Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.07.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Carolyn Bessette- Kennedy Glæsileg kona og lítið fyrir athygli fjölmiðla New York. Reuters. ENN heldur leitin áfram að flaki Piper Saratoga II HP flugvélinnar, sem John F. Kennedy yngri flaug með eiginkonu sína, Carolyn Bes- sette-Kennedy, og systur hennar, Lauren Bessette, innanborðs. Þre- menningarnir eru taldir af en lík þeirra hafa ekki fundist. Carolyn fæddist 7. janúar árið 1966 og ólst upp í Greenwich í út- hverfi New York. Foreldrar henn- ar, William og Anne Bessett, skildu er hún var h'til en hún átti tvær systur, Lisa og Lauren, sem voru tvíburar. Carolyn var við framhaldsnám í St. Mary-skólan- um og nam kennslufræði við há- skólann í Boston, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1988. Að námi loknu vann Carolyn við markaðs- og kynningarstörf fyrir næturklúbba en hóf fljótlega störf hjá Calvin Klein í Boston. Ekki leið á löngu þar til yfirmenn hennar veittu færni hennar í starfí athygli og færðu hana um set til New York þar sem hún starfaði við að velja klæðnað á þekkta viðskipta- vini fatahönnuðarins. Virti einkalíf annarra Síðar varð hún kynningarfúll- trúi Calvin Kleins en hætti störfum eftir að hún giftist John Kennedy Falsaðar myndir af konungsfjölskyldu Ráðfærir sig við lög- fræðinga Stokkhólmi. Rcutcrs. TALSMENN sænsku kon- ungsfjölskyldunnar sögðu í gær að lögmönnum fjölskyld- unnar hefði verið gert viðvart eftir að upp komst að búið var að setja á Netið myndir þar sem búið er að skeyta andliti meðlima konungsfjölskyldunn- ar á líkama sem eru í eldheit- um ástarleikjum. Er nú í at- hugun hvort rétt sé að aðhaf- ast frekar í málinu. Myndirnar voru settar á Netið í Bandaríkjunum og því gæti sænskum stjómvöldum reynst erfitt að aðhafast nokk- uð í málinu með lögformlegum hætti, að sögn Ceciliu Wilm- hardt, talsmanns konungshall- arinnar. „Falsaðar ljósmyndir af konungsfjölskyldunni, þar sem þau eru nakin, hafa áður sést á Netinu en aldrei jafn grófar og þessar; aldrei jafn niðurlægj- andi fyrir fjölskylduna og þessar," sagði Wilmhardt. Hún greindi hins vegar frá því að búið væri að fjarlægja mynd- imar af Karli Gústaf Svíakon- ungi, Silvíu drottningu, Victor- íu krónprinsessu og Madeleine prinsessu af Netinu. Fyrir tveimur ámm áminnti siðanefnd sænskra dagblaða glanstímaritið Se Och Hor íyr- ir að birta myndir þar sem bú- ið var að skeyta andliti Viktor- íu krónprinsessu á líkama fyr- irsætu í sundfatnaði en kon- ungshöllin hafði áður neitað blaðinu um leyfi til að taka Ijósmyndir af Viktoríu í sund- fatnaði. ERLENT yngri. Sam- starfsmenn Carolyn segja hana hafa haft sérlega næmt auga fyrir tískustraumum og að glæsilegt útlit hennar hafi vakið at- hygli hvert sem hún fór. Caro- lyn er sögð hafa Iagt á það mikla áherslu að virða einkalíf við- skiptavinanna, sem og annarra, og vildi hún að samstarfsmenn sín- ir gerðu slíkt hið sama. Hjónakomin kynntust í New York árið 1994, en mönnum ber ekki saman um fund þeirra. Segir ein sagan að þau hafi kynnst er hún var að aðstoða hann við að velja Calvin Klein-jakkaföt, en önnur sagan hermir að þau hafi rekið augun hvort í annað er þau vora að skokka í Central Park. Á hvora veginn sem var, gengu þau í það heilaga tveimur árum JOHN F. Kennedy yngri og Carolyn Bessette-Kennedy sjást hér saman er þau mættu til „Newman’s Own/George verðlaunaafhendingarinnar" í New York í maí sl. LAUREN Bessett, systir Carolyn, hafði getið sér gott orð á sviði fjármála og starf- aði sem varaforseti hjá Morgan