Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 40
"^O FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Arnaldur Valde- marsson fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 7. júlí siðastliðinn. Hann var einkabarn hjón- anna Valdemars Helgasonar leikara, f. í Gunnólfsvík á Strönd 15.7. 1903, d. 10.3. 1993, og Jó- hönnu Björnsdóttur frá Grjótnesi á Mel- rakkasléttu, f. 7.4. 1903. Arnaldur kvæntist 11. nóvem- ber 1960 Svanhildi Halldórs- dóttur, f. 1. júní 1938, þau skildu 1980. Eignuðust þau Qögur börn, sem eru: 1) Arn- hildur Arnaldsdóttir, f. 11.6. 1961, sambýlismaður Hilmar G. Arnaldur frændi minn. Hann var rúmum áratug eldri en ég, hafði alltaf verið þama og ein- hvern veginn fannst mér að þannig myndi það alltaf verða. Mæður okkar eru systur úr ellefu systkina *hópi frá Grjótnesi á Melrakka- sléttu, sem heimamenn bera reyndar alltaf fram sem Grjóttnes. Pegar ég var barn og unglingur bjuggum við í Vestmannaeyjum og ævinlega þegar við fórum upp á land gistum við hjá Jóhönnu, Valdemar og Arnaldi. Á sumrin vorum við svo á Grjótnesi hjá ömmu, Úu og tvíburunum Gulla og Boja. Þar var Arnaldur líka fyrstu árin mín, en svo fór hann í sfldina á Raufarhöfn og kom heim í Grjót- >aes þegar hann átti frí. Mér er minnisstæð fyrsta Reykjavíkurvist mín án þess að ég væri með mömmu. Pabbi vann í Reykjavík og ég fékk að heim- sækja hann, en bjó á Skólavörðu- stígnum hjá frændfólkinu. Eg var bara sex ára og vildi fá að kanna borgina svolítið á eigin vegum. Jó- hanna frænka mín átti ekki auðvelt með gang og þeir feðgar voru í vinnu allan daginn. Arnaldur hélt nú að það væri í lagi ef ég færi ekki langt og svo yrði ég að segja „Skólavörðustígur 33“ þrjátíu sinnum til þess að geta sagt lögg- unni hvar ég ætti heima ef ég týndist. Svo hlýddi hann mér yflr - '4g reyndi auðvitað að sleppa með færri skipti en það var ekki við það komandi, fyrr fékk ég ekki að fara út. Svo hlýddi hann mér yfir á hverju kvöldi og það dugði vel, ég man þetta enn þann dag í dag, þó ég týndist að vísu aldrei. Þegar Arnaldur var drengur var hann alltaf kallaður Gauki og við kunn- um ekkert annað nafn á honum. Einn daginn sagði Jóhanna við mig alvarleg í bragði að nú væri hann Gauki orðinn fullorðinn maður og nú kölluðum við hann ekki lengur Gauka, nú segðum við Arnaldur. Eitthvað var það nú stirt fyrst, en vandist vel, enda fallegt nafn og fór honum vel. v Svo íluttu þau í Skaftahlíðina. Við systurnar vorum einlægir að- dáendur Arnaldar. Hann átti seg- ulbandstæki og myndavél og leyfði okkur að heyra hvernig við töluð- um í raun og veru. Lilja systir söng meira að segja fyrir hann og tækið. Myndavélin var líka notuð til leikja. Einu sinni greiddi Arn- aldur mér þannig að hárið fór í hring um höfuðið, það hét „vind- greiðslan“. Síðan sat ég fyrir í myndatöku á svölunum. Smátt og smátt varð ég líka full- ^orðin, þó að því fylgdi ekkert langt og virðulegt nafn. Svo vill til að yngri drengirnir hans Arnaldar eru á aldur við eldri krakkana mína. Þegar þau voru öll lítil hitt- umst við oft í súkkulaðiveislum í Skaftahlíð. Seinna þegar ættin fór að stækka meira hélt Arnaldur saman Uettartölu um Grjótnesættina. Við héldum ættarmót fyrir fimm árum, Garðarsson, synir þeirra eru Dagur, f. 11.2. 