Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 25 Reuters 30 ár frá fyrstu tunglferðinni í DAG, 16. júlí, eru 30 ár liðin síðan bandaríska geimfarið Apollo 11 lagði upp í fyrstu tunglferðina en á þriðjudag, 20. þ.m., verður þess minnst, að þá stigu menn í fyrsta sinn fæti á þennan fylgihnött jarð- arinnar. Það voru þeir Neil Arm- strong og Edwin F. „Buzz“ Aldrin Jr. og er myndin af þeim síðar- nefnda í tunglgöngu. I hjálmglerinu speglast geimfarið og Armstrong, sem tók myndina. Arafat í heimsókn í Finnlandi Ahtisaari miðli málum í Mið- austurlöndum Helsinki. Reuters, AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, skoraði í gær á Martti Ahtisaari Finnlandsforseta að taka að sér milligöngu í friðarumleitun- um í Miðausturlöndum fyrir hönd Evrópusambandsins. Arafat sagði á ráðstefnu um menntamál í Helsinki að Ahtisaari hefði átt stóran þátt í að koma á friði í Kosovo í síðasta mánuði og framganga hans í friðarviðræðum Vesturveldanna og Júgóslavíu sýndi að hann væri tilvalinn milli- göngumaður í friðarviðræðum Israela og araba. „Við skorum á [forsetann] að gegna svipuðu hlutverki í friðar- umleitunum í Miðausturlöndum vegna þess að hann nýtur virðingar allra þjóðanna," sagði Arafat. Hann bætti við að Ahtisaari ætti að leggja fast að Israelum að af- sala sér þeim landsvæðum sem þeir hafa skuldbundið sig til að láta af hendi í þeim samningum sem þeir hafa þegar gert við Pa- lestínumenn. Arafat ræddi síðar við Ahtisaari en talsmenn forsetans vildu ekki skýra frá niðurstöðu fundarins. Áskorun Arafats virtist koma Finnum í opna skjöldu. Tarja Hal- onen, utanríkisráðherra Finnlands, neitaði að svara því hvort forsetinn myndi verða við áskoruninni. „Þið verðið að inna forsetann eftir því,“ sagði hún. Halonen hyggst fara til Miðausturlanda Finnar fara nú iyrir ráðherra- ráði Evrópusambandsins og Ha- lonen sagði ESB vilja gegna veiga- miklu hlutverki í friðarviðræðum Israela og Palestínumanna. Hún kvaðst ætla að fara til Miðaustur- landa í næsta mánuði. Evrópusambandið hefur yfírleitt stutt Palestínumenn í deilum þeirra við Israela og veitt palest- ínsku heimastjórninni mikla fjár- hagsaðstoð frá árinu 1993. ísraelsk stjómvöld, einkum á valdatíma Benjamins Netanyahus, fyrrver- andi forsætisráðherra, hafa hins vegar verið andvíg því að Evrópu- sambandið gegni auknu hlutverki í friðarumleitununum og krafist þess að Bandaríkjamenn einir ann- ist milligönguna. Heildsölubirgðir af vetdingum. Ýmsar stærðir og gerðir. Níðsteikir, verð mjög hagstætt. S. Gunnbjörnsson ehf. V sími5B5 8317 J feykirófa Leikföng sem koma skemmti- lega á óvart v^mb l.i is /KLLTA/= LITTHVAO A/ÝT7 Skýrsla um ástand umhverfísmála í Evrópuríkjunum Astand lítið batnað og á sumum sviðum versnað ÞRÁTT fyrir 25 ára opinbera stefnumörkun í umhverfismálum í Evrópusambandinu (ESB) hefur ástandið lítið batnað og á sumum sviðum versnað. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Umhverfis- stofnunar Evrópu (ESA) um ástand og framtíðarhorfur umhverfismála í ESB. I skýrslunni, sem ber titilinn „Umhverfismál í Evrópu við alda- mót“, er einnig litið til fleiri ríkja en þeirra 15 sem eiga aðild að ESB, einkum ríkja sem sótt hafa um aðild að sambandinu og ríkja sem aðild eiga að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), þar á meðal Islands. í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu er bent á, að Um 70% af reglum ESB um umhverfismál eru teknar inn í íslenzka löggjöf í gegn um EES-saminginn. I formála að skýrslunni segir að Umhverfisstofnun Evrópu meti ástandið þannig að þrátt fyrir 25 ára opinbera stefnumótun ESB í umhverfismálum hafi ástandið ekki batnað umtalsvert og á sumum svið- um fari það versnandi. Helzti þrándur í götu framfara sé að þróun á sumum sviðum efnahagslífsins sé ekki sjálfbær. Nú sé svo komið að í flestum löndum ESB hafi um eða yfir 80% lands verið tekið til hag- nýtra nota undir þéttbýli, landbún- að, skógrækt, samgöngumannvirki o.fl. og brátt verður lítið afgangs til að taka af. Mannfjöldi í ESB-ríkjunum mun áfram verða nokkum veginn í jafn- vægi, en því er spáð að neyzla muni aukast um 50% á tímabilinu 1995- 2010. Aukið álag á umhverfið muni ekki sízt koma frá auknum sam- göngum og ferðamennsku. Snorrabraut 60 • Reykjavík • Sími 51 1 2030 Fax 51 1 2031 • www.skatabudin.is Helldsöludrelflng Sýndu a þer Toppurinn í sandölum Höggdeyfandi sóli með grófum botni. Níósterkir og ótrúlega þægilegir skór. Þú velur stað og stund - við höfum grillið og áhöldin Renndu inn á næstu stöð! Oliufélagiðhf Grilltíminn. , er genginn i garð Kola- og gasgrill í úrvali og auðvitað gas, kol, grillvökvi, áhöld og ýmislegt til að gera grillveisluna enn skemmtilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.