Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þrjátíu ár eru liðin frá því að maðurinn steig fæti á tunglið
IDAG eru 30 ár liðin frá því að
fyrsta mannaða geimfarið lenti
á tunglinu og Neil Armstrong
tók „risastórt skref fyrir mannkyn-
ið" með því að verða fyrstur manna
til að stíga þar fæti.
„Mikilvægasta afrek Apollo var
að sýna að mannkynið er ekki
hlekkjað að eilífu við þessa
plánetu," sagði Armstrong á föstu-
dag þegar hann minntist þess
ásamt nokkrum öðrum bandarísk-
um geimförum að þrír áratugir eru
liðnir frá því Apollo 11 var skotið á
loft. „Framtíðarsýn okkar nær
lengra en þetta og möguleikar okk-
ar eru ótakmarkaðir."
Geimfararnir létu ennfremur í
ljós óánægju með að Bandaríkja-
menn skyldu ekki stefna að því að
senda fleiri mönnuð geimför til
tungslins eða senda menn til mars -
að börn skuli nú læra um geimferð-
ir í sögutímum en ekki vísindatím-
um.
Sairieinaði þjóðina
Armstrong hefur forðast sviðs-
ljósið og sjaldan komið fram opin-
berlega frá því hann komst á spjöld
sögunnar með því að ganga fyrstur
manna á tunglinu.
Geimfarinu Apollo 11 var skotið á
loft frá Kennedy-geimferðamiðstöð-
inni miðvikudaginn 16. júlí 1969 og
það lenti á tunglinu fjórum dögum
síðar. Um borð voru Armstrong,
Edwin Aldrin, er steig fæti á tunglið
„Sýndi að mannkynið
er ekki hlekkjað við
þessa plánetu"
Reuters
BANDARÍSKIR geimfarar á blaðamannafundi í tilefni af því að 30 ár
eru Iiðin frá því fyrsta mannaða geimfarið lenti á tunglinu. Þeir eru,
frá vinstri: Neil Armstrong, Edwin Aldrin, sem voru báðir í Apollo 11,
Gene Cernan (Apollo 17) og Walter Cunningham (Apollo 7).
nokkrum mínútum á eftir Arm-
strong, og Michael Collins, sem var
í stjórnhylki geimfarsins meðan fé-
lagar hans notuðu lendingarfarið,
Örninn, til að komast til tunglsins.
Um milljón manna safnaðist sam-
an á vegunum og ströndinni í
grennd við geimferðamiðstöðina til
að fylgjast með þessu sögulega
geimskoti átta árum eftir að John
F. Kennedy Bandaríkjaforseti
skýrði frá áformunum um að senda
menn til tungslins og koma þeim
aftur til jarðar.
Bandaríkin voru á þessum tíma
plöguð af félagslegri ólgu og deilum
um Víetnamstríðið en tunglför
Apollo 11 sameinaði þjóðina. Fólk út
um öll Bandaríkin og allan heim sat
límt við sjónvarpstækin þegar áhöfn
geimfarsins gerði það sem áður var
talið ómögulegt.
„Þetta er lítið skref fyrir mann,
en risastórt skref fyrir mannkynið,"
sagði Armstrong þegar hann lenti á
tunglinu.
Armstrong sagði þegar hann rifj-
aði þennan sögulega atburð upp að
á þessum tíma hefði hann talið að
90% líkur væru á því að áhöfnin
myndi snúa aftur til jarðar heil á
húfi og 50% líkur á því að lendingin
tækist.
„Þetta var líklega mesta einstaka
tilraun mannkynsins, örugglega á
okkar tímum og ef til í sögu alls
mannkynsins," sagði Gene Cernan,
sem var sendur til tunglsins með
ApoUo 17 árið 1972.
Ottuðust að geimfarið kæmist
ekkitiljarðar
Bandarísk stjórnvöld birtu nýlega
skjal úr Hvíta húsinu þar sem fram
kom hvernig bregðast ætti við þeim
möguleika að ekki yrði hægt að
skjóta tunglfarinu á loft og tengja
það stjórnhylkinu eftir lendinguna.
Samkvæmt skjalinu áttu Armstrong
og Aldrin annaðhvort að svipta sig
lífi eða deyja hægum dauðdaga.
Geimfararnir áttu þá að „rjúfa fjar-
skiptasambandið" við stjórnstöðina í
Houston og „deyja í þögn".
