Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 38
¦ 38 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 1 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Engan drekk- ingarhyl á hálendinu JAKOB Björnsson fv. orkumálastjóri fer mikinn í áróðri fyrir eyðingu Eyjabakka og skrifar tvær greinar í _ Morgunblaðið 6. júlí þeim göfuga málstað til framdráttar. Orðið náttúruperla fer svo fyrir brjóstið á honum að hann fær sig ekki til að festa það á blað öðruvísi en innan gæsalappa og fengi ef- laust óbragð í munriinn ef hann neyddist til að leggja sér það á tungu. Vonandi er hann þó ekki svo illa haldinn ofnæmi af þessu tagi að hann geri sér ekki grein fyrir að sum nátt- úruvætti eru sjálfkrafa friðhelg; ósnertanleg að lögum sem skráð ' eru í hjarta hvers heilbrigðs manns og þarf því ekki að færa inn í önnur lagasöfn. Eyjabakkar eru í tölu slíkra náttúruvætta. Ekki einvörð- ungu vegna fágætrar fegurðar, heldur eru þeir sumarheimkynni þúsunda sem eiga jafnríkan frum- byggjarétt í landinu og þjóðin. Þarna eiga þrettán þúsund heiða- gæsir sér griðland þann tíma árs sem þær eru varnarlausastar - í sárum. Það væri níðingsbragð og tilræði við þjóðarsæmd að sökkva slíkri vin í djúpið. Þannig breytir enginn ærlegur maður við vini sína sem sýnt hafa honum órofa tryggð, sótt hann árlega heim um langan veg, verið þáttur af lífi hans frá blautu barnsbeini, einnig forfeðra hans og formæðra frá örófi alda. Með slíku hátterni værum við að kalla yfir okkur fordæmingu óbor- inna kynslóða sem fengju með engu móti skilið hyað knúið gat auðugustu kynslóð íslandssögunn- ar til að farga fyrir baunadisk því sem aldrei verður bætt. Jakob segir á einum stað: „Þótt raforkuvinnsla á íslandi væri næst- um áttfölduð frá því sem hún var 1998 myndi hún aðeins leggja hald á tæplega 4% af miðhálendinu. Jafnvel þótt við tvöföldum þá tölu eru það tæplega 8% af miðhálend- inu. Átta hundraðshlutar, eða minna, geta með engu móti talist „stór hluti". Það eru því tómir hug- arórar að hætta sé á að stórum hluta hálendisins verði sökkt undir vatn..." Ljóst er að hér hefur reiknings- glöggur um vélt og áreiðanlega engin brotalöm á prósentunum. Hitt kann nokkru máli skipta hvað í þeim prósentum felst sem farga á. Hvað er heilinn mörg % af manns- líkamanum? Ekki 8, ekki 4, ekki eitt, heldur aðeins brot úr einu. i Samt þarf ekki nema brotabrot af því hundraðsbroti að skemmast til að allt líf mannsins fari úr skorðum eða slokkni jafnvel alveg. Hjartað er ekki mörg %. En væri skaðlaust að skera það úr manni og kasta fyrir köttinn? Eða blöðruhálskirtil- inn? Með engu móti getur hann talist stór hluti líkamans, en þýðing hans er sögð mikilvæg samt og sjúkur veldur hann ómældri kvöl, jafnvel dauða. Tæplega er spreng- lærðum verkfræðingi ókunnugt að oft er lág prósenta einmitt höfuðröksemd fyrir aðgætni og gegn ágengni. Síðasta geir- fuglsparið var ekki stórt prósentubrot af sjófuglamergðinni við ísland, en var það rök- semd fyrir að drepa fuglana og éta? Nú er svo komið vegna gegndarlausrar ágengni að ósnert víð- erni í Evrópu eru að verða næsta fá og smá. Er það frambærileg röksemd fyrir að rýra þau enn með þjösna- legum hamagangi á hálendi íslands? Nei, röksemda- færsla af því tagi sem Jakob Björnsson iðkar er fráleit. Hún hefur gert Landsvirkjun að hryll- ingsbúð í huga landsmanna, og mál er að linni. Það er grár leikur að notfæra sér eðlilegar áhyggjur Austfirðinga Náttúruvernd Tílfínningar geta einar og sér, segir Einar Bragi, verið fullgild og réttmæt rök gegn niðurstöðu tilfínninga- lausra reiknivéla. af fólksfækkun í fjórðungnum til að ginna þá út í að fórna einu dýr- legasta náttúruvætti Evrópu fyrir finngálknað óland með ógnarstór- um drekkingarhyl þar sem Eyja- bakkar áður voru athvarf iðandi lífs og ómælanlegrar fegurðar. Ég bið menn að hugleiða hvað hefði mátt gera til að auka fjölbreytni atvinnu- og menningarlífs á Aust- fjörðum fyrir þær fjögur þúsund milljónir sem drekkingarhylsmenn hafa þegar sóað í sitt ónytjubrölt þarna á hálendinu, að ég ekki nefni hvað gera mætti fyrir þá milljarða- tugi sem álversskriflið margum- rædda myndi kosta. Og fróðlegt væri að vita í brjósti hvers sá draumur fæddist að gera Reyðfirð- inga að verksmiðjuþrælum er- lendra