Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR verða skyldubúnaður. í 35 þúsund feta hæð er ekki einfalt að koma auga á aðrar þotur á svipuðum slóðum, helst að sjá megi slóðina aftan úr þeim. Um leið og merki um þær sést á árekstravaranum er hægt að líta í þá átt sem viðkom- andi vél er og þá má um síðir koma auga á hana. Þá sést líka vel hversu mikill hraði er á þessum vélum því þær hverfa nánast á ör- skotsstund séu þær nálægt. Flugmennirnir segja starf sitt á leiðinni einkum fólgið í margs konar eftirliti með framgangi flugsins. Sífellt er haft samband við flugumferðarstjórnir, staðfest fyi’irfram ákveðin flugleið eða henni breytt að fyrirmælum þeirra sem gerðist í þessari ferð vegna umferðar og allt er vand- lega skráð til að rekja megi hvern- ig flugið gekk fyrir sig ef eitthvað fer úrskeiðis. I þessu sambandi kvaðst John Brock furða sig nokk- uð á hversu samskipti flugmanna við flugumferðarstjórnir væru orðin gamaldags. „Við erum að tala við flugumferðarstjórnir með hátíðnitalstöðvum og stundum er sambandið ekki nógu gott og menn þurfa sífellt að endurtaka sig til að ekkert fari milli mála. A sama tíma geta farþegarnir kannski verið að tala vandræða- laust í gervihnattasíma sína,“ seg- ir flugstjórinn og segir að á þessu sviði þyrfti að verða bragarbót. Slegist um reynda flugmenn Þeir segja í þessu sambandi að með aukinni tækni og öryggi í stað- setningu og allri flugleiðsögu megi minnka aðskilnað véla til að anna betur þeirri flugumferð sem orðin er til dæmis viða í Evrópu. Meðan vélin berst norður eftir Evrópu, út yfir Ermarsundið og Bretland er rætt um heima og geima og að end- ingu eru þeir félagar spurðir um framtíðarhorfur í fluginu. „Það var atvinnuleysi hjá breskum flug- mönnum fyrir fáum árum,“ segir Jonathan Quest, „en nú hafa allir vinnu og flugfélögin kvarta yfir því að fá ekki reynt fólk. Starfsaldur flugmannastéttarinnar fer óðum lækkandi af því svo margt ungt fólk er að koma inn og flugfélög hafa allar klær úti til að ná í fólk.“ Þeir segja félögin gi-eiða fyrii' þjálfun flugmanna gegn því að þeii' ráði sig til fimm ára og hætti menn áður en samningstíminn er úti verða þeir að greiða hlutfallslega sinn skammt. „Það kemur líka fyi'ir að flugfé- lögin „steli“ þessum mönnum og greiði fyrir þá þennan kostnað. En þetta er vandinn, flugfélögin vant- ar flugmenn með reynslu og flug- menn fá ekki störf nema þeir hafi reynslu þannig að hér verður að fínna einhvern milliveg sem hentað getur báðum aðilum og í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á að aldrei verður slakað á neinu varðandi öryggi. Það vilja allir hafa í íyrsta sæti.“ Þotur eru í stöðugri þróun og nýjar gerðir vaxa út frá þeim eldri. Jóhannes Tómasson skoðaði eina slíka, Boeing 737-800, sem er afkastameiri og sparneytnari en aðrar gerðir og með ýmsum tækninýj ungum í stjórnklefa. EIN af nýjustu þotugerðunum frá Boeing, 737-800, er nú í notkun hjá breska leiguflugfélaginu Sabre Airways, sem annast í sumar flug fyrir ferðaskrifstofuna Heimsferð- ir bæði til sólarstranda og London. Þessi gerð fór í fyrsta flugið fyrir tveimur árum og var afhent fyrsta flugfélaginu á síðast- liðnu