Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 11 FRETTIR G L Æ S I L E G Reynsla af sektarkerfí lögreglunnar á árinu miðað við sama tíma í fyrra Sektarboð- um fjölgaði um Qórðung SEKTARBOÐUM lögreglunnar fjölgaði um 1.769, eða 25%, á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, frá sama tímabili í fyrra. Þá voru þau 7.202, en í ár 8.971. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkislögreglu- stjóra í gær. Að sögn lögreglunnar er þetta hertu eftirliti hennar að þakka, en 1. janúar 1998 var tekið í notkun nýtt sektarkerfí, svokallað punktakerfi, fyrii- land allt og lög- gæsla hert. Frá því punktakerfið var tekið upp hafa 20.263 einstaklingar fengið umferðarpunkta, 15.163 karlar og 5.100 konur. Að jafnaði varðar það ökuleyfíssviptingu að fá 12 punkta eða fleiri, en handhafar bráða- birgðaskírteina mega aðeins fá 6 punkta áður en þeir eru sviptir öku- leyfi. 12.524 umferðarlagabrot voru framin á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samanborið við 9.742 brot á sama tíma í fyrra. „Þetta er ekki vegna þess að fleiri brot séu framin, heldur vegna virkara eftirlits," seg- ir Ami Albertsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Virkara eftirlit lögregl- unnar hefur m.a. falist í því að stöðva ökumenn í auknum mæli fyr- ir að sýna ekki nægjanlega tillits- semi eða varúð, sbr. 4. gr. umferð- arlaga. A fyrstu fjórum mánuðum ársins höfðu 136 slík brot verið framin, samanborið við 24 á sama tímabili í fyrra. Flestir sviptir á aldrinum 17-23 ára Síðan kerfið var tekið upp hafa 96 ökumenn verið sviptir ökuréttind- um, 91 karl og 5 konur. Flestir þeirra eru á aldrinum 17-23 ára, eða 77 talsins. Ef borin eru saman árin 1998 og 1997 kemur í ljós að álagning sekta stórjókst. Arið 1997 námu vergar sektir tæpum 148 milljónum króna, en tæpum 290 milljónum árið eftir. Þó ber að hafa í huga að tölurnar eru ekki alveg sambærilegar, þar sem þrjú umdæmi vantar í samtölu ársins 1997. Að teknu tilliti til þess er aukningin engu að síður 95,83%. Aukning á hreinum sektum, að teknu tilliti til afsláttar o.fl., er ekki alveg jafn mikil, eða 48,29%. Arni Albertsson segir að þetta kerfi íslensku lögreglunnar sé allt að því einstakt í heiminum, að því leyti að það sé nærri beintengt við tekjubókhald ríkisins og bankakerf- ið. Heildarfjöldi sektarboða árið 1998 var 31.135 og hefur kerfið af- greitt 98,15% af þeim, en greidd hafa verið 85,7%. Heildarfjöldi sekt- argerða var 2.992 á því ári og þaraf eru 97,35% afgreidd, 73,7% greidd. „Þetta er vísbending um skilvirkni kerfisins,“ segir Ámi. Markmið að fækka slysum Aðspurður hvort árangur kerfis- ins mælist ekki í fækkun sekta og slysa, frekar en fjölgun sekta, segir Jón Bjartmars yfirlögregluþjónn það að sjálfsögðu vera markmið lög- reglu að fækka sektum og slysum. „Slíkur árangur næst ekki á einu ári, en reynsla og rannsóknir vest- rænna þjóða benda til þess að eina vænlega leiðin til að fækka umferð- arlagabrotum og slysum sé að beita sektum," segir hann, „markmiðið er að sjálfsögðu ekki að kæra sem flesta heldur fækka slysum." Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri tekur í sama streng. Okuleyfissviptingar vegna punkta, skipting eftir aldri ökumanna HB I 17 18 19 20 21 22 23 25 26 27 28 31 34 36 44 46 67 70 ára ára ára ára árs ára ára ára ára ára ára árs ára ára ára ára ára ára Útsend sektarboð 1. jan.- 30. apríl 1998 1999 „Auðvitað vildum við helst geta not- að þann mannafla sem fer í umferð- arbrot og -slys í aðra þætti lög- reglustarfsins," segir hann. „Markmið lögreglunnar er að vinna að fækkun umferðarslysa með hertum eftirlitsaðgerðum sam- hliða áróðri til borgaranna. Hjá rík- islögreglustjóranum starfar sérstök umferðardeild sem aðstoðar lög- reglustjórana í landinu við að halda uppi umferðareftirliti og virkjar lögregluliðin til samstarfs. Lög- reglumenn í landinu hafa brugðist vel við og sýnt málinu mikinn áhuga. Þá hefur dómsmálaráðherra lýst áhuga sínum á tölulegum upp- lýsingum um afbrot og notkun þeirra í baráttu lögregluyfirvalda við fækkun brota,“ segir Haraldur. Morgunblaðið/Jim Smart ÞÓRIR Oddsson vararfldslögreglustjóri, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Stefán Eiríksson frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn kynntu þróun umferðarstarfs lögreglunnar í landinu. UTSALA - UTSALA - UTSALA 20-50% afsláttur Skartgripir - gjafavara - stell - glös - hnífapör SILFURBÚÐIN Kringlan 8-12, sími 568 9066 Sektarboð 1998 Staða mála r í dóms- / meðferð: i >y /\3.863 / /r \ aaí-Eftir \ Greidd: I ítrek- f unar- \ 26.696 y frest: 576 laugardags- og sunnudagskvöld Sérréttamatseðill öll föstudagskvöld Fagurt umhverfi, glæsilegir salir, Ijúffengur matur, fullvissa um Ijúft kvöld, Okkar landsfrægu kaffi- alla sunnudaga Lifandi tónlist! Skíðaskáíinn í HveradöCum UTSALA NÝTT KREDITKORTATÍMABIL Opið 10-18, laugord. 10-16 JOSS Lougavegi 20 sími 562 6062. Sími. 567 2020 Dilbert á Netinu /j) mbl.is \Li.TAf= GiTTHXSAÐ iMVTT ecco dagar 14.-17. júlí 15% afsláttur af öllum ecco skóm Opið laugardag kl. 10. til 14. Póstsendum samdægurs oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.