Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 23
Kínveriar ítreka viðvaranir sínar vegna yfírlýsinga forseta Taívan
Segjast sjálfír hafa
þróað nifteindasprengju
Peldng, Tafpei. AFP, AP.
KÍNVERJAR ítrekuðu í gær við-
varanir sínar til Taívana í iqölfar yf-
irlýsinga Lee Teng-hui, forseta Taí-
vans, og hvöttu þá til að „leggja kalt
mat á stöðuna... og láta samstundis
af öllum aðskilnaðartilburðum." Lee
forseti sagði á miðvikudag að hann
sæktist ekki eftir formlegu sjálf-
stæði Taívans, sem myndi verða til
þess að Kínverjar hæfu stríð.
Lee olli uppnámi fyrir skömmu
með því að segja að kínversk og taí-
vönsk stjómvöld ættu að falla frá
þeirri afstöðu að einungis væri til
„eitt Kína“. Hann sagði á miðviku-
dag að ný skilgreining sín á tengsl-
um Kína og Taívans væri einfaldlega
til þess gerð að draga fram þá póli-
tísku stöðu sem orðin væri að veru-
leika fimmtíu árum eftir að Taívan
sagði skilið við Kína, þegar kommún-
istar tóku völdin á meginlandinu.
Kínversk stjómvöld líta á Taívan
sem hluta af Kína, en Lee hefur oft
talað um eyjuna sem sjálfstætt ríki,
en segir nú að Kína ætti að viður-
kenna sjálfstæði hennar. Leita þurfi
betri tengsla ríkjanna, sem geti ef
tO vUl leitt tO sameiningar í framtíð-
inni. Taívanar segja sameiningu
einungis koma tO greina verði lýð-
ræði komið á í Kína.
Herinn hótar valdbeitingu
Reuters
HERMAÐUR á vamarsvæði Taívana á Jinmen horfir yfir Taívansund til Kína í gær.
Frekari
álits-
hnekkir
Haugheys
SÉRSTAKUR rannsóknardóm-
stóll á írlandi hefur nú til at-
hugunar gögn sem benda til að
Charles Haughey, fyrrverandi
forsætisráðhema á írlandi, hafi
árið 1989 notað í eigin þágu
peninga sem ætlaðir voru til að
greiða kostnað vegna lífsnauð-
synlegi’ar læknismeðferðar
góðs vinar Haugheys. Undan-
farið hefur verið ljóstrað upp
um fjölda hneykslismála er
tengjast Haughey en ef þessar
nýjustu ásakanir reynast á rök-
um reistar þykja þær afar mik-
01 álitshnekkir fyrir Haughey.
Brian Lenihan, sem nú er lát-
inn, var lengi helsti samstarfs-
maður Haugheys og gegndi
ýmsum ráðherraembættum í
ríkisstjómum Haugheys sem
síðast var forsætisráðherra
1987-1992. Lenihan beið jafn-
framt óvæntan ósigur fyrir
Mary Robinson í forsetakosn-
ingum árið 1990.
Árið 1989 þurfti Lenihan lífs-
nauðsyniega að gangast undir
uppskurð vegna lifrarskemmda.
Haughey setti þá sjálfur á stofn
sjóð sem ætlað var að við að
greiða lækniskostnað Lenihans.
Fullyrt er hins vegar nú að
Haughey hafi notað tuttugu
þúsund pund, um tvær milljónir
ísl. króna á núvirði, sem verk-
takafyrirtækið Irish Permanent
lagði í sjóðinn, í eigin þágu.
Kínverski herinn hótaði í gær að
beita valdi tO þess að vemda kín-
verskt yfirráðasvæði lýsi Lee yfir
sjálfstæði Taívans. A sama tíma
greindi hin opinbera fréttastofa
Kjna, Xinhua, frá því, að þarlendir
vísindamenn hefðu fyrir löngu þró-
að nifteindasprengju, og náð mikl-
um árángri á öðmm sviðum kjarna-
vopnaframleiðslu. Nifteinda-
sprengja veldur dauða með sterkri
geislavirkni, en skOur mannvirki
eftir ósködduð.
Vísuðu Kiínveijar með þessu tO
föðurhúsanna ásökunum Banda-
ríkjamanna um að Kínverjar hefðu
stolið bandarískri kjamavopna-
tækni. Kínverjar sprengdu kjam-
orkusprengju í fyrsta sinn fyrir ell-
efu ámm.
