Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 39» SVEINN SIGURÐSSON + Sveinn Sigurðs- son frá Ási í Vopnafirði fæddist 12. júní 1925. Hann lést 24. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá V opnafjarðarkirkju 1. desember. Sveinn frændi fædd- ist í Ási sem þá stóð í Framtíðarvík. Vegna ágangs sjávar þurfti að færa húsið. Það var sett upp á tré og dreg- ið af hestum utar í kauptúnið. Þá var Sveinn tveggja ára. Það má því segja að Sveinn hafi heyrt sjávamiðinn frá því hann var í móðurkviði og hefur það eflaust haft áhrif á hann. Sveinn ólst upp í foreldrahúsum ásamt fjórum systk- inum sínum. Ekki var langt niður í fjöruna frá Ási þangað sem það var flutt. Hann og tvíburabróðir hans áttu framtíðardraum um að byggja bryggju úti á Tunguhala. Þá voru þeir tíu ára gamlir. Árið 1949 hófu þeir svo byggingu Ásbryggju, þá búnir að byggja hús sem stendur aðeins innar á jörð foreldra þeirra en æskuheimilið tóð. Heitir það Ás eftir æskuheimilinu. Þá voru þeir aðeins 21 árs gamlir er þeir hófu bryggjugerðina. Þá var bytjað að sprengja fyrir húsi, steyptur grunn- ur og fram af honum steypt plan sem náði út á ystu flúðir. Árið 1950 var svo sjóhúsið byggt. 1952 var steypt kar 6x10 metrar inn í Fram- tíðarvík, það var byggt á stór- streymisfjörum 1,80 metrar á hæð. Síðan var því fleytt á stórstraums- flóði 1953 niður að Hafbliksbryggju og steypt ofan á það þar. Þeir bræð- ur hringdu í vita- og hafnamála- stjóra og báðu hann um kafara. Var hann alveg undrandi á þessari bón og að tveir ungir menn upp á sitt eindæmi væru í svona framkvæmd- um. Lánaði hann kafarabúning þeim að kostnaðarlausu. Haraldur Hjálmarsson lögregluþjónn á Norð- firði var fenginn í verkið. Var steypupokum hlaðið á sjávarbotn- inn áður en karið var dregið út eftir og sökkt. Þetta var gert svona svo karið gæti staðið lárétt. Eitt sinn var verið að keyra grjóti í bryggj- una og var það þá sett upp á bílinn með höndunum. Klukkan þrjú um nóttina sagði Sveinn við bílstjórann, Antoníus Jónsson: „Er ekki leiðin- legt að vera að halda vöku fyrir fólkinu?" Antoníus svaraði: „Það gerir ekkert til, það getur bara sof- ið í vetur.“ Fréttaritari Tímans á Vopnafirði skifaði grein 6. sept. 1953. Þar stóð: „Vopnfirskir bræður byggðu skipabryggju í hjáverkum. 23. þessa mánaðar var í fyrsta skipti söltuð sfld hér við bryggju, sem tveir bræður í kauptúninu hafa verið að byggja undanfarin ár og luku nú í sumar. Hafa þeir unnið að þessari bryggjugerð að mestu í frí- stundum er tóm gafst frá annarri vinnu. Bryggjan er steypt 20 metra löng og dýpi við hana 11 fet um fjöru. Á stétt ofan við hana hafa þeir bræður byggt steinsteypt ver- búðarhús 77 fermetra að grunn- fleti, tvær hæðir og loft sem nota má til íbúðar. Að mestu einir. Þess- ar framkvæmdir eru ekki svo lítið þrekvirki, þegar að því er gáð, að þeir hafa að mestu unnið verkið tveir einir að undanskilinni kafara- vinnu og hjálp þegar steypt hefir verið, enda eru bræður þessi sam- hentir dugnaðarmenn." Þannig skrifaði Kjartan Bjömsson. Árið 1963 voru steypt tvö kör inn í Framtíðarvík 3x5 métrar þau aftur á móti voru steypt á landi, rennt í sjóinn og dregin út eftir. Bryggjan var breikkuð með þeim. Kafari var Stefán Hallgrímsson frá Hafnar- firði. 