Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 41. UMRÆÐAN HELGA VIGGÓSDÓTTIR + Helga Viggós- dóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar 9. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram 14. júlí. Elsku Helga. Það er erfiðara en orð fá lýst að hugsa til þess að þú sért dá- in. Ég reyndi að vera þér og Bóbó innan handar þegar þú komst í aðgerðina hingað norður. Þú varst búin að vera svo góð við börnin mín og mig langaði til að gera eitthvað fyrir þig í staðinn. Á mánudeginum þegar við mamma komum til þín á spítalann varst þú kát og hress. Við spjölluðum um margt en aðallega bárum við sam- an Helgu hennar Habbýar og Kollu mína. Er þín farin að velta sér? Hvað fær hún oft graut? Svo töluðuð þið mamma um eitthvað fólk frá því í gamla daga. Það var svo gaman að hlusta á ykkur. í næstum 60 ár eruð þið búnar að vera bestu vinkonur og þið gátuð alltaf fundið eitthvað til að skemmta ykkur yfir. Auðvitað voru börnin og barnabörnin um- ræðuefni númer eitt. Flórídaferðin í vor var líka endalaus upp- spretta af sögum og bröndurum. I gamla daga var líf og fjör á Lambastöð- um og gaman að koma þangað. Þú varst alltaf svo fín og ég man að þegar mamma sýndi mér myndir frá því þið voruð saman í Vershmarskólanum fannst mér þú vera alveg eins og kvikmyndastjarna. Eitt það síð- asta sem þú sagðir við mig uppi á spítala var að ef hún Helga þín hefði lifað væri hún tvítug. Núna ert þú komin til hennar og ég veit að ykkur líður vel saman. Elsku Bóbó, B6i, Vigga, Palli, Helga, Habbý og Halla. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Minning- in um yndislega konu lifir áfram. Sigríður E. Bjarnadóttir. Það er oft sagt að sorgin sé eig- ingjörn og það er áreiðanlega satt. Hvernig getur hún Helga Viggós verið farin? Ég sem þarf svo oft á henni að halda og í hvern hringi ég nú, þegar mér finnst allt svo vonlaust? Við sem ætluðum að fara að hittast, það á aldrei að gera á morgun það sem hægt er að gera í dag. Hún var svo einstök manneskja og svo tímalaus, hún var ekki gömul og hún var svo drífandi. „Stelpur, eigum við ekki að fara að hittast?" Líf hennar var ekki eins auðvelt og margir hefðu getað haldið, hún var svo falleg og vel til höfð en hún barðist við erf- iðan sjúkdóm, þótt hún bæri ekki erfiðleika sína á torg. Við kynntumst á deild 13D á Landspítalanum, hún kom svíf- andi inn, eins og drottning, ilm- andi, í pels með nýlagt hár og lakkaðar neglur. En það var bara ytra byrðið, inni fyrir var eins og áður segir einstök manneskja, hlý og gefandi, samúðarrík og trygg. Einu sinni gerði ég tilraun til að fá hóp af þessum sjúklingum til að hittast á kaffihúsi, sendi út tíu bréf og það kom ein: Helga. Við skemmtum okkur hins vegar vel og töluðum mikið og lengi! Hún Helga auðgaði líf mitt, ég er rík- ari fyrir það að hafa þekkt hana og er þakklát fyrir. Hún er núna laus við þjáningar, bæði BB og annað og ef starf er að loknu þessu þá er hún áreiðanlega að hjálpa einhverjum. Ég sendi fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Gunnarsdóttir. HANNA BJARNADÓTTIR tHanna Bjarna- dóttir fæddist á Akureyri 11. sept- ember 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 31. maí síðastliðinn og fór útförin fram 9. júní. " Nokkur síðbúin kveðjuorð langar mig að festa á blað vegna andláts elskulegrar vinkonu minnar Hönnu Bjarnadóttur söngkonu, er lést hinn 31. maí síðastliðinn. Þegar kær vinur hverfur héðan og allar góðu minningarnar streyma fram í hug- ann reynir maður að gera sér ljóst að sá Drottinn, sem er öllu æðri, kallar sín börn heim, er hann sér það best hverjum og einum. Við hjónin kynntumst Hönnu og Þórarni Jónssyni manni hennar, fyrst á heimili Bergþóru Kristins- dóttur og Benjamíns Þórðarsonar, er þá bjuggu við Kelduhvamm í Hafnarfirði. En Bergþóra og Hanna voru systradætur, ef ég man rétt. Þar var oft samankominn hópur trúsystkina og vina. I þeim hópi var móðir Hönnu, Sigríður Ósland, sem farin er heim til Drottins fyrir mörgum árum. Hún er ætíð í mínum minningum sem fágæt perla. Fleiri nöfn væri freist- andi að nefna, en það verður ekki gert hér. Þessi vinahópur hittist oft, jafnvel heima hjá Hönnu og Þórarni og svo hjá okkur hjónun- um á Móabarðinu. Þar var mikið sungið enda var maðurinn minn, Guðni Guðmundsson, mikill söng- unnandi sem og öll fjölskyldan. Hanna hafði stundað söngnám í Ameríku og hún var óþreytandi að segja okkur til og þjálfa „heimilis- kórinn" okkar. Hún var, eins og sagt er, kennari af Guðs náð." En samt lét hún sér líða vel, innan um fólk, þar sem hver söng með sínu nefi og lögin voru raddsett á