Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. JIJLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Riíssar hafa staðfest Smugusamninginn RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið tilkynnti sendiráðum Islands og Noregs í Moskvu í gær að stjórn- völd þar í landi hefðu staðfest Smugusamninginn svokallaða. Bú- ist er við að Norðmenn, sem eru vörsluaðilar samningsins, tilkynni íslenskum stjómvöldum um viðtöku staðfestingarinnar í dag og öðlast samningurinn þá gildi. Formaður LÍÚ segir íslenskum útgerðum ekkert að vanbúnaði að halda til veiða svo fljótt sem auðið er. Tilkynningin barst sendiráðun- um síðdegis í gær að íslenskum tíma en þá var starfsfólk norska sendiráðsins ekki lengur við vinnu. Gert er ráð fyrir að Norðmenn til- kynni um gildistöku samningsins strax í dag en þeir fara með fram- kvæmd hans. Alþingi íslendinga og norska stórþingið hafa þegar stað- fest Smugusamninginn sem er þrí- hliða samningur Islands, Noregs og Rússlands um veiðar í Barentshafi. Tvö rán í söluturna upplýst LÖGREGLAN hefur upplýst tvö rán í söluturna framin vora í Reykjavík. Hið fyrra var framið 21. júní s.l. og hið seinna í síðustu viku. Þremur mönnum, sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna síðara ránsins, var sleppt úr haldi í gær. Fyrra ránið var framið í söluturn við Óðinstorg þar sem tveir menn rændu um 20 þúsund krónum úr sjóðvél þar sem annar þeirra hélt af- greiðslustúlku fastri á meðan hin tók peningana. Seinna ránið var framið í söluturni við Ofanleiti hinn 7. júlí, þar sem þrír menn rændu skjala- tösku með 50-60 þúsund krónum í af eiganda sölu- turnsins rétt fyrir lokun. Fjórir aðilar vora handteknir vegna þess máls og þrír þeirra úrskurðaðir í gæslu- varðhald sem rann út í gær. Við rannsókn beggja mál- anna komu upp tengsl eins manns við bæði ránin en sá á að baki brotaferil í Svíþjóð. Kviknaði í við kæfu- gerð ELDUR kviknaði í vinnslusal í kjallara Kjötumboðsins við Kirkjusand um klukkan 9.30 í gærmorgun. Að sögn varðstjóra Slökkviliðs Reykjavíkur kom eldurinn upp í afmörkuðum vinnslusal þar sem starfs- maður var að vinna að kæfu- gerð. Starfsmaðurinn, sem hafði verið að hita feiti, brá sér frá og er hann kom til baka logaði töluverður eldur í salnum. Hann reyndi að slökkva eldinn með slökkvi- tæki en varð frá að hverfa þar sem eldurinn blossaði upp að nýu hvað eftir annað. Slökkviliði gekk vel að slökkva eldinn og ekki urðu miklar skemmdir á húsnæð- inu. ' Samkvæmt samningnum verður ís- lendingum heimilt að veiða samtals 4.450 tonn af þorski í norskri fisk- veiðilögsögu á þessu ári. í rúss- nesku lögsögunni er um sama magn að ræða en þar af verða Is- lendingar að greiða Rússum sér- staklega fyrir 36,5% heimildanna eða 1.624 tonn. Við úthlutun afla- hlutdeildar til íslenskra skipa er miðað við veiðireynslu 5 síðustu ára í Barentshafi en þar af gilda 3 bestu árin. Gera má ráð fyrir að alls verði um 90 íslenskum skipum út- hlutað kvóta á svæðinu. Tók ekki óeðlilega langan tíma Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í gær að íslensk stjóm- völd hefðu verið í mjög góðu sam- bandi við rússneska utanrOdsráðu- neytið og rússneska sendiráðið í Reykjavík undanfama daga varð- andi staðfestingu samningsins. Hann segir