Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bakhús við Hafnar- stræti birtist á ný Morgunblaðið/Ásdís BAKHÚSIÐ sem er verið að gera upp og göngustígurinn sem liggur frá Kaffi Reykjavík að gamla Mjólkurféiagshúsinu. NÚ er verið að endurnýja og fegra bakhúsið við Hafnarstræti 1-3 og innrétta það að nýju, en húsið hef- ur seinustu áratugi verið hulið sjónum flestra vegfarenda. Þá er verið að ganga frá göngustíg á milli Hafnarstrætis 1-3 og bak- hússins, sem liggur frá Naustun- um að Kaffi Reykjavík. Ólafur Straumland, fram- kvæmdastjóri Ardags ehf. sem á húsið, en félagið á og leigir út at- vinnuhúsnæði, segir að félagið hafi fest kaup á því í fyrra, en þarna hafði til skamms tíma aðsetur fyr- irtækið Ljóri sf. sem seldi rimla- gluggatjöld. „Markmiðið hjá okkur er að gera upp húsið svo að það verði fallegt og síðan kemur ýmislegt til greina varðandi nýtingu þess, þar á meðal verslunarrekstur, veit- ingastarfsemi eða annað það sem við teljum að henti húsnæðinu og erum sáttir við,“ segir Ólafur. Hann kveðst ekki vita fyrir víst hvenær húsið var byggt en það sé mjög gamalt og fyrstu skjölin sem eigendurnir hafa fundið um það séu frá því fyrir fyrri heimsstyrj- öld. I tengslum við framkvæmdirnar var hluti af húsnæðinu rifinn, eða gamli inngangurinn í spilasalinn Háspennu við Hafnarstræti, sem var um 30 fermetra stór. Samfara því myndast jföngustígur að bak- húsinu, sem Olafur kveðst vona að verði vegfarendum til yndisauka. „Þarna er ný gata að myndast en við erum ekki búnir að fá götuheiti ennþá, og kannski ástæða til að lýsa eftir því hjá hugmyndaríkum lesendum," segir Ólafur. Hann segir um kostnaðarsamar framkvæmdir að ræða og sé gert ráð fyrir að þeim ljúki með haustinu. Sérkennileg brennisóley BRENNISÓLEYJAR geta tekið á sig sérkennilega mynd eins og sést á Ijósmyndinni, sem tekin var af einni slíkri í Vestmanna- eyjum fyrir skömmu. Hér er um að ræða ákveðna vansköpun, að sögn Eyþórs Ein- arssonar, grasafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, sem lýsir sér í því að krónublöðin verða fleiri en á heilbrigðum brennisól- eyjum. Hafi heilbrigðar brenni- sóleyjar krónublaðakrans með fimm blöðum, en stundum verða kransamir fleiri og er þá talað um að blómin verði ofkringd eða fyllt. Ystu krónublöðin likjast blöðum heilbrigðra plantna, en blöðin í miðjunni verða styttri. Segjr Eyþór að hugsanlegt sé að hin stuttu blöð komi í stað fræfla, sem skipta tugum í heilbrigðum blómum. Séu hinar vansköpuðu brennisóleyjar ennfremur ófrjó- ar og því er ekki unnt að fjölga þeim með eðlilegum hætti í görð- um, þótt þær geti Iifað þar að öðm leyti. Einstaklingar af þessu tagi em ekki algeng sjón en hafa þó sést í öllum iandshlutum og lítið er vit- að um orsakir vansköpunarinnar. Skotveiðifélagið hyggst bjóða ríkinu fjárstuðning' til að þyrma Eyjabökkum Landsvirkjun verði end- urgreitt með fjársöfnun STJÓRN Skotveiðifélags íslands ákvað á stjórnarfundi sínum í gær að beita sér fyrir því að efna til fjársöfnunar til að endurgreiða Landsvirkjun hluta kostnaðar sem hún hefur lagt í rannsóknir vegna fyrirhugaðra virkjana á Austurlandi. Segir Sigmar B. Hauksson, for- maður félagsins, að ákveði Alþingi og ríkis- stjórn að fallið skuli frá virkjunaráformum sé félagið reiðubúið að standa fyrir slíkri fjársöfn- un til að greiða hluta hugsanlegra bóta til Landsvirkjunar. Að sögn Sigmars hefur hugmyndin verið rædd meðal hreyfinga skotveiði- og náttúru- verndarmanna í Evrópulöndum og er hún reyndar þaðan komin. Eftir fund stjórnar Skotveiðifélagsins í gær segir hann menn sam- taka um að beita sér íyrir því að söfnuninni verði hrint í framkvæmd. „Skotveiðifélag ís- lands hefur haft verulegar áhyggjur af hugsan- legum framkvæmdum, að þær geti haft þau áhrif að heiðagæsin flæmist frá Eyjabakka- svæðinu," segir Sigmar. „Þetta gæti komið af stað breytingum á stofninum, að gæsinni fækki, hún fari í auknum mæli til Grænlands eða sæki í Þjórsárver. Þar eru varpstöðvar hennar og verði svo fer geldfuglinn í sam- keppni um æti við ungana sem þar eru, sem gæti haft þær afleiðingar að þeir falli úr hor. Verði Eyjabökkunum drekkt eins og nú