árið 1946 og var fyrsta bókin sem út kom í Þýskalandi og fjallaði um líf í fangabúðum nasista. Herber- mann var þýskur kaþólikki og ung blaðakona. Hún hafði skömm á nas- istum og aðstoðaði fólk við að kom- ast úr landi auk þess sem hún færði flóttamönnum eignir þeirra t.d. til Hollands og Frakklands meðan það var hægt. Hún var handtekin 1941 og sat í Ravensbmck til 1943. Hún átti fimm bræður sem allir vora í þýska hemum. Þeir skrifuðu Himmler og báðu henni griða. SS- foringinn náðaði hana gegn því að hún segði ekki frá því sem hún hefði orðið vitni að í fangelsinu. Hún settist fljótlega niður eftir að henni var sleppt og skráði minning- ar sínar. Bók hennar lýsir því hvemig var að vera Þjóðverji og horfa upp á allar hörmungarnar. Fangavistin vakti með henni spurn- ingar um þjóðerni, trú og stöðu kvenna. Hún lýsti lífinu í fangelsinu og ýmsu sem hún varð vitni að. Hún var fyrst í húsi með pólitískum föngum, en síðan var hún flutt í hús þar sem konur sem sýnt höfðu af sér „andfélagslega“ hegðun voru vistaðar. Það vora t.d. vændiskon- ur, lesbíur og þjófar. Hún varð vitni að því að þó að búið væri að fang- elsa sumar konumar fyrir að selja líkama sinn vom þær teknar út úr búðunum til að þjóna nasistum og jafnvel öðmm föngum. Gamla kvenréttinda- hreyfingin Eg hlustaði líka á fyrirlestra um gömlu kvenréttindahreyfinguna sem er óþrjótandi uppspretta nýrra rannsókna. Fyrirlestur Margaret McFadden fjallaði um hvemig byggt var upp tengslanet þvert yfir Atlantshafið, með bréfum, skeytum, ferðum, fundum og alþjóðaráðstefn- um, en sú fyrsta var haldin árið 1888 í Washington. McFadden gaf nýlega út bókina Golden Cables of Sympathy um þessi tengsl. Þá heyrði ég fyrirlestur Susan Magray þar sem bornar vora saman hug- myndir um kynin og skrif dagblaða og vikublaða um kvenréttindakonur í Ástralíu um síðustu aldamót og svo það sem konumar skrifuðu sjá- flar. Blöðin ásökuðu kvenréttinda- konur um að vera á móti hjóna- bandinu, bameignum og kynlífi og drógu upp nöturlega mynd af þeim sem púrítönum og leiðindakerling- um. Blöð kvenréttindakvenna gefa allt aðra mynd. Þær vildu frelsi, þar með talið frelsi til að velja sér maka og takmarka barneignir. Þess má geta að konur í Ástralíu vom meðal hinna fyrstu í heiminum sem fengu kosningarétt. Það gerðist árið 1894 í suðurhluta landsins, 1899 í norðri og 1902 í landinu öllu. Á sama tírna fjölgaði konum á vinnumarkaði og konum sem giftust ekki, þannig að sumum dagblaðanna stóð ógn af og töldu hjónabandið og fjölskylduna í hættu. Höfundur er sagnfræðingur. Segðw Pniimce! J besta nnce Það eiga allir möguleika á verðlaunum í Prince Polo leiknum því öll svipbrigði eru tekin góð og gild. Eina skilyrðið er að Prince Polo sjáist vel á ljósmyndinni og að hún sé pósúögð fyrir 10. ágúst Úrval mynda mun birtast hálfsmánaðarlega í Dagskrárblaði Morgunblaðsins í allt sumar. „Besta Prince Polo brosið" verður svo valið og kynnt í blaðinu 18. ágúst. Keppt er um fjölda glæsilegra vinninga. 'l'nktu þátt og sendu mynd! Utanáskriftin er: Besta Prince Polo brosið, Pósthólf8511,128 Reykjavík. o oo CD < Vmh ■ Q < # __ Faxafenf 8 UTSHLR Kjamaútsala á fatnað I fyrir alta aldursnópa Opið: Hlán-flm 10-18 Fö 10-19 Lau 10-18 Su 12-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.