William Safire, ræðuritari Ric-
hards Nixon Bandaríkjaforseta,
skrifaði skjalið. Það minnir á hversu
hættuleg ferðin til tungslins var og
sýnir að NASA geimrannsókna-
stofnun Bandaríkjanna, og embætt-
ismenn í Hvíta húsinu óttuðust að
eitthvað gæti farið úrskeiðis.
Fyrsti áning-
arstaðurinn í
geimferðum
Lending geimfars á tunglinu í júlí 1969 er
oft talin með merkari atburðum tuttugustu
aldarinnar, enda var um eftirminnilegt af-
rek að ræða. Bragi Þ. Olafsson sagnfræði-
nemi segir forvitnilegt að kanna hvernig
fólk leit á þennan viðburð á sínum tíma.
HER VERÐA teknar saman
nokkrar athyglisverðar
vangaveltur sem birtust á
síðum íslenskra dagblaða á meðan á
tunglferðinni stóð. Umfjöllun um
ferðina fékk mikið pláss í fjölmiðlum
landsmanna, og oft voru stór orð lát-
in falla sem mörkuðust líklega frekar
af hátíðleikablæ heldur en af fullri
alvöru. Á þann hátt var fjallað um
ferðina í Lesþók Morgunblaðsins
þann 16. júlí, sem var brottfarardag-
ur geimfaranna. Þar voru vonir
bundnar við að mannkynið gæti í
sameiningu bætt lifskjörin hér á
jörðu niðri fyrst hægt væri að senda
mann til tunglsins. Talað var um
„tunglaldarkynslóðina" og vonast til
að „þær 7.000 mUljónir manna sem
lifa munu um næstu aldamót búi við
mannsæmandi aðstæður, e'n hvorki
við eitrað loft, spUlt vatn né hroll-
vekjandi hungur."
Morgunblaðið vitnaði í orð
Lyndon B. Johnson frá árinu 1963
sem voru í svipuðum tón: „Tunglið er
nú á dögum aðalmarkmið okkar, en í
framtíðinni verður það aðeins áning-
arstaður geimfara. Ég trúi því statt
og stöðugt, að þróun geimaldar leiði
til lengsta og mesta blómaskeiðs
mannkyns - tímabils allsnægta og
velmegunar mannsins."
Pöntuðu far til tunglsins
Daginn eftir mátti sjá einkenni-
lega fyrirsögn á forsíðu Tímans:
„Nokkrir íslendingar hafa pantað
far til tunglsins." í frétt blaðsins
kom fram að fjórir eða fimm íslend-
íngar höfðu pantað far til tunglsins
hjá Pan American flugfélaginu, sem
fara átti á árunum 1980-1990. Ann-
ars vegar var hægt að fara hringferð
um tunglið, en hins vegar var hægt
að lenda á tungUnu, sem kostaði þó
mun meira en hringferðin. í lok
fréttarinnar stóð: „Má búast við
miklum kipp í pantanir ef tungllend-
ing Armstrong og félaga fer að ósk-
um". Seinna kom þó í Ijós að þetta
uppátæki Pan Am var hugsað sem
hálfgert grín.
Fleiri blöð fóru á stúfana í leit að
þessum íslensku geimförum. í Al-
þýðublaðinu 18. júlí kom fram að
fyrsti íslenski farþeginn væri númer
7465 á lista Pan American yfir vænt-
anlega tunglfara, en nafn hans
fékkst ekki gefið upp. Daginn eftir
ræddi blaðamaður blaðsins við
Hjálmar Sveinsson verkfræðing,
sem lýsti ferðinni fyrir hlustendum
útvarpsins. Hann var meðal annars
inntur eftir því hvort hann hefði
pantað farið hjá Pan Am. Hjálmar
neitaði því en taldi jafnframt að það
yrði ekki fyrr en árið 2001 sem al-
mennar tunglferðir hæfust!
Tunglið og Majorka
Þann 20. júlí, eða aðfaranótt
mánudagsins 21. júlí að íslenskum
tíma, var lent á tunglinu, og miklu
bleki var varið í stórt letur á forsíð-
um dagblaðanna af þessu tilefni.