1989, og Hugi, f. 14.1. 1994. 2) Ótt- ar Arnaldsson, f. 3.12. 1962, sambýl- iskona Kristín J. Magnúsdóttir, son- ur þeirra er Magn- ús Kár, f. 17.7. 1992. 3) Gauti Arn- aldsson, f. 31.12. 1971. 4) Daði Arn- aldsson, f. 31.1. 1974, unnusta Ingi- gerður Einarsdótt- ir. Arnaldur lauk Samvinnu- skólaprófi 1953 og hóf störf hjá Skattstofu Reykjavíkur 1954, þar sem hann vann til æviloka. Útför Arnalds fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þar sem flestir mættu og glatt var á Grjótnesi. Eftir ættarmótið héld- um við áfram að hittast fjögur frændsystkini, þrjár kerlingar og Arnaldur. Þar fréttum við fyrst af veikindum hans, sem við vissum ekki þá hversu alvarleg voru. En þótt Arnaldur frændi minn entist ekki eins lengi og við hefðum viljað hafa hann, þá munum við heyra fyrir okkur dillandi hlátur hans og finna hlýju minninganna gagntaka okkur öll sem þekktum hann vel, meðan við lifum. Það er huggun að sjá hversu myndarleg börnin hans og barnabörnin eru. Eg er þakklát fyrir að hafa átt svo góðan frænda. Háaldraðri móður hans, Jó- hönnu frænku minni, og börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég dýpstu samúðarkveðjur frá mér, fjölskyldu minni og systkin- um. Harpa Karlsdóttir. Eg var stödd í sumarleyfi með fjölskyldunni í Frakklandi þegar mér bárust þær fregnir að Arnald- ur frændi væri dáinn. Mig setti hljóða og minningarnar hrönnuð- ust upp. Hann var búinn að vera mikið veikur en einhvern veginn átti maður ekki von á þessu svona fljótt. Ég hélt alltaf að ég myndi sjá hann og hitta aftur en sú varð ekki raunin. Arnaldur var svo skemmtilegur maður. Hann var svo skapgóður og léttlyndur. Hann hafði líka ríka kímnigáfu. Á mínu bernskuheimili var hann meira en Amaldur frændi. Hann var mikill vinur og félagi foreldra minna. Þegar ég var t.d. búsett í Bandaríkjunum og 5 ára sonur minn var að útbúa af- mæliskort handa afa sínum þá teiknaði hann mynd af Jónasi afa og Arnaldi að drekka kaffi í stof- unni í Álftamýrinni. Kortinu fylgdi svo afmæliskveðja til afa og líka kveðja til Arnaldar frænda. Hann var okkur öllum svo mikils virði. Hvernig gamlárskvöldin verða í framtíðinni í Álftamýrinni er óhugsandi um að segja. Arnaldur var alltaf með okkur. Kom með pípuna, eina góða rauðvín og góða skapið. Hann var hrókur alls fagn- aðar. Hann hló og gerði grín að okkur systkinunum þegar við vor- um að hafa okkur til. Fyrsta gamlárskvöldið sem við Ágúst átt- um saman þá var ég á leiðinni að hitta hann á heimili bróður hans. Ég var jafnframt að hitta tilvon- andi tengdafjölskyldu mína í fyrsta sinn. Aftur og aftur var far- ið inn á baðherbergi að laga hárið aðeins og athuga hvort maður liti ekki eins vel út og mögulegt væri. Arnaldur hló mikið og gerði grín að mér og hafði á orði að ég væri nú betra skemmtiatriði en skaupið það árið. Ári seinna þegar Ágúst var svo með okkur á gamlárskvöld hló Amaldur bara og sagði að ég væri nú ívið rólegri nú en ári áður svo skaupið yrði að duga þetta ár- ið. En Arnaldur var líka sá fyrsti sem ég hugsaði til þegar ég var að fara að gifta mig. Fyrsta boðskort- ið var skrifað til hans. Nú þegar ég er komin aftur heim til Hollands er hugur minn stöðugt hjá honum. Ég sit í stof- unni og horfi á fallegu skálina sem hann gaf mér í