Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kennsla í Áslandsskóla í Hafnarfírði hugsanlega boðin út til einkaaðila Margþættur ávinningur að mati bæjarsjóra S Astarjátning á útlensku? AÐ mörgu er aö huga á ferðalög- um í útlöndum. Þessir erlendu ferðamenn hvfldu lúin bein á Akureyri í gær, en hvort konan er að huga að eyrnameini ferða- félaga síns, eða hvort að ástfang- ið fólk lætur vel að hvort öðru með þessum hætti í heimalandi hennar, skal ósagt látið. HAFNARFJARÐARBÆR hefur valið þá leið að bjóða út rekstur byggingar grunnskólans og leik- skólans í Aslandi sem einkafram- kvæmd. Uppi eru hugmyndir um að bjóða einnig út kennsluna í grunnskólanum en skólinn á að taka til starfa haustið 2000. Hafn- arfjarðarbær hefur sent hugmynd- irnar út til umsagnar til Kennara- sambandsins og menntamálaráðu- neytisins. Menntamálaráðherra segir hugmyndimar spennandi og þær verði skoðaðar í ráðuneytinu en talsmaður Kennarasamtakanna telur hugmyndirnar stangast á við grunnskólalög og aðalnámskrá. Að sögn Magnúsar Gunnarsson- ar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, verð- ur strax hafist handa við að undir- búa útboðið fáist þær niðurstöður að framkvæmdin brjóti ekki í bága við grunnskólalög og aðalnámskrá. Magnús segir að ávinningurinn af þessu yrði margþættur. „Sá aðili sem tæki að sér rekst- urinn þyrfti vitaskuld að fylgja að- alnámskrá en annars hefði hann miklu frjálsari hendur en gengur og gerist og þyrfti ekki að bera all- ar ákvarðanir undir bæjarfélagið. Ég tel að þegar rekstur er á hendi einkaaðila fínni þeir oft leiðir sem nýtist þeim og þeim sem þeir þjóna, í þessu tilfelli börnum og foreldrum, sem eru betri en þegar rekstur er á hendi opinberra aðila. Ég tel að ef þessi leið verði farin myndi nást skilvirkni í stjómun auk þess að það er ávinningur ef maður getur fengið betri þjónustu fyrir sambærilegan pening. Það er þetta sem bæjarfélagið horfir fyrst og fremst til.“ Magnús segir að ekki sé búið að skoða algerlega hvernig verður staðið að framkvæmdum verði af því að kennslan verði boðin út. „Hugmyndavinnan er enn í gangi en það mætti hugsa sér að hópur kennara, eða fyrirtæki sem réði þá til sín kennara, tæki að sér að sjá um kennsluna og þá myndi bæjar- félagið greiða þessum aðila ákveðna upphæð fyrir. Rekstrarað- ili myndi þá semja við starfsmenn um laun rétt eins og tíðkast í al- mennum rekstri. Það mætti hugsa sér að þessi samningur yrði til þriggja til fimm ára og vitaskuld yrði vandað til valsins." Samræmist ekki grunnskólalögum Magnús segir að ef umsagnaraðil- ar skili jákvæðum svörum þá verði skilgreint nákvæmlega hvemig og með hvaða hætti verði staðið að út- boðinu. „En þetta er kjörið tæki- færi til að móta nýja skólastefnu og byggja hana upp og ég sé ekkert sem mælir gegn þessu í lögunum." Guðrún Ebba Olafsdóttir, vara- formaður Kennarasambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri verið að skoða þessi mál þar á bæ en hún teldi að þessar til- lögur samræmdust ekki grunn- skólalögunum og aðalnámskrá. „Þetta er flókið mál og við erum með það til umsagnar nú. En ef maður skoðar grunnskólalögin og aðalnámskrá þá segir í þeim að sveitarfélögum sé skylt að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum 6-16 ára, sveitarfélag geti falið byggðar- samlagi að reka skóla og hægt sé að sækja um leyfi hjá menntamála- ráðherra til reksturs einkaskóla. Ég sé ekki að útboð kennslu sé eitt af þessu þrennu. Sveitarfélagi er skylt að reka skólana og það getur ekki vikið sér undan þeirri skyldu.“ Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði að verið væri að fara yfir tillögurnar frá Hafnarfírði í ráðuneytinu. „Við viljum gjarnan ræða þessi mál við fulltrúa Hafnar- fjarðar til að átta okkur betur á því hvernig hugmyndir þeirra falla að gildandi grunnskólalögum. Þetta eru spennandi hugmyndir en það eru ýmsar spurningar sem vakna og því verða þessi mál skoðuð nán- ar á næstunni.