Talsmaður kínverska utanríkis-
ráðuneytisins, Zhang Qiyue, kvaðst
ekki geta sagt tO um hvort rétt væri
að tengja yfirlýsinguna um kjam-
orkuvopnaþróunina við hótanir Kín-
verja um að verja kínverskt yfir-
ráðasvæði með ráðum og dáð.
Fréttaskýrandi breska ríkisút-
varpsins, BBC, sagði yfirlýsinguna
um kjarnorkuvopnaþróunina vera
„afdráttarlausustu viðvörun“ sem
Kínverjar hefðu gefið Taívönum um
afleiðingar sjálfstæðisyfirlýsingar.
Japanir hvöttu Kínverja í gær tO
að hætta þróun nifteindasprengju-
tækni. Stjómarerindreki í Peking
sagðist þó telja að öldumar myndi
fljótlega lægja. „Gera má ráð fyrir
að nifteindasprengjan verði ekki
notuð, og því er ósennOegt að einn-
ar línu frétt frá Xinhua hafi áhrif á
orðspor Kínverja," sagði stjórnarer-
indrekinn. Hann bætti því við, að ef
Kínverjar myndu ekki fljótlega
fylgja orðum sínum eftir í verki yrði
þetta „gömul frétt“.
Fréttastofan AFP hafði eftir taí-
vönskum embættismanni að herinn
væri í viðbragðsstöðu á Kinmen-
eyju, þaðan sem styst er tO megin-
landsins, ef kæmi tO innrásar Kín-
verja. Taívanska varnarmálaráðu-
neytið neitaði því hins vegar að her-
inn hefði sérstakan viðbúnað á Kin-
men.
Gíslum bjargað
í Grikklandi
Aþenu. Reuters.
GRISKA lögreglan bjargaði í gær
fimm gíslum, sem höfðu verið í haldi
vopnaðs Albana í rútu í norðurhluta
Grikklands í rúman sólarhring. Al-
baninn var skotinn tO bana í áhlaupi
lögreglunnar, sem náði af honum
handsprengju og kastaði henni út
úr rútunni. Enginn gíslanna særðist
í áhlaupinu.
Um 50 leyniskyttur lögreglunnar
höfðu umkringt rútuna nálægt bæn-
um Florina skammt frá landamær-
unum að Albaníu. Daginn áður hafði
Albaninn tekið 50 farþega rútunnar
í gíslingu nálægt Pessalóníku en
sleppt 43 þeirra. Albaninn sleppti
tveimur gíslum tO viðbótar skömmu
fyrir áhlaup lögreglunnar.
Einn farþeganna sagði að Alban-
inn hefði tekið sprengipinna af
handsprengju þannig að hún myndi
springa ef hann yrði fyrir skoti frá
leyniskyttum eða missti hana. Lög-
reglan lýsti rútuna upp með ljós-
kösturum um nóttina tO að koma í
veg fyrir að Albaninn sofnaði og
missti sprengjuna.
Albaninn kvaðst hafa rænt rút-
unni tO að mótmæla meintum bar-
smíðum lögreglumanna, sem höfðu
handtekið hann til að vísa honum úr
landi.
Gríska stjórnin gagnrýnd
Grísk dagblöð brugðust harka-
lega við gíslatökunni og sögðu hana
sýna að stjómin væri ekki fær um
að vernda borgarana og stemma
stigu við glæpum innflytjenda í
landinu. Tveimur mánuðum áður
hafði annar Albani tekið níu rútu-
farþega í gíslingu og fengið að fara
yfir landamærin. Sérsveit albönsku
lögreglunnar réðst þá inn í rútuna
og varð Albananum og grískum far-
þega að bana.
mmií'
;
bækur - ferðalög
Njottu kynlifs
éii í’aróu levnt: mc*ð }>ad!
Hetjusaga
l’un lís \ iklors-
dótiir liersl v u)
krabóamein
Mæðgur í blíðu
og stríðu
Deng og Piósa
i S|>olliglil /
Tíska, tíska
t'\ rir tær, axlir' ogxier
Ertu á leið í frí?
minnisIisti Jyrír IerdaIaitga
Kraumandi
kjaftasögur