brúðkaupsgjöf og á bækurnar sem hann hefur gefið mér í gegnum tíðina og get ekki annað en tárast. Mikill maður er fallinn frá og hans verður sárt saknað. Pabbi minn hefur misst frænda sinn og besta félaga í gegnum æv- ina, líka mamma mín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum) Við Ágúst vottum börnum hans Amhildi, Óttari, Gauta og Daða okkar dýpstu samúð. Þið hafið misst mikið. Arndís Jónasdóttir, Houten, Hollandi. í dag þegar ég kveð kæran vin, frænda og vinnufélaga, Amald Valdemarsson, langar mig að minn- ast hans með nokkmm kveðjuorð- um. Árið 1976 hóf ég störf á sölu- skattsdeild Skattstofu Reykjavík- ur. Kynntist ég þá mörgu ágætis- fólki sem hafa verið bestu vinir mínir síðan. Arnaldur var einn af þeim. Ég kynntist honum strax vel og með ámnum urðum við vinir bæði í vinnu og einkalífi. Hann kom oft á heimili mitt við hin ýmsu tækifæri, oftast komu þeir saman hann og Ólafur Sigvaldason sem lést 1993 en þeir vora góðir vinir. Arnaldur var einkabarn foreldra sinna. Var hann þeirrar gæfu að- njótandi að eignast fjögur böm og bamabömin em orðin þrjú. Ég kynntist foreldmm hans árið 1984 þegar þau leigðu mér íbúð sína í Skaftahlíð 10. Þau vora bamgóð og hlýjar manneskjur. Jóhanna móðir hans dvelur nú á hjúkmnarheimil- inu Skjóli, 95 ára gömul, en Valde- mar lést fyrir nokkram ámm. Arn- aldur var mjög skapgóður og traustur maður og allir ungu strák- amir sem komu að vinna á virðis- aukaskattsskrifstofunni mörgum ámm seinna urðu góðir vinir hans og fóm alltaf í kaffi til hans og var þá oft glatt á hjalla, eins og í gamla daga þegar skrifstofan hans var kaffistofan á söluskattsdeildinni. En tímamir breytast og mennimir með. Á síðasta ári greindist Arn- aldur alvarlega veikur af þeim sjúkdómi sem varð honum að ald- urtila. Síðast þegar ég heimsótti hann á spítalann var hann kátur og glaður og talaði um framtíðina. Ég vona að óskir hans rætist. Ég vil að lokum senda innflegar samúðarkveðjur til allra ættingja og vina Arnaldar og bið þeim guðs blessunar. Nú legg ég augun aftur, ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilss.) Bjamey Þuríður Runólfsdóttir. Arnaldur var maðurinn hennar systur minnar í 20 ár og saman eignuðust þau fjögur böm, hvert öðra mannvænlegra, sem urðu stolt og gleði foreldra sinna. Fjölskyldur okkar systranna hafa alltaf verið nánar. Börnin em á svipuðum aldri og hafa haft margt og mikið saman að sælda. Hvert sumar höfum við dvalist meira og minna á æskustöðvunum fyrir norðan með börnin okkar og síðan fjölskyldur þeirra, og mak- amir einnig í sínum fríum. Margs er að minnast frá þessum bemskusummm barnanna okkar í sveitinni, þar sem Arnaldur átti sinn stóra þátt eins og aðrir. Nán- asta umhverfi býður upp á enda- lausa leiki og afþreyingu og stutt er að fara á marga merka staði. Minningin geymir róður á Mývatni, berjaferðir í Fellsskóg og Fosssels- skóg, Saltvík og Ytra-Fjall og margar stuttar og langar ævintýra- ferðir á Volkswagen-bjöllunum okkar, sem komust flest, en áttu til hin ótrúlegustu uppátæki þegar sem lengst var til byggða. Ég sé þá enn fyrir mér, svilana, bograndi við þessi dyntóttu farartæki, meðan við systur eltumst við barnungana út um holt og móa. Alltaf var Arn- aldur jafn traustur og rólegur, úr- ræðagóður og