auðmangara en heima- byggð þeirra að bólstað eiturspú- andi skrapatóls sem aðrar þjóðir biðja guð að hlífa sér við að hýsa. Jakob talar eins og tæknikrötum er tamt um tilfinningar og rök sem andstæður. En tilfinningar og rök geta mætavel farið saman; tilfinn- ingar geta líka einar sér verið full- gild og réttmæt rök gegn niður- stöðu tilfinningalausra reiknivéla. Þeir sem vilja verja landið fyrir innlendum og erlendum landníð- ingum láta stjórnast af tilfinning- um sem studdar eru pottþéttum rökum: Fegurð landsins og hrein- leiki eru þjóðinni uppspretta unað- ar og auðs sem aldrei þrýtur spilli hún sjálf ekki tign þess af skamm- sýni, ágirnd eða óvitahætti. Höfundur er rithöfundur. MINNINGAR \OÚ€fl WL- Gœðavara Gjdfavara — matar og kdffisten Allir verðflokkdr. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianní Versace. IVAR KRISTJÁNSSON + Ivar Kristjáiis- son fæddist 22. september 1934 á Blönduósi. Hann lést á heimili sínu í Hrafhagilsstræti 36 á Akureyri 11. júlí síðastliðinn og fór útför hans f'rani 16. júlí. Elsku frændi. Það var rigning og þungt yfir í Reykjavík sunnudaginn 11. júlí sl. þegar ég vaknaði og þær voru óvæntar og þungar fréttirnar sem ég fékk síðar þann dag. Móðir mín hringdi frá Akureyri og sagði mér að þú hefðir látist um morguninn. Við sem áttum eftir að ræða svo margt og gera svo margt. Ég átti eftir að sjá nýja verkstæðið þitt í bflskúrn- um, sem var ekki tilbúið þegar ég kom til ykkar Rósu að sjá nýja heimilið ykkar og þú sagðir við mig að ég þyrfti að koma fljótt aft- ur til að sjá það þegar það væri komið í gagnið. Þú varst í miklu uppáhaldi hjá mér og við vorum góðir vinir. Þegar við hittumst, sem var alltof sjaldan síðustu ár, ræddum við um allt milli himins og jarðar en yfirleitt snerust umræðurnar um það hvað þú værir að „framleiða" það og það skiptið. Þú varst nefni- lega mikill handverksmaður og ég mikil föndurkerling og þú sýndir mér verkin þín og ég skoðaði þau með ákafa og hugsaði með mér: „svona ætla ég að gera." Það var fátt sem þú gast ekki, allt lék í höndum þér hvort sem það voru kirkjurnar fallegu, trévörurnar, smíðajárnsvörurnar eða sokka- blómin. Já, þú varst sannur lista- maður og ég tók þig mér til fyrirmyndar en ég komst ekki með tærnar þar sem þú hafðir hælana. Eitt sinn þegar þú hafðir kennt mér að búa til sokkablóm keypti ég mér allt sem til þurfti við að búa þau til og hófst handa. En árangurinn lét á sér standa. Mín voru eins og visnuð blóm við hlið- inni á þínum og allt saman setti ég í kasssa og geymi enn, þar sem ég sá að mín yrðu aldrei eins og þín. Eg á eftir þig fallega muni sem þú gerðir handa mér sem prýða heimili mitt og minna mig á hve mikill listamaður þú varst. Elsku ívar, það er sárt til þess að hugsa að hitta þig ekki aftur en ég veit að nú ert þú á öðrum stað og heldur áfram „framleiðslu" þinni sem ein- stök er. Ég þakka þér þær stundir sem við áttum saman og kveð þig með eftirfarandi línum sem alla tíð hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Elsku Rósa, Gunna Stína, Mássi, Snævar, Pálmi, Sighvatur, Herdís, ívar og aðrir aðstandendur, megi algóður Guð styrkja ykkur. Þín frænka, Ingibjörg Eyþórsdóttir. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Elsku ívar. Það kom okkur öllum á óvart er við fréttum af andláti þínu og það er tómlegt til þess að hugsa að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Þú og fjölskylda þín hafið frá því við munum eftir okkur verið hluti af tilveru okkar pg oft heyrðist á heimili okkar: „Ég er að fara til ívars og Rósu," frá móður okkar sem var þá á leið til ykkar í morg- unkaffið. Það er tómlegt og jafn- framt sorglegt til þess að hugsa að þetta muni ekki heyrast oftar þar sem þú ert horfinn á braut, en við vitum að nú ert þú á góðum stað og kveðjum þig með þökk fyrir að hafa átt þig að sem frænda. Enginn tími, enginn staður, enginn hlutur dauða ver. Bú þig héðan burt, ó, maður, brautar lengd þú eigi sér. Vera má, að vegferð sú verði skemmri' en ætlar þú. Æskan jafnt sem ellin skundar eina leið til banastundar. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. - 0, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld.) Elsku Rósa, Gunna Stína, Már, Snævar, Pálmi Þór, Sighvatur, Herdís, ívar og fjölskyldur, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Gréta, Jóhann og Eyþór Snær. HULDA DAVÍÐSSON + Hulda Davíðs- son fæddist í Hafharfirði 9. maí 1913. Hún lést í Reykjavík 2. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Frfkirkjunni í Hafharfirði 15. júlí. Vinátta, trygglyndi, kjarkur og víðsýni. Þessi orð koma fyrst upp í hugann, þegar ég hugsa um Huldu, sem ég hef þekkt allt mitt líf og sem minnti mig svo oft á það, að hún hefði þekkt mig frá því áður en ég varð til. Vinátta foreldra minna og Huldu og það órofa trygglyndi, traust og trúnaður, sem var í milli þeirra þriggja, er eitthvað það besta, sem ég hef upplifað, og ómetanlegt að læra frá blautu barnsbeini, að slfkt samband er til í þessum annars okk- ar fallvalta heimi. Hefur það verið mér drjúgt veganesti og gefið mér skilning á því hvað sönn vinátta er. Hulda var ákaflega falleg kona, tíguleg, vitur, víðlesin og víðsýn. Var hægt að fletta upp í henni um hin ótrúlegustu málefni allt frá Zfaeh&A^ veRSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða töívusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. mataruppskriftum til læknisfræðilegra kvilla. Hún var upp- lýst um allt milli him- ins og jarðar og fús að veita af sínum visku- brunni. Hulda sýndi elsku, ástúð og kærleika í miklum veikindum As- sýar, dóttur sinnar, sem hvarf frá okkur langt um aldur fram. Þegar hennar naut ekki lengur við var eins og eitthvað hefði slokknað inni í Huldu, enda þung spor fyrir foreldri að ganga á eftir kistu barnsins síns, hvort heldur barnið er ungt eða orð- ið eldra. Barnið verður alltaf barn án tillits til aldurs. Orð mín má þó ekki skilja þannig, að Hulda hafi gefist upp. Hún hélt uppi því merki sem þær mæðgur höfðu svo lengi haldið á loft, að halda fjölskyldu- böndin föstu og traustu, treysta vin- áttu og kærleiksbönd. Það eru for- réttindi að hafa fengið að vera í hópi þeirra sem voru vafin þessum vin- áttu- og kærleiksböndum. Hulda kenndi sér þess meins, sem lagði hana að velli, fyrir þó nokkru en var ekkert að flfka því - hélt því fyrir sjálfa sig. Kjarkur hennar að takast á við það í fyrstu ein og óstudd er ótrúlegur. Hún vissi sjálf hvert stefndi, valdi sjálf leiðina að lífsins leiðarlokum. Það, sem þó er mest um vert, er að hún gat verið eins lengi og hægt var á sínu eigin heimili. Hún fluttist fyrir nokkrum árum í litla fbúð í Kópa- voginum, í einbýlishús hjá Helgu Guðrúnu og fjölskyldu hennar. Hún var ákaflega sátt við það og talaði oft um hvað hún væri láns- söm að geta verið heima og séð um sig að mestöllu leyti sjálf. Þetta var mögulegt þar sem hún var undir verndarvæng og umvafin kærleika Helgu Guðrúnar og Erlings Elías- ar, barnabarnanna sinna, og með þeirra aðstoð og fjölskyldna þeirra. Nú myndast ógnvænlegt tómarúm sorgar og saknaðar hjá Helgu Guð- rúnu og Erlingi Elíasi sem voru henni svo náin. Engin fljótvirk lækning er til við því, en yndislegar minningar um elskulegar samveru- stundir, fórnfýsi, kærleika og ást sem „ammsa" umvafði þau eru besta lækningin - að finna gleðina í því sem veldur sorginni. Mig langar svo að ljúka þessum fátæklegu orðum mínum með ljúfu kvæði Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, því hinu sama og við fjólskyldan mín notuðum sem kveðjuorð til annarrar kærrar vinkonu fyrir að- eins sjö dögum. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi örskammt frá blessuðum læknum, rétt eins og forðum, og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti, finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar og silkimjúka andavarakveðju í hári, en angan af jurtum og járnkeldum þyngist og jaðraki vinur þinn hættir að skrafa við stelkinn. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi . með amboðin hjá þér sem forðum og titr- andi hjarta mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum til gátunnar miklu, til höfundar alls sem er. I fullvissu þess, að höfundur alls sem er tekur Huldu í faðm sinn þar sem hún Assý hennar bíður, biðj- um við Vatnar góðan Guð að styrkja Helgu Guðrúnu, Erling El- ías, fjölskyldur þeirra svo og alla aðra aðstandendur og vini. Skarð er fyrir skildi. Hafðu þökk fyrir allt. Brynja. I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.