Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 45, + Guðrún Sigríð- ur Helgadóttir fæddist á Herríðar- hóli í Rangárvalla- sýslu 16. júní 1900. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 7. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ing- veldur Andrésdótt- ir og Helgi Skúla- son. Systkini henn- ar voru: Pálfríður Helgadóttir (hálf- systir), f. 14. janúar 1893, d. 1. okt. 1976, Elín Málfríður, f. 24. júní 1904, Andrea, f. 22. nóv. 1905, Sigríður, f. 21. okt. 1907, d. 16. apríl 1997, Þorsteinn Benedikt, f. 2. maí 1911, d. 19. júlí 1985, Anna María, f. 25. október 1916. Hinn 21. mars 1925 giftist Guðrún Jens Bjarnasyni, f. 4. Hún fylgdi öldinni og skorti því aðeins tæpt ár í að fylla hana. A þeirri löngu lífsbraut lifði hún marg- breytileg æviskeið og lífsreynslu, frá því að standa af skörungsskap fyrir stóru og höfðinglegu heimili með eiginmanni í ábyrgðarstöðu til þess að sitja á friðarstóli í Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði. Alla tíð var hún þó sjálf óbreytanleg, traust og endingargóð, ráðgjafi og hjálparhella vandamanna og vina. Gæði heilsu og geðs voru löngu orð- in aðstandendum ráðgáta, hvarflaði þá að manni, að hún mundi kveðja 3 með litlum fyrirvara og þá ekki færi á að hitta hana enn einu sinni. Einmitt daginn áður en hún lagði úr vör fékk ég sterkt hugboð um, að Björn frændi færi að hringja þessa erindis. Skapgerðarstyrkur Guðrúnar, myndarskapm-, skarpskyggni, ráð- hyggni og ráðdeild voru slík, að ekki fæst skilið nema með skírskotun til þess jarðvegs ættgöfgi, hefða og uppeldis, sem hún var sprottin af og I veitti henni skýrar lífsreglur og ör- yggi í fasi og framkomu, svo að af henni „bæði gustur geðs og gerðar- þokki stóð“. Hún var af ýmsum styrkustu stofnum Suðurlands, en ræturnar teygjast til annarra lands- hluta. Faðir hennar Helgi, stúdent, bóndi og skrifstofumaður, var af hinni rangæsku grein Thorarensen- ættar, sonur séra Skúla Gíslasonar á Stóra-Núpi og Breiðabólsstað, sem I Konrad Maurer mat um flesta aðra fram fyrir mannkosti og fræði- mennsku, svo að hann helgaði hon- um einum heilan kafla í ferðabók sinni, og samhljóða mat kemur fram í útgáfu Sigurðar Nordals á Sagna- kveri Skúla Gíslasonar (1946). Lengra aftur í þá ætt má rekja tO Bjarna Pálssonar landlæknis og Skúla fógeta. Kvenleggurinn er ekki síður stórmerkur og jöfnum höndum j rómantískur og dramatískur. Guð- , j rún Sigríður, svo sem hún hét fullu | nafni, bar í fyrra liðnum nafn ömmu sinnar, konu séra Skúla. Um hana segir Nordal í formála sagnakvers- ins: „Frú Guðnin var valkvendi og höfðingskona og svo stjórnsöm utan bæjar sem innan, að hún létti mjög búsáhyggjum af manni sínum“. Þetta gæti verið í hnotskurn lýsing þeirrar sonardóttur, sem hér er mælt eftir. í síðari nafnlið bar Guð- ýj rún nafn Sigríðar langömmu sinnar Pálsdóttur, konu séra Þorsteins Helgasonar í Reykholti, en sviplegt fráfall hans varð Jónasi Hallgríms- syni efni eins stórkostlegasta erfiljóðs á íslenska tungu: „Hvarma skúrir harmurinn sári“, en í því er hvatningin „Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir..“. Sigríður er nú orðin þjóðfræg af út- varpsþáttum og bláðaskrifum um bréfaskipti hennar við Pál bróður g| sinn og þau lífsörlög hennar og | manndómsleg viðbrögð, sem í þeim S1 komu fram, æskuástir, mannsmissi, w endurgiftingu og skörulega mála- fylgju fyrir börn sín. I móðurætt var I Guðrún annars vegar af Pálsætt sept. 1894, d. 27. febr. 1952. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 24. sept. 1925, d. 26. sept. 1970, kvæntur Hall- dóru Áskelsdóttur. Þeirra börn eru: a) Dagbjört Sigríðurj b) Jens; c) Áskell. 2) Helgi, f. 13. aprfl 1929, d. 23. nóv. 1997, kvæntur Dóru Frímannsdóttur. Þeirra börn eru: a) Frímann Ingi; b) Gunnlaugur Jens; c) Helgi; d) Guðrún Sigríður. 