laginn á hverju sem gekk. Það var okkur öllum áfall þegar skilnaður þeirra systur minnar varð ekki umflúinn. En þannig er nú einu sinni lífið, fólk þroskast í mismunandi áttir án þess að ætla sér það. Bæði sýndu mikla skynsemi og ábyrgð við þessi kaflaskil og tryggðu sem best þau gátu velferð og hamingju barnanna sinna. Arnaldur átti alla sína starfsævi á Skattstofu Reykjavíkur og var defldarstjóri þar til margra ára. Hann var samviskusamur, töluglöggur, ábyrgur og vandvirk- ur og starfið virtist falla honum vel. Líklega var hann því á réttri hillu í lífinu. Þó fannst mér alltaf sem hann hefði ekki síður notið sín í öðra starfi. Hann var vel liðtækur með ljósmyndavélina og framkall- aði og vann myndirnar yfirleitt sjálfur. Margar góðar og bráð- skemmtilegar myndir eftir hann eigum við frá bernskuámm barn- anna og sumar þeirra rötuðu á jóla- kort til ættingjanna. Ég er sann- færð um að hann hefði orðið góður í faginu hefði hann lagt það fyrir sig. Fyrir rúmu ári kom í Ijós að Arn- aldur var orðinn sjúkur af krabba- meini. Hann barðist gegn þeim óvægna sjúkdómi með ótrúlega já- kvæðu hugarfari og átti sannarlega skilið að öðlast lengri lífdaga. En meinvætturin hafði betur í þeirra glímu. Honum versnaði skyndilega fyrstu helgina í júlí og lést aðeins þremur dögum síðar. Háaldraðri móður hans, systur minni, bömum þeirra og fjölskyld- um votta ég innilega samúð mína. Arnhildur, Óttar, Gauti og Daði voru föður sínum það dýrmætasta í lífinu og þau reyndust honum vel í veikindum hans sem endranær. Atvikin höguðu því svo að ég eignaðist trúnað mágs míns fyrr- verandi á erfiðum stundum í lífi hans. Við slíkar aðstæður má helst manninn reyna og ég er þakklát fyrir þær stundir þótt sárar væm. Mér þykir miður að geta ekki verið við útför Amaldar, en frá orkustöð- inni okkar í sveitinni fyrir norðan sendi ég hlýjar kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Kristin Halldórsdóttir. Vinur okkar Arnaldur er látinn langt um aldur fram. Við sáum Amald fyrst þegar hann hafði kynnst Svönu vinkonu eins og hún er nefnd hjá okkur. Amaldur var stór maður, þrekvaxinn, hægur og heimakær. Hann var iðinn og vinnusamur. Lengst af starfaði hann á Skattstofunni í Reykjavík. Hann vann að auki áram saman við að aðstoða einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki við bókhaldsstörf. Arnaldur var trúnaðarvinur und- irritaðra í áratugi. Hann var trygg- lyndur um aðra menn fram, brosmildur og honum var auðvak- inn hlátur. Hann var varkár í orð- um um samferðarmenn sína. Arnaldur gerði skattskýrslu fyr- ir okkur á þriðja áratug. Fór það jafnan þannig fram að byrjað var á saltkjöti og baunum, óskarétti hans og okkar, heima hjá okkur, þá horft á sjónvarpsfréttimar en loks hafist handa og ekki hætt fyrr en lokið var. Aldrei mátti launa honum þennan greiða. Arnaldur var and- legt og líkamlegt hraustmenni og mun léttlyndi hans hafa komið í stað íþróttaiðkana sem annað fólk stundar. Honum varð aldrei mis- dægurt þau 25 ár sem undirritaður var læknir hans. Þó kom svo fyrir rúmu ári að hann kenndi sér meins og varð það honum að fjörtjóni. ARNALDUR , VALDEMARSSON Síðasta skattskýi-slan var gerð í vor að hans eigin ósk og var hann þá þrotinn að kröftum. Hann var þó jafn kátur og áður og