staðn- um. Við lögðum aðaláherslu á hjartað eins og skáldið sagði. Við sungum „hin nýju ljóð, lofsöng um Guð vorn." Þessar minningar eru mér kærar og dýrmætar. Það er ólýsanlegt þegar söngurinn verður eins og vængir, sem hefjast upp til hans, sem einn á alla lofgjörð og heiður. Hanna mín söng oft með sinni gullrödd, á mínum gleði- og sorg- arstundum. Aldrei tók hún greiðslu fyrir það, eða þá einkakennslu er hún lét í té, mér og mínum. Á þessum tíma söng ég í kór Fíladelfíusafnaðarins sem Arni Arinbjarn- arson stjórnaði á þeim árum. Hann fékk Hönnu til að þjálfa raddbeitingu hjá kórnum. Það var mjög gaman, og ég veit að þessi kennsla skilaði sér vel. Hanna vildi alltaf ná fram því besta, hvort sem það var í söngn- um, eða byggingaframkvæmdun- um en þau hjónin voru á þeim tíma að byggja húsið sitt við Austur- brún. Þau voru mjög samtaka, þótt þau væru ólík á margan veg. Hanna hafði meðan heilsan entist, mikla lífsorku, var hreinskilin, hress og kát, og þar sem hún kom var alltaf eins og hún yrði eins kon- ar „miðpunktur" samkvæmisins. Þórarinn var aftur á móti hlédræg- ur. Hann var hennar sterki bak- hjarl, hinn trausti hlekkur lífs hennar. Hann var skilningsríkur, söngelskur og hafði mikið „eyra" fyrir söng og uppörvaði hana á margan veg. Þau voru mjög náin, og virtu hvort annað. Því er hans missir mikill og votta ég honum innilega samúð svo og Siggu Óla, börnum þeirra og öldruðum föður Hönnu. Orð Guðs segir „Sælir eru þeir sem í Drottni deyja." Að lok- um langar mig að setja hér erindi úr erfiljóði er móðir mín orti eftir eiginmann minn látinn. Ég vil heimfæra það til Hönnu: Syngþúsvanurífriði Syng með englanna liði. Syng þú eilífðaróðinn I árdags himnesku ljóðin. Sönpr þinn enn í anda. Okkur svalar að vanda. Hljómar þó hálfu fegri I himinsveit dásamlegri. (I.S.) Eg kveð Hönnu mína með kveðjunni sem oft heyrist í dag: „Sjáumst." Jóhanna Karlsdóttir. + Utför systur okkar, STEINGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR skálds og leikkonu, Sporðagrunni 7, fer fram frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 20. júlí, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Hjördís Guðmundsdóttir, Droplaug Guðmundsdóttir. + Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð' og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Vatnsdalshólum. Kristján Sigurjónsson, Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir, Aðalsteinn Tryggvason, Sigurður Svanur, Margrét Helga, Guðrún Ósk. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, sonur, fóstursonur og bróðir, GUNNAR ELDAR KARLSSON, Auðbrekku 2, Kópavogi, varð bráðkvaddur sunnudaginn 18. júlí. Ragna Jóhannesdóttir, Matthías Þór Gunnarsson, Karl Eldar Gunnarsson, Jóhannes örn Gunnarsson, Ágúst Fannar Gunnarsson, Kristensa Valdís Gunnarsdóttir, Reynir Ástþórsson, Þórir Erlendsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Matthías Björnsson og systur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HANS LINDBERG ANDRÉSSON, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði að morgni sunnudagsins 18. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Ala Lindberg Tómasdóttir, Pétur Hansson, Ingeborg Lindberg, Jón Andrés Hansson, Tómas Erling Lindberg, Hildur Lindberg, Valgerður Lindberg, Una Björk Harðardóttir, Bjarne Pedersen, Sigrún Sigurðardóttir, Jón Númi Ástvaldsson, börn og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA ANNA SIGVALDADÓTTIR, Snorrabraut 69, Reykjavfk, lést í Bandaríkjunum föstudaginn 16. júlí. Ragnar Karlsson, Björn Ragnarsson, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Karl Ragnarsson, Jóhanna Þormóðsdóttir, Ásta Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur M. Jósefsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, fx|pi "'•52- ÁRNIARASON bóndi, Helluvaði, ¦k Rangárvöllum, ^^flk j^ JiB lést á Sjúkrahúsi Suðurlands laugardaginn 17. júlí. ¦HHe&zSE_íH Árný Oddsdóttir, Jóna B. Árnadottir, Viðar Jónsson, Ari Árnason, Anna M. Kristjánsdöttir, Oddur Árnason, Guðbjörg Stefánsdóttir, Helgi Árnason og barnabörn. + Yndisleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, MARGRÉT THEÓDÓRSDÓTTIR NORÐKVIST, Ölduslóð 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 15.00. Peim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið eða Landspítalann. Sigurður Óii Sigurðsson, Valdimar Karl Sigurðsson, Benedikt Þór Sigurðsson, Ingibjörg Theódóra Sigurðardóttir, Sindri Óli Sigurðsson, Ingibjörg Norðkvist, Ása Norðkvist, Jón Sigurður Norðkvist, Theódór Norðkvist. Eí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.