1964 voru þrjú lítil kör steypt á planinu. Ivar Bjömsson frá Holti ýtti þeim út í sjó á jarðýtu. Þá var kafari Jóhann Gauti Gestsson, skólabróðir þeirra frá Laugum. Höfðu þeir bræður oft marga menn í vinnu. „Saga framkvæmda og upp- byggingarstarfs í Vopnafj arðarþorpi verður ekki sögð án þeirra bræðra, því að þeir hafa að hluta skapað þá sögu með at- orku- og framkvæmda- semi.“ Þessi orð sagði sr. Sigfús J. Ámason í minningarræðu um Svein frænda. Verk- færi í upphafi voru handbær, fleygar, sleggja ogjámkarl. Langaði mig til að skrifa um upphaf byggingu Ás- bryggju til að gefa mér og öðmm smá innsýn í þessa miklu fram- kvæmd. Ef þeir sem stjóma hafnar- framkvæmdum á Vopnafirði í dag væm atorkumenn og stórhuga eins og Sveinn og faðir minn þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur. Árið 1954 hófu þeir bræður bygg- ingu Hvítasunnukirkjunnar á Vopnafirði. Sveinn gekk í Hvíta- sunnusöfnuðinn 1967. Móðir hans var einn af stofnendum Hvítasunnu- kirkjunnar hér. Kirkjan var byggð á besta stað í túninu þeirra afa og ömmu. Sveinn byrjaði fimmtán ára til sjós og fór á sína fyrstu vertíð 1942 suður á Höfn í Homafirði. Þær urðu 13 alls. Var hann skipverji á mótorbátnum Auðbjörgu NK 66 sem Jakob Jakobsson frá Norðfirði átti. Sonur hans Ásmundur var kvæntur Pálu systur Sveins. Jakob talaði um að erfitt væri að borga þeim bræðmm kaup á vorin vegna þess að þeir hefðu engu eytt um veturinn. Haustið 1942 fór Sveinn ásamt tvíburabróður sínum í Héraðsskól- ann á Laugum í Reykjadal. Hann stundaði þar nám í tvo vetur. Oft var mér sagt frá skólaámnum á Laugum. Unga fólkið veigraði sér ekkert við að synda í tjöminni ís- kaldri. Mér var líka sagt frá skóla- kómum. Allir nemendumir vom í kórnum. Þeir sem vora litlir söng- menn vom hafðir aftast. Sveinn og Alli vom þar. Höfðu þeir alltaf jafn mikið gaman af að rifja upp hvar þeir voru hafðir í kómum. Sveinn var Hólabúi, herbergið hans hét Hólar. Þeir vom fimm saman. Sveinn, Alli, Sveinn Jónsson frændi þeirra frá Hólagarði Vf., Bjöm Bjömsson Vf. og Gunnar Grímsson frá Flateyjardal. Þorbjöm Skag- fjörð Kristinsson var skólabróðir þeirra. Hann bjó til vísu um Hóla- búa. Honum fannst þeir hafa h'tinn áhuga á hinu kyninu. Sveinn var verkstjóri í sláturhúsi KW í þrjátíu og fimm ár. Hann vann við sfldarsöltun, fiskveiðar, byggingarvinnu og múrverk, sann- kallaður þúsundþjalasmiður. Sveinn var í hreppsnefnd Vopnafjarðar- hrepps í átta ár fyrir verkalýðsfé- lagið. Árið 1960 hófu þeir bræður grá- sleppuveiðar, þeir áttu saman trill- una Fuglanes NS 72, þriggja tonna frambyggðan plastbát sem var smíðaður í Englandi og innréttaður í bflskúr í Reykjavík 1974. Þeir bræður stofnuðu fyrirtækið Ás- bræður sf. Mikinn áhuga hafði Sveinn á trjá- rækt. Hann lét sér ekld nægja að rækta við húsið sitt Fagrahjalla 4, heldur fór hann norður á tangann þar sem Hlíðarendi var. Hann og fjölskylda hans settu niður fjölda platna ár