Stanley Dean Witter. Lauren var 35 ára gömul, en myndin af henni var tekin fyrir árbók framhaldsskól- ans í Greenwich árið 1982. síðar eftir að hafa átt í nokkuð stormasömu ástarsambandi undir vökulu auga ijölmiðlanna. Carolyn og John gengu í hjónaband í kyrr- þey á eyju undan ströndum Georg- íu í september 1996. Carolyn er sögð hafa þolað athyglina og um- íjöllun fjölmiðla illa í byijun en er á leið lét hún kjaftasögur sem vind um eyru þjóta og vandist athygl- inni. Carolyn er sögð hafa haft í hyggju að snúa sér aftur að fyrri störfum. Caroline Kennedy Schlossberg Ein eftir af „Came- lot“-fjölskyldunni CAROLINE Kennedy Schlossberg, sem hef- ur hvað mest reynt að forðast kastljós fjöl- miðlanna, er eftir and- lát bróður síns sú síð- asta sem enn er á lífi af fjölskyldu Johns F. Kennedys forseta, „Camelot“-fjölskyld- unni eins og hún var stundum kölluð í bandarískum fjölmiðl- um á meðan hún bjó í Hvíta húsinu. Er nafn- ið sótt í goðsögnina um Artúr konung og kast- ala hans á Bretlandi. Caroline er 41 árs lögfræðingur, rithöfundur og þriggja barna móðir, gift innan- hússarkitektinum Edwin Schloss- berg. Þau systkinin voru mjög ná- in. Ótímabær andlát náinna hafa sett mark sitt á ævi Caroline. Fyrst andaðist nýfæddur bróðir hennar, Patrick, úr öndunarerfið- leikum aðeins tveimur dögum eftir að hann leit dagsins ljós árið 1963. Síðar sama ár var faðir hennar ráð- inn af dögum en þá var hún sex ára. Föðurbróðir hennar, öldunga- deildarþingmaðurinn Robert F. Kennedy, var myrtur er hann sótt- ist eftir tilnefningu Demókrata- flokksins íyrir forsetakosingarnar árið 1968. Móðir hennar, Jacqueline Kennedy Onassis, lézt úr krabbameini árið 1994 og nú er bróðir hennar látinn, 38 ára að aldri. Caroline hefur ætíð forðast sviðsljósið eftir fremsta megni og þeg- ar hún frétti af hvarfi einkaflugvélar bróður síns sneri hún heim úr sumardvöl í Idaho í íbúð fjölskyldu sinnar í New York, en ekki til Hyannisport í Massachusetts, ættar- óðals Kennedyanna, þar sem aðrir meðlim- ir ættarinnar hafa safnazt saman í kjöl- far slyssins og fréttamannaskarinn er á vakt. Skrifaði bók um réttinn til einkalífs Caroline skrifaði ásamt vinkonu sinni úr laganáminu, Ellen Ald- erman, bókina „Rétturinn til einka- lífs“, um rétt hvers og eins tfi að eiga líf utan kastljóss fjölmiðlanna. Fyrir kemur að hún mæti á listvið- burði, góðgerðarsamkomur og at- hafnir þar sem verðlaun eru veitt úr sjóðum sem stofnaðir vora tfi minningar um foreldra hennar, en hún reynir eftir megni að halda fjölmiðlafólki í hæfilegri fjarlægð. En í fjölmiðlana ratar hún helzt þegar einhver náinn henni deyr. L Caroline Kennedy- Schlossberg Reuters ÍRAKAR bera líkkistur manna sem sagðir eru hafa beðið bana í árás vest- rænna flugvéla á sunnudag. 14 sagðir hafa fall- ið í árásum á Irak Bagdad, Washington. Reuters. IRAKAR segja að 14 manns hafi beðið bana og 17 særst á sunnu- dag í árásum vestrænna herflugvéla, sem framfylgja flugbanni yfir suðurhluta Iraks. Iraska fréttastofan JNA hafði eftir talsmanni Irakshers að flug- vélarnar hefðu farið í 14 árásarferðir yfir héruðin Basra, Muthanna, Dhi Qar, Najaf og Meisan og gert árásir á „nokkur borgaraleg mannvirki“. Loftvarnasveitir Iraka hefðu stöðvað flugvélamar og neytt þær út úr lofthelgi íraks. Talsmaður Bandaríkjahers sagði að bandarísk herflugvél hefði skotið stýriflaugum á íraskar loftvamastöðvar á flugbannsvæðinu eftir að skotið hefði verið á vestræna flugvél á eftirlitsflugi. Flug- vélin hefði meðal annars gert árás á íraska flugskeytastöð nálægt Abu Siukhayr, um 320 km