Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STUND milli stn'ða. Hádegisverður snæddur í mötuneyti læknadeildar. Frá vinstri: Unn- ur Dís Skaptadóttir mannfræðingur, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Qölmiðlafræðingur og form. KRFÍ, Irma Erlingsdóttir bókmenntafræðingur og Hulda Proppé mannfræðingur. FYRIRLESARAR um konur í heimsstyrjöldinni síðari. F.v.: Rochelle Saider, Susan Bene- dict, Myrna Goldenberg, Elisabeth Bear og Hester Bear. Breytum mennt- un og komum konum til valda Enn gildir að ef femínistar ætla að auka þekkingu og breyta áherslum verða þeir að beina sjónum að öðrum þáttum en gert hefur verið hingað til í fræðunum. Kristín Astgeirsdóttir sat alþjóðlega kvennafræða- eða kynjafræðaráðstefnu, Women’s Worlds ‘99, sem haldin var í Tromsö í júní sl. og fjallar hér um upphaf hennar, um menntun kvenna, háskóla og sagnfræði. OFT var þröng á þingi, einkum þegar þekktir fyrirlesarar létu í sér heyra. Myndin var tekm á fynrlestri Anette Kolodny sem sagt er frá í greininni. SALURINN í menningar- miðstöðinni í Tromsö var troðfullur þegar sjöunda al- þjóðlega kvennafræða- eða kynjafræðaráðstefnan Women’s Worlds ‘99 var sett síðdegis sunnu- dagin 20. júní. Von var á alit að 1.500 gestum alls staðar að úr heim- inum auk heimamanna og nágranna sem komu víða að. Þama var mikið af fræðikonum en einnig konur sem hafa verið virkar í hvers kyns kvennabaráttu. Það bar mikið á norskum þjóðbúningum og skraut- legum klæðum Sama. Konur frá Kamerún í Afríku höfðu gert sér- staka kjóla fyrir ráðstefnuna með myndum og áletrunum. I hópnum voru örfáir karlar. Fyrst á svið var tónskáldið og flautuleikarinn Chris Poole, en síð- an birtist söngkonan Marie Boine, sem er einn þekktasti listamaður Norðmanna. Hún er Sami með afar sérstaka og fallega rödd og semur tónhst sína sjálf. Hún byggir á hefð- um Sama en hefur þróað stíl sinn í ýmsar áttir og nú síðast afríska hljóma. Með henni voru tveir hljóð- færaleikarar frá Afríku og er skemmst frá því að segja að allt ætlaði um koll að keyra af hrifningu. Borgar- stýran ávarpaði ráðstefnu- gesti og sagði frá Tromsö, sem og rektor háskólans sem er kona og fulltrúi stúdenta sem ásamt undir- búningsnefnd höfðu lagt mikið á sig svo allt yrði til reiðu á tilsettum tíma. Full- trúar ráðstefnugesta voru þær Nawal E1 Sadawi frá Egyptalandi og dr. Hann- elore Schröder sem afhenti Olympe de Gougés-verð- launin. Olympe de Gouges var uppi á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar. Hún sneri mannréttindayf- irlýsingu byltingarinnar upp í kröfur um réttindi kvenna, en það var meira en byltingarmenn þoldu og var hún tekin af lífi árið 1793. Þessi verðlaun eru veitt konu sem lagt hefur kvennabaráttunni mikil- vægt lið. Að þessu sinni var það prófessor Diana Russell sem hlaut verðlaun- in. Hún er frá S-Afríku og tók á sínum tíma þátt í bar- áttunni gegn aðskilnaðar- stefnunni. Hún lenti í fang- elsi, flutti til Bretlands og síðar til Bandaríkjanna. Um árabil hefur hún varið tíma sínum til rannsókna á klámi og ofbeldi gegn konum og staðið fyrir hvers kyns baráttu gegn því. Hún átti hlut að því að setja á fót dómstól sem rannsakaði ofbeldi gegn konum og hefur um árabil staðið fyrir herferð gegn kvenna- morðum (femicide), þ.e. morðum á konum sem oftast eru framin í kjöl- far misþyrminga og nauðgana. Næsta dag hófst dagskráin, en hún stóð linnulaust fram á föstu- dagskvöld. Allir morgnar hófust á fyrirlestri þeirra gesta sem sérstak- lega höfðu verið boðnir til ráðstefn- unnar og það varð líka að koma þeim fyrir síðdegis. Síðan var að velja sér efni til að fylgjast með og það var ekki auðvelt. Dagskránni var skipt niður