Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIE 10 ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR Deiliskipulagi Kvosarinnar breytt vegna Aðalstrætis 4 Oheimilt að reka veit- ingastað í bakhúsi TILLAGA um að breyta deiliskipu- lagi í Kvosinni og takmarka land- notkun í bakhúsi Aðalstrætis 4 hef- ur verið samþykkt í skipulags- og Henrik Lund í SUNNUDAGSBLAÐI Morg- unblaðsins var rætt við Henrik Lund, þar sem hann rifjaði upp æsku sína í Reykjavík í upphafí aldarinnar og hann mundi svo vel. Viðtalið var tekið á heimili hans í Danmörku fyrr á árinu og var hann þá við bestu heilsu. Henrik Lund lést í Danmörku hinn 2. júlí sl. og láðist að geta þess í inngangi að viðtalinu. Er beðist velvirðingar á þessu. umferðamefnd. Tillagan gerir ráð fyrir að óheimilt verði að reka þar vínveitinga- og skemmtistað og hafa eigendur hússins skrifað undir yfír- lýsingu um að ekki verði gerð at- hugasemd vegna breytinganna eða krafist bóta á hendur borgarsjóðs. Að sögn Áma Þórs Sigurðssonar, sem tekur við formennsku í skipu- lags- og umferðamefnd af Guðrúnu Ágústsdóttur, verður tillagan lögð fram í borgarráði í dag og verður síðan auglýst í grenndarkynningu að fengnu samþykki ráðsins. I greinar- gerð með tillögunni segir að sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi sé heimilt, að uppfylltum öðram skil- yrðum, að reka veitinga og/eða skemmtistað á lóðinni en vegna ónæðis sem íbúar nærliggjandi íbúð- arhúsa hafí orðið fyrir vegna starf- seminnar í bakhúsinu sjái borgaryf- irvöld sér ekki annað fært en að tak- marka landnotkun bakhússins með breytingum á gildandi deiliskipulagi. „Eigendur hússins hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að þeir geri ekki athugasemd við breytta landnotkun og munu ekki hafa uppi bótakröfur á hendur borgarsjóði vegna hennar,“ sagði Ámi Þór. „En þeir skrifa ekki undir fyrir hönd þess sem rekur staðinn en hann er í leiguhúsnæði. Hann hefur gefið það í skyn við mig persónulega og eins í fjölmiðlum að hann muni láta reyna á þetta fyrir dómstólum." Samkvæmt lögum þarf breyting á deiliskipulagi að fara í fjögurra vikna grenndarkynningu. Sagði Ami Þór að reikna mætti með að í september yrði ljóst hvort breyting- in yrði að veraleika. „Eg reikna með að á grandvelli þess gæti rekstraraðilinn höfðað mál en varla fyrr,“ sagði hann. Fjölmenni við Hagavatn GÍFURLEGUR áhugi reyndist á að komast að Hagavatni til að sjá hrikalegt framhlaup jökulsins þegar Ferðafélag íslands aug- lýsti dagsferð þangað sl. laugar- dag. Um 80 manns mættu við bíl- ana kl. 8 um morguninn. Þegar komið var upp að gamla skálanum við Hagavatn tókst lagnum rútubflstjóra að aka með mannskapinn yfir Jarlhettukvísl- ina, sem ekki var gefið fyrirfram. En þaðan er um hálftúna ganga á fótinn upp að Farinu þar sem kolmaurótt flóðið úr vatninu foss- ar út og að hrikalegum jöklinum þar sem hann hefur hlaupið út að vatninu. Ekki sést tangur né tet- ur eftir af göngubninni yfir ósinn utan annar stöpullinn, sem stálþil var sett utan um fyrir fáum ár- um. Gengið var inn með jökul- stálinu, sem gnæfir hátt og kol- sprungið yfir landið og sólin glampaði á ísnum og sprungun- um. Ain ryðst kolmórauð niður Farið í þremur tignarlegum foss- um og helst vatnsflaumurinn dökkmórauður niður alla Hvítá svo Gullfoss sýnir á sér nýjan stfl og lit í sólskininu. Morgunblaðið/EPÁ FERÐAFÓLK við kolsprungna jökulröndina, þar sem jökullinn skríður fram og brotnar hægt úr honum. N orðurlandasamtök ungra hægrimanna Sigurjón Pálsson kosinn forseti SIGURJÓN Pálsson bygg- ingaverkfræðingur var kosinn forseti Norðurlandasamtaka ungra hægrimanna á aðalfundi samtakanna á Flúðum um seinustu helgi, en hann hefur verið vara- forseti þeirra síðastliðin tvö ár. Jafn- framt aðal- fundi var haldið þing um menn- ingu og hægri