sunnan við Bagdad, og fjarskiptastöð Irakshers nálægt A1 Khidr, um 240 km suðvestan við írösku höfuð- borgina. Vestrænar herflugvélar hafa oft gert árásir á skotmörk í Irak frá því íraska stjómin ákvað í fyrra að virða flugbann vesturveldanna að vettugi. Flugbannið var sett eftir Persaflóastriðið árið 1991 til að koma í veg fyrir að Iraksher réðist á shíta í suðurhluta Iraks og Kúrda í norðurhlutanum. Tillögiim Draskovic hafnað Podgorica, Belgrad, Lundúnum. AFP, Reuters. VUK Draskovic, leiðtogi Endur- reisnarhreyfingar Serbíu (SPO), hefur lagt drög að hugsanlegu samstarfi SPO við aðra stjórnar- andstöðuflokka sem miðar að því að koma Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu, frá völdum, af því er svartfellska dagblaðið Vijesti skýrði frá í gær. Zoran Djinjic, leiðtogi Lýðræðisflokksins (DS) og einn helsti talsmaður Samtaka um breytingar, sem era regnhlífar- samtök stjórnarandstöðuflokka er skipulagt hafa mótmæli gegn for- setanum víðsvegar í Serbíu, sagð- ist ekki geta samþykkt tillögur Draskovics. A mótmælafundi sem Draskovic skipulagði í Kragujevac sl. laugar- dag og 15.000 manns tóku þátt í, lýsti hann því yfir að hann vildi að „millibilsríkisstjórnum" yrði komið á í Serbíu og Svartfjallalandi áður en Milosevic færi frá völdum. Innan þriggja til sex mánaða myndu ríkisstjórnirnar svo fá al- þjóðlegum refsiaðgerðum á Serbíu aflétt og leiðin fyrir þá Serba sem flúið hafa Kosovo yrði greidd aftur til héraðsins. Að því loknu sagði Draskovic, að kosningar ættu að fara fram, sem án efa myndu verða til þess Milosevic missti völdin. Þá kom Draskovic mörgum stuðn- ingsmönnum sínum í opna skjöldu á fundinum er hann sagðist and- vígur því að Milosevic yrði hand- tekinn. Djindjic sagðist ekki mundu una við tillögur Draskovic þar sem kröfur fólksins, sem stjórnarand- staðan væri að reyna að fram- fylgja, væru fyrst og fremst að koma Milosevic frá völdum. „Dra- skovic er að reyna að byggja þakið áður en þann byrjar á grunninum. Það gengur ekki,“ sagði Djinjic. Djindjic sakaði Draskovic um að gefa Milosevic færi á að vera áfram við völd, en útilokaði hann þó ekki frá samstarfí við hina stjórnarandstöðuflokkana léti hann af fyrrnefndum hugmyndum sínum. Innrás landgönguhers var í aðsigi Alls um fjögur hundruð her- menn efndu til mótmæla I þremur bæjum í Serbíu í gær og kröfðust þess að þeim yrðu borguð laun fyr- ir herþjónustu meðan á loftárásum Atlantshafsbandalagsins á Jú- góslavíu stóð. Mótmæli hermanna verða sífellt meira áberandi í land- inu samfara vaxandi mótmælum almennings gegn Milosevic. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, lýsti í gær yfir stuðn- ingi við mótmælin sem Samtök um breytingar hafa skipulagt gegn Milosevic. Ummæli Hans féllu eftir fund hans við Djindjic í Bonn í Þýskalandi. Ennfremur sagði Schröder að lýðræði í Serbíu og brottför Milosevic úr embætti væri eina og rétta leiðin fyrir Serbíu til að fá fjárhagsaðstoð frá Vestur- löndum til uppbyggingar. Breska blaðið The Observer skýrði frá því um helgina að ríkis- stjórnir Bretlands og Bandaríkj- anna hefðu verið búnar að leggja lokahönd á áætlun um innrás land- gönguhers í Kosovo. Hætt var við innrásina þar sem samið var við Júgóslavíustjórn þremur dögum síðar um að hún myndi draga her- sveitir sínar til baka úr héraðinu. Observer vitnaði í Charles Gut- hrie, hershöfðingja breskra her- sveita, en hann sagði að Bretar hefðu ætlað að senda 50.000 her- menn til héraðsins, en alls hefði innrásarliðið samanstaðið af 170.000 hermönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.