Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 51 _________BRÉF TIL BLAÐSINS Bernskunnar vagga, barnanna hjörð Frá: Ágústu Ágústsdóttur: Astkæri fjörður, fagnandi sál færir þér Dýragrund hjartnanna mál. Norðurljós braga, blikandi tær bjarmaskin stjarnanna heillandi skær. Kvöldkyrrðin himnesk hníg mér að sál, hjúpa þig litskrúði laust við allt pijál. Bemskunnar vagga, barnanna hjörð, blómgist og vaxi við Dýrafjörð. Þetta rómantíska ljóð Guðmund- ar Einarssonar við lag Stephens Foster var mikið sungið á öllum þeim skemmtunum, sem ég man eftir á Þingeyri, þegar ég var að al- ast upp í Dýrafirði um miðja öldina. Ótrúlegt er nú til þess að vita, að þetta undrafagra og blómlega byggðarlag skuli nú ramba á barmi vonleysis, sem, ef þau skammsýnu og hatrömmu öfl, sem stjórna dansinum í kringum gullkálfinn, fá að ráða, gæti leitt til landauðnar við Dýrafjörð. Að kringumstæður skuli geta orðið slíkar, er samverkandi keðja af óréttlátri fiskveiðistjórnun, hagsmunapoti, rangri forgangsröð- un, klíkuskap o.fl. o.fl. Trúlega hafa þorpsbúar sjálfir líka sofið á verðinum, ekki verið nógu duglegir að koma sér í mjúk- inn hjá „yfirvöldunum", ekki nógu röskir að „ota sínum tota“. En saga Dýrafjarðar, og þá ekki síst Þingeyrar, er um margt lengri og merkilegri en annarra byggðar- laga á Vestfjörðum. Þingeyri er talin vera einn elsti verslunarstað- ur landsins ogí gagnmerkri Arbók Ferðafélags íslands 1999 eftir Kjartan ðlafsson fræðimann frá Súgandafirði er þess getið, að þeg- ar á 13. öld eru heimildir um kom- ur hafskipa í Dýrafjörð og um 1742 var komin krambúð á Þingeyri. Á síðustu öld var blómleg versl- un á Þingeyri og meðal viðskipta- vina voru áhafnir amerísku lúðu- veiðiskipanna og frönsku dugg- anna. Hvalstöð var í Höfðaodda með mannmergð og umsvifum er þar fylgdu. Óþarfi er að fjölyrða um þetta, svo mjög sem um það hefur verið fjallað að undanförnu, nú síðast í vetur leið í stórmerkum þætti Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings um íslensku dagblöð- in um aldamótin síðustu. Ég held að ekki sé ofmælt, að Dýrafjörður og Þingeyri hafi verið nefnd í hverjum einasta þætti. Svo kom sendingin mikla og góða norðan úr landi. Sr. Sigtrygg- ur Guðlaugsson og fólk hans settist að á Núpi, þar sem hann stofnaði unglingaskólann merka, sem trú- lega væri enn þá starfandi, ef heift- úðug niðurrifsöfl hefðu ekki rægt í burtu starfið þar. Fallegur hópur Norðlendinga kom líka og settist að á Þingeyri, aufúsugestir. Ekki má stinga svo niður penna um þetta, að frægasta Dýrfirðings- ins sé ekki getið, sjálfs Gísla Súrs- sonar, en söguslóðir Gíslasögu bíða þess að vera reistar til virðingar og þeirrar athygli sem þeim ber. Enn Heildsölubirgðir af vettlingum. Ýmsar stærðir og gerðir. Níðsrerkir, verð mjög hagstætt. S. Gunnbjörnsson ehf. V sími565 6317 sjást „áhorfendapallamir" við Seftjörnina, og mun það jafnvel einstætt. „Meðaldalur um miðjan fjörð/ mér sýnist ekki rýr,“ segir í þul- unni góðu um bæina í Þingeyrar- hreppi gamla. Nú er þar glæsileg- ur golfvöllur og er mér kunnugt um að hann þykir ekki af lakara tæinu! Gaman er að sjá snyrtileg hest- hús Þingeyringa á hinu forna prestsetri Söndum. Þar er og myndarlegur skeiðvöllur, þar sem vestfirskir gæðingar spretta úr spori árlega. Glæsileg sundlaug með íþróttahúsi, ásamt prýðilegum keppnisvelli er á „Oddanum". Það er því af mörgu að taka til útivistar og tómstundaiðkana í Dýrafirði, þótt ekki sé allt nefnt hér. Þá vík ég að því, sem mér er hugstæðast. Arið 1906 er kominn karlakór á Þingeyri, sá íyrsti á landinu, að því er dr. Hallgrímur heitinn Helgason