horfir getur það því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslensku gæsastofnana," segir formaður- inn og nefnir að þessar áhyggjur séu einnig uppi hjá systurfélögum í Bretlandi. Hugmyndin erlend Sigmar kveðst að undanförnu hafa skýrt fyrir erlendum félögum sínum hvað standi til á Eyja- bakkasvæðinu. „Það hefur m.a. komið fram að ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hverfa frá þessum framkvæmdum sé sú að Landsvirkjun hafi lagt svo mikið fé í rannsóknarstörf; nefnd hefur verið talan þrír milljarðar á nærri 20 ár- um. Við teljum þessa fjárhæð óeðlilega háa og munum fara fram á að Landsvirkjun sýni lands- mönnum í hvað fjármagnið hefur farið.“ Hann telur eðlilegt að Landsvirkjun beri einhvern hluta þessa kostnaðar en geti ekki sótt til ríkis- ins alla þessa upphæð sem skaðabætur. „Skotveiðifélag Islands mun bjóða ríkis- stjórninni það formlega um miðjan næsta mán- uð að leggja fjármagn til þessarar endur- greiðslu með því að efna til fjársöfnunar meðal náttúruverndarsamtaka, skotveiðimanna og skotveiðifélaga í Evrópu og Norður-Ameríku ef hún vill beita sér fyrir því að Eyjabökkum verði hlíft." Sigmar sagði fulltrúa erlendu hreyfinganna koma hingað til lands til viðræðna í næsta mán- uði og verði tekið jákvætt í málið muni verða hægt að hefja slíka söfnun í september eða október. Hann sagði að auk framlaga frá ein- staklingum og félögum yrði einnig leitað eftir stuðningi náttúruverndarsjóða. Wellcome-stofnunin styrkir íslenskan lækni öðru sinni Nær 40 milljónir til grunn- rannsókna í veirufræði Uppsagnir kennara í Reykjavík Yfírvöld styðjast við lögfræðiálit i BRESKA Wellcome-stofnunin hef- ur veitt dr. Ingólfi Johannessen lækni tæplega 30 milljóna króna styrk til rannsókna á herpes-veiru- sýkingum í beinmerg. Stofnunin veitti Ingólfi í fyrstu um 10 milljónir króna til forrann- sókna við Læknaskóla Edinborg- arháskóla í Skotlandi, en styrkir nú verkefnið á ný. Wellcome-stofn- unin á rætur að rekja til Wellcome- lyfjafyrirtækisins, en varð síðar sjálfstæð stofnun sem styrkir vís- indarannsóknir á Bretlandi. Herpes-veirur eru allmargar og sumar sýkja m.a. blóðfrumur. Ein þeirra (Epstein-Barr-veiran) sýkir t.d. B-eitilfrumur í blóði og er talin eiga þátt í myndun B-eitilfrumukrabba- meins í ónæmisbældum sjúklingum. Ætlað að auka skilning á herpes-veirunni Megintilgangur verk- efnis Ingólfs er að kanna hvort og með hvaða hætti þær herpes-veirur er sýkja blóðfrumur kunni einnig að sýkja frumur í beinmerg. Verkefnið er því grunnrannsókn á sviði veirufræði og ætlað að Ingólfur Johannessen auka skilning á sýk- ingum af völdum herpes-veira. Verkefnið er unnið við Læknaskóla Ed- inborgarháskóla, en Ingólfur starfar þar með Dorothy H. Crawford, prófessor í sýklafræði. Hann lauk M.Sc.-prófi í sýklafræði og dokt- orsprófi í veirufræði við Lundúnaháskóla fyrir tveimur árum, en vinnur sem stend- ur á Landspítalan- um. ÓLAFUR Darri Andrason, for- stöðumaður fjármálasvið Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur- borgar, segir ekkert útlit fyrir að kennarar, sem ráðnir hafa verið 1. ágúst og hafa sagt starfi sínu lausu muni fá greidd laun fyrir ágústmánuð. „Þetta hefur verið hefð, hvort sem kennari hefur skilað inn uppsögn fyrir 1. maí eða eftir þann tíma, ef það hefur legið íyrir að hann ætlaði ekki að kenna á komandi skólaári,“ sagði hann. „Við höfum verið að fara yfir þetta mál og eftir því sem ég best veit hefur það verið ágreinings- laust til þessa að kennarar sem eru að hverfa úr starfi hafa ekki fengið greidd laun í ágústmánuði, það er að segja þeir kennarar sem ráðnir eru frá og með 1. ágúst, „ „Við höfum látið lögfræðinga kanna þetta og þeirra niðurstaða er sú að ekki eigi að greiða laun fyrir ágúst. Ég geri ráð fyrir að ef mótrök koma fram gegn þessu, munum við yfirfara þau.“ Rétt er að taka fram að þeir kennarar sem ráðnir voru 1. september og hafa sagt upp störfum fá greidd laun fyrir ágústmánuð. Hópur upp- sagnakennara hefur boðað til blaðamannafundar í dag, þar sem hann hyggst fara yfir stöðuna og svara málflutningi forystumanna Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.