3) Björn, f. 30. des. 1930, kvæntur Elínu Óladóttur. Þeirra börn eru: a) Guðrún Sigríður; b) Arn- dís; c) Jens Gunnar. Barna- barnabörnin eru 22. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jónssonar, Hörgslandi og Elliða- vatni, föður séra Páls í Hörgsdal og hins vegar langafabarn Þorleifs ríka á Háeyri. Var því ekki að undra, að hún væri ráðdeildarsöm í fjármál- um. Guðrún var fædd á Herríðarhóli í Holtum aldamótaárið, þá er foreldr- ar hennar hófu þar búskap, er lauk 1924, þegar þau fluttu til Reykjavík- ur. Þar eystra óx hún upp í sam- gangi við mikinn ættboga sinn á þeim slóðum og þar á meðal ömmu sína og nöfnu, er lifði til 1918. Árið 1925 gekk hún að eiga Jens Bjarna- son, héraðslæknis á Breiðabólsstað á Síðu og síðar landlæknisritara, Jenssonar rektors Sigurðssonar, af Hrafnseyrarætt og Ásgarðsætt í Grímsnesi, en móðir hans Sigríður Jónsdóttir var af Jóni Magnússyni klausturhaldara og presta-Högna og raunar einnig Ásgarðsætt. Jens hafði að loknu verslunarprófi, er hann stóð á tvítugu, hafið bókara- störf hjá Sláturfélagi Suðurlands, tók við gjaldkerastöðu 1924, er Helgi Bergs framaðist til forstjóra, og varð þaðan af í reynd skrifstofu- stjóri við vaxandi traust og vinsæld- ir með samstarfs- og viðskiptamönn- um, en alls náði hann að skila hátt í fjögurra áratuga ævistarfi. Til sam- ans höfðu þau hjónin þannig lifandi starfs- og ættartengsl um gervallt Suðurland, þeim og fjölskyldum þeirra til lífsfyllingar, og enn frekar til góðs öllum þeim, sem þau höfðu samskipti við og veittu liðsinni. Fljótlega réðust þau í að byggja Hóla við Kleppsveg, ásamt bróður Jens, en lengst af bjuggu þrír bræð- urnir þar með fjölskyldum sínum. Myndaðist því þarna þéttur fjöl- skyldukjarni með fjörmikinn barna- hóp, sem gott var heim að sækja, og eru þaðan mínar fyrstu og ljúfustu minningar um fjölskylduna, jafnt af góðum viðtökum sem meinlitlum strákapörum okkar frændanna. Frá þeim árum, um miðjan fjórða ára- tuginn, er mér minnisstætt, er Guð- rún ásamt Bjarna syni sínum, ömmu okkar og systur hennar, heimsótti okkur í Vestmannaeyjum, og þau fóru í siglingu um eyjarnar. Á Hól- um ólust synirnir þrír, Bjami, Helgi og Björn, upp til manndóms. Hólar stóðu þá í opnu víðerni Laugarness með dýrðlega fjallasýn og óviðjafn- anleg sólarlög, sem þau hjón gátu unað lengi við á að horfa, og þó eink- um Jens, sem unni hvíld í heima- kyrrð, enda bjó Guðrún honum til þess unaðsreit heimilisins, sem laut að jöfnu smekk beggja. Þeim var þó ekki það eitt í mun að njóta lífsins sjálf, heldur að uppfylla skyldur sín- ar af samviskusemi og leysa vanda nauðleitarfólks. Sannast sagna er, að þau hafi rekið skipulega hjálpar- starfsemi, einkum við ungt fólk í námi eða barneignum, í leit að vinnu og staðfestu, eða í þörf fyrir ráð og hughreystingu, svo sem í skilnaði. Um þetta voru þau samhent í dugn- aði og ráðdeild, þótt legðu misjafnt til, þar sem hann aflaði vel og lét sér t.d. nægja að vera bíllaus alla ævi, en hún annaðist húshaldið af dugn- aði og skörungsskap og var að sjálf- sögðu virkari við beinar úrlausnir af sínu óþreytandi þreki. Þau jafnvel höguðu innréttingu og húsbúnaði með það fyrir augum að geta hýst fleiri manns, svo sem við fjölskyld- an, þá utanbæjarfólk, nutum góðs af. Ekki aðeins tóku þau móður hús- bóndans til sín síðasta áratug ævi hennar, heldur og Guðríði systur hennar í tvo áratugi og ætluðu henni karlægri rúm í nýbyggðri íbúð. Haft er fyrir satt, að Guðrún hafi aldrei sést glaðari en þá er hún gat hjálp- að, svo um munaði. Þau höfðu ein- stæð tök á fjármálum og kunnu að fást við verðbréf, sem þá var fátítt, og því mikið til þeirra leitað um að- stoð. Þau vildu þá heldur lána fólki en ganga í ábyrgð, en ætíð með vægustu kjörum, nema upp væri gefið. Lengi frameftir ævi bað hún mig að reikna slíka vexti, oftast nei- kvæða í reynd, við fram boðið end- urgjald, en ekki hef ég í annan