greinir frá í Tónlistarsögu sinni. Þar var þá líka um svipað leyti lúðraflokkur. Alla tíð hefur söngur og tónlistariðkun verið aðalsmerla Dýrfírðinga og geta fjölmargir, þekktir íslenskir söngvarar rakið ættir sínar þangað, sumir enda fæddir þar og uppaldir. Söngur er Þingeyringum í blóð borinn og ekkert feimnismál er umræða um söng, hann enda ekki notaður sem þrætuepli. Góðir landsmenn, þeir sem stöðvast við, í síekju dægurmál- anna, að lesa þetta greinarkom. Það er of algengt hér vestra, að fólk óski hvert öðru burt! Ég veit um manneskju í bæjarstjórn ísa- fjarðarbæjar, sem nú leggur hönd á þann ofsóknarplóg, er vinnur að því öllum árum að flæma embætt- ismann í héraðinu í burtu. Ég verð að viðurkenna, slíkt fólk þykir mér ekki heppilegt til trúnaðarstarfa fyrir samborgara sína. Því hefur heyrst fleygt hér um slóðir, að frammámenn, þeir er næst sitja eldinum er heitast brennur, séu að vinna að því, leynt og ljóst, að þetta blómlega, forn- fræga byggðarlag verði lagt niður! Megi Guð og gæfan vemda og blessa þetta byggðarlag og gefa að „bernskunnar vagga og barnanna hjörð“ megi aftur blómgast og vaxa um Dýrafjörð, ásamt með öðrum vestfirskum byggðum. Mætti öf- und og sundurlyndi víkja, en sam- hugur og metnaður ríkja. ÁGÚSTA AÐALHEIÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR, Holti, í Önundarfirði. Þarftu að skipta um loftsíu? 15% verðlækkun Af pæjum, pollum og „yngingar- kremum“ Frá Sigríði Júlíu Bjamadóttur: PÆJUMÓT sem er fótboltamót fyr- ir ungar konur var haldið í Vest- mannaeyjum helgina 9-13. júní í roki og rigningu - og var það afrek út af fyrir sig að stelpurnar buguðust ekki í veðrinu, og héldu sitt árlega mót. Ástæðan fyrir því að ég sest niður og skrifa þetta er þessi ótrúlegi munur á fréttum af pæjum og pollum. Ég var ekki vör við fréttir af pæjunum. Svo var það um síðustu helgina í júní að pollar mættu til Eyja í sama til- gangi, og strax á þriðjudegi var heil opna með tíu litmyndum af afrekum drengjanna. Það er auðvitað mjög gott að börnin fái athygli frétta- manna en það sem mér sárnar er það að ekki er sama hvort maður er pæja eða polli, og hvernig eigum við að útskýra það fyrir börnunum (stúlkunum)? Og af því ég er sest niður þá lang- ar mig til að impra á auglýsingu sem ég rakst á um daginn í sama fjöl- miðli. í Morgunblaðinu 27. júní, bls. 20b, birtist heilsíðu auglýsing. Við fyrstu sýn hélt ég að þarna væri verið að auglýsa yngingarkrem (þar sem fyr- irsætan virðist mjög ung) sem bera ætti á barminn og kviðinn. En við nánari athugun kom í Ijós að á síð- unni eru einnig símtæki; sem sagt þarna er verið að auglýsa síma. Eg segi það bara eins og er mér fínnst þetta ósmekkleg auglýsing, sérstak- lega gagnvart ungum stúlkum. SIGRÍÐUR JÚLÍA BJARNADÓTTIR, Vesturholti 8, Hafnarfirði. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Útsalan er í fullum gangi Dragtir - buxur pils — toppar o.fl. Tískuverslun • Kringlunni 8-12«Sími 5533300 Nú er rétti tíminn! Sumarleihur LUKKUiTJAIiD Hreppir þúT HVERJU TJALDI FRÁ SEGLAgP?^ FYLGIR ÞÁTTTÖKUMIÐI í SUMAFr HVERJU LUKKUTJALDIFYLGIR EINNOTA GRILL, GRILLKJÖT, GRÆNMETIOG GOS. AUK ÞESS FYLGIR 5 LUKKUTJÖLDUM, GSM SfiVII OG STÖR MATARKARFA FRÁ 10-11. DREGIÐ VERÐUR UM LUKKU- TÍÖLD í BEINNIÚTSENDINGU Á FM 95.7 FÖSTUDAGINN 23. JÚU 1999. tururút oq EVEJ ÍESÍ IIKNUM 0 LUKKUTJOLP dregm ut 23. júlf 1999 Jj fÖEflI parið:R r-JUiJ & § LUUU KÆLIBOK 6.900 - töppurúw/ í/ útívíét n Sími 533 4450 SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjarslóð 7 Reykjavík Sími 511 2200 sé/verslun ferðafólksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.