Menn virðast hafa verið bjartsýnir á
framtíð geimferða, því að í Alþýðu-
Reuters
EDWIN E. Aldrin að störfum á tunglinu í júlí 1969 þegar fyrsta mannaða geimfarið var sent til tunglsins.
blaðinu daginn eftir var talið að eftir
nokkra áratugi yrði maðurinn
heimavanur á tunghnu, og það þætti
ekki merkUegra að fara til tunglsins,
heldur en nú væri að skreppa til
„Majörku".
Menn beindu augum sínum lengra
út í himingeiminn þegar þessum
merka áfanga var náð. Þriðjudaginn
22. júlí skýrði Morgunblaðið frá því
að NASA væri að skipuleggja mann-
aða geimferð til Mars sem fara átti
árið 1985. Fleiri framtíðarspár mátti
sjá í blaðinu þennan dag:
„Enn sem komið er, getur enginn
sagt fyrir um, hve ört mannkynið
muni dreifast út um sóikerfið, eða
hve langt könnunin kann að ná. Með
kjarnorkuknúnum geimförum, sem
hljóta að koma, verður unnt að ná til
allra plánetanna. Eftir eina öld mun
barnabörnum okkar finnast Plútó
nálægari en öfum okkar og ömmum
þótti heimskaut jarðar vera á sínum
tíma. Um það leyti verður áreiðan-
lega búið að koma upp stóðvum á
helztu hnöttum sóikerfisins. Margar
þeirra verða með sjálfvirkum útbún-
aði, sem krefst ekki viðhalds né elds-
neytis nema með löngu millibili. En
aðrar verða með föstu starfsliði og
vaxa smám saman upp úr því að vera
aðeins vísindalegar stöðvar. Að lok-
um gætu þær orðið sjálfum sér nóg-
ar og jafnvel sjálfstæð samfélög."
Vísir fjallaði einnig töluvert um
tungllendingu sama dag, og ræddi
við þjóðkunnugt fólk um þýðingu
tunglendingarinnar. Meðal þess var
Halldór Laxness sem sagði að þessi
lending hefði ekki mikla þýðingu fyr-
ir skáldin. „Væri ég skáld, þá væri
þetta það síðasta sem ég myndi
yrkja um".
Fyrir og eftir tungl
Þann 24. júlí lentu geimfararnir
heUu og höldnu á Kyrrahafinu. Blöð-
in héldu umfjöllun sinni áfram, og í
Morgunblaðinu skrifaði Steingrímur
Sigurðsson listmálari og rithöfundur
áhugaverða grein frá Flórída. Hann
sagði: „Nú er farið að tala hér um
gamla dagatahð. Menn segja að
tungldagurinn hafi komið upp á
sunnudaginn 20. júlí anno domini
1969 samkvæmt gamla kalendarn-
um, en raunverulega hafði það verið
fyrsti dagurinn árið eitt samkvæmt
nýja dagataUnu. Hér í Bandaríkjun-
um hefur orðið sprenging í lífi
manna, en jákvæð fyrir sálarlífið og
hugsunarháttinn. Því er spáð, að fólk
fari að hugsa öðruvísi og lífsskynið
verði háleitara og óeigingjarnara.
Það er verið að byrja á nýju alman-
aki. Ef þessi kynslóð snýr dagatahnu
ekki til baka, munu afkomendurnir
verða til þess, eða svo er almennt
taUð. Nú verður byrjað á öUu aftur.
Runnin er upp ný öld fyrir mannkyn.
Maðurinn hefur brotið sér leið út í
alheiminn."
Sama dag segir í Morgunblaðinu
að sjö „Hólasveinar" hafi pantað far
með fyrstu ferð Flugfélags íslands
til tunglsins þegar að því kæmi! Þeir
voru nafngreindir: Hjörvar Jóhanns-
son, Konráð Jónsson, Sigurður
Björnsson, Hjálmar Jónsson, Lárus
Einarsson, Amundi Gunnarsson og
Hólmgeir Pálsson.
Þann 26. júU birti Morgunblaðið
grein þar sem tekin voru saman orð
frægra manna sem látin voru falla í
tilefni ferðarinnar. Menn eins og
Charles Lindbergh, Dalai Lama og
Henry Ford voru fengnir til að tjá
sig. Flestir lýstu yfir ánægju yfir
þessari framkvæmd og litu með
björtum augum á tækniþróun næstu
ára. Orð listmálarans Pablos
Picassos stungu þó í stúf: „Ég læt
þetta sem vind um eyru þjóta, hef
enga skoðun á því og kæri mig koll-
óttan."