Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMBROT f MÝRDALSJÖKLI Umbrot á Mýrdalsjökli og hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi Morgunblaðið/Rax HÉR sjást sprungumar í sigkatlinum sem myndaðist í umbrotunum á Mýrdalsjökli aðfaranótt sunnudagsins. Horft er til norðausturs og má sjá glitta í Kötlukoll vestari ofarlega til vinstri á myndinni. Á henni má einnig sjá flugvél Ómars Ragnarssonar sem þarna var á flugi til að kanna vegsummerki. V ísbending um aukna virkni á Kötlusvæðinu Allnokkrar hræringar urðu í Mýrdalsjökli um helgina þegar sigketill myndaðist í jöklinum suðvestanverðum og mikið hlaup varð í Jök- --------------------y- ulsá á Sólheimasandi. I frásögn Finns Friðriks- sonar kemur fram að hlaupið kom undan Sól- heimajökli, skriðjökli sem gengur suðvestur úr Mýrdalsjökli. EKKI er vitað með vissu hvað olli umbrotunum í Mýrdalsjökli um helgina, en helst er talið að þau megi rekja til eldvirkni undir jökl- inum. Þykja umbrotin vera vís- bending um aukna virkni á Kötlu- svæðinu. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing- ur á Raunvísindastofnun Háskóla -^lslands, segir að menn hafi fyrst orðið þess áskynja á fímmtudaginn að eitthvað væri í uppsiglingu á Mýrdalsjökli. „Þá tóku menn eftir greinilegum svörtum lit á ánni og þóttust því vita að eitthvað skrýtið væri að gerast. Aðfaranótt föstu- dags voru svo jarðskjálftar í eld- stöðinni undir jöklinum og um kl. ,J*17 á laugardaginn kom fram óróa- hviða á jarðskjálftamælum. Henni lauk fljótlega en um 23.20 kom önn- ur mun sterkari hviða. Hón mæld- ist á jarðskjálftamælum um allt Suðurland. Síðan var viðvarandi órói fram til kl. 3.40 um nóttina, en það er einmitt um það leyti sem flóðið niðri á sandinum nær há- marki. Flóðið virðist því ekki hafa farið af stað fyrir alvöru fyrr en eft- ir óróahviðuna." Páll segir þó ekki vitað nákvæm- lega hvenær hlaupið í Jökulsá hófst, enda hafi enginn séð það fyrr en það hafði náð hámarki. Ekki mun heldur hægt að tímasetja myndun sigketilsins nákvæmlega, en Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, mun hafa verið fyrstur til að sjá hann er hann flaug yfir jökulinn snemma á sunnudags- morgun. Að sögn Páls er sigketill- inn við rætur Sólheimajökuls þar sem hann fer að streyma út úr fjall- breiðunni. Liggur hann því á barmi öskjunnar sem tengist Kötlueld- stöðinni. Mun ketUlinn vera um 1,5 km í þvermál. Eldvirkni líklegasta skýringin á umbrotunum Ekki er ljóst hvað liggur að baki myndun sigketUsins og hlaupinu og segir Páll óljóst hvort hægt verði að komast að endanlegri niður- stöðu í þeim efnum. Hann segir þó margt benda til þess að eldgos hafí orðið undir jöklinum og vísar eink- um til atburðaraðarinnar í því sam- bandi. „Það að flóðið fór ekki af stað fyrr en eftir óróahviðuna er ein helsta röksemdin fyrir því að óróahviðan hafí fylgt eldgosi, en ekki einhverju öðru. Óróahviðan stafar með öðrum orðum ekki af hlaupinu, heldur er líklegra að það sem olli henni hafi líka valdið hlaupinu.“ Erfitt er að mati Páls að segja til um eðli flóðsins í Jökulsá. Telur hann þó einkum tvennt koma tU greina. „í fyrsta lagi er það svo að þegar flóð kemur, sem stafar af því að það losnar mjög snögglega um vatn, hleðst það upp og kemur fram sem bylgja sem ferðast niður eftir jöklinum. Það er líklega það sem gerðist þegar fór að streyma vatn frá Gjálpargosinu árið 1996 og stóra hlaupið kom úr Grímsvötnum. Hinn möguleikinn, sem aðstæður við Sólheimajökul hafa eflaust ýtt undir, felst í því að það er lón í dal við norðanverðan jökuljaðarinn. Þar hefur hugsanlega safnast upp eitthvað af vatni sem síðan hefur brotið stíflu og hlaupið fram.“ Allt mun nú vera með kyrrum kjörum undir Mýrdalsjökli en Páll segir hins vegar ljóst að nýafstaðn- ir atburðir séu vísbending um aukna virkni á Kötlusvæðinu. „Þetta er vísbending um það hvernig sem við lítum á málið. Við vitum ekki um neinn svona atburð áður. Það hafa verið flóð í ánni, en þá bara vegna þess að lón í giljun- um hafa stíflast. Þá hafa komið hefðbundin jökulhlaup, en svona hlaup frá sigkatli uppi í jöklinum eru áður óþekkt fyrirbrigði þarna. Þessi atburður markar því ótvírætt einhvers konar breytingu. Ketill- inn er á barmi Kötluöskjunnar og við verðum því að tengja hann Kötlueldstöðinni, sem er eitthvað að láta á sér kræla. Það þýðir að við munum fylgjast vandlega með þróun mála, því Katla er til margra hluta vís.“ Eftirlit það sem Páll vísar hér til mun einkum felast í mælingum á landmælingapunktum til að fylgj- ast með því hvernig jarðskorpan tútnar eða hjaðnar í grennd við eldstöðina. Einnig munu verða teknar radarmyndir úr gervitungl- um sem gefa vísbendingar um breytingar á yfirborði íssins og hvort nýir sigkatlar myndast. Þá mun standa til að kanna hlaupið í Jökulsá betur til að komast að því hvað þar hljóp fram og hvaða efni eru í farveginum. Almannavarnir í viðbragðsstöðu Almannavarnanefnd Mýrdals- hrepps hefur verið í viðbragðsstöðu síðan hræringanna í Mýrdalsjökli varð fyrst vart. Var ástandið þar fljótlega metið sem óvissuástand og í samræmi við það var viðbúnaðar- stig sett í gildi, og stóð það enn um miðjan dag í gær. Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, á jafnframt sæti í almannavarnanefndinni. Segir hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.