vori. Sabre Airways fékk sína þotu einnig síðasta ár, fyrst flugfélaga í Bretlandi og með fyrstu félögum í Evrópu. John Brock, flugstjóri hjá Sabre Airways, segir nýju þotuna á allan hátt skemmtilegri en eldri gerðirn- ar, þ.e. 737 þoturnar sem nefndar eru 100, 200, 300, 400 og sú minnsta 500. Gerðirnar 300, 400 og 500 eru eins að allri gerð nema hvað varðar burðargetu. Næsta kynslóð, eins og Boeing kallar nýrri gerðirnar, eru einkenndar með heitunum 600, 700, 800 og 900 og eru þær líka eins að allri gerð þannig að flugmenn geta flogið öllum gerðunum í hvorri kynslóð fyrir sig án þess að þurfa sérstaka þjálfun fyrir hverja und- irgerð. „Þessar þotur eru stærri og með meiri burðargetu en eldri gerðirnar og við höfum ýmsar nýjungar í stjórnklefanum eins og skjái í stað hefðbundinna mæla, stæn-i skjái en eru í fyrri gerðum af 737 þotum og þeir eru líka fleiri," segir John Brock er blaða- maður ræddi við hann og Jonath- an Quest flugmann í snöggri ferð til Spánar á dögunum. Annast hvers konar leiguflug Sabre Airways, sem stofnað var árið 1994, notaði fyrst eingöngu 727-200 þotur en er nú að skipta þeim út fyrir 737-800 og er það Morgunblaðið/jt UPPLYSINGAR um stefnu, hæð og hraða flugvélar, um hegðan hreyflanna og um veðurfar koma fram á skjám hjá ílugmönnunum. flugfélög. Má því segja að félagið sé í nokkuð svipuðum rekstri og Atlanta. „Okkur finnst mun þægilegra að vinna á vélum með skjámæla sem þessa, umhverfið er allt þægilegra og maður finnur síður fyrir þreytu í augum. Það tekur dálítinn tíma að venjast þessu en þegar það er komið er það mjög þægilegt," segir flugstjórinn en skjáimir eru einir sex, flestir fyrir upplýsingar um hegðan vélarinnar, stefnu, hraða og hæð en einnig veðurupplýsingar og hvernig flugleiðin er skipulögð og fleira. Af einum skerminum eru eingöngu lesnar upplýsingar um hvaðeina er snertir hreyflana. Árekstravarar útbreiddir Þá er þessi vél búin árekstra- vöm sem er í því fólgin að á skermunum má sjá hvar nálægar flugvélar eru á ferð og sést þar bæði stefna þeirra og hæð, hvort þær eru í sömu hæð, hærra eða lægi’a. Sé nálgunin of mikil vekur tölvan athygli flugmanna á vélun- um með kalli og sé hætta á ferðum gefur hún fyrirmæli um breytingu á stefnu eða hæð til að forðast árekstur. Sé slíkur árekstravari í hinni vélinni gefur tölvan þar flug- mönnum sínum viðeigandi fyrir- skipanir einnig. Slíkir árekstravar- ar eru nú í flestum nýrri þotunum, t.d. hjá Flugleiðum, enda þeir að JOHN Brock flugstjóri (í miðið) og Jonathan Quest flugmaður (t.v.) ræða hér við hleðslustjóra á flugvellinum í Malaga en þar var viðdvöl- in aðeins klukkustund. ekki síst vegna þess að nýju þot- umar eru mun sparneytnari. Fé- lagið rekur nú þrjár af eldri gerð- unum og hefur fengið tvær af þeirri nýju og sú þriðja er væntan- leg í febrúar á næsta ári. John Brock segir ætlunina þá að selja eina af eldri þotunum eða breyta henni til fraktflugs. „Við höfum til þessa eingöngu annast farþega- flug en nú er verið að velta því fyrir sér að færa út kvíarnar og taka upp fraktflug þegar þriðja 737-800 þotan bætist við,“ segir hann og bætir við að Sabre Airwa- ys annist jöfnum höndum leiguflug