staðfestingu Rússa ekki hafa Afmælis- djass á Skeiðar- árbrú EFNT var til djasstónleika á Skeiðarárbrú á miðvikudaginn í tilefni af því að 25 ár eru liðin síðan brúin var vígð. Brúarvígsl- an fór fram 14. júlí 1974 og með tilkomu hennar var unnt að opna hringveginn. Var um að ræða gífurlega samgöngubót á þeim tíma. Magnús Torfi Ólafsson, þá- verandi samgönguráðherra, opn- aði brúna formlega að viðstödd- um fjölda gesta, þar á meðal for- setahjónunum, Halldóru og Kri- stjáni Eldjárn. Djassinn dunaði í hádeginu í fyrradag vegfarend- um til ánægju og jafnframt nokkurrar undrunar. Djassleik- ararnir voru Óskar Guðjónsson á saxófón, Þórður Högnason á bassa og Einar Scheving á trommur. dregist óeðlilega lengi. „Miðað við þann tíma sem það almennt tekur að fá staðfestingu á alþjóðlegum samn- ingum hefur staðfesting þessa samn- ings ekki tekið langan tíma. Hins- vegar má segja að bæði Islendingar og Norðmenn hafi verið óvenju fljót- ir að staðfesta samninginn." Halldór kvað samningsgerðina breyta miklu í samskiptum þjóð- anna þriggja. Þegar samningurinn hafi öðlast gildi verði hægt að vinna í því andrúmslofti sem hann skapi. „Það er öllum ljóst sem að þessu máli koma að samningurinn gefur nýja möguleika sem mikilvægt er að nýta. Nú er það okkar að standa sem best að málum,“ sagði Halldór. Kvótinn frá 1 tonni upp í 203 tonn á skip Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær fagna því að samn- FÆKKUN íbúa varð í öllum landshlutum nema á höfuðborgar- svæðinu og Suðurlandi samkvæmt tölum Hagstofunnar um breyting- ar á lögheimili landsmanna á fyrri helmingi ársins. Mest varð fækk- unin á Norðurlandi eystra en þar vora aðfluttir 172 færri en þeir sem fluttu þaðan og á Austurlandi voru þeir 102 færri. Á höfuðborg- arsvæðinu var fjölgun um 1.160 íbúa og á Suðurlandi um 24. Á fyrri helmingi ársins fluttu 679 fleiri einstaklingar til landsins en frá því, 139 íslendingar og 540 erlendir ríkisborgarar. Á sama tíma í fyrra fluttu 309 fleiri ein- staklingar til landsins en frá. Sé litið á einstaka staði á höfuð- ingurinn væri nú loks að komast í höfn. „Við teljum okkur reyndar hafa þurft að bíða óeðlilega lengi eftir þessari staðfestingu. Við vor- um að brenna inni á tíma því kvóta- árinu lýkur í lok næsta mánaðar og mörg skip orðin kvótalítil eða kvóta- laus. Nú ætti að vera hægt að fara að vinna eftir samningnum og út- hluta aflahlutdeildinni. I norsku lög- sögunni sýnist mér að úthlutað verði allt frá 1 tonni upp í 203 tonn á skip. Þar af eru fjölmörg skip með á bilinu 10 til 40 tonn. Það er ljóst að engar forsendur era fyrir því að skip sæki svo lítinn afla og því þarf að sameina aflaheimildir. Það tekur einhvern tíma. Mér sýnist hinsveg- ar sum fyrirtæki eiga heimildir fýr- ir heilli veiðiferð með því að sam- eina heimildir af mörgum skipum á eitt skip. Þannig gætu einhver skip lagt af stað um leið og samningur- inn öðlast gildi. Hjá öðrum mun líða lengri tími,“ sagði Kristján. borgarsvæðinu eru aðfluttir um- fram brottflutta flestir í Kópavogi eða 459, 448 í Reykjavík, 203 í Mosfellsbæ og 120 í Hafnarfirði. Á Seltjarnarnesi fækkaði um 48 og 27 í Garðabæ. Fækkun er á Suður- nesjum nema hvað 19 fleiri flytjast til Grindavíkur en frá á þessum tíma. Á Vesturlandi er