tíma séð einstæða konu meðhöndla pen- ingaskáp heima hjá sér. Vöxtur borgarinnar varð til þess að breyta Laugarnesi í iðnaðar- hverfi umhverfis Hóla. Fjölskyldan flutti því árið 1947 í Mávahlíð og bjó þar enn menningarlegar um sig, einkum með antíkmunum og sögu- legum gripum og málverkum af nafntoguðum forfeðrum, sem svo hafa fylgt nöfnum sonanna. Hafði vaxandi vinahópur með sams konar áhugamál og menningarlegan smekk yndi af því að venja þangað komur sínar. Upp frá þessu tók fjöl- skyldan að skiptast upp í kjarnafjöl- skyldur bræðaranna þriggja. Stórt skarð var þar í hana rofið með frá- falli Jens aðeins 57 ára gamals árið 1952. Guðrún stóðst þá raun ekki að- eins með stakri hugprýði, heldur og bestu úrræðum þess að koma fyrir stækkandi fjölskyldum, uns úr hreiðrinu flugu, sem og að greiða úr hverjum vanda, sem að höndum bar. Henni var heldur ekki hlíft við frek- ari sorgum, þar sem sonur hennar Bjami flugstjóri fórst í Færeyjaslysinu árið 1970, aðeins 45 ára, og loks féll Helgi annar sonur- inn fyrir skæðum sjúkdómi fyrir tveimur árum. Með tímanum fann Guðrún fjölskylduhlutverki sínu lok- ið og spaugaði jafnvel með, að hún mætti til með að hafa hemil á stjóm- semi sinni gagnvart sonum og tengdadætram. Rak að því árið 1986, að hún fékk inni á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún undi vel hag sínum við gott atlæti í full þrett- án ár, enda galt hún við ljúflyndi sínu. Er haft eftir henni, að þar hafi henni ekki leiðst í eina sekúndu, en svo mun heldur ekki hafa verið ann- ars staðar, svo sjálfri sér nóg sem hún var, utan ríkrar þarfar á að hjálpa öðram. Eftir sem áður var ekki síður varið í að heimsækja hana, rifja upp kynni og minningar og færa henni fréttir af mannlífinu og ráðslaga við hana um þær. Umhugsunarefni er, að Guðrún lifði aðeins 27 ár í sínu ástríka hjónabandi. Sagt er, að hún hafi virt mann sinn svo mikils, að hún gætti þess ætíð að vera heima og taka vel á móti honum, þegar hann kom frá sínu lýjandi starfi. Síðan lifði hún 47 ár í ekkjustandi, án þess að hvarflaði nokkra sinni að henni að taka sér annan vin, heldur lifði í kærri minn- ingu um hann og mest undir lokin, þegar hún virtist nánast búa með honum í andanum. Við ræddum lítt um trúmál, en vissa um annað og æðra líf og sameiningu við ástvini á því plani virtist henni svo samgi'óin í kristilegum anda, að hún þurfti um það engra vitna við. Megi henni verða að þeirri ósk sinni, og megi minning hennar lifa, blessast og haldast í heiðri. Bjarni Bragi Jónsson. Mig langai- í fáum orðum að minn- ast sómakonunnar Guðrúnar Helga- dóttur sem látin er í hárri elli og borin verður til moldar í dag. Kynni mín og fjölskyldu minnar af Guðrúnu hófust fljótlega eftir að Halldóra Áskelsdóttir mágkona mín kvæntist Bjarna syni hennar. Frá þeim degi vora ættingjar og vensla- menn Halldóra næstum orðnir eins og partur af fjölskyldu Guðrúnar. GUÐRUN HELGADÓTTIR Þegar þessi kynni hófust var Guð- rún orðin ekkja og hafði haldið heimili með Bjarna, en Björn sonur hennar og Elín kona hans bjuggu þá líka í sama húsinu, Mávahlíð 38. Guðrún tók með mikilli gleði á móti þessari nýju tengdadóttur sem nú kom inn í heimilið og ekki er ofsagt að sambúð þeirra var með fádæmum góð enda tók hin unga kona fullt til- lit til tengamóður sinnar og gagn- kvæmt. Guðrún var afskaplega gest- risin og nutu þess ekki síst kunn- ingjar sona hennar. En svo var einnig um aðra ættingja og vini frá yngri áram. Alls þessa nutum við nú, venslamenn Halldóra. Ekki var til sá vandi sem að steðjaði sem Guðrún vildi ekki leysa ef það var með einhverjum hætti á hennar valdi. Hún var einörð í framkomu og leitaði jafnt til hárra sem lágra í við- leitni sinni til að hjálpa fólki. Þó Guðrún væri ekki hávaxin var yfir henni reisn sem þeim sem hana þekktu gleymist ekki. Þegar hún var uppáfærð í íslenska búninginn gat allt að því gustað af henni þegar mikið lá við. Kynni við Guðrúnu vora eitt af því sem auðgaði og vakti bjartsýni á lífið. Hún hafði þó átt við sínar sorgir að búa. Mann sinn, sem hún leit mjög upp til, hafði hún misst fyrir aldur fram. Fyrir tæpum þrjátíu áram missti hún svo son sinn Bjarna sem fórst í flugslysi og ekki er langt síðan krabbamein varð Helga syni hennar að aldurtila. í öll- um þessum missi sýndi hún óvenju- legan viljastyrk. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar lát Bjama bar að höndum hve sterk hún reyndist þá og mikill styrkur tengdadóttur og ungum börnum hennar. Á þessum áram voram við búsett úti á landi en áttum alltaf athvarf í Mávahlíðinni hjá Halldóra. Það vora því margar gistinæturnar sem við áttum á þessu heimili þeirra tengdamæðgna og þannig efldust kynnin við Guðrúnu. Mér fannst ég alltaf hitta á hana í léttu skapi. Vissi ég þó vel að mikil skapfesta bjó undir niðri og hún gat látið gamminn geisa. Guðrún hafði alla tíð mikla ánægju af því að umgangast ungt fólk. Þessa nutu barnabörnin sem alltaf hugsuðu vel um ömmu sína. En það var líka ánægjulegt að fylgj- ast með þvi hve Halldóra sýndi tengdamóður sinni mikla umhyggju í langri sambúð og eins eftir að Guð- rún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði. En svo var eining um aðra aðstand- endur hennar. Þegar aldurinn fór að sækja að Guðrúnu og henni fannst^ hún ekki geta lengur tekið fullan þátt í lífi yngri kynslóðanna óskaði hún sjálf eftir því að komast inn á Hrafnistu. Hún var sátt við að vera áhorfandi með takmarkaðri þátt- töku. Hún var þó í fullum færam en vissi sem var að færnin myndi minnka með áranum og ekki vildi hún með nokkra móti íþyngja sínum nánustu. Þannig var vilji hennar fullur af heilbrigðri lífssýn. Þessar fáu línur era settar á blað til að þakka ánægjuleg og gefandi kynni til margra ára. Þeim fylgja innilegar samúðarkveðjur frá okkur Ingibjörgu. Minninguna um þessa konu er gott að geyma í hjarta sér. Kári Arnórsson. Látin er í hárri elli elskuleg föður- amma mín, Guðrún Helgadóttir. Með væntumþykju, þakklæti og virðingu mun ég ætíð minnast henn- ar. Hún var stórbrotinn persónu- leiki, góð, gjöful, greind og skemmtileg. En umfram allt var amma bjartsýn kona og trúði á hið góða í lífinu. Hún gladdist þegar vel gekk og var oft hrókur alls fagnaðar á mannamótum. En hún lét kyrrt liggja það sem miður fór og ef á móti blés. Um líkt leyti og ég fluttist út ár land fór amma á Hrafnistu í Hafnar- firði, það var gott að vita af ömmu þar. Þar leið henni vel. Starfsfólk Hrafnistu var henni einstaklega gott og þakka ég því alla umhyggju og góða umönnun. Undir það síðasta var Jens afi svo ofarlega í huga ömmu. Vonandi er nú tími endurfunda hjá þeim og son- um þeirra Bjarna og Helga. Ömmu kveð ég með bæn sem hún kenndi mér og við fóram svo oft með saman: , Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Hafóuþarsessogsæti, signaði Jesús mæti. (Ók. höf.) Blessuð sé minning Guðrúnar Helgadóttur. Dagbjört Bjamadóttir. Ástkær móðir okkar, MAGNHILDUR RAGNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Selvogsbraut 21, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju laugar- daginn 17. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Ólafsdóttir, Sigurður Ólafsson. + Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÁLMARS SIGURÐSSONAR frá Görðum v/Ægisíðu, Reykjavík. Sigurður Hjálmarsson, Rannveig Sigurðardóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Guðmunda Hjálmarsdóttir, Birgir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna útfarar KRISTJÁNS THORLACIUS verður lögmannsstofa okkar á Laugavegi 7, Reykjavík, lokuð í dag, föstudaginn 16. júlí. Gylfi Thorlacius hrl., Svala Thorlacius hrl., S. Sif Thorlacius hdl., Kristján B. Thorlacius hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.