hvert. Eitt sinn voram við faðir minn stödd norður á tang- anum. Þá sagði faðir minn mér að nýr bóndi væri kominn á Hhðar- enda, var það Sveinn. Eitt sinn þegar Sveinn og faðir minn vom að fara á sjó heimtaði ég að koma með. Þeir reyndu að útskýra fyrir mér að veðrið væri ekki nógu gott. Ég lét mig ekki og fór með þeim. Ég varð sjóveik og þeir settu mig á land í Leiðarhomi. Þapnig var með okkur frændsystkinin, við vildum vera með feðrum okkar það mikið að þeir höfðu oft ekki starfsfrið, þeir höfðu mjög rhikla þolinmæði við okkur. Við vomm mjög háð þeim, þeir vom okkar öryggi. Ég fann svo vel kærleikann frá þeim, ekkert síður hjá Sveini en föður mínum. Hann bar milda umhyggju fyrir mér. Þegar ég var veik þá kom hann í heimsókn til að athuga með mig. Við krakkamir fómm oft út á sjó og stundum í óleyfi. Eitt sinn fóram við frænkur í leyfisleysi út á sjó og remm yfir fjörðinn. Þegar við svo vomm á leiðinni heim þá hvessti svoleiðis að við réðum ekkert við bátinn og hann rak út fjörðinn. Þá sáum við að Vonin kom fyrir hólma- homið. Sveinn hafði fylgst með okkur og kom undireins og við vor- um komnar í vandræði. Hann skammaði okkur, en við létum það ekkert á okkur fá. Við vomm svo fegnar að hann kom að sækja okk- ur. Tveimur dögum áður en Sveinn dó hringdi hann. „Hvað segir þú?“ sagði hann. Ég svaraði að ég hefði það mjög gott. Ég hefði verið uppi í rúmi, og þar væri hlýtt og notalegt þó ég væri þar ein. „Þú misstir af miklu,“ sagði Svenni. Ég svaraði að ég hefði ekki misst af neinu því ég hefði ekkert átt. Þá skellihló Sveinn. Ætla ég ekkert að útskýra þetta nánar. Við Vopnfirðingar eigum þennan brandara út af fyrir okkur. Sveinn hafði svo gaman af því að skrifa mér. Hann var alveg hneykslaður á því að ég skyldi ekki ná mér í mann. Einu sinni var ég með toppvömkynningu, fullt af kvenfólki í heimsókn. Þegar kynn- ingin var búin birtist Sveinn og var hrókur alls fagnaðar innan um allt kvenfólkið. Vísan hans Bjössa Skag. passaði aldeilis ekki lengur. Hinn 16. júlí, á fæðingardegi afa Sigurðar Þorbjamar, ætlum við af- komendur Sigurðar og Ingibjargar að halda niðjamót. Eg viidi óska þess að Sveinn hefði verið með okk- ur. En ég má ekki hugsa þannig. Sveinn er heima hjá Jesú. Nú er hann frískur og hamingjusamur. Ég bið Guð um að konan hans og öll fjölskyldan fái þá náð að kynnast Jesú Kristi sem sínum persónulega frelsara og vini. Ó, er okkar vinir allir mætast þar, ganga á geislalogrum grundum eflífðar. Lofa Guð og Lambið, lífið sem oss gaf. Sorgin dvín, sólin skin. Sjá Guðs náðar haf. (Hörpustrengir, kór nr. 423.) Pabbi minn, ég veit hvað þú ert einmana í dag. Mundu, að seinna færðu að hitta Svein heima hjá Jesú. I lokin. Ég þakka Guði fyrir Svein. Ég þakka fyrir þann mikla kærleika sem hann sýndi mér. Mér fannst oft að ég væri mjög rík að eiga hann Svein. Hann bar mikla umhyggju fyrir mér. Hon- um leið Ola þegar ég var veik. Mættu fleiri eiga þannig föður- bræður en ég. Ég vona að ég fái að hitta Svein í himnum hjá Jesú ein- hvern tímann en þá þarf ég að taka mig á, því engin synd fær að fara inn í himininn. Drottinn blessi minningu Sveins föðurbróður míns. Rósa Aðalsteinsdóttir, Ási, Vopnafirði. HELGA BJÖRNSDÓTTIR , + Helga Björns- dóttir fæddist í Rcykjavík 15. júlí 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 20. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram 30. júní. Kveðja frá Stykkishólmi Það er svo fjölda- margt sem rifjast upp nú þegar ég sest niður og skrifa kveðjuorð tfl minningar um frú Helgu Björns- dóttur. Hún var að mínu mati sterk og mikO persóna. Það reyndi ég í gegnum kynni mín af þeim hjón- um, Gísla Sigurbjörnssyni og henni. Við uppbyggingu á stóm elli- og hjúkranarheimili Gmnd fór ekki á mOli mála hversu mikil hjálp Helga var manni sínum í stórræð- um á erfiðum tímum. Aldrei dró hún úr honum kjarkinn en lagði sig fram við að hvetja hann tO upp- byggingar eins og dæmin sanna í Reykjavík og Hveragerði. Og hversu mikið lagði hún ekki af mörkum við mannúðarmálin sem vom á döfinni; þá kom best í ljós hvem mann þau hjónin höfðu að geyma. Ég átti löng og farsæl kynni af þeim hjónum og ekki vom þau fá símtölin sem við Gísli áttum um ára- tugi. Ég undraðist stórmennsku hans í öllum athöfnum og málum sem höfðu menningargOdi. Þá fór ekki á mdli mála hversu traustan föm- naut hann átti þar sem Helga var. Ö0 forsjá og framtíðarspá rætt- ist í verkum og hug- sjónum þeirra hjóna. Oftsinnis leitaði ég tO þeirra er ég þurfti á leiðbeiningum að halda og aldrei án árangurs. Alltaf vom þau Helga og Gísli mér veg- vísar til góðs og veit ég um fjölda annarra sem hafa sömu sögu að segja. Með þessum fáu orðum vil ég þakka alla leiðsögn þeirra hjóna. Ég vOdi óska þess að landið okkar góða og dýrmæta eignaðist fleiri slíka sem Helgu og Gísla, þá væri margt á betra vegi með þjóðinni. Um leið og ég þakka öll mín samskipti við þau hjón og bömin þeirra bið ég þeim sannrar blessy- unar Guðs og votta ástvinum þeirra innilegrar samúðar. Guð blessi starfsemi Elli- og hjúkmnar- heimOisins Gmndar og stofnana sem vinna að álíka málefnum. Árni Helgason, Stykkishólmi. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki senL. viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengtr1 greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eignimaður minn, ÞÓRÐUR GÍSLASON fyrrv. skólastjóri Gaulverjaskóla, Fossheiði 58, Selfossi, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðfinna Jónasdóttir. t Elsku amma okkar, DAGMAR SÖRENSDÓTTIR frá Sólvangi, Fáskrúðsfirði, andaðist þriðjudaginn 6. júlí síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 17. júlí kl. 14.00. Halla Júlíusdóttir, Smári Júlíusson, Þröstur Júlíusson og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR KETILSSON frá Laugarvatni, er látinn. Utförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Blessunaróskir og þakkir til allra vina og vandamanna fyrir góðar stundir. Ásrún Ólafsdóttir, Þórhallur Jónsson, Katla Krístín Ólafsdóttir, Frosti Bjamason, Elfa Ólafsdóttir, Sigurður Guðni Sigurðsson, Börkur Sigurjón Ólafsson, Elma Eide Pétursdóttir og barnaböm. 1 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.