hugsjónir á Flúðum og í Reykjavík. „Ég hef unnið mjög mikið fyrir samtökin og kynnst fólki frá öllum Norðurlandaþjóðun- um sem hefur skilað sér með þeim hætti að mér er treyst til að taka við forsætinu,“ segir Sigurjón. Fulltrúar Sambands ungra sjálfstæðismanna stungu upp á Sigurjóni á aðal- fundinum og var hann kosinn einróma til tveggja ára. Samvinna við Eystra- saltslöndin Sigurjón segir það skipta miklu máli að Island gegni for- sæti í samtökunum, og þannig megi benda á að hann verði fulltrúi Norðurlanda í evr- ópskri samvinnu ungra hægri- manna, ásamt því að vera full- trúi SUS, sem styrki stöðu SUS verulega á þeim vettvangi. „Þetta þýðir að við getum komið betur að hugmyndum okkar og kynnt betur okkar vinnubrögð. SUS er sterk hreyfing sem hugsar oft á öðr- um nótum en minni hreyfingar sem berjast ekki um hlutfalls- lega jafn mörg atkvæði í kosn- ingum. Fyrir vikið tel ég að við getum betur komið hugsjónum okkar að og stýrt því fremur hvað verið er að fjalla um á ráðstefnum og þingum í Evr- ópu,“ segir Sigurjón. Hann segir að eitt þeirra verkefna sem bíði hans sé sam- vinna með ungum hægrimönn- um í Eystrarsaltslöndunum, sem hafa aukaaðild að samtök- unum. „Við getum bæði sýnt þeim hvemig við vinnum og kynnst þeirra sjónarmiðum og ég á von á að við munum vinna mikið og náið með þeim á næstu misseram,“ segir hann. Forstjóri TR segir stofnunina ekki geta liðsinnt veikum fslendingi í Taflandi vegna gildandi reglna Fengi aðstoð Tryggingastofnunar ríkisins á Islandi MÁL á hendur Karli Steinari Guðnasyni, forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins, vegna þeirrar ákvörðunar tryggingaráðs að synja 73 ára gömlum Islendingi sem ligg- ur veikur á sjúkrahúsi í Taílandi um tryggingavernd, var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ósk stefnanda um flýtimeð- ferð var samþykkt og verður málið tekið til aðalmeðferðar 28. júlí næstkomandi. Reglur strangari annars staðar Karl Steinar segir að ef maður- inn kæmi hingað til lands fengi hann íyllstu aðstoð TR, á grand- velli undanþáguákvæðis sem sam- þykkt hafi verið í þessum efnum. Maðurinn sé hins vegar ekki talinn ferðafær sökum veikinda sinna. Tryggingaráð synjaði mannin- um um yfirlýsingu um trygginga- vernd á þeim forsendum að hann væri ekki búsettur á íslandi. „Við munum verja okkar málstað á grundvelli þeirra reglna sem tryggingaráð hefur sett,“ segir Karl Steinar. „Við lifum eftir lögum og reglu- gerðum sem annaðhvort Alþingi eða ráðuneytið setja og síðan getur tryggingaráð sett reglur um þessi mál. Hvarvetna í heiminum er ákvæði um hvenær menn hætta að vera tryggðir og ég veit að reglur þar að lútandi í t.d. Noregi og Sví- þjóð eru jafnvel strangari en hér- lendis. Okkur hefur verið falið að úrskurða í þessum málum og í því sambandi var sett regla um að dveldu menn lengur en sex mánuði erlendis nytu þeir ekki trygginga- verndar. Þessi einstaklingur sem þarna um ræðir óskaði eftir því við okkur í þriðja skiptið sem hann hélt út að fá yfirlýsingu um trygginga- vernd, og þá kom að því að það rakst á þessa reglu sem trygginga- ráð hafði samþykkt. Starfsfólk okkar verður að hlíta þessari reglu sem og öðrum sem þessum málaflokki eru settar. Þessi einstaklingur vissi að svo væri en fór þrátt fyrir það til Ta- ílands." Njóta verndar ytra Karl Steinar segir það misskiln- ing hjá fulltrúa lögmanns manns- ins, að afstaða TR í þessu ináli stefni í voða tryggingavernd Is- lendinga sem dveljast hluta ársins á t.d. Spáni. „Árið 1993 gengum við í EES og hluti af þeim reglum kveða á um tryggingavernd fyrir íbúa aðildarríkjanna innan evr- ópska efnahagssvæðisins. Það hef- ur ekki breyst og því nýtur það fólk sem á sumarhús á svæðinu sömu verndar og væri það statt hérlend- is,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.