Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 13 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýr knatt- spyrnuvöllur Breiðholt UNNIÐ er að gerð nýs knatt- spymuvallar á svæði ÍR-inga í Seljahverfi. Völlurinn verður sjötti grasvöllur félagsins. Hann er einkum ætlaður tii æfinga. Fyrirhugað er að sá gras- fræi í völlinn í sumar og verð- ur þá hægt að taka hann í notkun í lok sumars árið 2001. Við þetta batnar aðstaða knattspymudeildar íþróttafé- lags Reykjavíkur sem nú hef- ur yfir að ráða einum malar- velli auk grasvallanna fimm. Tæplega 400 manns iðka knattspymu á vegum félags- ins. Morgunblaðið/Sveinn Vilhelmsson Seltjarnarneskaupstaður tekur listaverk á leigu með reglulegu millibili Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINUNN Þdrarinsddttir við listaverk sitt sem Seltjarnarneskaupstaður leigir af listakonunni, ji.L ' . . . JSjJI mmmmk Múrað við Þjóðmenningarhúsið Skuggar Miðbær GUNNAR Guðmundsson múrari var að störfum fyrir utan Þjóð- menningarhúsið, gamla Safna- húsið við Hverfísgötu, í síðustu viku. Fjölþætt starfsemi verður í húsinu, sem fyrirhugað er að opna almenningi næsta vor. Það verður einkum vettvangur kynn- inga á íslenskri sögu og menn- ingararfí en fundir og opinberar athafnir verða einnig innan veggja hússins svo fátt eitt sé nefnt. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir settir upp Seltjarnarnes LISTAVERKI eftir Stein- unni Þórarinsdóttur myndhöggvara var komið fyrir á opnu svæði við horn Suðurstrandar og Lindarbrautar í gær. Steinunn er þriðji lista- maðurinn sem leigir Sel- tjarnarneskaupstað lista- verk til að prýða þennan reit. Verkin eru Ieigð til átján mánaða í senn. Að þeim tíma loknum er rýmt til fyrir nýju listaverki. Verk Steinunnar, sem ber nafnið Skuggar, sýnir tvær fígúrur úr áli. Fígúr- urnar eru í líkamsstærð og halla sér hvor upp að annarri. „Þær eru eins og hækjur hvor fyrir aðra,“ sagði Steinunn. Hún segir verkið hugleiðingu um stöðu mannsins. Skuggar hafa farið víða; verkið var sýnt í Svíþjóð og Danmörku á síðasta ári og í Ásmundarsal í vor. Steinunn hefur starfað að listsköpun í tuttugu ár. „Ég hef mest unnið verk sem tengjast manninum á einn eða annan hátt. Þau fjalla gjarnan um listina að vera til,“ sagði listakon- an. Listaverkanefnd Sel- tjarnarneskaupstaðar aug- lýsir eftir verkum í reit- inn. Hann var skipulagður með þetta fyrir augum, að sögn Sigurgeirs Sigurðs- sonar bæjarstjóra. „Þarna er gott fyrir fólk að tylla sér niður og skoða náttúruna,“ sagði Sigur- geir. „Hvort einhvern tím- ann verður sett varanlegt listaverk þarna skal ég ekkert um segja. En þetta er spennandi meðan á þessu stendur, á meðan við fáum verk til leigu," sagði bæjarstjórinn. Turn Dómkirkj- unnar réttur af Miðbær TURN Dómkirkjunnar var réttur af í gær en hann hef- ur hallað nokkuð til austurs í fjölda ára. Ekki var talið nauðsynlegt að rétta hann af en þegar í ljós kom að það væri gerlegt var ákveðið að ráðast í framkvæmdina. Réttingin gekk vel en skekkjan nam tæpum 10 sentímetrum milli efsta og neðsta hluta turnsins en það er um 7,6 gráðu halli. Fjórar stoðir bera turn- inn uppi og voru settir glussatjakkar á tvær þeirra og þær tjakkaðar upp. Sett- ur var sérsmíðaður búnaður á stoðimar til að lyfta þeim upp svo hægt væri að skipta um burðarbitann sem þær hvíla á. Sá biti var farinn að svigna of mikið en ljóst er að skipt hefur verið um hann einhvern tíma áður. Bitinn er mikill um sig og þurfti að nota stóran rekaviðsdrumb til að ná nægum sverleika í bitann. Slíkir bitar fást að jafnaði ekki hér í bygginga- vöruverslunum. Ekki er vitað nákvæm- lega hvers vegna turninn tók að halla en helst er um að kenna innþornuðum viði og einnig að hróflað hefur verið við burðarvirkinu. í ljós kom að styrktarbitar sem studdu við stoðirnar höfðu verið fjarlægðir, að líkindum vegna þess að þeir voru fyrir i gangveginum á loftinu. Tveir af þessum fjórum styrktarbitum verða settir upp aftur og er það talið nægjanlegt. Umfangsmiklar endur- bætur standa nú yfir á Dómkirkjunni. Turninn verður nokkuð frábrugðinn því sem hann er núna og verður hann færður í eldra horf. Koparklæddi bogstall- urinn verður tekinn niður og settir upp lóðréttir stallar sem verða þá eins og þeir voru upphaflega þegar kirkjan var stækkuð 1847. Skjaldarmerki Kristjáns VIII verður sett aftur á vesturhliðina og kemur á þennan nýja stall. Þorskarn- ir sem prýddu fyrsta fána ís- lendinga koma einnig aftur á norðan- og sunnanverðan tuminn. Verið er að endur- gera úrskífumar en úrverkið sjálft verður notað áfram. Það mun vera alveg eins og nýtt þótt orðið sé aldargam- Morgunblaðið/Sverrir UNNIÐ að því að lyfta annarri stoðinni til að rétta turninn af. alt, að sögn Hjalta Sig- mundssonar hjá verkfræði- stofunni Línuhönnun sem hefur umsjón með endurbót- um á kirkjunni. Þessu til viðbótar verður síðan veðurvitinn endurgerð- ur en að mestu verður þó notast við þann gamla. Kór- óna Kristjáns og veðurvitinn verða logagyllt og ætti tum- inn að verða hinn skrautleg- asti eftir endurbætumar. Stefnt er að því að hægt verði að nota kirkjuna á þing- setningunni 1. október nk. en endurbótum verður ekki lok- ið fyrr en á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.