fyrir ferðaskrifstofur, flestar breskar, en einnig sé nokk- uð um að félagið sé fengið til að sinna áætlunarflugi fyrir önnur Ein nýj asta þota Boeing í flugi fyrir Heimsferðir A Utiguðsþjónusta í ágúst í upphafí kristnitökuhátíðar Reykjavíkurprófastsdæma Þúsund manna kór syngur í Laugardal í TILEFNI af þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi gangast Reykjavíkurprófastsdæmin fyrir miklum hátíðarhöldum sem standa munu nær samfellt í rúmt ár. Um 60 viðburðir verða á dag- skrá hátíðarinnar og verður hún ein viðamesta kristnihátíð sem haldin hefur verið hér á landi. Hátíðahöldin verða sameiginleg á vegum Reykjavíkurprófastsdæm- is eystra og vestra og þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborg- ar, Kópavogsbæjar og Seltjarnar- neskaupstaðar sem tóku þátt í undirbúningi og kostnaði við há- tíðina. Hátíðin hefst 15. ágúst nk. með útiguðsþjónustu á Laugardalsvelli þar sem biskup Islands predikar. Við athöfnina syngur 1000 manna kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og Kristinn Sigmundsson syngur einsöng. Að útiguðsþjónustunni á Laugardalsvelli standa allir kristn- ir söfnuðir í Reykjavíkurprófasts- dæmum. Fjölbreytt fjölskylduhátíð í framhaldi af útiguðsþjónust- unni verður fjölbreytt fjölskyldu- hátíð í Laugardal. Jón Ólafsson mun stjórna gospeltónleikum í Laugardalshöll. Þar koma fram listamenn eins og Bubbi Morthens, Páll Rósinkrans, Sigríður Guðna- dóttir, Stefán Hilmarsson og Mar- grét Eir. Hátíðinni í Laugardal lýkur um kvöldið með sameigin- legri æskulýðssamkomu allra kristinna söfnuða í Skautahöllinni. Búist er við miklu fjölmenni á há- tíðina sem verður mjög vegleg. Síðar á árinu verður opið hús í kirkjum í tengslum við kirkjugöng- ur og tónleikar verða haldnir í tengslum við norrænt þing org- anista. Dómkirkjan verður opnuð á ný og ráðstefna verður haldin um boðun kristinnar trúar. Kristni- tökuhátíð á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmanna stendur yfir í rúmt ár og verður árið 2000 sér- staklega viðburðarríkt. Um jól og áramót mun kór og kammersveit Langholtskirkju flytja jólaoratoríu J.S. Bach. Barnakóradagur á næsta ári Árið 2000 verður haldinn barna- kóradagur. Af öðrum viðburðum á árinu má nefna mjög merkilegar sögumessur sem haldnar verða í nokkrum kirkjum. Þá verður um- gjörð messunnar, tónlistin og messugjörðin frá ákveðnu tímabili sögunnar sem valið hefur verið fyrirfram. Einnig verður Listavika í Seltjarnarneskirkju á páskum og óratoría verður frumflutt í Hall- grímskirkju í tilefni kristnitöku. Kynningarþættir verða um starf kirkjunnar um víða veröld í sam- ráði við Ríkisútvarpið. Settar verða á svið leiksýningar, listsýn- ingar og margt fleira, sögumessur og Ijósamessur svo eitthvað sé nefnt. Mikið tónlistarlíf verður tengt hátíðahöldunum. Má þar nefna samsöng kirkjukóra og tónleika barnakóra ásamt orgeltónleikum og flutningi stórverka tónlistarsög- unnar, auk fi-umflutnings á nýjum íslenskum tónverkum. Þá verður haldin samkeppni um lög við ein- staka liði messunnar. Hátíðinni lýk- ur með tónlistarmessu í Hallgríms- kirkju 19. nóvember árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.