í tólf efnisþætti, t.d. konur, völd og stjómmál, vinnu- markaður, efnahagslíf og kynin, kyn og heilsa, kyn og fortíð, kyn og framtíð og kvennahreyfíngar að ógleymdum karlafræðunum. Þar að auki var svo fyrirlestramaraþon frá morgni til kvölds um allt miíli him- ins og jarðar sem snertir kynin. Konur og háskólar Það vakti athygli mína hve víða var komið inn á stöðu kvenna innan háskólanna og spumingar um það hvers konar stofnanir háskólar em. Eg heyrði miklar óánægjuraddir vegna þess hve víða er gengið fram hjá konum við stöðuveitingar og hve hægt gengur að auka hlut þeirra í röðum prófessora og stjómenda og þar með að breyta áherslum í námi og starfí skólanna. Konur kvarta mjög yfír fomaldarlegu skipulagi sem kemur í veg fyrir þverfaglega samvinnu og nýjar rannsóknarað- ferðir. Þeir sem eiga að meta hæfhi kvenna þekkja oft lítt til kvenna- fræða og eru því óhæfír til að meta, þótt þeir geri það. Eg sótti fyrir- lestra þar sem sérstaklega var fjall- að um þetta efni og voru þar kanadískar konur á ferð ásamt þeirri gömlu kempu Berit Ás sem er einn þekktasti femínisti Noregs og stóð að stofnun kvennaháskólans þar í landi. Þessar konur voru að velta fyrir sér hlutverid sínu sem femínista innan háskóla, en einnig því hver staða kynjafræða væri inn- an stofnana þeirra, hvort að þeim væri sótt og hvort jafnræði ríkti á milli kvenna, t.d. þar sem fleiri tungumál eru töluð eins og í Kanada. Ein þeirra minnti á að há- skólar væm miðstöðvar þekkingar, valds og áhrifa og að þar eiga að vera aðstæður til að rannsaka stöðu kvenna og benda á þá þætti sem halda konum niðri. En er það svo? Enn gildir að ef femínistar ætla að auka þekkingu og breyta áherslum verða þær að beina sjónum að öðr- um þáttum en gert hefur verið hing- að til í fræðunum. Þær verða að vinna á annan hátt t.d. með þverfag- legri samvinnu og þær verða að þora því. Það var mikið rætt um múra milli greina og hvílíkar höml- ur þeir væra. Berit Ás sem er sál- fræðingur að mennt sagði að deild- ar- og fagmúrar væra fomgripir sem nútíminn þyrfti síst á að halda. Kvennafræðin er gott dæmi um það hvemig nauðsynlegt er að tengja saman sögu, bókmenntir, sálfræði, lög, mannfræði, trúarbrögð, félags- fræði o.fl. til að fá heildarmynd af stöðu kvenna. Gildir það ekki um skilning á öllu samfélaginu og þeim heimi sem við lifum í? Þarf ekki að vinna gegn of mikilli sérhæfíngu og tengslaleysi? Hlutur kvenna á nýrri öld Einn albesti fyrirlestur- inn sem ég heyrði tengdist ofangreindu efni, menntun á 21. öldinni og því hver hlutur kvenna yrði á nýrri öld. Þar var á ferð Anette Kolodny sem um árabil var forseti heimspekideildar háskólans í Arizona. Hún er vel þekkt meðal skóla- manna í Bandaríkjunum fyrir það hvernig hún gjör- breytti aðstæðum kvenna innan deildar sinnar. Hún er nýbúin að skrifa bók um reynslu sína og framtíðar- sýn: A Dean Looks at Hig- her Education in the Twenty-First Century. Hún er bókmenntafræðing- ur að mennt og byrjaði á því að segja að hún væri ein af örfáum konum sinnar kynslóðar sem hefði þrauk- að innan háskólanna því þeim hefði ekkert gengið að komast áfram og að karl- kyns fræðimenn hefðu alltaf verið teknir fram yfir þær, með einhverjum rökum. Hún hefði því fengið að kynnast öllum þeim hömlum, fordómum, múram og samtryggingu karianna sem hægt væri að hugsa sér. Meginboðskapur hennar var sá að það væri tvennt sem konur þyrftu að berjast fyrir í skólakerfínu. Hið fyrra væri að gjörbreyta innihaldi námsins á efri skólastigum, hitt að koma konum að þar sem ákvarðanir era teknar, öðra vísi væri ekki hægt að breyta neinu. Rök hennar vora þau að nám á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.