“ Kristkirkja tilnefnd basilíka á næsta ári KAÞÓLSKA dómkirkjan í Reykja- vík, Kristskirkja, verður á næsta ári tilefnd basiliea minor eða lítil basilíka og er með því hafin til auk- innar vegsemdar. Þetta kemur fram í grein eftir Jóhannes Gijsen, biskup kaþólsku kirkjunnar á ís- landi, í nýlegri grein í Kaþólska kirkjublaðinu. „Stjórnardeild helgisiða í Róm, sem tekur ákvörðun um slík mál fyrir hönd páfa, lét hiklaust í ljós sannfæringu sína um að til þess lægju gildar ástæður," segir bisk- upinn í greininni um útnefningu Kristskirkju sem basilíku og var tilskipun þess efnis gefin út 4. maí síðastliðinn. Hann segir biskupa- ráðstefnu Norðurlanda hafa fallist á að veita kirkjunni þennan titil. il Krist skirkja í Landakoti. Þjónusta númer eitt! Mvme-r e-iH' í nofvPum i>dvm! iii ouiu iiunua vn-v 01, árgerð 1998. Sjálfskiptur, ekinn 26.000 km, álfelgur, spoiler, Cruise Control. Ásett verð kr. 2.390.000. Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu, í síma 569 5500. 'jpnunarcimi: ivianua. - rostua. ki. v-io laugardagar Id. 12-16 BÍLAÞINGÉEKLU Laugavegi 174,105 Reykjavik, sími 569-5500 www.hil.ithincj is - www.hilMthinfj.is - www.hilMtliituj.is Biskupinn segir orðið basilíka upp- haflega merkja höll konungs eða keisara og að allar höfuðkirkjur Rómar séu byggðar í hinum gamla basilíkustíl. „En orðið basilíka hef- ur í rás aldanna einnig fengið sér- staka kirkjulega merkingu," segir biskupinn ennfremur. „Basilíkan er kirkja sem tengist páfanum beint. í henni er stóll hans og alt- ari“ og segir hann það einkum eiga við um höfuðbasilíkur. „Frá lokum 18. aldar veittu páfarnir títilinn „basilica minor“ (lítil basilíka) ýms- um framúrskarandi kirkjum í heiminum sem höfðu sérstaka út- geislun og þýðingu sem náði lengra en til heimabyggðanna.“ Jóhannes Gijsen biskup segir að engin kirkja í Norður-Evrópu hafi fram að þessu hlotið þann heiður að verða tilnefnd basilíka. Þær kirkjur, sem gætu komið til greina fyrir byggingarstfl sinn og þýð- ingu, sem nái út fyrir mörk heima- byggðanna og þær sem sérstök helgi hvíli á, tilheyri ekki lengur kaþólsku kirkjunni. „Eina mikil- fenglega kaþólska kirkjan af þessu tagi frá síðari tímum er kaþólska dómkirkjan í Reykjavík - Krists- kirkja. Arum saman var hún ekki aðeins stærsta kirkja landsins, heldur stærsta kaþólska kirkjan á öllum Norðurlöndunum. Hún er mikils metin af mörgum kunnáttu- mönnum fyrir hinn nýgotneska byggingarstfl sem hefur heppnast svo vel á henni.“ Hafin er endurnýjun kirkjunnar í tengslum Við hátíðahöldin um þúsund ára kristni á næsta ári og segir biskup að lokum í grein sinni að þegar verkinu ljúki muni því verða lýst hátíðlega yfir að kirkj- unni hafi verið veittur þessi titill. Verður það gert á vígsludegi henn- ar 23. júlí 2000 en í ár eru 70 ár frá því kirkjan var vígð. Morgunblaðið/Golli Andlát SNÆBJORN JÓNASSON SNÆBJÖRN Jónas- son, fyrrverandi vega- málastjóri, lést síðast- liðinn föstudag, 77 ára að aldri. Snæbjörn fæddist hinn 18. desember 1921 á Akureyri, sonur Jónasar Jóns Snæ- björnssonar, brú- arsmiðs og , mennta- skólakennara á Akur- eyri og konu hans, Herdísar Símonar- dóttur. Snæbjöm lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941 og prófi í bygg- ingaverkfræði frá Háskóla Islands árið 1946. Hann stundaði fram- haldsnám í ETH í Zurich 1947- 1948 og í MIT í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1951. Snæbjörn var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins frá 1948, deildar- verkfræðingur frá 1963-1964, yfir- verkfræðingur frá 1964-1974, for- stjóri tæknideildar frá 1974-1976 og vegamálastjóri frá 1976 til 1991. Snæbjöm sat í stjórn VFÍ 1956-1958. Hann var ritari Is- landsdeildar Norræna vegtæknisambandsins frá 1957-1976 og for- maður 1976-1991. Hann sat í stjórn skipulagsnefndar OECD um rannsóknir aðildarríkja í vegagerð 1974-1991. Þá var hann formaður ofan- flóðánefndar frá 1985-1991. Snæbjöm hlaut riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu 1980 og stórridd- arakross 1992. Hann hlaut Komm- andörkross sænsku Norðstjörnu- orðunnar 1987 og „The Order of the British Empire" 1990. Þá hlaut hann heiðursmerki VFÍ úr gulli 1991 og var gerður heiðursfélagi Norræna vegtæknisambandsins 1992. Eftirlifandi eiginkona Snæ- björns er Bryndís Jónsdóttir og eignuðust þau þrjú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.