víðast fækkun nema hvað 48 fleiri flytjast til Akraness en frá, 6 fleiri í Skil- mannahrepp, 3 í Innri-Akranes- hrepp, Dalabyggð og Saurbæjar- hrepp hvern um sig. Á Vestfjörð- um er fjöldi brottfluttra umfram aðflutta 73 og er mest fækkun í Isafjarðarbæ eða 68. Á Tálknafirði fjölgar hins vegar um 21. A Norðurlandi vestra eru brott- Fólk Varði dokt- orsritgerð um arki- tektúr • HALLDÓRA Arnardóttir varði 2. júní síðastliðinn doktorsritgerð sína við Bartlett School of Architecture and Planning, University College, London. Titill doktorsritgerðar Halldóru er „Itali- anitá, Debates in Architecture and Design in Milan 1945-1964“. í ritgerðinni fjallar Halldóra um það með hvaða hætti ítalskir arki- tektar og hönnuðir notuðu sögu og hefðir til að byggja á og miðla í nútímalegri hönnun sinni. Þeir skynjuðu fortíðina sem hluta af hinu mannlega umhverfi nútímans og sem stöðugan áhrifa- vald á framtíðina. Til þess að greina hugmjmdir og aðferðir þessara arkítekta og hönn- uða vora nokkur tímarit, sem gefin vora út í Mflanó, notuð sem aðal- heimildir. Þetta vora tímaritin Domus, Casabella vontiunuitá og Stile Industria. Eitt af því sem skýrt kemur fram í doktorsritgerð Halldóru er að ítölsk byggingarlist er ekki einungis fólgin í byggingunum og hlutunum sjálfum heldur einnig í almennri og faglegri umfjöllun. Itölsk einkenni eru ekki einungis bundin við hlut- inn, heimilið eða borgina heldur gef- ur umræðan um byggingarlistina henni ákveðna þýðingu eða goð- sagnakennda ímynd. Þessi umræða leiddi ítölsku bygingarlistina inn í heimspekilegar hugleiðingar um nútímastefnuna, sögulegar minn- ingar og hefðir, það umhverfi sem er til staðar í nútímanum, alþjóðleg einkenni og hið mannlega, svo eitt- hvað sé nefnt. Öll þessi hugtök, sett í samhengi við hina almennu um- ræðu í þjóðfélaginu, höfðu seinna mikil áhrif á umfjöllun um bygging- arlist og hönnun á 7. og 8. áratugn- um í Evrópu og Bandaríkjunum. Halldóra Amardóttir fæddist á Akureyri árið 1967. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri en nam síðan listfræði við Háskólann í Essex á Englandi og lauk þaðan BA-gráðu og Diploma of Art. Halldóra lauk mastersgráðu í sögu nútfrnabyggingai’listai- frá Bartlett School of Architecture, Uni- versity College, London, árið 1992. Halldóra er gift Javier Sancherz Marina arkitekt. Þau eiga tvö börn og era búsett á Spáni. Halldóra starfar nú sem gagnrýnandi lista og byggingarlistar. fluttir umfram aðflutta 86 og fækkar þannig um 25 á Blöndósi og 41 á Siglufirði. Mest fækkun á Norðurlandi eystra er á Akureyri eða 35, 19 í Glæsibæjarhreppi og 16 á Húsavík. Fækkun varð um 102 á Austurlandi, 29 í Vopnafjarð- arhreppi, 24 í Fjarðabyggð og 21 á Hornafirði. Á Suðurlandi eru aðfluttir um- fram brottflutta 24 eins og áður segir og munar þar mest um 50 íbúa fjölgun í sveitarfélaginu Ár- borg, í Hveragerði fjölgar um 18 og um 11 í Grímsnes- og Grafn- ingshreppi. Hins vegar fækkar um 22 í Vestmannaeyjum, 14 í Gnúpverjahreppi og 13 í Hvol- hreppi. Morgunblaðið/Ragnar Frank Kristjánsson DJASSINN hljómar á Skeiðarárbrú vegfarendum til yndisauka. Miklar breytingar á lögheimilum fyrri helming ársins Fjölgar á höfuðborgar- svæðinu og Suðurlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.