nefndi aldrei þann möguleika að sjúkdóm- urinn yrði honum yfirsterkari. Sagði hann í gamni að hann ætlaði að taka einn dag í einu eins og krabbameinslæknirinn hefði ráð- lagt sér. Síðustu dagana á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var hann jafn æðm- laus og hann hafði alltaf verið. Von- in og kjarkurinn öllu yfirsterkari. Við kveðjum mjög góðan dreng og sendum bömum hans, ættingj- um og vinum samúðarkveðjur. Svanur og Heiðrún. Leiðir okkar Arnaldar Valde- marssonar lágu fyrst saman á vinnustað hans, Skattstofunni. í Reykjavík, fyrir 15 árum. Ég fann strax að hann var traustur maður, sem gott var að leita til. Bak við varfærni og fálæti bjó velviljað við- horf, og hann leysti úr vanda mín- um af fagmennsku og þekkingu. Síðar urðu fundir okkar fleiri því að ég tók oft að mér verk fyrir skattstofuna og kom þá yfirleitt við hjá Amaldi. Þessir kunningjafund- ir urðu upphaf að áralangri vináttu. Það mun talið óalgengt að fólk á miðjum aldri bindist traustum vin- áttuböndum, en ég veit að við Arn- aldur skildum vel hvor annan. I dag hugsa ég með þakklæti til móður hans aldraðrar, sem ætíð tók mér hlýlega þegar mig bar að garði á heimili þeirra í Skaftahlíð. Margar góðar minningar á ég einnig frá ferðum okkar, innan- lands sem utan, en hæst ber þó í huganum þann ánægjutíma þegar Arnaldur dvaldi í heilan mánuð á heimili okkar hjóna eriendis og við hugsum með þakklæti til þeirra stunda. Hann var ætíð aufúsugestur á heimili okkar og dætur okkar smá- ar leituðu gjarnan í fang hans, þeg- ar hann kom í heimsókn. Hjálpsemi hans verður líka seint fullþökkuð. Því er okkur harmur í huga við frá- fall vinar okkar Arnaldar. Bömum hans og aðstandendum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Árni Kristmundsson, bókbindari. Kveðja frá Portúgal. Það var smá gola en samt hlýtt og milt veður hér síðasta miðviku- dagskvöld. Að loknu símtali við systur mína var ekki laust við að golan hefði kólnað. Einhver gæti þó sagt að maður hefði átt að vera betur búinn undir þessar fréttir í ljósi atburða undangenginn vetur. Én ég veit ekki. Síðasta sunnudaginn heima var Arnaldur í mat, hress og kátur að vanda. Þar var allt til staðar, smit- andi hláturinn og hnyttnar athuga- semdir. Ég vann að því að kynda hann uppí Portúgalsferðalag og gekk bara nokkuð vel. Við hlógum að eldhúsinnréttingarframkvæmd- um og kunnáttu minni í portú- gölsku. Allavega var stemmningin þannig að aldrei hefði mig órað fyr- ir öðru en að fá að skála við Arnald um næstu áramót. Ef til vill var hans létta lund að rugla mig í ríminu, hann var jú í mjög erfiðri lyfjameðferð. En það verður einmitt þetta fas sem hann hafði sem ég mun sakna mest. Það er nefnilega ekki öllum gefið að líta frekar á spaugilegu hliðina á mál- unum. Síðan vora spurningar hans þannig að maður skynjaði sterkt að honum var ekki sama. Þess vegna munum við í Álftamýrinni sakna heimsókna hans lengi, því þær voru ríkar. Öllum þeim sem sakna Arnaldar sárt, vil ég senda samúðarkveðjur. Jónas Þór Jónasson. í dag viljum við með nokkrum orðum kveðja mætan mann, félaga og samstarfsmann, Arnald Valde- marsson. Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vini, þó eilítil huggun sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.